Helgarpósturinn - 13.02.1995, Blaðsíða 10
10
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995
Grafgotur
Atvinnulífid
eftirveltu
Hálfopinber
Meðfylgjandi skífurit sýnir skipt-
ingu atvinnulífsins eftir eignar-
haldi, þ.e. hvort um er að ræða
einkafyrirtæki, opinbera starf-
semi eða hálfopinbera starf-
semi. Miðað er við veltutölur og
þá sést að einkafyrirtæki ráða
þremur fjórðu hlutum veltunnar.
Opinber fyrirtæki velta fimmt-
ung, en hálfopinber 8 prósent
veltunnar.
F-
Bankarog
sparisjóðir
Aðrir
Búnaðarbankinn
Ef bönkum og sparisjóðum er
skipt eftir veltu sést að Lands-
bankinn er langstærstur, þá ís-
landsbanki og Búnaðarbanki.
SPRON er með 4 prósent og
Sparisjóðurinn í Keflavík og
Sparisjóðurinn i Hafnarfirði með
þrjú prósent hvor.
Tryggingar
Vátryggingafélag íslands er
stærsta tryggingarfyrirtæki
landsins með 35 prósent velt-
unnar. Stóru fyrirtæki Kolkrabb-
ans svokallaða eru samtals með
44 prósent, Sjóvá þó mun
stærra eða með 28 prósent.
Trygging er með 6 prósent velt-
unnar, og Skandia, Ábyrgð og
Brunabótafélag íslands 2 pró-
sent hvert.
Víkingaskipið Orninn, annað tveggja siíkra skipa sem
Norðmenn gáfu íslendingum árið 1974. Það hefur lítið
verið notað og er nú geymt undir segli á Árbæjarsafni.
Nýja víkingaskipið sem verið er að smíða og Reykjavíkurborg hefur styrkt með 10
milljóna króna framlagi mun ekki fá haffærnisskírteini og því ekki nýtast til að fræða
reykvísk börn
um lífið á sjón-
um eins og áætl-
að var. Borgin á
hins vegar ann-
að víkingaskip í
ágætu standi
sem geymt er í
Árbæjarsafni
Annað skipið ónothæfl
- hitft Irtið notað
Nú stendur yfir smíði á nýju vík-
ingaskipi hér á landi og er áætlaður
smíðiskostnaður 18 milljónir króna.
Reykjavíkurborg styrkir smíði skips-
ins með ío milljóna króna framlagi á
forsendum sem þegar eru brostnar.
Borgin samdi um að fá afnot af skip-
inu í 50 daga á ári fyrir sinn snúð, og
var ætlunin að nota það til að kynna
reykvískum skólabörnum lífið í og á
sjónum. Eins og komið hefur fram í
fjölmiðlum þykir nú víst að skipið
fái ekki haffærnisskirteini og því er
útséð um að af þessum námskeiðum
geti orðið. Þessar 10 milljónir hafa
því farið fyrir lítið, þótt segja megi
að vissulega sé nokkur fengur að
skipi sem þessu, og hafa menn
stungið upp á því bæði í gríni og al-
vöru að nota það til að fara með
ferðamenn í skoðunarferðir um
Þingvallavatn í staðinn.
Reykjavíkurborg á eitt víkinga-
skip nú þegar, Örninn, annað
tveggja slíkra skipa sem Norðmenn
færðu íslendingum að gjöf í tilefni
1100 ára íslandsbyggðar árið 1974.
Það er nú geymt undir segli á Árbæj-
arsafni. Margrét Hallgrímsdóttir
borgarminjavörður segir það vera í
þokkalegu ástandi, þótt alltaf megi
eitthvað laga.
„Þetta skip sem verið er að smíða
núna er af annarri gerð og öllu
vandaðra en Örninn og meira í það
lagt. Mér finnst því ekki hægt að
setja þessi skip í eitthvert samhengi
þannig séð, þetta er einfaldlega allt
annað dæmi.“
Örninn hefur ekki verið notaður
mikið á vegum borgarinnar á und-
anförnum árum en nokkuð hefur
verið um það að félagasamtök og
kvikmyndagerðarmenn hafi fengið
afnot afþví. „Við höfum lánað skát-
unum skipið til að sigla því á tJlf-
ljótsvatni og í kvikmyndir og fleira.
