Helgarpósturinn - 13.02.1995, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 13.02.1995, Blaðsíða 14
14 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 Pösturihn Útgefandi Ritstjórar Fréttastjórar Framkvæmdastjóri Auglýsingastjóri Setning og umbrot Filmuvinnsla og prentun Miðill hf. Páll Magnússon, ábm. Gunnar Smári Egilsson Sigurður Már Jónsson Styrmir Guðlaugsson Kristinn Albertsson Örn ísleifsson Morgunpósturinn Prentsmiðjan Oddi hf. Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum og kr. 280 á fimmtudögum. Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku. Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 100 króna afslátt. Tjáningarfrelsið er líka handa dónum I MORGUNPÓSTINUM í dag er fjallað um dóm sem nýlega var kveðinn upp á ísaflrði yfir eiganda myndbandaleigu sökum þess að hann hafði leigt út klámefni. í dómnum kemur ekki fram að maðurinn hafi leigt þessar myndir börnum eða unglingum og heldur ekki að um hafi verið að ræða barnaklám eða annað það efni sem felur í sér sjálf- stæð hegningarlagabrot við gerð myndefnisins. Samkvæmt dómnum virðist hafa verið um að ræða að fullorðinn maðurinn hafi af frjálsum vilja leigt fullorðnu fólki myndir sem fullorðið fólk gerði af frjálsum vilja. Það er því erfitt að sjá hvert er fórnarlamb þessa glæps. Ef þessar myndir særa blygðunarkennd einhverra kemur það varla að sök þar sem það fólk var ekki neitt til að horfa á þær. Sá eini sem neyddist til þess og augljóslega varð sár, er dómarinn í málinu. Og hann dæmdi manninn í fjársektir og fangelsi. Þetta mál leiðir hugann að umræðunni um tjáningarfrelsisákvæði frumvarps um breytingar á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Meðmælendur þessa frumvarps hafa bent á að í raun þrengi ákvæðið möguleika löggjafans til að setja tjáningarfrelsinu skorður. Núgildandi ákvæði tilgreini ekki af hvaða tilefni löggjafinn geti takmarkað tjáning- arfrelsi og sé því í raun opinn víxill í því efni. Með því að tilgreina alls- herjarreglu, öryggi ríkisins, vernd heilsu eða siðgæði manna og réttindi eða mannorð sé löggjafanum veittar heimildir til að takmarka tjáning- arfrelsið við eitthvað ofangreint en ekkert annað. Gallinn við tjáningarfrelsið er að það er fyrst og fremst sett til varnar þeim sem vilja tjá eitthvað sem ekki er almennt viðurkennd skoðun. Það er óþarfi að vernda tjáningarfrelsi þeirra sem þurfa að tjá almenn- ar skoðanir og löngu Ijós sannindi. Þeir sem hafa skoðanir fyrir utan jaðar almennra skoðana þurfa hins vegar vernd, þar sem það er margs- annað af sögunni að meirihlutinn hefur ríka tilhneigingu til að kúga minnihlutann. Myndbandamaðurinn á Isafirði er svona jaðarmaður og sömuleiðis viðskiptavinir hans. Það var fyrir þá sem tjáningarfrelsisákvæði hafa verið sett í mannréttindasáttmála og -ákvæði. Og það er af sögu þeirra sem við eigum að velta fyrir okkur hvernig stjórnvöld og dómstólar munu fara með undanþáguna í tjáningarfrelsisákvæðinu í frumvarp- inu. Ef menn vilja túlka þau þröngt þá myndi maður gera ráð fyrir að sá sem ofbjóði siðferðiskennd annarra yrði að demba klámefninu framan í þá eða sýna það þar sem þeir gætu ekki komist hjá því að verða fyrir skaða. Ef menn vilja skilgreina það vítt þá hafa lögregluyfirvöld heim- ild til að leita uppi klámefni, gera það upptækt og dæma menn fyrir að hafa það undir höndum. Reynslan sýnir að löggjafmn, lögreglan og dómsvöld virðast nota síðari skilgreininguna. Og í hennar anda má sjá fýrir sér þróun þar sem klám yrði smátt og smátt skilgreint víðara og á endanum yrði bannað að selja svokölluð kallablöð og hægt væri að dæma menn fyrir að eiga þau. I sjálfu sér er ekki skemmtilegt að verja klám. Það er hins vegar stað- reynd að í könnunum hefur komið fram að meirihluti fólks segist hafa notað það. Það er því eitthvað hrollvekjandi þegar löggjafmn og dóm- stólar taka höndum saman um að banna það. Með því eru þeir að neyða meirihluta almennings til að fallast á sínar eigin ætluðu siðferð- iskennd í stað þess að smíða lög kringum almennt siðferði. Það eitt vekur upp efasemdir um að löggjafanum sé treystandi til að fara vel með áðurnefndar