Helgarpósturinn - 13.02.1995, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 13.02.1995, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 7 - “ ' „Eftir að þessi skýrsla skoð- unarmanna var lögð fram hefur þarna verið stanslaus orrahríð og skálmöld," segir Ólafur Arnfjörð, fyrrverandi sveitarstjóri í Vesturbyggð. Ólafur Arnfjörð sveitarstjóri íVesturbyggð er hættur eftir mikil átök og fluttur til Reykjavíkur ,,Ég le mina a Ólafur Arnfjörð hafði verið sveitarstjóri Patrekshrepps í fjögur ár þegar ákveðið var að hann leiddi lista Alþýðuflokksins í fyrstu sveit- arstjórnarkosningum sameiginlegs sveitarfélags Vesturbyggð. Hann myndaði meirihluta sem hann sprengdi síðan aftur í haust. Síðan hefur lítill friður verið þar til hann ákvað í síðustu viku að segja starfi sínu lausu og flytja með sig og fjöl- skyldu sína til Reykjavíkur: „Eftir að þessi skýrsla skoðunar- manna var lögð fram hefur þarna verið stanslaus orrahríð og skálm- öld. Því var það niðurstaða mín, eftir að hafa hugsað þetta mál vel, að í fyrsta lagi væri það ábyrgðar- leysi af mér að halda þessu áfram þar sem ég væri einn aðalþátttak- andi í þessum hildarleik öllum: Það gæti hugsanlega skapast friður um þessu mál ef ég færi í burtu. f annan stað þá legg ég ekki á mig eða mína nánustu að standa í þessu. Það er nú kannski það sem vegur þyngst í þeirri ákvörðun minni að flytja burt.“ Hvað með þessa 6oo þúsund króna viðskiptaskuld? „Það var ekkert óeðlilegt við hana, hún var bara eins og gengur það ekki á mig o standa í þessu strí rið og gerist. Það sem er óeðlilegast er ekki mitt að vera : og gerist. Það sem er óeðlilegast i að háar skuldir við atvinnufyrirtæki á staðnum virtust fara framhjá skoðunarmönnunum. Það var kannski það alvarlegast í þessu að skoðunarmenn skyldu leggjast í svona persónulegan ham en láta lönd og leið það sem mestu máli skipti fyrir sveitarfélagið; það hvernig á að innheimta kröfúr og hvernig íjárhagsstaða sveitarfélags- ins er. Það var ekki orð um fjár- hagsstöðu þess í niðurstöðum þeirra." En þarna erufyrirtœki sem skulda tnikið „Ég get ekki rofið trúnað með því að nefna þau en á staðnum eru fyr- irtæki sem skulda miklar fjárhæðir. Það er rétt.“ En hvernig er hœgt að skýra þenn- an mikla ferðakostnað? „Vissulega er hann mikill en það skapast af ástandinu í atvinnulífinu og vegna sameiningarinnar. Má sem dæmi taka að árið 1989 var ferðakostnaður um 6 milljónir en þá voru menn einnig alltaf fýrir sunnan að leita úrræða. Inni í þess- ari tölu er ferðakostnaður allra starfsmanna og vinarbæjarmót sem kostaði 700 þúsund. Annars er það vera að réttlæta þetta, það var ekki mín ákvörðun að fara allar þessar ferðir suður til Reykja- vikur. Mér sýnist ferðakostnaður- inn vera að þróast á sömu leið á þessu ári.“ Hvers þá? „Nú, forseti bæjarstjórnar hlýtur að hafa eitthvað með það að gera.“ En hvernig er hcegt að útskýra kostnaðarliði eins og mínibarskostn- að? „Þetta er bara bull. Allir þeir sem notuðu mínibari á ferðalögum borguðu það sjálfir." En reikningur vegna veiðileyfis? „Þetta var bara útborgun á við- skiptareikningi sem var borgað út sem veiðileyfi.“ En er það rétt að bæjarstjórnin hafi verið hætt að koma saman? „Það er ekki rétt. Reglulegur fundur hefur ekki verið haldinn en hins vegar hafa verið haldnir 12 bæjarstjórnarfundir á sex mánuð- um. Þá eru bæjarráðsfundir haldnir reglulega þannig að þetta er ekki rétt.“ Eti hvað œtlarþú að taka þérfyrir hendur nú? „Ég gef ekkert upp um það í bili.“ -SMJ Sala orlofsferða hjá Samvinnuferðum-Landsýn hófst í morgun Sumarstemmning í Austurstræti í nott I gær kom út sumarferðabæk- lingur Samvinnuferða-Landsýn og kynnti ferðaskrifstofan þá sértilboð á 145 ferðum til 6 áningarstaða. Verðið á ferðunum er 7.900 krónur en vegna takmarkaðs framboðs var þegar farið að safnast í röð fyrir ut- an ferðaskrifstofuna í eftirmiðdag- inn í gær og þegar líða fór á kvöldið var fjöldinn orðinn slíkur að ekki er víst að ferð allra hafi orðið lengri en niður í Austurstræti. Richard Svendsen var fremstur í röðinni en hann tók sér stöðu fyrir framan skrifstofu Samvinnuferða um kl. 4 í gærdag. „Ég ætla að fara til Benidorm með fjölskylduna,“ sagði hann. „Við ætluðum að fara til Kaup- mannahafnar en þá frétti ég af þessu tilboði og að hótel væri innifalið í verðinu sem er aðeins kr. 7.900 á manninn. Ég hef ekki farið til Beni- dorm áður en ég er danskur og fór til Danmerkur í fyrra.