Helgarpósturinn - 13.02.1995, Blaðsíða 12
12
MORGUNPÓSTURINN ERLENT
MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995
Ógn við heimsfriðinn
I nafrii Guðs
Ríkisstjómir Evnópu hugsa með skeifmgu tilþess ef islamskir ofsatrúarmenn vinna sigurí
borgarastríðinu íAlsir. Menn sjá fyrirséröldu flóttafólks og hryðjuverka. Ofsatrúarmennimir
sækja á viðasthvari heimiíslams, höfuðóvinir þeirra eru Vesturíönd og vestræn áhrif.
Maí 1995. Forsetakosningar eru
nýafstaðnar í Frakklandi, Frakkar
hafa kosið sér nýjan forseta. Ný rík-
isstjórn breytir um stefhu og hættir
stuðningi við stjórn herforingjanna
í Alsír. Ofsatrúarmenn, svokallaðir
íslamistar, ná völdum. Flóðbylgja
flóttamanna skellur á Frakklandi og
færist norður Evrópu.
Frakkar óttast það einna mest
um þessar mundir að Alsír fylgi
fordæmi írans og Súdan og verði
„ríki Guðs“ undir stjórn mús-
limskra bókstafstrúarmanna og að
þá bresti allar flóðgáttir á leið ofsa-
trúarinnar til Evrópu. Þeir sjá fýrir
sér að þá muni ríða yfir alda
hryðjuverka og að íjöldi franskra
borgara sem eru af múslimskum
uppruna taki mjög að ókyrrast. Og
það eru fleiri sem eru skelkaðir:
Um daginn lýsti Willy Claes,
framkvæmdastjóri Atlantshafs-
bandalagsins, því yfir að íslömsk
ofsatrú væri mesta ógn við heims-
öryggið síðan á tíma kommúnism-
ans.
Vegna hryðjuverka og mann-
drápa hefur íslamstrú verið að fá á
sig mikið óorð í Vestur-Evrópu.
Evrópskir borgarar tortryggja mús-
lima og óttast þá. Þetta vita Saudi-
Arabar; þeir þykja að vísu strang-
trúaðir en um leið tiltölulega hóf-
samir og reiðubúnir að leggja
margt á sig til að halda vináttu
Vesturlanda. Saudi-Arabar hafa
gert út sendinefndir til vestrænna
ríkja til að koma Vesturlandabúum
í skilning um að múslimar séu ekki
einsleitur hópur öfgamanna. Þýska
tímaritið Focus hefur eftir einum
trúarleiðtoganum frá Rihad, Ab-
dallah al-Turky prófessor: „I
rauninni byggir íslamstrú á réttlæti,
meðaumkvun og samhjálp.“
Máski er mikið hæft í því. Af 1.2
milljörðum múslima sem taldir eru
vera til í heiminum er ekki nema
lítill hluti sem vill útbreiða trúna
með ofbeldi.
Flestir múslimar eiga í allt öðru
stríði og það er háð um sálir
manna. Alls staðar flæða yfir vest-
ræn áhrif og það er ekki alltaf auð-
velt að samsama þau kennisetning-
um íslams. Egypski Nóbelsverð-
launahafinn Nagib Mahfous hefur
skrifað: „Músliminn finnur að per-
sónuleiki hans er klofinn í þessu
nýja samfélagi: Annar helmingur
hans biður, fastar og fer í píla-
grímsferðir, hinn helmingurinn lif-
ir í hversdagsmenningu sem er allt
annars eðlis, í bönkum, bíóum og
leikhúsum, og reyndar líka heima
þar sem hann situr með fjölskyldu
sinni og horfir á sjónvarp."
