Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN SPORT 2SL Skemmtilegasti bikarúrslitaleikur sögunnar Ótrúlegur darraðardans þegarKA menn unnu Valsvélina í hreint ótrúlegum leik. Það er víst óhætt að tala um sunnudaginn 4. febrúar 1995 sem einn stærsta bikardag í sögu ís- lensks handknattleiks. Tveir stór- kostlegustu bikarleikir sem undir- ritaður hefur séð fóru þá fram og íslenskur handknattleikur gat hreinlega ekki fengið betri auglýs- ingu til eflingar íþróttinni. Leikur KA og Valsmanna hafði strax alla burði til að verða söguleg- ur. Um var að ræða tvö sterk og góð lið, bæði með gríðarsterkar varnir og marga af allra bestu leik- mönnum íslendinga innanborðs. Fyrirfram var þó búist við Val- mönnum heldur sterkari, þeir voru enda með hefðina með sér og höfðu sigurtilfinninguna á hreinu gegn liði norðanmanna sem aldrei hafði unnið titil. Strax í byrjun leiks kom þó í ljós að ekki var hægt að líta á KA-liðið sem minni spámenn. Byrjun þeirra var afar kröftug og úthugsuð og fjölmargar aðgerðir þeirra komu hinu reynda liði Valsmanna í opna skjöldu. Má þar til dæmis nefna að þjálfari liðsins, Alfreð Gíslason, hóf leikinn í sókninni sem miðju- maður og naut sín þar einkar vel sem stórskytta og hefur „gamli maðurinn“ ekki leikið jafn vel í ára- raðir. Þá kom einnig sterkt út að Valdimar Grímsson var allan tím- ann í að klippa út Jón Kristjáns- son og þrátt fyrir að það tæki greinilega nokkurn kraft úr sóknar- leik Valdimars var þetta gríðarlega mikilvæg flétta fyrir liðið. KA-menn höfðu forystuna nær allan leiktímann og náðu mest fimm marka forystu í fyrri hálfleik, 10-5. Þá fór Valsvörnin að átta sig meira á staðreyndum málsins og smám saman small sókn þeirra bet- ur saman, einkum með innáskipt- ingu Valgarðs Thoroddsen en fram að því hafði Frosti Guð- laugsson leikið í hans horni og Sveinn Sigfinnsson í því vinstra. Það kom mjög vel út varnarlega en síður sóknarlega og breytingin til batnaðar var augljós þegar á leið. Mikið bar á markvörðunum tveimur og er óhætt að kalla frammistöðu þeirra stórkostlega, sérstaklega á mikilvægustu augna- blikunum. Hvað eftir annað voru Bikarmeistararnir í handknattleik karla árið 1995. sóknir liðanna stöðvaðar af þeim Guðmundi Hrafnkelssyni og Sig- mari Þresti og meðal annars voru alls sjö víti varin af þeim félögum. Eitt vítið var þó sýnu mikilvæg- ast. Það fengu KA-menn í stöðunni 20:20 þegar leiktíminn var úti. Dómurinn sá var afar strangur, svo ekki sé fastara að orði kveðið, og má með sanni segja að markvarsla Guðmundar frá Valdimar hafi tryggt réttlætinu framgöngu. Því þurfti að grípa til framleng- ingar og í henni náðu KA-menn snemma forystu, einkum með glæsilegri frammistöðu Patreks, og var forysta liðsins þrjú mörk þegar tæpar tvær mínútur voru til leiks- loka. Stemmning liðsins var mikil og augljóst að þeir héldu að titillinn væri í höfn. En svo var aldeilis ekki og á einhvern óskiljanlegan máta tókst KA-mönnum að missa gjör- unninn leik niður í jafntefli á þess- um stutta tíma. Því varð að fram- lengja aftur og í þeirri framleng- ingu tókst norðanmönnum að knýja fram sigur, fyrst og fremst með góðri vörn. Það er ekki annað hægt en að hrósa báðum liðum fyrir afar hetju- lega baráttu og skemmtun sem jaðraði við fullkomnun. Fjölmörg glæsitilþrif litu dagsins ljós og þrátt fyrir að í heildina hafi sigurvilji KA- manna verið sterkari mátti ekki miklu muna. Valsliðið sýndi gríð- armikinn karakter í fyrri framleng- ingunni með því að ná að jafha leikinn en undir lokin var það bik- arhungur „litla liðsins“ sem réði úrslitum. Og kannski var það ein- mitt málið, gulldrengirnir frá Hlíð- arendanum hafa sjaldan tapað Jón Kristjánsson var í strangri gæslu KA-manna allan leikinn. Hér er hann þó í þann veginn að komast í gegn við lítinn fögnuð norðan- manna. ugglega frábær skemmtun.