Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 28
28 MORGUNPÓSTURINN SPORT MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1995 Valdimar Grímsson Bjarki Sigurðsson Já en... Andartaki Mark Hughes semur fzf tveggja ára Það er ekki ólíklegt að Frakkinn Eric Cantona vilji spóia aftur til baka í tíma og staðnemast nákvæmlega á því andartaki sem þarna er fest á filmu. Hrokafulla áhorfendur, sem ausa yfir þig svívirðingum og hlæja að þér, er nefnilega best að virða að vettugi. Allavega er ekki að sjá að þessir áhorfendur hafi orðið hneykslaðir á ummælum Matthew Simm- ons, miklu fremur skemmt sér vel yfir hrakyrðunum. Ensku meistararnir í Manchester United tilkynntu á laugardag að þeir hefðu samið til tveggja ára við velska framherjann Mark Hughes. Tilkynningin, sem barst rétt fyrir leik liðsins gegn Aston Villa á laug- ardag, bindur endi á langar samn- ingaviðræður liðsins og Hughes. Talið er að brotthvarf Frakkans Er- ic Cantona eigi þar stærstan hlut að máli. Martin Edwards, talsnraður liðsins, sagði það ekki vera neitt leyndarmál að liðið hefði ætlað að selja Hughes til að skapa peninga til að kaupa framherjann Andy Cole. „Við ætluðum að selja 31 árs gamlan mann og fá 23 ára pilt í staðinn," Mark Hughes verður áfram hjá Manc- hester United. sagði hann. „Mark vissi þessa stöðu og því er þetta ekkert leyndarmál. Nú eru hins vegar breyttir tímar og við erum allir himinlifandi með að Hughes verði áfram hjá félaginu.“B Ereinhver Bogdan í þér, O Gummi * „Nei, það held ég ekki. Ég hef minn per- sónulega stíl sem þjálfari og hef viðað að mér hugmyndum um æfingar hvaðanæva úr heiminum. Menn mega auðvitað grín- ast með þetta ef þeir vilja en þetta á ekki við nein rök að styðjast. Ég nota það besta í handboltanum og mig skiptir engu hvaðan það er komið.“ Guðmundur Guðmundsson hefur tíma- bundið verið ráðinn sem þjálfari U-21 árs landsliðsins I handbolta. Hann á að leiða liðið í gegnum forkeppni fyrir heimsmeistaramótið sem haldið verður í Argentínu I haust. Guð- mundur er einn þeirra leikmanna sem lék lengi undir stjóm Bogdans og er af sumum talinn hafa aðferðir hans i heiðri. Ryan Giggs er heimakær Líður velhjá Unrted Knattspyrnumaðurinn Ryan Giggs hjá Manchester United sagði í einkaviðtali á laugardag að hann hefði áhuga á að leika allan sinn knattspyrnuferil hjá liðinu. Um- mælin fylgdu í kjölfar frétta um að leikmaðurinn væri á leiðinni til ítalska liðsins Juventus fyrir metfé. Forráðamenn ítalska liðsins segja peninga ekki vera neitt aðalatriði í þessu máli, þeir vilji fá leikmanninn í sínar raðir og allir þeir peningar séu til staðar sem þarf. Gangi þetta eftir er Ijóst að þessi velski lands- liðsmaður er orðinn einn tekju- hæsti knattspyrnumaður veraldar og talsmaður Juve sagði að hann gæti nefnt launin sín sjálfur og eftir því yrði farið. „Hann er rétt rúmlega tvítugur og rétt að hefja feril sinn,“ sagði talsmaðurinn við fjölmiðla. „Við lítum því á hann sem skynsamlega langtímafjárfestingu og leikmann sem borgar sig upp i söluverði á skömmum tíma.“ Giggs segist þó sjálfur ekki vera á leiðinni eitt eða neitt. „Ég er ekki á förum frá liðinu til Italíu eða neins annars lands í Evrópu. Framtíð mín liggur hjá liðinu og ég teldi það ekki skynsamlegt spor fyrir mig að fara frá liði sem mun vinna Evrópu- keppnina á næstu árum.“B Enska knattspyrnan Ryan Giggs segist ekki vera förum frá United. á Eyjólfur Bragason: „Mér finnst skorta á að þau leikkerfi séu not- uð sem opna fyrir hornamenn- ina.“ draumur hvers þjálfara að hafa þá innann sinna vébanda, ég tala nú ekki um ef þeir væru að berjast um eina og sömu stöðuna.“ Of miklir draumórar Guðríður Guðjónsdóttir telur að Bjarki hafi vinninginn þessa dagana yfir Valda og að aðalástæðan fyrir því séu meiðsli Valdimars að und- anförnu. „Hann getur einnig stokk- ið upp fyrir utan og hraði hans í hraðaupphlaupum er mjög mikill eins og reyndar hjá Valdimar líka. Hann nýtir sín tækifæri vel og fer inn í öruggum færum og tækni hans nýtist mjög vel. Hins vegar er varnarleikurinn mjög stór galli hjá honum og þyrfti að lagast fyrir keppnina. Síðan mætti hann stund- um vera ögn grimmari.“ Guðríður segir Valda hins vegar ekki vera kallaðan Valda kalda fyrir ekki neitt. „Hann tekur meiri sénsa og gerir oft ótrúleg mörk úr þeim. Það ber miklu meira á honum en Bjarka og það er bæði vegna þess að hann reynir meira og vegna áhætt- unnar sem hann tekur. Þetta er bæði kostur og galli, stundum mætti hann vera yfirvegaðri í leik sínum og stundum er þetta bráð- ræði hans einmitt það sem þarf í dauðum leikjum." Hún segir einnig að sjálfstraust Valda sé með ólíkindum. „Það er alveg sama hvað hann klikkar oft, hann reynir alltaf aftur og aftur. Hann heldur bara áfram og það er gífurlegur kostur að brotna ekki niður við mótlætið og gefast ekki upp.