Er slíkt líferni kannski vita guð-
laust? Sú spurning kvelur hina trú-
uðu og verður klerkum efni í
ádrepur. Á þessum efa nærist
hreintrúin. Við það bætist hversu
bróðurpartinum af hinum íslamska
heimi hefur í raun verið illa stjórn-
að síðan nýlendustefnan leið undir
lok. I flestum ríkjunum eru milli 50
og 65 af hundraði íbúanna undir 25
ára aldri; þetta unga fólk á yfirleitt
ekki glæsilegar framtíðarvonir.
Leið inn í Paradís
Stríðinu verður ekki svo auð-
veldlega haldið í skefjum. 1993 og
1994 voru metár í hryðjuverkum. Á
þessu ári verður líklega enn bætt
um betur. 22. janúar sprengdu tveir
ungir Palestínumenn strætisvagna-
stöð í ísrael. 22 létu lífið og 67 særð-
ust. Hryðjuverkamennirnir
sprengdu sjálfa sig í loft upp og í
kveðjubréfi sínu skrifaði annar
þeirra: „Svona vil ég sprengja mér
leið inn í Paradís“.
Átta dögum síðar sprakk bíll ut-
an við lögreglustöð í Algeirsborg.
42 létust, 250 særðust. Það var
greinilegt að tilræðismennirnir
höfðu valið vandlega stundina þeg-
ar þeir létu til skarar skríða, enda
var óvenju mikið mikið fjölmenni á
götunni.
Þetta er stærsta einstaka tilræðið
í Alsír en gerir þó ekki mikið til að
hækka tölu þeirra sem hafa fallið í
borgarastríðinu þar síðan það
braust út fyrir þremur árum. Talið
er að hún sé nú um 30 þúsund, þar
af 75 útlendingar. Á hverjum degi
eru að minnsta kosti 150 lík - her-
menn, lögreglumenn, íslamistar -
flutt í líkhúsin.
í Egyptalandi sækir ofsatrúin líka
stöðugt á. Á síðasta ári urðu 290
Egyptar fórnarlömb hryðjuverka
hreintrúarmanna. Hosni Mubarak
forseti er ekki alltaf vandur á með-
ulin sem hann notar til að kveða þá
niður. Á síðustu átján mánuðum
hafa 42 ofsatrúarmenn verið teknir
af lífi í landinu og samkvæmt mati
mannréttindasamtaka eru nú um
30 þúsund Egyptar á bak við lás og
slá án þess að þeir hafi nokkru sinni
verið leiddir fyrir dómara.
í huga múslima er ófriðurinn f
Bosníu ekkert annað en trúar-
bragðastyrjöld. Þangað hafa ríki á
borð við Egyptaland, Iran og Tyrk-
land sent vopn og sjálfboðaliða sem
berjast við hlið bosnískra trú-
bræðra sinna. Hið sama er nú uppi
á teningnum í Tsjetsjníu. Þar ganga
múslimskir stríðsmenn um með
græna ennisklúta og eru letraðir á
þá slagorð eins og: „Allahuakbar -
mikill er Guð.“
Lýðræði er
tæki djöfulsins
Ofsatrúin hefur margt að bjóða
avona vil eg sprengja mer leið mn l Paradis," sage
sem varð valdur að dauða, líkamsmeiðingum og eyðileggingu á stræt-
isvagnastöð í ísrael í síðasta mánuði.
Ofsatrúarmenn vilja ryðja úr vegi öllu sem
■estrænt: „Músliminn finnur að persónu-
hans er klofinn í þessu nýja samfélagi."
Kvenfrelsi þykir bókstafstrúarmönnum mesta skömm. En það er hins
vegar hægt að nota konur í baráttunni gegn trúleysingjum. Myndin er
frá íran.
stríðsmönnum sínum. Hún skiptir
heiminum einfaldlega í gott og illt,
rétttrúaða og villutrúarmenn, og
allar efasemdir Ieysast upp. Frið-
samleg sambúð við vestræn ríki er
óhugsandi, enda eru þau álitin
spillt og viðsjárverð. Á Vesturlönd-
um ríkir trúfrelsi, hver hefur rétt til
að velja sína trú; hreintrúarmönn-
um finnst lítið vit í því.
