Helgarpósturinn - 13.02.1995, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 13.02.1995, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN MENNING 21 Starfsfólk sjúkrahússins í sýningu Leikfélags Kvennaskólans „Sko, þetta er gamanleikur meö engum boöskap," sögðu þau Helga Dís Sigurðardóttir, Eva Hrönn Guðnadóttir og Kjartan Guðmundsson, sem gengu inn á ritstjórnarskrifstofu MORGUN- PÓSTSINS fyrir skemmstu. Pau komu til að segja frá uppfærslu Fúr- íu, leikfélags Kvennaskólans, á verkinu „Morfín" eftir Svend Eng- elbrectsen. „Ja, það var kannski boðskapur í leikritinu, en hann hefur þurft að víkja af því að við erum bú- in að breyta því svo mikið.“ Það er mikið leiklistarlíf hjá fram- haldsskólum og í Morfíni eru rúm- lega þrjátíu sem fara með hlutverk undir leikstjórn Þrastar Guð- bjartssonar. „Hann er ágætur,“ sögðu Heiga Dís, Eva Hrönn og Kjartan um það hvernig Þröstur væri nú svona inn við beinið, en ákváðu svo að breyta framburði sínum: „Nei, nei, hann er alveg stór- kostlegur." Mikil tónlist er í sýningunni og hefur hljómsveit verið stofnuð sérstaklega til að annast hana. Meðlimir eru allir úr Kvennaskólanum og flytja bæði frumsamið efni sem og stælt og stolið. Sýningar verða í Héðinshús- inu, en að sögn krakkanna erfremur lítil og léleg aðstaða innan Kvenna- skólans. „Þetta er húsnæði Frú Em- ilíu, sem hefur reynst okkur afskap- lega vel.“ Með aðalhlutverk fara: Kjartan Guð- mundsson, Melkorka Árný Kvar- an, Garðar Árnason, Ölvir Gísla- son og Markús Bjarnason. Blaðamanni fannst þetta ískyggi- lega hátt hlutfall stráka einkum með tilliti til þess að leikurinn er á vegum skóla sem heitir Kvennaskóli. En þau vildu lítið gefa út á þá gagnrýni og sögðu einfaldlega að strákarnir væru greinilega að sækja á. -JBG dlistarmenn skrifar um menningar- stefnu Reykjavíkur- borgar og „veislustjór- ann“ á Kjarvals- _________________stöðum. í gegnum innkaupastefnu og boðs- sýningar innanlands sem utan. Þess- ar stofnanir færa sig auk þess sífellt meira upp á skaftið við „skxáningu" listasögunnar og þá gjaman út frá eigin hráefni. A árum áður mátti heita að myndlistarheimurinn hafi skipst í tvennt, annars vegar í hóp sem naut góðs af eða hafði Listasafn Islands í eins konar herkví árum saman og svo hina sem haldið var úti í kuldanum. Þíða komst á í nokkur ár en síðan hefur orðið deginum ljósara að nýtt íhald hefur sest að kjötkötlunum. Aðferðaffæðin er jafn heimóttarleg og fýrr: þegar tví- skinnungur í daglegri umgengni, þar sem þagað er þunnu hljóði og læðst með veggjum, hættir að gera sitt gagn þéttir hópurinn sig sjálfkrafa saman í hræðslubandalag og þrýsti- hóp sem sendir ffá sér þau skilaboð að þeir séu í rauninni með hinar op- inberu menningar- eða myndlistar- stofhanir í herkví; því enginn stjórn- andi þeirra geti þrifist í starfi án þess að hafa þetta einvalalið íhaldsins sem engu vill breyta sín megin. Og „- íhald“ hvers tíma í íslenskum lista- heimi er alltaf á sama aldri: mið- aldra, því á þeim aldri er fólk jafnan ffekast á gæðin og fýlgnast sér. Þessi hópur á sér einkum tvo höfuðand- stæðinga; eldri kynslóðir listamanna sem hefur í sér fólgna söguna og reynsluna, þá sem áður sátu við kjöt- katlana, og hið unga og upprenn- andi listafólk sem á eftir, offast óaf- vitandi, að fá hið miðaldra íhald til að fyllast ógleði yfir eigin munnfylli. En einn andstæðing á íhaldið (í list- unum) alltaf, burtséð frá kynslóðum og aldri og það er hinn ffjálsi (- lista)maður, hinn glöggskyggni til- raunamaður, sem eðli sínu sam- kvæmt getur aldrei skotið rótum í hræðslu- og þagnarbandalögum. Það er dapurt ástand að „árangur og umbun“ í myndlist sé um þessar mundir helst skilgreindur út frá fýlgispekt við miðaldra hagsmuna- hópa, og gildir þar einu hvers konar myndlist er búin til eða hvort hún sé yfirleitt búin til. Stofnanir stjórna Ustaheiminum Á undanförnum árum hefur veruleg urnræða farið fram um urn- svif og rekstur opinberra myndlist- arstofiiana; bæði á opinberum vett- vangi, í einstökum nefndum og manna á milli. I umræðum