undanþágur í mannréttindaákvæðunum. Gunnar Smári Egilsson Pósturmn Vesturgötu 2, 101 Reykjavík, sími 552-2211 fax 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2243 Taeknideild: 552-4888 Auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577 Skrifstofa Morgunpóstsins er opin mánudaga til föstudaga frá 9:00 til 17:00 Dreifingar- og áskriftardeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 8:00 til 19:00, aöra virka dagafrá 9:00 til 17:00 Auglýsingadeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 9:00 til 18:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Smáauglýsingadeildin er opin frá 9:00 til 17:00 virka daga, til 21:00 á þriðju- og miðvikudögum oq milli 13:00 og 21:00 á sunnudöqum. „Þessi rœða [Björns Bjarnasonar] ber vott um sjúklegt hugarfar.“ Ólafur Ragnar Grímsson ræðusnillingur. Og er þó af nógu að taka á Alþingi „Þetta var ein lágkúrulegasta og ómerkilegasta rœða sem hér hefur verið flutt.“ Steingrím J. Sigfússon ekki njósnari. Fyigir þetta ekki starfinu? „Mérfinnst vont að vera kallaður landráðamaður þó ég sé búinn að vera ípólitík nœstum alla œvi.“ Svavar Gestsson fyrrverandi fangi f A- þýskalandi. Hvers konar Irf er á þessum djáknum? „Einn djákninn valdi prestinn sem hún mun starfa hjá, annar manninn sinn en móðir mín sagðist vilja son sinn sem vígslu- vott. “ Kristján Björnsson prestur. Að kennaframták Flestir þeir sem þekkja innlent atvinnu-, menningar- og félagslíf skynja þann gríðarlega mun sem er á árangri og afköstum einstaklinga og hópa innan þess. Mikið af þess- um mun skýrist af því að sumir ein- staklingar eða hópar hafa frum- kvæði, framtak og dug sem aðrir virðast að mestu gersneyddir. Tak- ast því á hendur að ryðja nýjum og árangursríkum hugmyndum og að- ferðum braut í stað þess að sitja með hendur í skauti í þögulli bið eftir fyrirskipunum yfirboðara sinna eða öðru áreiti umhverfisins. Hugsi maður sér að unnt sé að efla hlutfallslega miklu fleiri ein- staklinga til sambærilegra afreka þá er skammt í þá ályktun að hér sé á ferðinni nálgun sem geti reynst mjög árangursrík fyrir þjóðarbúið miðað við hugsanlegan tilkostnað. Skoðun mín er sú að fjárfesting okkar í menntakerfinu skili all- sendis ónógum arði vegna þess að rrlikið af því fólki sem útskriíast eft- ir langt nám mun aldrei á lífsleið- inni hafa nein veigamikil áhrif þrátt fyrir að mörgu leyti góða menntun og góðar grunnforsendur til slíks. Og ástæðan er sú að í „úrverkið“ sem árangurinn byggir á skortir eitt „tannhjólið", þ.e. framtakið og frumkvæðið, sem tryggir, að getu sem búið er að byggja upp með mikilli fyrirhöfn og tilkostnaði, sé beint að nýjum og veigamiklum viðfangsefnum. Líkingin við úrverk á vel við í þessu sambandi. Hver einasti lykil- þáttur flókinna framkvæmda, t.d. við nýsköpun, hefur þann eigin- leika úrverksins að sé honum ekki sinnt þá leiðir slíkt til algerra ófara. Algers árangursleysis í stað algers árangurs. Rétt eins og þegar maður sem klifrar í klettum sleppir takinu þeg- ar bjargbrúnin er í seilingarfjar- lægð. Oft eru á ferðinni hlutfalls- legir smámunir hvað kostnaði og fyrirhöfn viðvíkur. Þeim mun dap- urlegra er að sjá veigamikil tækifæri klúðrast þegar þessum „smámun- um“ er ekki sinnt. Möguleikar frumkvöðlafræðslu: Fordómar afsannaðir. Tillögur og hugmyndir af þessu tagi hafa um langan tíma mætt alls kyns fordómum og kjánaskap þeg- ar þær hafa verið bornar fram. Þungavigtin JÓN Erlendsson -4*1 ytirverkfræðingur I fyrsta lagi þá hafa sumir fullyrt að annað hvort hefðu menn fram- takið í sér eða ekki. Engin leið væri að rækta það eða efla. Slíkt sé til- gangslaus viðleitni. Fljótgert er að sjá að hér er rakaleysa á ferðinni. Langvarandi rannsóknir hafa sýnt að þeir sem stofna ný fyrirtæki koma oftast frá fjölskyldum þar sem fyrirvinnan var sjálfstætt starf- andi. Börn sem alast upp við tiltek- in viðhorf samlagast þeim. Þau læra að auki af foreldrunum verklag og þekkingu sem máli skiptir. Ekkert er undarlegt við það að börn sem aldrei kynnast viðhorfum og þekk- ingu þeirri sem fylgja sjálfstæðu starfi verði dauf til athafna þegár á reynir. Árangurinn í þessu tilviki byggir því