„Á Vesturlöndum er trúin aðeins
hluti af lífinu. í íslam er lífið aðeins
hluti af trúnni,“ sagði Ajatolla
Khomeini eitt sinn.
I íslam renna saman trú, stjórn-
mál og siðir. Fyrir hreintrúarmenn
er lýðræði nokkurs konar vændi;
það heimilar meirihluta sem er allt-
af að breytast að ráðslaga með lög
samfélagsins eða jafnvel grundvall-
arlögmál þess. Eftir Cemaleddin
Kaplan, einum leiðtoga tyrkneskra
bókstafstrúarmanna, er haft: „I
Kóraninum er ekki gert ráð fyrir
lýðræði og því getur það aðeins ver-
ið hugmyndafræði djöfulsins.“
Ofsatrúarmönnum þykir sem-
sagt af og frá að dauðlegir menn
geti komið saman og sett lög.
Hreint íslam gerir ráð fyrir algerri
undirgefni við vilja skaparans, án
þess að þar komi til eitthvert „en“
eða „ef‘. Guð einn getur sett lög og
þau afhenti hann mannkyninu fyrir
löngu í líki spámannsins Múham-
meðs. Lögmálið segir ekki bara
fyrir um trúarlíf, heldur líka um
daglega hegðun af ýmsu tagi:
Hvernig menn eigi að þvo á sér
hendurnar, hvernig þeir skuli bera
sig að þegar þeir heimsækja vini
sína, hvernig þeir skuli iðka kynlíf.
Það er líka kveðið á um refsingar
og hreintrúarmönnum þykir rétt
að aðhyllast það eins og ajinað: Það
skal höggva hendur af þjófum,
konur sem eru eiginmönnum sín-
um ótrúar skal grýta.
Þjóðarleiðtogar áræða ekki ann-
að en að fylgja með. Hver sem vill
sitja á valdastóli í Kaíró, Rabat,
Damaskus, Rihad eða Amman þarf
Leiðtoaar bókstafstrúarmanna
Hassan al-
Túrabi
er einn helsti
hugmyndafræð-
ingur súnníta-
arms íslams.
Hann er 62 ára
og hefur verið kallaður „Lenín Sú-
dans“. Hann var helsti frumkvöðull
þess að stjórn Súdans var steypt á
stóli og komið á ríki bókstafstrúar-
manna sem er stjómað af svoköll-
uðu „ráði fjörutíumenninganna".
Turabi þykir beita landsmenn sína
mikilli hörku en hann gætir þess þó
að styggja Vesturlönd ekki um of.
Ahmed
Jassin
sheik
stofnaði 1987
Hamassamtökin I
sem eru herská
hreyfing Palest-'
ínumanna. Samtökin tengjast ýms-
um hreyfingum bókstafstrúarmanna
I heimi íslams. Jassin, sem er 58
ára, hefur setið í fangelsi í (srael síð-
an 1989, en er enn talinn höfuð
Hamas.
M. Baker
ai-Hakim
er sonur Ajatolla |
Mohsen al-
Hakim, helsta j
leiðtoga sjíta-
múslima I (rak. I
Hann býr í útlegð í Teheran í Irak og
er í forsvari fyrir hryðjuverkasamtök-
unum Al-Dawa. Samtökin hafa
staðið fyrir sprengjutilræðum í írak
og sjá Iranir í honum mann sem þeir
vilja að steypi Saddam Hussein af
stóli.
Fadlallah
sjeik
er andlegur for-
ingi Hisbolla-
flokksins ( Líban-
on. Hann er 69
ára og æðsti trú-
arleiðtogi sjíta-múslima ( Líbanon.
Hann er talinn hafa staðið að baki
fjölda mannrána á síöasta áratug.