“ Eyjólfúr segir að verðlaunasæti sé viðunandi árangur á HM. Við eig- um ekki að stefna að neinu öðru. Handboltinn í heiminum er í ákveðinni lægð og ef við höfum einhvern tímann átt möguleika á að vinna til verðlauna þá er það nú. Austurblokkin er í sárum og krepp- an virðist vera mikil á Spáni og í Frakklandi og jafnvel Þjóðverjar eru í einhverri lægð. Handboltinn er núna í einhverri tilvistarkreppu sem ég er sannfærður um að við vinnum okkur út úr og þá verður gott að rifja upp verðlaunasæti á HM ‘95. Guðríður tekur hins vegar aðeins mildar á málunum. „Ef við höldum okkur í flokki A-þjóða er ég ánægð. Mér finnast vera miklir draumórar í gangi og liðið er ekki í sama klassa og þær þjóðir sem ég spái bestu gengi. Heimavöllurinn skiptir samt miklu máli og offar en ekki á hann eftir að ráða úrslitum.“B Undirbúningurinn fyrir HM: Hægra hornið Tveir heims- klassamenn í boði Enn heldur umfjöllun MORGUN- PÓSTSINS um handknattleikslands- liðið áfram og nú er komið að því að sérfræðingar blaðsins velja í stöðu hægri hornamanns liðsins. Með valinu í þá stöðu lýkur eigin- legu landsliðsvali blaðsins og í næstu viku verður farið yfir lands- liðið eins og það lítur út samkvæmt Guðriður Guðjónsdóttir: „Mér finnst vera miklir draumórar í gangi og liðið er ekki í sama klassa og þær þjóðir sem ég spái bestu gengi.“ skoðunum sérfræðinganna íjórtán. En nú er það hægra hornið og sérfræðingarnir tveir að þessu sinni eru þau Guðríður Guðjónsdóttir og Eyjólfur Bragason. Bæði eru vel þekktir handboltaþjálfarar, Gurrí með kvennalið Fram og Eyj- ólfur stýrir nú karlaliði IR í 1. deild- inni. Bæði eru þau sammála um að valið stendur um félagana Bjarka Sigurðsson og Valdimar Gríms- son í stöðuna. Þessir kappar hafa lengi verið fastamenn í íslenska landsliðinu og litlar breytingar virð- ast í vændum á því fyrirkomulagi á næstunni. Þarf að opna meira fyrir hornin Ejólfur segist ekki vera fyllilega ánægður með hvernig hornin nýtast í leik liðsins. „Mér finnst skorta á að þau leikkerfi séu notuð sem opna fyrir hornamennina,“ segir hann. „Við höfum á að skipa mjög góðum hornamönnum en eins og er bygg- ist spilið og leikurinn of mikið á til- viljanakenndum ákvörðunum skyttnanna. Einstaklingsframtak þeirra hefur að mörgu leyti ráðið gangi sóknarleiksins og vonandi breytist það eitthvað fyrir HM.“ Eyjólfur segist vonast til að lands- liðsþjálfarinn lumi á einhverjum breytingum í leik liðsins áður en að keppni kemur. „Hann var ráðinn til starfa fýrir fimm árum og keppnin í vor hefúr alltaf verið nefnd sem sér- stök endastöð í því dæmi. Allt hans starf hefur að hans eigin sögn mið- ast við HM ‘95 sem lokapunkt og að hafa liðið í toppformi. Ég vil gjarn- an sjá einhvern afrakstur af þessu en eins og er hefur mér fundist vanta nokkuð upp á að bryddað hafi verið upp á einhverjum nýjungum í leiknum. Það eru sömu kerfi í gangi og voru þegar að hann tók við og það er ekki nægilegt þegar haft er í huga að allir landsliðsþjálfarar kort- leggja mótherjana og stúdera kerfin þeirra.“ Eyjólfur segir að Valdimar og Bjarki séu þannig leikmenn að erfitt ef ekki ómögulegt sé að gera þannig upp á milli þeirra að segja annan þeirra aðalmann og hinn varamann fyrir hann. Miklu meira atriði sé hvaða andstæðingur er á ferðinni hverju sinni og tilfinng þjálfarans fyrir dagsformi þeirra beggja verði einnig að ráða miklu. „Kostur Bjarka er sá að hann getur einnig nýst sem útileikmaður. Hann getur stokkið upp fyrir vörnina og það er afar mikill kostur fyrir hornamann. Keppnisskapið er hins vegar hinn ótvíræði styrkur Valdimars og stundum gerir hann hreint ómögu- lega hluti vegna þess mikla sjálfs- trausts sem hann hefur.“ Hann segir báða vera mikla hraðaupphlaupsmenn og nýta fær- in sín almennt mjög vel. „Bjarki er kannski aðeins yfirvegaðri en Valdimar í erfiðustu færunum og þá nýtist gríðarleg tækni hans best. Hann þarf hins vegar að endur- skoða varnarleikinn sinn mjög vel og að mínu mati er það eini gallinn sem ég get séð á honum sem leik- manni. Gallar Valdimars eru líka í vörninni en einnig má segja að skapði geti hlaupið með hann í gönur á stundum. Ég held að þessir leikmenn séu það góðir að það sé Öruggur í sínum færum Fljótur Góður að finta sig í gegn Gríðarlegt keppnisskap hleypur stundum með hann á köflum sér stundum í vörninni Mikil tækni Hraði Getur hrifið áhorfendur með leikni sinni Getur leikið fyrir utan Auga fyrir spili Varnarleikurinn stór galli Vantar stundum baráttu

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.