“ Þorbjöm Jensson, þjálfari Vals „Þetta var akkúrat rétti leikurinn fyrir áhorfendur. Ég man ekki eftir því að tvisvar sinnum hafi þurft að tvíframlengja og dramatíkin í þessu var mikil. Leikir þessa liða hafa allt- af verið frekar jafnir og það kom í bakið á okkur að leika ekki nógu vel. Það fór mikil orka í að vinna upp forskotið og ég neita því ekki að ég hélt að lukkan væri okkar megin. En þeir stóðu sig frábærlega og ég óska þeim innilega til ham- ingju með það.“ Alfreð Gislason, þjálfari KA „Þetta var ofboðsleg vinna. Það var alltaf spurning hvorum megin þetta myndi lenda og sem betur fer varð það að lokum okkar megin. Við vorum of fljótir á okkur að fagna og það hefði getað verið dýr- keypt. Við náðum góðum leik gegn þessu stórkostlega liði og nú er bara að fagna þessum fyrsta bikarmeist- aratitli liðsins vel og lengi.“ Valdimar Grímsson, KA „Manni leið ekkert allt of vel yfir því að klikka í þessum færum en ég hef reynt að spá bara í framtíðina í þessum málum. Þetta var æðislegt og að vinna gömlu félagana í svona leik er ekkert voðalega leiðinlegt." Sigmar Þröstur Óskarsson, KA „Við unnum þá í rauninni þrisv- ar og ég hef aldrei lent í öðru eins. Við vorum á Hótel Örk fyrir leik og fengum góða leiðsögn hjá Jóhanni Inga Gunnarssyni sem sagði okk- ur frá því góða og því slæma í leik okkar. Ég held að hann eigi mikið í þessum sigri.“ ■ Landsfrægir menn eins og þeir Steingrímur Ólafsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson komu út úr skápn- um og felldu tár þegar að sigurinn var í höfn. svona leikjum og KA-menn aldrei unnið þá. Og löngunin til að breyta því hefur einfaldlega orðið yfir- sterkari. -Bih. Valur - KA 26:27 (10:12) Valur Dagur Sigurðsson 6(1), Frosti Guðlaugsson 5, Júlíus Gunnarsson 4, Ingi Rafn Jónsson 3, Valgarð Thorodssen 3(1), Jón Kristjánsson 3(1), Geir Sveinsson 1, Sigfús Sigurðsson 1. Guðmundur Hrafnkelsson varði alls 19 skot þar af þrjú víti. Brottvísanir: 10 mín. KA: Patrekur Jóhannesson 11(1), Valdimar Grímsson 8(4), Alfreö Gíslason 6, Leó Örn Þor- leifsson 2. Sigmar Þröstur Óskarsson varðl alls 29 skot, þar af fjögur víti. Brottvísanir: 14 mín. Dómarar: Óli Ólsen og Gunnar Kjartansson. Menn leiksins: Sigmar Þröstur og Patrekur hjá KA. Geir Sveinsson, fyriríiði Vals „Ég hef aldrei tapað úrslitaleik og firinst það bara ekkert gaman. Þetta hlýtur að hafa verið skemmtilegt á að horfa en ég hélt að örlögin væru okkar megin þarna undir lokin.“ Guðmundur Hrafnkelsson, Val „Það er alltaf svekkjandi að tapa svona leik. Við lentum snemma undir og þurftum því að leggja mikla vinnu í að vinna það upp. Við fengum engu að síður mörg tækifæri til að vinna leikinn en nýttum þau ekki og því fór sem fór. KA-menn komu okkur svolítið á óvart með fantavörn og góðri sókn og fyrir áhorfendur var þetta ör- sögðu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.