sýnilega á námi og tilvist fyrirmynda. Einhliða skýring fram- taksins á grundvelli erfða er því röng. I öðru lagi þá vill svo vel til að margsannað er með langvarandi reynslu innan skóla víða um heim að unnt er að efla framtak og sköp- unargáfu með menntun sem hefur þetta sem markmið. Þannig hefur árangursrík fræðsla um stofnun og rekstur smáfyrirtækja og starf frumkvöðla (e. Entrepreneurship) 'verið á dagskrá rúmlega 400 há- skóla í Bandaríkjunum og víðar um heim. Eitt áhugaverðasta dæmið af þessu tagi sem mér er kunnugt um er verkefni sem búið er að vera í gangi í Noregi um nokkurra ára skeið og nefnt er „Distriktsaktiv skole“, þ.e. skóli sem er virkur (við atvinnusköpun) í eigin samfélagi. Innan þessa verkefnis er börnum í grunnskóla kennt með það fyrir augum að þau geti sjálf skapað sér vinnu í stað þess að vera fær um það eitt að gerast launþegar hjá öðrum. Ein lykilaðferðin í þessari fræðslu er að börn í hverjum ein- asta bekk eru látin stofna eigin fyr- „Líkingin við úrverk á vel við í þessu sam- bandi. Hver einasti lykilþáttur flókinna framkvœmda, t.d. við nýsköpun, hefurþann eiginleika úrverksins að sé honum ekki sinntþá leiðir slíkt til algerra ófara. Algers árangursleysis í stað algers árangurs. “ irtæki og hafa þau af þeim veg og vanda og ábyrgð á rekstri þeirra. Sum þessara fyrirtækja hafa reynst svo arðbær að búið er að skilja rekstur þeirra frá skólastarfmu og stofna sjálfstæð fyrirtæki. Reynslan af þessu verkefni hefur verið öil á einn veg. Börnin hafa undantekn- ingarlítið fengið brennandi áhuga á viðfangsefninu og helgað sig því af miklum krafti. Mörg innlend dæmi urn svipaða hluti eru þekkt. Alkunna er hvernig gífurlegur áhugi og atorka leysist úr læðingi hjá skólafólki í félagsstarfi þess, t.d. í flutningi hvers kyns leik- verka. Alþekktog nýlegt dæmi frá Vinnuskóla Reykjavíkur var þegar börnum var fengið það verkefni að skipuleggja, hanna og snyrta dálitla spildu innan borgarmarkanna sem verið hafði í órækt. Engin bönd héldu þeim fyrir vinnugleði. Þessa staðreynd er vert að skoða í ljósi þess orðs sem fer af vinnuskólum með réttu eða röngu að þeir séu „letigarðar“. Og algerlega nýtt dæmi af sama toga er sú aðferð að láta börn í grunnskóla læra móður- málið með því að gerast „rithöf- undar“ (sjá DV 11.2.95). Lykilþættir arangursins Vert er að undirstrika það að lyk- ilþættirnir að baki þeim árangri sem hér er á ferðinnu er það frjáls- ræði til þess að skilgreina, skapa og framkvæma upp á eigin spýtur það sem unnið er að. Hér er á ferðinni gerólík nálgun því sem yfirleitt er beitt í skólum, þ.e. fremur hrein- ræktaðri ítroðslu og mötun þar sem allt sem máli skiptir er ákveðið af fræðurum fyrir nemendur í dag- legum smáskömmtum. Ekki kemur til greina að skipta algerlega um stíl í þessu efni. Eftir sem áður þá þarf að beita tiltekinni forsjá, mötun og agaðri verkstjórn kennaranna til þess að koma til skila því námsefni sem nemendur verða að tileinka sér. Leiðin til bættra vinnubragða felst hins vegar í því að skapa visst svig- rúm innan kennslu og náms, t.d. sem nemur 10-20% af námstíman- um, til sjálfstæðs og skapandi starfs sem beint er að hagnýtum við- fangsefnum. Þetta ætti að duga til að þroska framtak og sköpunargáfu nægilega og búa nemendur undir það í lífinu að taka sjálfstæða stefnu og skapa sér viðurværi án tillits til þess hvort hefðbundinn vinnu- markaður býður upp á störf eða ekki. Breytingartímar - nyjar kröfur Þeir miklu breytingatímar sem við upplifum um þessar mundir gera stórauknar kröfur á getu sem flestra einstaklinga til sjálfstæðrar sköpunar og framtaks. Þetta á reyndar við á öllum sviðum mann- lífsins. Og það á jafnt við um laun- þega sem þá sem starfa sjálfstætt. Þau fyrirtæki og þær stofnanir sem hafa innan sinna vébanda fólk sem er gætt framtaki og ríkri hneigð til nýsköpunar eru og verða sömu að- ilarnir sem ávallt standa uppúr og hver svo sem verkefni þeirar eru og hvort sem þau eru einkarekin eða ríkisrekin. Þungavigtarmenn eru meðal annars: Ámi Sigfússon, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Erlendsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.