Omar Abd al-Rahman
er 56 ára klerkur frá Kaíró. Hann er
blindur en hefur ekki látið það aftra
sér frá því að standa fyrir víðtækri
hryðjuverkasíarf-
semi. Hann er
grunaður um að
hafa átt þátt í
morðinu á Anwar
Sadat, hann
skiputagði flokka
málaliða sem börðust gegn Rússum
í Afganistan og talið er að hann hafi
fyrirskipað sprengjuárásina í World
Trade Center I New York 1993.
Ali Ben Hadsch og
Abassi Madani
Madani (63 ára) er forseti FIS, hinn-
ar öflugu hreyfingar bókstafstrúar-
manna í Alsír, og Ben Hadsch (38
ára) er næsti undirmaður hans. Þeir
voru báðir dæmdir í tólf ára fangelsi
1992, var sleppt aftur um hríð, en
eru nú í stofufangelsi. Svo margir
menn hafa látið lífið ( Alsfr að þeir
leita nú einhvers samkomulags við
herforingjana sem stjórna landinu.
Það hefur enn ekki skilað neinum
árangri.
Gulbuddin
Hekmaty-
ar
var leiðtogi Hisb-
i-lslami, öflug-
ustu skæruliða-
hreyfingarinnar í
Afganistan meðan á stríðinu við
Sovétríkin stóð. Stjórn kommúnista
í Kabúl féll 1992 og nú er hinn 44
ára Hekmatyar forsætisráðherra og
á í harðri valdabaráttu við Raabbani
forseta.
M. Hamid
Abul-Nasr
er 76 ára og leið-
togi svokallaðs
Bræðralags mús-
lima í Kaíró.
Þetta eru regn-
hlífasamtök margra vopnaðra hópa.
Honum var haldið í fangelsi frá 1954
til 1972, en vill nú gera samtökin að
lögformlegum stjórnmálaflokki og
ná völdum við Nílarfljót.
Heilög skylda
að drepa
Annað vopn í höndum bókstafs-
trúarmanna er jihad; orðrétt þýðir
það barátta fyrir málstað Állah.
Fyrir meirihluta múslima fer þessi
barátta friðsamlega fram. I ís-
lamskri dulhyggju (súfisma) er
meira að segja talað um hana sem
stríð um sína eigin innri sál. En fyr-
ir íslamistana verður þetta að heil-
ögu stríði sem er háð eftir reglum
sem þeir setja sjálfir.
„Að drepa og vera drepinn til
framdráttar trúarinnar er heilag-
asta skylda hreintrúaðra," kenndi
Ajatolla Khomeini. Jihad gerði
hann að æðstu skyldu hvers mús-
lima og setti hana jafnvel skör ofar
en föstur og bænahald.
Ofsatrúarmennirnir eiga sér
stóra draumsýn: að sameina mann-
kynið undir merki sannrar trúar.
Þeir vilja aðeins leyfa einn stjórn-
málaflokk, flokk Guðs (Hizbollah).
Það er víst að meirihluti múslima
aðhyllist ekki rótttækar hugmyndir
ofsatrúarmanna og kæra sig ekki
um að leggja út í einhverja allsherj-
arbaráttu við Vesturlönd, hvað þá
stríð.
Ofsatrúarmenn sjá hins vegar
Satan holdi klæddan í Vesturlönd-
um. Þeir óttast að efnahagsleg og
menningarleg völd Vesturlanda
muni að endingu ná að ríkja yfir
snauðum og hálfmenntuðum
íslömskum sálum. Því beina þeir
spjótum sínum helst að millistétt-
arfólki og menntamönnum, fólk-
inu sem mótar skoðanir í samfélag-
inu, þeim múslimum sem eru hvað
opnastir fyrir vestrænni menningu
og hugmyndum um lýðræði og
frelsi.
