Helgarpósturinn - 13.02.1995, Page 31

Helgarpósturinn - 13.02.1995, Page 31
MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN SPORT 31 Valsvélin hikstaði í Víkinni Rúnar Sigtryggsson skýtur hér að marki gegn sínum gömlu félögum í Val. Dagur Sigurðsson reynir hvað hann getur til að stöðva hann en Jón Kristjánsson er agndofa yfir þessu. Leikur Vals og Víkings í Nissan- deildinni í handbolta fór fram í gærkvöld. Valsmenn komu mun ákveðnari til leiks en andstæðing- arnir og náðu strax óskastöðu með góðum varnarleik og útfærðum hraðaupphlaupum sem oftar en ekki skiluðu mörkum. Víkingar hins vegar virkuðu ekki nógu sann- færandi og voru einatt skrefinu á eftir Valsmönnum, þangað til um tíu mínútur voru til leiksloka ,þá tóku þeir völdin í sínar hendur og gerðu út um leikinn með frábærri vörn og góðum sóknarleik. Vörn Valsliðsins var sterk þar til í lokin þegar þeir réðu ekki við þann kraft og þá miklu baráttu sem kom- in var í lið Víkinga. Víkingsliðið sýndi mjög mikinn „karakter“ þeg- ar þeir breyttu stöðunni úr 14-18 í 19-19 á fimm mínútum, þegar ailt benti til þess að Valsmenn myndu hafa sigur í þessum mikla baráttu- leik. Þess má geta að Sigurður Sveinsson lék ekkert með Víking- um í síðari hálfleik en það var ekki að sjá á leik þeirra að þeir söknuðu kappans því Árni Friðleifsson leysti hann af og lék hreint út sagt stórkostlega og skoraði sjö glæsileg mörk, þar af sex í seinni hálfleik. Vafalítið besti leikur Árna í langan tíma. Árni var ánægður í leikslok: „ Þettað er búið að vera svona stíg- andi hjá mér í vetur, ég er í góðu formi þessa dagana, þetta er bara spurning um að klára sig þegar maður fær tækifæri og ég tel þetta hafa verið verðskuldað tækifæri. Það er ekkert nema bjart framund- 25-22 Mörk Víkings: Árni F.7, Gunn- ar G.6, Rúnar S.5/4, Birgir S.3, Bjarki S.3, Sigurður S.1. Varin skot: Reynir Reynisson 13. Utan vallar: 6. mín. Mörk Vals: Júlíus G.8, Jón K. 5/1, Dagur S.4, Frosti G.3, Finnur J.1, GeirS.1. Varin skot: Guðmundur Hrafn- kelsson 15. Utan vallar: 6. mín. Dómarar: Egill Már og Örn Markússynir. Góðir. Maður leiksins: Árni Friðleifs- son, Víkingi. an hjá okkur, við förum í úrslitin með því hugarfari að taka einn leik fyrir í einu og framhaldið kemur síðan í ljós. Brúnin var þung á Valsmönnum í lok leiks enda ekki nema von þeg- ar lið hefur haft yfirhöndina allan leikinn og missir síðan dampinn í lokin. Þorbjörn Jensson var ekki ánægður með sína menn: „ Við byrjuðum að spila afar illa þegar staðan var 14-18 og sóknirnar verða of stuttar. Vörnin fór að bresta og við hleyptum skotum í gegn sem við eigum að verja, það kom alltof langur kafli þar sem við misstum leikinn úr höndunum og náðum aldrei að komast til baka aftur. Vörnin hjá okkur gekk upp þangað til um tólf mínútur voru eftir, þá brást hún allsvakalega. Við örvænt- um nú ekkert þrátt fyrir tapið því Jón Kristjánsson hefur verið meiddur á olnboga síðan í bikar- leiknum og Dagur steig upp úr flensu í dag. Við eigum sem betur fer eitt tækifæri enn til þess að vinna deildarbikarinn heima gegn Stjörnunni.