“ Ertu búinn að reikna út hvað þú sparar á því að bíða hér? „Verðið á svona ferð er urn kr. 68.000 á manninn og því spara ég um 240.000.“ Andlit Sigurbjargar Sigur- björnsdóttur var vart sjáanlegt fýr- ir hettunni en hún sat í stól við hlið- ina á Richard og tilviljun ræður því að þau ferðast saman í sólina 12. júlí. „Ég er að spá í að fara til Beni- dorm og við ætlum fjögur saman. Ég fæ ekki betra tímakaup heldur en við að bíða hér. Við skiptumst á að bíða í röðinni og erum vel klædd svo okkur verði ekki kalt,“ sagði hún. Kristján Svavarsson var aðeins aftar í röðinni en kominn í þrumu ferðastuð og lét fara vel um sig í sól- stólnum sínum. „Við erum fjögur sem ætlum til Berlínar og þaðan til Prag. Við höf- um með okkur vaktaskipti við bið- ina og þetta er allt þaulskipulagt. Mér reiluiast til að við spörum sam- tals um 80.000 krónur á því að kaupa miðana svona, eða 20.000 kr. á mann, og það munar um minna ef menn eru í skóla eins og ég. Þetta er fínn bónus og þá getur maður eytt meira í fríhöfninni." Síðan Vesturbyggð varð til hefur verið stöðugur pólitískur ófrið- ur þar og menn geta ekki náð sátt um hvað skuli gera PólitÉsk upplausn og atvinnulífid á heUarþröm Nú þegar Ólafur Arnfjörð er hættur sem sveitarstjóri í Vestur- byggð meðal annars til að lægja öld- urnar er síður en svo ljóst hvort að friður kemst á í þessu sveitarfélagi. Vesturbyggð varð til við sveitar- stjórnarkosningarnar síðasta vor. Að sveitarfélaginu standa Patreks- hreppur, Bíldudalur, Rauðasands- hreppur og Barðastrandahreppur. Á svæðinu búa núna um 1400 manns og hefur reyndar fækkað um tæplega 5 prósent síðasta árið. At- vinnulífið í Vesturbyggð stendur á brauðfótum enda sveitarfélagið far- ið illa út úr kvótakerfinu og menn greinilega ekki haft þrek til að vinna með því. Árið 1984 voru þorskígildi þessa svæðis' 10.500 en nú eru þau um 3.500. Skerðingin er helmingi meiri enn landsmeðaltalið. Það er alveg sama hvar borið er niður. Sjávarútvegsfyrirtækum á þessu svæði hefur gengið illa. Á Bíldudal er fyrirtækið Sæfrost sem varð til þegar Fiskvinnslan varð gjaldþrota 1992. Sæfrost fékk styrk frá Byggðastofnun fyrir milligöngu Matthíasar Bjarnasonar en náði aðeins að starfa í 8 mánuði. Um 40 manns eru nú á atvinnuleysisskrá á Bíldudal. Á Tálknafirði, sem stend- ur reyndar fyrir utan sameining- una, er Hraðfrystihús Tálknafjarðar sem að stórum hluta er í eigu Val- fellsættarinnar. Rætt er um að sam- eina það Odda hf. á Patreksfirði til að fá fjármagn frá Vestfjarðarað- stoðinni. Oddi hf. varð til þegar Hraðfrystihús Patreksfjarðar varð gjaldþrota árið 1989 og fékk þá um 200 milljónir úr Atvinnuleysis- tryggingasjóði útflutningsgrein- anna. Gríðarmiklar skuldir Skuldir hins nýja sveitarfélags eru miklar enda Rauðasandshreppur sá eini sem ekki dró á eftir sér slóðann. Lætur nærri að skuldir séu um 340 milljónir króna en reyndar var von á 67 milljóna króna framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna sameiningarinnar. En innanmeinið virðist vera skæð hreppapólitík sem gerk það að verkum að mönnum virðist vera fyrirmunað að vinna saman að lausnum fyrir sveitarfélagið. Pat- reksfjörður er langstærsti byggða- kjarninn og þar eru deilurnar hat- rammastar. Fyrir síðustu bæjar- stjórnarkosningar varð sú niður- staða að fá Ólaf Arnfjörð, sem síð- ustu fjögur ár á undan hafði verið þar sem ópólitískur bæjarstjóri, til að leiða lista Alþýðuflokksmanna. Varð mikil óánægja með það meðal fyrrverandi bæjarstjórnarfulltrúa krata, þeirra Guðfinns Pálssonar og Björns Gíslasonar. Þeir ákváðu því að bjóða fram J-lista sem fékk hins vegar ekki miklar undirtektir