Aðalskotspónninn eru þó konur
sem hafa tileinkað sér vestræna
háttu og starfa opinskátt utan
heimilis. Þeim er afar uppsigað við
kvenfrelsi, enda byggir íslam á
rniklu feðraveldi, og sæta færis að
geta „kviksett" þær aftur, svo notuð
séu orð Kahlida Messaoudi,
þekktrar andófskonu frá Alsír.
Samt virðast ýmsir leiðtogar
bókstafstrúarmanna hafa eitthvert
undarlegt hatursástarsamband við
Vesturlönd. Firnm af tólf helstu
leiðtogum FIS, hinna herskáu sam-
taka múslima í Alsír, stunduðu til
dæmis nám í Evrópu og Bandaríkj-
unum. Hassan al-Turabi, leiðtogi
bókstafstrúarmanna í Súdan, sýnir
stoltur doktorsnafnbót sína frá Sor-
bonne-háskóla í París. En það er
stutt í heiftina: „I okkur öllum býr
Frakki. Ef okkur tekst ekki að út-
Islam og
mannréttindi
Pólitískar aftökur: Meira en 90 pró-
sent af aftökum vegna stjórnmála-
skoðana í heiminum á síðasta ára-
tug fóru fram í múslimaríkjum,
helmingur þeirra í íran og írak.
Pólitískir fangar: Um áttatíu prósent
af stjórnmálaföngum í heiminum eru
(haldi í ríkjum íslams. í iran eru þeir
um 33 þúsund, í Alsír er um 22 þús-
und föngum haldið í einangrunar-
búðum. í írak eru um 10 þúsund
stjórnmálafangar í haldi.
Pólitísk morð: Leiðtogar ýmissa
múslimaríkja skirrast ekki við að láta
myrða andstæðinga sína þótt þeir
búi í útlegð í öðrum löndum. Talið er
að þeir hafi fyrirskipað slík morð í 19
þjóðríkjum síðan 1979 og er tala
myrtra sögð vera 303. Þar af voru
73 franir sem dvöldu í útlegð.
rýma þessum Frakka, þá mun hann
drepa okkur alla hægt og hljótt,“
skrifaði Ali Ben Hadsch, einn for-
ingi bókstafstrúarmanna í Alsír.
Múslimaríki vígbúast
Á Vesturlöndum óttast stjórn-
málamenn að ofsatrúarmenn vilji í
auknum mæli flytja stríð sitt til
Evrópu. Og hvað þá? Þjóðir íslams
hafa vígbúist af kappi að undan-
förnu. Síðustu fjögur árin hafa
múslimaríki fengið allt að 80 af
hundraði alls vopnaútflutnings
Bandaríkjanna, Bretlands, Frakk-
lands og Rússlands. Kapphlaupið
um „íslömsku sprengjuna" hefúr
staðið í nokkra áratugi. Allt bendir
til þess að Pakistan hafi þegar yfir
kjarnorkuvopnum að ráða. Sam-
kvæmt leyniþjónustuupplýsingum
frá Israel mun íran komast í hóp
kjarnorkuríkja innan fáeinna ára.
Stjórnin í Teheran þróar nú lang-
drægar og meðaldrægar eldflaugar
með aðstoð Kínverja, Norður-Kór-
eumanna og Indverja. Múslimaríki
á borð við írak, Iran, Sýrland og
Lýbíu hafa tæknibúnað til að geta
skotið eldflaugum á Evrópu - þær
gætu borið efnavopn, sýklavopn
eða jafnvel atómsprengjur.
Þessi mikli vígbúnaður nær allra
múslimaríkja nemur varla minna
en 100 milljörðum Bandaríkjadala
síðustu tíu árin. Ýmis konar vopn -
af honum gæti vestrænum ríkjum
stafað mikil hætta, ekki síst ef hóf-
samar ríkisstjórnir í Tyrklandi,
Saudi- Arabíu og Egyptalandi riða
til falls.
-eh. byggt cí Focus og L'Express.