Helgarpósturinn - 13.02.1995, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 13.02.1995, Blaðsíða 8
8 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 í návíqi Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Hins íslenska kennarafélags „Samningsviljinn er greinilega enginn" Eins og kemur fram í fréttum MORGUNPÓSTS- INS höfnuðu kennarafé- lögin HfK og Kf tilboði ríkisins á laugardag. Rík- isvaldið bauð kennurun- um 500 milljóna króna heildarlaunahækkun að því tilskildu að kennarafé- lögin opnuðu vinnutíma- ákvæði samninga sinna og myndu bæta við sig því sem nemur 12 vinnudög- um á ári. Vilja kennarar alls ekki bæta við sig vinnu? „Kennarar eru alls ekki mótfallnir því að vinna meira yfir árið en þeir gera. En við seljum það ekki hvaða verði sem er. Við viijum líka benda á það að jafnvel við núver- T r , ,v , * andi skilyrði hafa kennur- »pÓtt Vlð VltUTtl UÖ um þegar verið falin íjol- svona aðgerð er dauðans ul- morg verk og upp a pa ° standa aiis kyns kröfur. vörumál bendum við líka á það Svo dæmi séu tekin eru ~ , * . . „ . , þetta logbundnar kröfur að það er betnlims þjoðhagslega um að astunda samstarf hætfulegt að bÚU SVO illa að vio foreldra, um að fylgj- ö ast náið með námsferii skólunum eins og raun ber vitni nemenda, um faglega , , . (í samvinnu innan skól- l ISlensku þjÓðjelagl. anna, um upplýsingagjöf út í þjóðfélagið, endurmenntun og fleira og fleira. Þessi atriði hafa verið að bætast inn á liðnum árum. Þess vegna viljum við heldur minnka kennslustundirnar til þess að rýma til fyrir þessum störfum. Samninga- nefnd ríkisins hefur hins vegar sagt þvert nei við þeirri hugmynd. Hjá ríkisvaldinu ríkir enginn annar skilningur á skólakerfinu en sá að bara fjölga kennsludögum." Því hefur verið haldið fram að opinberar starfstéttir séu fjær veruleika atvinnulífsins en aðrar starfstéttir. Af þeim ástæðum séu kennarar tilbúnir í langt verkfall. Er þetta raunin? „Mér finnst kennarar algerlega standa með lappirnar á jörðinni. Það kemur meðal annars fram í lýs- ingu kennara á þörf skólanna á að gera grundvallarbreytingu bæði á launakjörum og starfskjörum sínum með ýmsum hætti til þess að geta betur gagnast þjóðfélaginu. Það er hins vegar alltaf reynt að snúa út úr málum og gerðar tilraunir til að gera kennara tortryggilega. Samninganefnd ríkisins lagði fram blað í gærdag sem er merkilegt fyrir margra hluta sakir, en þar er fjallað um meðallaun félagsmanna Kl og HlK. Á þessu blaði kom fram að meðaldagvinnulaun kennara eru 88.709 krónur. Það er hins vegar rétt að benda á það að meðaltalsstarfs- aldur í félögunum tveimur er ekki undir fimmtán árum. Að auki eru aðilar þessara félaga með þriggja til sex ára háskólamenntun að baki. I tilboðinu vildu þeir bæta við hækk- un sem þeir segja vera vegna starfs- tímabreytinga upp á sjö prósent og fá út úr því 94.919. Þarna var alls ekki verið að lýsa launahækkun til kennarafélagsins heldur hvernig laun kennarans myndu líta út að tveimur og hálfu ári liðnu, ef við hefðum bætt við okkur 12 vinnu- dögum á ári. Svo bættu þeir um bet- ur og uppfærðu kjaraatriði sem eru þegar inni í samningum og þar kemur til svokölluð heimavinnuyf- irvinna sem er hugsuð fyrir kennara með þunga heimavinnubyrði. Þetta lögðu þeir snyrtilega við og fengu út 97.766 krónur. Við þessa upphæð bættu þeir svo frímínútnagæslu úr grunnskólunum og laun til umsjón- arkennarans sem þeir kalla umsjón- arþóknun og fengu út 99.458 krón- ur. Þarna er ekki verið að lýsa launa- hækkunarferli fyrir fimm aura held- ur því sem er. Semsé, fýrir þessi 7 prósent ætluðu þeir að kaupa af kennurum 12 til 20 prósenta vinnu- aukningu. Samningsviljinn er greinilega enginn.“ Stefnir semsé allt í verkfall? „Já, okkar félagsmenn eru mjög reiðir yfir þessu skilningsleysi. Það eru sömu útúrsnúningarnir og vanalega. Það er verið að gefa í skyn að kennarar hafi hluti sem þeir hreinlega hafa ekki. Það er sama hvort kennarar beri sig saman við aðra háskólamenn í ríkisþjónustu hvað varðar dagvinnulaun eða heildarlaun, þeir eru alls staðar und- ir. Sláandi dæmi um það er að HÍK, sem er þriðjungur af Bandalagi há- skólamanna, nær ekki meðaltals- launum innan BHMR. Mitt félag dregur meðaltalið niður og slefar ekki í meðaltalið sjálft.