hefur komið fram að þessar stofnanir (Listasafn Islands, Myndlista- og handíðaskólinn, og Listasafn Reykjavíkur) virðist stjórna mynd- listarheiminum meira en myndlist- armenn geta virðurkennt sjálfsvirð- ingar sinnar vegna. Bent hefur verið á að tengsl þessara stofnana við hinn almenna myndlistarmann og mynd- listarheiminn almennt sé óljós, og sí- felldrar tortryggni gætir hvað varðar skipan í valdastöður, meðferð valda og krókaleiðir í fýrirgreiðslupólitík. Einangrun og hugmyndaleysi hvað varðar eldri sem yngri nryndlist þyk- ir einkenna allar þessar stofnanir. Forráðamenn þeirra eru ósýnilegir í allri opinberri umræðu hvað varðar myndlist og menningu. Embætti forráðamanna þessara stofnana hafa verið mótuð að hætti opinberra embættismanna en ekki sem ein- staklinga með stefnumarkandi hug- myndir eða innsýn. En víkjum nú að myndlistarmálum hjá borginni sér- staklega. Alkunna er að menningarmála- nefhd sem fer með stjórn Listasafhs Reykjavíkur er skipuð fulltrúum pólitískra flokka, þar sem hvorki for- stöðumaður Listasafns Reykjavíkur né tveir fulltrúar listamanna hafa at- kvæðisrétt. Það er löngu tímabært að starfssvið menningarmálnefhdar- innar verði endurskoðað með rót- tækunr hætti og ættu ýmsar leiðir til vald- og fjármagnsdreifingar að vera kannaðar. Hugmynd um opinn ffamkvæmdasjóð er hér afar athygl- isverð. Eðlilegt væri að skipuð yrði sérstök fagstjórn yfir Listasafn Reykjavíkur. Skilgreina þarf vald og verksvið forstöðumanns, en eins og í pottinn er búið um þessar mundir er hann í eins konar spennitreyju á milli stuðningsmanna sinna meðal listamanna og þeirrar pólitísku nefndar sem hann vinnur hjá. Þetta hefur leitt til skaðlegra og dýrra hrossakaupa: svo sem Kopúlfstaða- og Errcmála auk neyðarlegra boðsýninga og bitíinga sem kyndir undir tortryggni og ótrúverðugleika. Hinn kappsfulli forstöðumaður hef- ur markvisst beitt Listasafni Reykja- víkur, með óþrjótandi sjóði sveitar- félagsins að bakhjarli, í samkeppni við listaheiminn, og hvergi sést fyrir; nú er svo komið málum að nánast engin frjáls myndlistarstarfsemi er eftir í Reykjavík. Grafið hefur verið undan frumkvæði, sjálfstæði, og eðlilegri sjálfsínrynd myndlistar- manna. Myndlistarheimurinn logar því meira af tortryggni, því hærra sem glamrar í kjötkötlum í kringum Kjarvalsstaði og mikla menn fyrir sér kjötstykkin sem mara þar í hálfu kafi. Brýnt er að gera öll menningar- afskipti borgarinnar opnari og gegn- særri og móta þarf farvegi fyrir fag- lega og gagnrýna umræðu og endur- skoðun; þar sem auðvitað reynir á innsýni jafnt sem framsýni. Gunnar Kvaran og hver sá sem hefur nánast bróðurpart framkvæmdafjár í myndlistarheiminum milli handa hefur komið ýmsu í verk og sumt sem óhjákvæmilega virðist til bóta. En jafnvel hin góðu verk vekja tor- tryggni séu þau framkvæmd í skjóli ógegnsæs kerfis sem einkennist af miðstýringu, valdabrölti og lítils- virðingu við hinn ffjálsa myndlistar- mann. Gunnar Kvaran sjálfur er löngu orðinn að tákni fyrir kerfi sem „Hulda Hákon: þriggja ára starfslaun hjá borginni, boðsýn- ing og skrá hjá LR.“ „Kristján Guðmundsson: boðsýning og skrá hjá LR, sem flaggað getur steini til merkis um að hann sé borgarlistamaður." þarf að opna upp, breyta og endur- skoða myndlistinni til heilla. Kerfi þar sem völdin og fyrirgreiðslan dul- in bak við tvískinnung, ógegnsæi og hrossakaup, skipta orðið meira máli en myndlistin sjálf, þróun hennar, þanþol og möguleikar. Þetta er kerfi sem enginn getur grætt á til lengdar. En þrátt fyrir þetta vill Gunnar Kvaran herða enn á hnútunum og er vafalaust sigurviss ásamt sínum hópi. En stjórnun menningar og myndlistarmála hjá borginni snýst ekki um Gunnar Kvaran eða Hann- es Sigurðsson sem einnig hefur boðið sig ffam til embættis forstöðu- manns Kjarvalsstaða, heldur urn ástand og ffamtíð myndlistar á Is- landi. Það er von mín og annarra myndlistarmanna, sem stunda sitt starf utan hræðslubandalaga, að skipuð verði hlutlaus dómnefnd hæfustu manna til þess að vega og meta ástandið og mæia síðan með lausn mála í samræmi við bestu sannfæringu. Mín tillaga er sú að best væri að núverandi umsækjend- ur væru báðir ráðnir; sem væri þá fyrsta skrefið í nauðsynlegum skipu- lagsbreytingum, verkaskiptinu, valddreifingu og heilbrigðara mynd- listarlífi. En lyktin frá kjötkötlunum kitlar nef íhaldsins og við göngum á lyktina í veislusal Hótel Borgar. Herská hvatning um óbreytt ástand Við komum nú að fundarmönn- „Birgir Andrésson: upplíminga- maður, hönnuður og ráðgjafi hjá GK, á inni boðsýningu hjá LR.