“ Hjá Víkingum lék Árni Frið- leifsson á aís oddi eins og áður sagði og markvarsla Reynis Þórs Reynissonar vó þungt á lokakafl- anum. Valsmenn hafa oft leikið betur en þeir gerðu í gær og á loka- kaflanum léku þeir afleitlega. Júlí- us Gunnarsson var langbestur þeirra og skoraði átta mörk, greini- legt er að Júlli ætlar að selja sætið í liðinu dýrt en eins og flestir vita er Ólafur Stefánsson kominn á ról eftir meiðsl og er farinn að banka á dyrnar hjá Þorbirni þjálfara. Guð- mundur Hrafnkelsson varði einnig ágætlega á köflum eða alls fimmtán skot. -ÞSG Italska knattspyrnan Efstu liðin unnu leiki sína Juventus náði að kæista fram sigurgegn nýliðum Barií sjónvarpsieiknum. Zola var bjargvættur Parma gegn Padova og Cagliari náðijafntefii á San Siro. Þá er Batistuta tekinn til við fyrri iðju og skoraði hann tvö marka Fioæntina gegn Genoa. Juventus heldur þriggja stiga for- ystu í ítölsku 1. deildinni eftir leiki gærdagsins. Lítið var um óvænt úr- slit í gær. Þrjú efstu liðin unnu öll leiki sína en Sampdoria skaust upp í fjórða sæti eftir sigur á Reggiana. Fyrir leiki gærdagsins var Vincenz- os Spagnolo minnst, en hann var myrtur fýrir utan Ferrari leikvang- inn í Genoa fýrir hálfúm mánuði. „Knattspyrna á að sameina en ekki sundra okkur,“ sagði Roberto Mancini, fýrirliði Sampdoria, áður en leikur liðsins gegn Genoa hófst. Juventus þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum á Bari. Alessandro Del Piero skoraði íyrra mark Juve úr umdeildri vítaspyrnu á 40. mín- útu, og einni mínútu fýrir leikslok bætti Ciro Ferrara öðru marki við. Leikmenn Bari áttu síst minna í leiknum og voru óheppnir að skora ekki. Einum leikmanni úr hvoru liði var vikið af leikvelli. Parma marði sigur á Padova á Padova með marki frá Gianfranco Zola í seinni hálfleik. Argentínumaðurinn Abel Balbo skoraði öll þrjú mörk Roma í sigri á Inter. Fyrsta markið var stórglæsilegt, beint úr aukaspyrnu á fjórðu mínútu leiksins. Á San Siro- leikvanginum í Milan áttust við heimamenn og Cagliari. Fyrirfram var búist við auðveldum sigri Mil- an, en annað kom á daginn. Ro- berto Muzzi kom gestunum yfir í fyrri hálfleik er rangstöðutaktík Milan brást. Varnarmaðurinn Christian Panucci jafnaði síðan með skalla í seinni hálfleik eftir harða hríð að marki Cagliari. Val- erio Fiore í marki Cagliari var í miklu stuði en aukin heldur björg- uðu marksúlurnar í tvígang, í bæði skiptin eftir skot frá Marco Sim- one. Lazio lék í 71 mínútu einum færri eftir að Jose Chamot hafði verið rekinn í sturtu í íýrri hálfleik. Þeir áttu aldrei möguleika gegn Torino og töpuðu, 2:0. Sampdoria er nú komið í íjórða sæti deildar- innar eftir sigur á Reggiana á heimavelli sínum. Padovano kom gestunum yfir í fýrri hálfleik en fé- lagi hans, Sgarbossa, sparaði leik- mönnum Sampdoria ómakið og skoraði sjálfsmark á síðustu mín- útu hálfleiksins. Það var síðan hinn hárlitli Lombardo sem tryggði Sampdoria öll þrjú stigin með sig- Abel Balbo skoraði öll þrjú mörk Roma gegn Inter. urmarki í blálokin. I gærkvöldi bar síðan Napoli sigurorð af Cremo- nese. Rincon skoraði eina mark leiksins í seinni hálfleik.B Handbolti 1. deild 21. umferð Stjaman - HK 36:15 (13:10) Jafnræði var með liðunum framan af en í seinni hálfleik skoraði HK aðeins fimm mörk og var því lítil fyrirstaða fyrir Garðbæinga. Dimitri Filipov var markahæstur