og engan mann kjörinn. Ólafur myndaði hins vegar meirihluta með F-lista en þar fer fyrir Einar Páls- son, bróðir Guðfinns og fjármála- stjóri Straumness. Einar varð forseti bæjarstjórnar en hann er núna á lista Alþýðubandalagsins á Vest- fjörðum fyrir þingkosningar. Með í fimrn manna meirihluta voru síðan tveir fulltrúar Framsóknarmanna. Sjálfstæðismenn, sem unnu kosn- ingasigur og fjóra menn, misstu af lestinni. Samstarfserfiðleikar voru miklir meðal meirihlutans auk þess sem sjálfstæðismenn töldu hlutskipti sitt slæmt. Hefur MORGUNPÓSTURINN heimildir fyrir því að hluti þess stafi af því að miklar skuldir voru vegna opinberra gjalda og ágreiningur um hvernig staðið yrði að innheimtu þeirra. Fyrirtækið Straumnes skuld- aði til dæmis miklar upphæðir. Ólafur klauf meirihlutann I október síðastliðnum klauf síð- an Ólafur sig út úr meirihlutanum og myndaði nýjan 6 manna meiri- hluta með sjálfstæðismönnum og varð Gísli Ólafsson, oddviti þeirra, forseti bæjarstjórnar. Skömmu síð- ar kom fram skýrsla skoðunar- manna Patrekshrepps, þeirra Sím- onar Fr. Símonarsonar og Gúst- afs Gústafssonar, um fjármál bæjarins 1993. Skýrslan var stimpl- uð sem trúnaðarmál en efni hennar var fljótlega á allra vitorði. Voru fljótlega birtir stórir kaflar úr henni í Svæðisútvarpi Vestfjarða og telur Ólafur sig hafa farið mjög halioka í þeim fréttaflutningi. I skýrslu skoðunarmanna kom fram það álit að Ólafur hefði oftek- ið sér 4.5 milljónir króna í formi ferða- og dvalarkostnaðar, yfir- vinnu, bílapeninga og vegna við- halds á sveitarstjórabústað. Þessi skoðunarskýrsla fór síðan í hendur löggilts endurskoðanda, Ragnars Gíslasonar endurskoðanda hjá Hagskil, og var niðurstaða hans töluvert önnur. Taldi hann að um væri að ræða 600 þúsund króna skuld Ólafs við hreppinn á við- skiptareikningi hans. Einnig hafði komið fram hörð gagnrýni á ferða- kostnað Patrekshrepps sem var 5,5 milljónir króna árið 1993. Þess má geta að engar reglur virðast vera um ferðakostnað sem þó er umtals- verður hiuti af útgjöldum hvers árs. Að lokum varð það að sam- komulagi að senda ágreining þess- ara aðila, semsagt skoðunarmanna og löggilts endurskoðanda, til fé- lagsmálaráðuneytisins til álitsgerð- ar. Það álit er ekki komið ennþá. Það vakti athygli að stór hluti skýrslu skoðunarmanna fjallaði fyrst og fremst um fjármál sveitar- stjórans en lítið sem ekkert um fjár- mál Patrekshrepps sem þó nálguð- ust hættumörk. Þetta gagnrýnir Ól- afur í viðtalinu hér meðfram. Á þeim tíma blasti við að Pat- rekshreppur var búinn að leggja tæplega 100 milljónir króna í at- vinnulífið á staðnum en velta hreppsins á síðasta heila árinu voru um 125 milljónir. Skatttekjur voru um 102 milljónir. Útistandandi skuldir vegna atvinnurekenda námu tugum milljóna. Má sem dæmi taka að Straumnes, fyrirtækið þar sem Einar Pálsson var fjármála- stjóri skuldaði hátt í 70 milljónir og hafði ekki staðið skil á opinberum gjöldum síðan 1991. Én er líklegt að skapist ffiður nú þegar Ólafúr er farinn? Samkvæmt heimildum MORGUNPÓSTSINS er það ólíklegt þar sem langvarandi ágreiningur er þarna á milli bæjar- fulltrúa. Óvíst er að eftirmaður Ól- afs, Gísli Ólafsson, njóti fullkomins trausts og hefur meðal annars heyrst af undirskriftarlista gegn honum. Þá blandast slæm staða fyr- irtækja á Patreksfirði og bæjar- ábyrgðir vegna þeirra inn í málið en oft virðast sömu menn hafa náð að sitja báðum megin borðsins þegar bæjarábyrgðir voru afgreiddar. SMJ ; tyiiQses. Þessi mynd var tekin fyrir utan söluskrifstofu Samvinnuferða Landsýn í Austurstræti. Hátt í 100 manns höfðu þá þegar tekið sér stöðu í von um að komast í sumarleyfið fyrir 7.900 krónur á manninn. Hvenær datt þér í hug að bíða hér fyrir utan eftirþessum miðum? „Það var bara í dag sem við frétt- um af þessu. Við erum með heitt kakó og svona og það fer bara vel um mig í sólstólnum hér í Austur- stræti. Maður verður þá kominn í æfingu þegar lagt verður af stað í ferðina 23. júní.“ -lae

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.