“ „ívar Valgarðsson gat talið fram boðsýningu og sýningarskrá á vegum Listasafns Reykjavíkur, einnig trygga vinnu við afsteypu- og minjagripagerð á vegum Gunnars Kvaran og snatt við upp- setningu sýninga á Kjarvalsstöð- um.“ um þar sem þeir hafa komið sér saman urn texta bréfs sem er herská hvatning um það að óbreyttu ástandi skuli haldið hvað varðar skipan myndlistarmála hjá borginni, og að stjórnarhættir undanfarinna ára séu þeim mjög að skapi. Nú rísa menn upp (höfum þá líka með sem ekki áttu heimangengt, en skrifuðu á bréfið í anddyrum húsa sinna) og vilja allir skrifa undir einni hendi. Menn sem höfðu haltir gengið sýn- ast nú alheilir, aðrir kreppa hnefa til merkis um að nú skuli hvergi kvik- að, sumir segja fátt en höndin þó styrk. og hugurinn skýr, því nú má hvergi varpa skugga á trúverðugleik þrýstihópsins. Og nú skrifa þeir hver af öðrum: Fremstir fara þeir ívar Valgarðsson og Kristinn E. Hrafnsson. Ivar gat talið fram „Gunnar Kvaran sjálfur er löngu orðinn að tákni fyrir kerfi sem þarf að opna upp, breyta og end- urskoða myndlistinni til heilla. Kerfi þar sem völdin og fyrir- greiðslan dulin bak við tvískinn- ung, ógegnsæi og hrossakaup, skipta orðið meira máli en mynd- listin sjálf, þróun hennar, þanþol og möguleikar." „Helgi Þ. Friðjónsson: boðsýn- ing og sýningarskrá hjá LR, og menningarverðlaun DV afhent fyrrum úr hendi GK.“ „Kristinn E. Hrafnsson sem áð- ur mælti fyrir eðlilegri endurskoð- un á myndlistarkerfi borgarinnar og var um tíma andsnúinn Korp- úlfi og Erró, gat nú staðfest frels- un sína fyrir tilverknað boðsýn- ingar á vegum LR, þriggja ára starfslaunum á vegum borgarinn- ar og baktryggingar við að dytta að biluðum listaverkum í vörsiu GK.“ boðsýningu og sýningarskrá á veg- um Listasafns Reykjavíkur, einnig trygga vinnu við afsteypu- og minja- gripagerð á vegum Gunnars Kvaran og snatt við uppsetningu sýninga á Kjarvalsstöðum. Kristinn sem áður mælti fyrir eðlilegri endurskoðun á myndlistarkerfi borgarinnar og var um tíma andsnúinn Korpúlfi og Er- ró, gat nú staðfest ffelsun sína fyrir tilverknað boðsýningar á vegum LR, þriggja ára starfslaunum á vegum borgarinnar og baktryggingar við að dytta að biluðum listaverkum í vörslu GK. Og nú legggja þeir nafn sitt við þetta bænabréf um óbreytt ástand hver af öðrum. Kristján Steingrímur sem í vor á í vændum boðsýningu og skrá hjá LR, Helgi Þ. Friðjónsson: boðsýning og sýning- arskrá hjá LR, og menningarverð- „Kristján Steingrímur á í vor í vændum boðsýningu og skrá hjá LR“ laun DV afhent fyrrum úr hendi GK, Kristján Guðmundsson: boðsýn- ing og skrá hjá LR, sem flaggað getur steini til merkis urn að hann sé borg- arlistamaður, Birgir Andrésson: upplímingamaður, hönnuður og ráðgjafi hjá GK, á inni boðsýningu hjá LR, Hulda Hákon: þriggja ára starfslaun hjá borginni, boðsýning og skrá hjá LR, Svava Bjömsdóttir: borgarlistamaður, boðssýning og skrá hjá LR... Handagangur er í öskjunni og tíminn svo naumur að varía nema innsti hringurinn kemst á blað; þó ná nokkrir rninni spá- menn, sem þegið höfðu góðgerðir hjá LR og GK eða áttu eitthvað í vændum, að skrifa undir og munu þeir síðar vitja nafns. Já, íhaldinu var nú aldeilis orðið mál að signa sig. En eins og nú er komið málum í mynd- listarheiminum á Islandi þarf þó enginn meira á því að halda að signa sig en hinn frjálsi myndlistarmaður, merkisberi hinnar sífrjóu myndlist- ar; - því á engu þarf þjóðin nú meira á að halda en ómenguðum visku- brunni listarinnar. Hannes Lárusson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.