Stjörnumanna með tíu mörk en þeir Sigurður Bjarnason, Konráð Olavson og Magnús Sigurðs- son skoruðu fimm mörk. Markahæstur HK-manna var Björn Hólm Þórsson með fjögur mörk. UMFA - Haukar 29:20 (13:6) Afturelding náði góðri forystu strax f upphafi leiks og jók hana jafnt og þétt til leiksloka. Ingimundur Helgason skoraði átta mörk en Róbert Sighvats- son var með sex mörk fyrir Aftureld- ingu. Gústaf Bjarnason skoraði fimm mörk fyrir Hauka. Markverðir liðanna voru í aðalhlutverki i leiknum. Ás- mundur Einarsson varði alls 26 skot fyrir Aftureldingu en Bjarni Frostason varði 21 skot fyrir Hauka. FH - KA 25:27 (12:12) Leikurinn var æsispennandi allan tím- ann og jafnræði með liðunum. Ný- krýndir bikarmeistarar KA voru þó sterkari á lokasprettinum og stóðu uppi sem sigurvegarar f lokin. Valdi- mar Grímsson og Erlingur Kristjáns- son skoruðu fimm mörk hvor fyrir norðanmenn en markahæstur FH-inga var Hálfdán Þórðarson með átta mörk. ÍH - ÍR 18:30 KR - Selfoss 24:24 Staðan Valur 21 502:429 33 Stjarnan 21 573:502 32 Víkingur 21 582:514 31 FH 21 524:586 28 Afturelding 21 542:475 27 KA 21 527:489 25 ÍR 21 504:511 23 Haukar 21 552:530 21 Selfoss 21 469:523 16 KR 21 470:520 13 HK 21 450:555 3 ÍH 21 411:572 1 2. deild Framarar deildarmeistarar í 2. deild Fram tryggði sér í gærkvöldi meistara- titil 2. deildar er liðið lagði Fylki að velli f íþróttahúsinu í Austurbergi, 16:25. Það var aðeins í byrjun sem jafnræði var með liðunum en síðan sigldu Framarar framúr. Staðan í hálfleik var 7:11, og f síðari hálfleik juku Framarar forskotið jafnt og þétt og unnu örugg- an sigur. Hilmar Bjarnason var marka- hæstur Safamýrarpilta með níu mörk, en þeir Magnús Baldvinsson og Gylfi Birgisson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Fylki. Nú tekur við úrslitakeppni 2. deildar sem í taka þátt sex efstu liðin f deild- inni: Fram, Grótta, Breiðablik, Fylkir, Þór og (BV. Keppnin er deildarkeppni þar sem allir keppa við alla, heima og heiman, og verða leikirnir þvi tíu tals- ins á hvert lið. Fram fær með sér fjög- ur stig, Grótta tvö stig og Breiðablik eitt stig. ■ ítalski boltinn Úrslit Bari - Juventus 0:2 Del Piero 40. (vsp.), Ferrara 89. Brescia - Foggia 1:0 Battistini 89. Fiorentina - Genoa 3:1 Batistuta 23. og 57., Costa 25. - Skuhravy 35. Milan - Cagliari 1:1 Panucci 52. - Muzzi 13. Parma - Padova 1:0 Zola 71. Roma - Inter 3:1 Balbo 4., 31. og 71. - Seno 14. Sampdoria - Reggiana 2:1 Sgarbossa 45. (sm.), Lombardo 88. - Padovano 31. (vsp.) Torino - Lazio 2:0 Pele 52., Angloma 74. Napoli - Cremonese 1:0 Ftincon 56. Staðan Juventus 19 32:20 42 Parma 19 31:15 39 Roma 19 26:13 34 Sampdoria 19 32:17 31 Lazio 19 37:24 31 Fiorentina 19 34:26 30 AC Milan 18 21:15 29 Cagliari 19 19:19 26 Torino 19 19:20 26 Bari 19 22:27 26 Inter 19 19:16 24 Napoli 19 24:29 24 Foggia 19 20:25 24 Cremonese 19 16:23 18 Genoa 18 20:29 17 Padova 19 18:41 17 Reggiana 19 14:26 12 Brescia 19 10:27 12 Markahæstir 17 - Gabriel Batistuta (Fiorentina) 13 - Abel Balbo (Roma) 11 - Guiseppe Signori (Lazio) 10 - Gianluca Vialli (Juventus) 7 - Alen Boksic (Lazio), Fabrizio Ravanelli (Juventus), Alessandro Del Piero (Juventus)

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.