Þannig að við höfum verið frekar
jákvæð á að lána það þegar það hef-
ur þjónað einhverjum jákvæðum
tilgangi, til þess einfaldlega að það
komist á flot, sem er mjög hollt fyr-
ir skipið.“ Margrét sagði þó ólíklegt
að skipið yrði lánað á víkingahátíð-
ina sem halda á í Hafnarfirði í sum-
ar og reyndar hefði ekki verið farið
fram á neitt slíkt ennþá. Henni
stendur enda ekki á sama um hverj-
ir fá afnot af Erninum. „Það gerðist
einu sinni þegar við lánuðum skipið
til kvikmyndagerðar að Jakobi Frí-
manni Magnússyni tókst að plata
það út úr kvikmyndafyrirtæki
Kristínar Jóhannesdóttur til að
auglýsa rokkhátíð í Húnaveri, og
það er svona dæmi um það sem við
erum ekki hrifin af. Ég var rnjög
ósátt við það, og ekki bætir úr skák
að Kristín hefur enn ekki gert upp
við safnið fyrir leiguna. En við met-
um það bara hverju sinni hvort
okkur finnst viðeigandi að lána
skipið.“
Halldór Guðnason er minja-
vörður á Byggðasafninu á Húsavík
og hann segir systurskip Arnarins,
Náttfara, ekki vera í góðu ásig-
komulagi. „Það er kannski ekki í
niðurníðslu, en það er skaddað eftir
kvikmyndaleik hjá Hrafni Gunn-
laugssyni og hefur ekki farið á flot
síðan,“ sagði Halldór í samtali við
blaðið. „Ég vil hins vegar taka það
fram að Hrafn hefur gert öll sín mál
upp í topp hér hjá okkur. Það er
verið að vinna í þessu svona smátt
og smátt en það eru engin áform
uppi um hvernig það verður nýtt í
framtíðinni. Það er alltaf verið að
ræða málin, en hvað gert verður
treysti ég mér ekki til að segja eins
og er.“
Örninn er hins vegar í ágætu
standi, eins og áður segir, og ef svo
fer að Reykjavíkurkrakkar fá ekki að
sigla um hafnarkjaftinn á nýja skip-
inu, þá geta þau kannski brugðið sér
í siglingu á honum um Úlfljótsvatn
í staðinn á sumri komanda.
-æöj
Árni Baldursson auglýsir veiði á
íslandi á 60 síðum á Internetinu
Veiðimenn
vekJdirí
Intemetið
Það er allt að færast í tölvutækt
form, sama hvert litið er. Öll við-
skipti eru meira eða minna að fær-
ast inn í tölvurnar og í framtíðinni
munu þau sjálfsagt eingöngu fara
fram í gegnum tölvur,“ segir Árni
Baldursson, sem rekur Stang-
veiðifélagið Lax-á, en hann tók upp
á þeirri nýbreytni um áramótin að
auglýsa laxveiði á íslandi á Inter-
netinu. Stangveiðifélagið Lax-á sel-
ur veiðileyfi í margar af bestu lax-
veiðiám landsins, til dæmis Laxá í
Ásum, Miðfjarðará, Vatnsá og Laxá
í Dölum, en Árni leggur einnig
áherslu á að kynna silungs- og skot-
veiði á netinu. Árni er búinn að
koma sér upp um það bil sextíu síð-
um í öllum þeim gagnabönkum,
sem finnast á Internetinu, og er enn
þá að bæta upplýsingum við.
„Þetta eru almennar upplýsingar
um veiði á Islandi, hvernig er hægt
að komast hingað og hitt og þetta.
Það eru mjög greinargóðar upplýs-
ingar um laxveiði á Islandi. Það er
sagt frá ánum og birt veiðikort af
þeim og ljósmyndir, ég held að ég
sé með einar fjörtíu litmyndir
þarna inni. Að auki er ég með
fluguveiðiskóla þarna inni og allar
þessar upplýsingar eru á fjórum
tungumálum: ensku, frönsku,
spænsku og þýsku. Næst ætla ég að
setja inn tölfræði yfir allar ár á ís-
landi þannig að menn geti séð með-
altalsveiði hverrar ár síðustu tíu ár.
Svo stendur jafnvel til að setjaþarna
inn kvikmynd á næstunni. Mögu-
leikarnir eru óendanlegir.“
Árni bendir á að með Internet-
inu nái hann ekki eingöngu
óhemjumikilli útbreiðslu, það eru
um það bil 30 milljónir notendur
tengdir netinu, heldur spari hann
einnig peninga með því að auglýsa
Árni Baldursson meö Mósa. „Menn eru augnablik að fá upplýsingar þarna, sem þeir fundu kannski ekki áð-
ur, eða voru marga daga að fá.“
á þennan hátt.
„Ég hef verið að gefa út bæklinga
fyrir einhverjar milljónir á nokk-
urra ára fresti, en þarna losna ég við
allan prentkostnað og póstburðar-
gjöld, menn fá þetta bara beint til
sín í tölvunni og allt í lit.“
Árni segist hafa fengið mjög góð
viðbrögð við þessu tiltæki, í þann
stutta tíma sem það hefur staðið og
býst við því að það muni skila
miklu þegar fram í sækir.
„Tökum sem dæmi mann — til
að mynda í Bandaríkjunum — sem
langar til að fara að veiða og veit
ekkert hvert hann á að snúa sér.
Það eru meira eða minna öll fyrir-
tæki komin með Internetið svo
hann getur opnað tölvuna sína í
vinnunni, farið inn í einhvern stór-
an gagnabanka og lyklað inn: „Fis-
hing in Iceland.“ Þá kemur upp á
skjáinn: The Angling Club Lax-á og
hann getur valið sér á og lesið sér til
um hana og skoðað myndir af
henni. Menn eru augnablik að fá
upplýsingar þarna sem þeir fundu
kannski ekki áður, eða voru marga
daga að fá með milligöngu til dæm-
is ferðaskrifstofa. Þannig að þessi
upplýsingamiðill er ótrúlegur. Not-
endurnir í dag eru gríðarlega marg-
ir, en maður rennur blint í sjóinn
með það hvort að þetta séu bara 30
milljónir tölvugúrúa eða hvort ein-
hverjir veiðimenn séu þarna líka. Ef
þeir eru ekki þarna núna held ég að
þeir komi seinna."
-jk