“ Verður verkfallið langt? „Það er erfitt að segja um. Það er að minnsta kosti mjög langt á milli aðila. Á meðan stjórnvöld gera sér það í hugarlund að þeir geti bylt skólakerfinu fyrir smápeninga þá er langt í land. Peningar sem virðast vera í buddunni dygðu kannski til smávægilegrar grunnlaunaleiðrétt- ingar fyrir kennarafélögin en ekkert meir.“ Með verkfalli virðist upplausn heimilanna í aðsigi, er þetta ekki mikill ábyrgðarhluti af hálfu kenn- ara? „Það er gott að benda á í þessu samhengi að kennarar fara ekki í verkfall nema í ítrustu neyð. Kenn- urum og öðrum faglegum starfs- mönnum skólanna hefur of oft ver- ið lofað umbótum og leiðréttingum. Um það hafa verið gerðar heilu skýrslurnar. Við höfum farið út úr aðgerðum með loforð í farteskinu að lagfæring og leiðrétting kæmi til frambúðar. Við höfum einfaldlega trúað þeim of lengi. Það verður ekki unað við þetta lengur. Jafnvel þótt við vitum að svona aðgerð er dauð- ans alvörumál bendum við líka á það að það er beinlínis þjóðhagslega hættulegt að búa svo illa að skólun- um eins og raun ber vitni í íslensku þjóðfélagi. Kjör kennara eru bara hluti af því dæmi. Ég man ekki eftir að í öðrum kjarasamingum hafi ver- ið fjallað jafn mikið um þarfir skól- anna og menntakerfisins almennt." -GK „Þú fyrirgefur en ég get ekki séð neitt fyndið við þessa umræðu," sagði Björn Bjarnason. „Ég sagði raunar á Alþingi að Alþýðubandalagsmenn reyndu að drepa henni á dreif með flissi, skætingi og útúrsnúningum. Alþjóölegu stúdentasamtökin, I.S.C/ Cosec, voru í raun rekin fyrir peninga frá CIA en málið var upplýst aö kröfu bandarísku stúdentasamtakanna og varð til þess aö þau voru lögö niður. Það hefur einmitt komiö fram í umræöunni um námsmenn í austan- tjaldslöndunum að I.U.S stúdentasamtökin hafi verið rekin fyrir peninga frá KGB Bjöm fór til Afríku fyrir peninga frá CIA Björn Bjarnason alþingismaður hefur gert hvað harðasta hríð að „agentum austursins,“ sem voru námsmenn í Austur- Þýskalandi en færri vita að Björn fór einu sinni til Afríku og dvaldi þar á annan mán- uð óafvitandi á kostnað bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Það var Jón Oddsson, hæstarréttarlög- maður og þáverandi fréttamaður, sem fékk það hlutverk að skrifa frétt eftir skeyti frá AP-fréttastof- unni sem barst með upplýsingum um fjármögnum 1967. I skeytinu stóð að eftir að banda- rísku stúdentasamtökin höfðu krafist rannsóknar á alþjóðlegu stúdentasamtökunum I.S.C /Cosec hefði komið á daginn að þau voru rekin fyrir fé frá CIA fyrirtækjum en þau væru eingöngu starfrækt sem andlit leyniþjónustunnar út- ávið til að torvelda mönnum að rekja peningastreymi þaðan. Bandarísku stúdentarnir fóru fram á rannsókn vegna þess að gagnrýni samtakanna á Víetnamstríðið hafði orðið til þess að styrkir til samtak- anna minnkuðu. Samtökin leystust upp Þetta varð til þess að stúdenta- samtökin leystust upp. Björn Bjarnason hafði farið til Nairobi árið áður ásamt Ástráði Hreiðarsyni lækni þar sem þeir sóttu alþjóðaþing samtakanna. Svo skemmtilega vildi til að Jón Oddsson, sá sem skrifaði fréttina, hafði farið tveimur árum áður yfir hnöttinn á vegum sömu samtaka, en hann sótti alþjóðaþing samtak- anna á Nýja- Sjálandi, árið 1964 ásamt Jóni E. Ragnarssyni. „Okkur var sagt að þetta væri styrkt af fyrirtækjum í Bandaríkjunum,“ sagði Jón Oddsson. „Samtökin voru stofnuð eftir að slitnaði upp úr alþjóðlegu stúdentasamtökun- um, I.U.S sem voru þá orðin hollari „Ég hef stundum hlegið undan- farið mitt í þessari umræðu um hvort þessi eða hinn hafi njósnað fyrir Stasi og þegar Birni hitnar í hamsi hugsa ég til þess hvort hann muni þegar við fórum í ferð- irnar á vegum bandarísku leyni- þjónustunnar CIA,“ sagði Jón Oddsson. undir austurblokkina en voru að lokum algerlega styrkt af KGB. I.U.S