Helgarpósturinn - 13.02.1995, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 13.02.1995, Blaðsíða 5
'MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN 5 108. grein almennra hegningarlaga um sérstaka æruvernd opinberra starfsmanna lifir góðu lífi eftir að mannréttindanefnd dómsmálaráðherra fór höndum um hana Hefur aðallega veríð notuð vegna löggunnar Af viðbrögðum manna við dómi mannréttindadómstóls Evrópu 25. júní 1992 i máli Þorgeirs Þorgeir- sonar rithöfundar var gert ráð íyrir því að 108. grein almennra hegning- arlaga yrði feild út en dómstóllinn taldi að tjáningarfrelsi Þorgeirs hefði verið skert með því að dæma hann eftir því. Skömmu eftir þetta eða 8. júlí 1992 skipaði Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra nefnd sem átti að kanna hvort þörf væri á því að hafa sérstaka vernd fyrir opinbera starfs- menn eins og felst í 108. grein al- mennra hegningarlaga. Greinin fel- ur sem kunnugt er í sér sérstaka æruvernd til handa opinberum starfsmönnum. Nefndin skrifaði bréf til Þorsteins Pálssonar 9. október 1992 þar sem kom fram að með því að inna af hendi greiðslur til Þorgeirs sam- kvæmt dómnum og kynna hann hér á landi þá væri fúllnægt þeim kröf- um sem dómurinn felur í sér á hendur íslenskum stjórnvöldum. Eftir þetta hélt nefndin áfram að starfa að lögfestingu mannréttinda- sáttmálans. Hagræði fyrir opinbera starfsmenn En þegar kom að því að taka af- stöðu til 108. greinar almennra hegn- ingarlaga klofhaði nefndin. Segir til dæmis meirihlutinn í áliti sínu en hann skipuðu þau Ragnhildur Helgadóttir, fyrrverandi ráðherra, Hallur Magnússon blaðamaður. FÍestir voru á því að hann yrði síð- astur íslendmga til að vera dæmdur eftir hinni illræmdu 108. grein hegningarlaga. Björn Bjarnason alþingismaður, Markús Sigurbjörnsson núver- andi hæstaréttardómari og Eiríkur Tómasson lagaprófessor: „Hins vegar er Ijóst að visst hagrœði er í því fyrir opinberan starfsmann að geta leitað til ákœruvaldsins um mála- rekstur fyrir sína hönd lít af þeim skammaryrðum, móðgunum eða að- dróttunum sem lýst er í 108. grein. “ Telur meirihlutinn að í ljósi þess að opinberir starfsmenn eiga oft erf- itt með að bera hönd fyrir höfúð sér vegna þagnarskylduákvæða geti ver- ið þörf fyrir slíkt ákvæði. Gefa þeir Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra. Skipaði nefnd til að kanna áhrif Þorgeirsdómsins. Nefndin klofnaði en meirihlutinn telur alit eins líklegt að halda inni 108. greininni. upp þrjá möguleika, sem ýmist fela í sér að fella niður greinina eða láta hana standa með breytingum. Meirihlutinn telur sig hafa fundið hliðstæðu í dönsku hegningarlögun- um og sé oftar dæmt eftir því þar. Refsingin er þó mun minni þar auk þess sem dönsku lögin hafa ekki hina sérstæðu setningu sem er í 108. greininni og hefur sært réttlætis- kennd manna mest; „aðdróttun, þótt sönn sé, varðar sektum efhún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt.“ Þetta ákvæði virðist þó ekki fá hljóm- grunn hjá neinum þeim er kemur að málinu, hvorki meirihluta nefndar- innar né minnihluta. Sex hæstaréttar- dómarfrá 1961 Við starf nefndarinnar kom fram að ffá 1961 til 1992 var sakfellt sex sinnum í Hæstarétti sam- kvæmt greininni. Þegar dómarnir eru skoðaðir kem- ur í ljós að í langflestum til- vikum eru þeir notaðir í sambandi við atyrði gagnvart lögreglumönnum, bæði munnleg og skrifleg. Svo var í tilviki Þorgeirs. 