Helgarpósturinn - 13.02.1995, Síða 32

Helgarpósturinn - 13.02.1995, Síða 32
Kristinn dæmir í Portúqal Kristinn Jakobsson, sem kjörinn var besti knattspyrnudómari síðasta sumars, er á leið til Portúgals í þessum mánuði. Hann mun þar dæma í æfingamóti landsliða skipuðum leikmönnum 21 árs og yngri. Ekki er Ijóst á þessari stundu hvort þar verður látið kyrrt liggja því allt eins gæti verið að hann dæmi einnig í U15 og U18 ára-mót- um sem fara fram á sama tíma. Hann fer út með íslenska U16 ára- liðinu þann 24. febrúar og að hans sögn verður þetta „heill hellingur af leikjum". Áætlað er að vera í Portúgal í átta daga áður en haldið verður heim á ný. Þetta mun vera fyrsta ferð hans erlendis til að dæma og við óskum honum að sjálfsögðu góðs gengis... „Nú, hann mun ekki vera í húsinu" Það var almennt mat þeirra manna, sem sáu íslenska stjörnu- leikinn í körfunni á laugardag, að hér hafi verið um afar misheppn- aða uppákomu að ræða. Skipu- lagningu virtist vera töluvert ábótavant og var sem menn hreinlega nenntu ekki að standa í þessu. Til dæmis þegar troðslu- keppnin átti að fara fram átti kynnir keppninnar í mestu vand- ræðum með að finna einhverja til að taka þátt. Las hann upp tvö eða þrjú nöfn í röð en sagði alltaf á milli: „Nú, hann mun ekki vera í húsinu." Á endanum heyrðist til hans þar sem hann var að nauða í einum þeirra erlendu leikmanna, sem hér leika, að taka þátt í keppninni... Næstum 400 stiq í einum leik Og meira um þennan blessaða körfuboltaleik. Menn voru á því að hann hafi verið alltof langdreg- inn. Það sést kannski best á skor- inu því leikmönnum liðanna tókst að skora næstum 400 stig, sem er vel fyrir ofan meðaltal í körfu- boltaleik hér á landi, sem hlýtur að vera í kringum 190 stig. Að vísú var hann tvíframlengdur en staðan í lok venjulegs leiktíma var 165:165. Það segir líka sína sögu að löngu áður en leiknum var lok^ ið var fólk farið að tínast úr höll- inni, jafnvel þó leikurinn hafi verið hnífjafn allan tímann... Nú er farið að styttast í keppnis- tímabilið í fótbolt- anum hefjist og liðin farin að æfa að kappi. Fyrsti æf- ingaleikur ársins fór fram á gervi- grasvelli Hauka í Hafnarfirði á dögunum þar sem áttust við KR og Stjarnan. Það er skemmst frá því að segja að Garðbæingar rúll- uðu yfir þá röndóttu úr vestur- bænum með fjórum mörkum gegn einu. Stjarnan komst í 4:0 en KR náði að setja eitt mark fyrir lok leiksins. Þess ber þó að geta að liðin gátu ekki stillt upp sínum sterkasta mannskap... AC Milan og Cagliari gerðu með sér jafntefli á San Siro leikvanginum í gær. Hér eigast þeir við Billy Costacurta til vinstri og Dely Valdez til hægri. Sjá nánar allt um leiki gærdagsins í ítalska boltanum á bls. 31. Boris Becker sigraði í gær á opna Marseme-motinu i tenms Hann sigraði Tékkann Daniel Vacek í úrslitaleik, 6-7 6-4 7-5. Þetta var aðeins annar sigur Beckers á ATP- mótaröðinni sem af er tímabilsins, en hann virðist vera að komast í sitt form eftir frekar slakt gengi að undanförnu. Meistaramót íslands 1 frjálsum íþróttum Fjögur íslands- metum Meistaramót tslands í frjálsum íþróttum fór fram á föstudag og laugardag í Hafnarfirði. Árangur keppenda var góður og voru til að mynda sett fjögur Islandsmet. Sveinn Margeirsson, UMSS, setti drengja- og unglingamet í 1000 metra hlaupi karla, bætti drengja- metið um fimm sekúndur og ung- lingametið um ijórar. Bróðir Sveins, Björn Margeirsson, bætti sveina- metið í sama hlaupi um rúma sek- úndu. Þá bætti Eygerður Halldórs- dóttir stelpnametið um rúmar 10 sekúndur í kvennaflokki. Helga Halldórsdóttir var sigur- sæl á mótinu. Hún sigraði í tveimur greinum með yfirburðum, lang- stökki og þrístökki án atrennu. t há- stökki kvenna án atrennu stukku helgina Vigdís Guðjónsdóttir og Jóhanna Ósk Jensdóttir 1,30 metra. Gunnar Gunnarsson sigraði í karlaflokki í langstökki. Eggert Bogason kast- aði lengst allra í kúluvarpi karla en í kvennaflokki sigraði Guðbjörg Við- arsdóttir. I 200 metra hlaupi, pilta- flokki, sigraði Jónas H. Hallgríms- son en í telpnaflokki Silja Úlfars- dóttir. Steinn Jóhannsson sigraði í 800 metra hlaupi karla. I 1000 metra hlaupi kvenna sigraði Laufey Stefánsdóttir með þó nokkrum yf- irburðum en í karlaflokki háðu þeir Sigmar H. Gunnarsson og Finn- bogi Gylfason harða rimmu. Sig- mar hafði betur og kom í mark hálfri sekúndu á undan Finnboga. Mótið tókst vel í alla staði og var skipulagning öll hin besta. -RM (•'.roiíiciu utKvfúcii! Trúirþú að íslenskir náms- •%U!LJ 6 menn í Austur-Þýskalandi ^JBL hafi njósnað fyrir Stasi? y lit síðustu spumingar; Síðast var spurt: Á að irmheimta sérstök þjónustugjöld afhundaeigendum? Veður I hvpriu thluhlaði Ipnnur Mnrniinnnsturinn snurninnii fvrir Ipspndur, spm hpir npfa knsifl um í síma 99 1S 16. 6 vindstig. Snjókoma eöa slydda verður á Austfjörðum, éljagangur norðaustan lands og él eða slydduél, einkum þegar líða tekur á daginn. Horfur á þriðjudag Suðaustanátt um allt land, stinnings- kaldi eða allhvass við suðurströndina með snjókomu, en mun hægari og að mestu úrkomulaust annars staðar. Frost 2° til 6° C. Horfur á miðvikudag Norðaustan og norðanátt, stinnings- kaldi eða allhvass víða norðan og austan lands með éljum en mun hægari norðaustanátt og úrkomu- laust sunnanlands. Allhvass norð- austan og él á norðanverðum Vest- fjörðum. Frost 3° til 9° C.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.