voru þarna þegar orðin mjög rauð og róttæk, algerlega einlit í fordæmingu sinni á Bandaríkjun- um. Við vorum þarna ungir menn en þessir atburðir áttu sér stað þeg- ar kalda stríðið var í algleymingi. Við trúðum því þó að kommar væru alvondir og þrátt fyrir að um- ræðum væri ekki miðstýrt og við semdum ýmsar ályktanir sem tóku mið af stúdentapólitíkinni í heim- inum, vorum við ansi langt frá því að vera róttækir í gagnrýni á Vest- urlönd. Ég hef stundum hlegið undanfarið mitt í þessari umræðu um hvort þessi eða hinn hafi njósn- að fyrir Stasi og þegar Birni hitnar í hamsi hugsa ég til þess hvort hann muni þegar við fórum í ferðirnar á vegum bandarísku leyniþjónust- unnar CIA. Við vorum kannski bara alveg sömu sveitavargarnir og hinir sem fóru austur fyrir.“ Fliss, skætincjur og útúrsnúnmgur „Eruð þið að rifja þetta mál upp út af umræðunni um Stasi og ís- lenska stúdenta í A-Þýskalandi?“ spurði Björn Bjarnason. Ja, ég get ekki neitað því að þetta er dálítið hlægilegt. „Þú fyrirgefur en ég get ekki séð neitt fýndið við þessa umræðu. Ég sagði raunar á Álþingi að Alþýðu- bandalagsmenn reyndu að drepa henni á dreif með flissi, skætingi og útúrsnúningum. Við fórum á þetta þing í Nairobi sem fulltrúar ís- lenskra stúdenta en ég var þarna varaformaður Stúdentaráðs Há- skóla íslands og formaður utanrík- ismálanefndar stúdenta og þetta var því ekki persónulegt mál fyrir mig. Þessi samtök voru liður í lýð- ræðissamstarfi stúdenta frá mörg- um þjóðum og menn gerðu upp þessa hluti án þess að nokkur leynd hvíldi yfir því. Þetta var aðallega vandræðamál fyrir Bandaríkin og menn gerðu sér grein fyrir því að þetta gengi ekki svona. Hin stúd- entasamtökin, I.U.S sem höfðu höfuðstöðvar í Prag hafa hins vegar eftir að kommúnisminn hrundi reynst hafa verið undirróðurssam- tök, en Árni Björnsson var starfs- maður þeirra á sínum tíma. Við hinir vorum ekki að reyna að til- einka okkur aðferðir til að eyði- leggja íslenska stjórnkerfið og lýð- ræðislega stjórnarhætti.“ Ég man að það var gaman Jón Oddsson sagði að upplýsing- arnar um I.S.C/ Cosec hefðu verið reiðarslag fyrir marga. „Á þessum tíma og þeim sem fóru í hönd var stúdentapólitíkin orðin róttæk og andúðin á Víetnamstríðinu mikil en þeir einu sem ekki tóku þátt í mótmælum gegn því voru stutt- buxnar úr Heimdalli sem voru kaþ- ólskari en páfinn þegar kom að því að gagnrýna bandarísk stjórnvöld. Þetta máí varð, meðal annarra mála sem upp komu á þessum tíma, til þess að margir þeirra sem höfðu tengst Vöku en voru ekki félags- bundnir í Heimdalli gengu út. En það segir sitthvað um bandarísku stúdentasamtökin og Bandaríkin yfirleitt að stúdentar hafi getað far- ið fram á rannsókn og í raun af- hjúpað leyniþjónustuna. Ég veit ekki hvað hefði verið gert við stúd- enta í austantjaldslöndunum sem reyndu slíkt hið sama.“ Ástráður Hreiðarson læknir og ferðafélagi Björns til Nairobi segist lítið muna effir þinginu og þeirri umræðu sem kom seinna um fjár- mögnun stúdentasamtakanna. „Ég man að það var gaman að fara í þessa ferð og taka þátt í þessu en þarna voru fulltrúar frá öllum hin- um vestræna heimi en auk þess höfðu stúdentasamtökin I.U.S sent sinn fulltrúa á þingið. Ég man lítið eftir þessari umræðu um CIA né heldur að hvaða leyti þessi mál voru nokkurn tímann á hreinu. Ég var einfaldlega á kafi í lestri á þess- um tíma og svo eru liðin þrjátíu ár.“ Það gekk nú reyndar heldur brösuglega að koma á alþjóðlegu samstarfi stúdenta frá upphafi. Fyrstu alþjóðasamtök stúdenta voru stofnuð rétt eftir 1920 en voru aldrei öflug, en nasistar gerðu skjöl samtakanna upptæk árið 1940. I.U.S voru stofnuð 1946 í Prag en fjórum árum seinna voru I.S.C/- Cosec stofnuð í Stokkhólmi en þá þótti ýmsum aðildarþjóðum sem kommúnistum hefði tekist að sölsa undir sig I.U.S. Árið 1955 þegar vinstri menn höfðu meirihluta í Stúdentaráði sótti ráðið um auka- aðild að I.U.S og hélt henni í tvö ár þegar úrsögn var samþykkt að frumkvæði Vökumanna. -þká

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.