1 minnihlutaáliti Ragnars Aðalsteinssonar hæstarétt- arlögmanns kemur fram að hann telur að ekki sé þörf á sérstakri vernd opinberra starfsmanna og sækir hann rök fyrir því í því dómasafni sem áður er getið. Telur hann þetta réttarástand stríða gegn grunnreglu ís- lenskrar stjórnskipunar um jafnræði borgaranna. Leggur Ragnar til að greinin verði af- numin. Rétt er að taka fram að í umræðum á Aiþingi fyr- ir skömmu gaf hins vegar Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra til kynna að þessum lögum verði breytt. Áður hefur verið flutt þings- ályktunartillaga um að hún verði felld niður en hún fékk ekki afgreiðslu. -SMJ Nefndarmenn sem áttu að ákveða hvort opinberir embættismenn þyrftu sérstaka vernd: Ragnhildur Helgadóttir, Björn Bjarnason, Markús Sigurbjörnsson, EiríkurTómasson, Ragnar Aðalsteinsson. Njörður seqir Olaf Jóhann eiqa marqt ólært I febrúarhefti Scanor- ama, flugblaði SAS, er viðtal viö Ólaf Jó- HANN ÓLAFSSON rit- höfund og Sony- mann. Þar er ferill Ól- afs Jóhanns rakinn undir fyrirsögninni „Digital Whiz Kid“. Þar kemur meöal annars fram að Ól- afur Jó- hann hef- ur yndi af því aö drekka rauðvín og það sé þaö helsta sem hann á sameiginlegt með söguper- sónu sinni, Pet er Peterson, í bókinni Fyrirgefningu syndanna eöa Absolution. Þar er sagt að bókin hafi selst í 16 þús- und eintökum á íslandi sem sé met og vitnað í NjöRÐ P. Njarðvík sem segir að Ólafur Jóhann sé að sönnu efnilegur þó að hann eigi margt ólært sem rit- höfundur. Einnig er sagt að árangur Ólafs Jó- hanns megi að hluta rekja til þess að hann sefur einungis fjóra tíma á sólarhring og að hann sé ákaflega skipulagður og eigi auðvelt með að ein- beita sér. Greinin/viðtal- ið er mjög á jákvæðu nótunum - enda ekki nokkur ástæða til ann- ÁRVÍK ÁRMÚL11 • REYKJAVÍK • SÍMI 568 7222 • MYNDRITI 568 7295 Miðbær Reykjavíkur Maður laminn Um kl. 3 aðfaranótt laugardags sjúkrabíll kom á vett- var maður sleginn í götuna í Hafn- vang. Hann var fluttur arstræti við Naustin. Maðurinn á slysadeild en árásar- meiddist töluvert og var með maðurinn er enn áverka í andliti og alblóðugur þegar ófundinn. ■ Hvalfjarðarströnd Ók í skafl og valt Lögreglunni í Borgarnesi barst tilkynning um bílveltu á Hvalfjarð- arströnd um kl. 23.50 á föstudags- kvöldið. Nokkur skafrenningur hafði verið á svæðinu og eftir að hafa ekið í smáskafl sem var á veg- inum missti ökumaður Ford Pick- up-bifreiðar stjórn á bíl sínum. Bíllinn þeyttist upp í ruðning við veginn og snerist og endaði á toppnum. Ökumaður- inn var einn á ferð og slapp án alvarlegra meiðsla en bíllinn er mikið skemmdur. ■ Suðurnes Fyllerí í Keflavík Mikil ölvun var í Keflavík um helgina. Vakthafandi varðstjóri Keflavíkurlögreglunnar sagði í sam- tali við MORGUNPÓSTINN að það væri „slappt ef það er ekki fyllerí föstudags- og laugardagskvöld og rúmlega það,“ eins og hann orðaði það. Enginn þurfti þó að gista fanga- geymslurnar í Keflavík. Aðspurður um háreysti sagði varðstjórinn: „Við erum hættir að taka eftir því þótt ein- hver réttir öðrum á lúðurinn, það er ekki til frásagnar.“ ■ Frábærir HANKOOK vetrarhjólbarðar á einstöku verði! SKÚTUVOGI2 PJir-i SÍMI 68 30 80 145R12 4.990 2.990 stgr 185/60R14 7.490 4.490 stgr 155R12 -5t2S0™ 3.130 stgr 195/60R14 O...QAA. 4.880 stgr 135R13 -4t7§0 2.860 stgr 175/70R14 -OtOOO' 3.990 stgr 145R13 5,100 2.980 stgr 185/70R14 -6:940- 4.160 stgr 155R13 -5t360- 3.215 stgr 195/70R14 -7Æ30 4.690 stgr 165R13 3.340 stgr 205/75R14 9:080 5.460 stgr 175/70R13 5Æ50- 3.480 stgr 165R15 -o^ocr 3.780 stgr 185/70R13 'ör46ö- 3.850 stgr 185/65R15 7:960 4.470 stgr 175R14 0.400 3.850 stgr 195/65R15 OÆ40 5.300 stgr 185R14 Í5200 4.280 stgr 205/60R15 9Æ20- 5.770 stgr Jeppadekk 25% afsl. 235 / 75 R 15 kr LO Peö kr 7.650 stgr 30-9.50 R 15 kr.10.550 kr.7.912 8t9r 31-10,50 R 15 kr.Vh950 kr8.960stgr 33-12.50 R 15 kr.T4:440- kr.10.830 stgr Vörubíladekk 25% afsl. 12 R 22,5 /16PR kr.33.7G(L kr.25.275 stgr 315/80 R22,5 kr,38;980 kr.29.235 stgr

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.