Helgarpósturinn - 13.02.1995, Qupperneq 15

Helgarpósturinn - 13.02.1995, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN 15 Menm Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubandalagsins Andófsmaðurinn frá Austur-Berlín Björn Bjarnason, kaldastríðssér- fræðingur sjálfstæðismanna, sakaði Svavar Gestsson um landráð niður á þingi um daginn. Það hafði nefni- lega komið í ljós í Sjónvarpinu á sunnudaginn íyrir viku að öll skjöl um Svavar í skjalageymslum Stasi, austur-þýsku leyniþjónustunnar, voru horfin. Þau hurfu í ágúst 1989 — einmitt þegar Svavar var í út- löndum. Eftir að félagar Svavars í Alþýðubandalaginu höfðu haldið uppi vörnum þá drö Björn eitthvað aðeins í land. Hann vildi ekki væna Svavar um bein landráð, en taldi hann samt þurfa að gera hreint fyr- ir sínum dyrum. Og það hefur Svavar svo sannar- lega gert. Svavar hefur aldrei verið marg- máll um dvöl sína fyrir austan járn- tjald. Hann hefur í raun aldrei verið sérstaklega margmáll um komm- únistaríkin yfir höfuð. Honum, eins og svo mörgum sósíalistum og kommúnistum, hefur fundist þessi ríki frekar hafa verið á einhvers annars könnu en sinni. Þrátt fyrir að þeir hafi stefnt að kommúnisma eins og ríkin fyrir austan þá var það allt annar kommúnismi en Svavar og félagar urðu ungir elskir af. Þeir voru meira fyrir kommúnisma með mildri ásjónu en þá grímulausu grimmd sem einkenndi kommún- ismann fyrir austan. Og hann fékk Svavar að líta. Hann hafði ekki dvalið lengi fýrir austan járntjald en honum fór að líða illa. Hann áttaði sig á að eitt- hvað væri að þegar hann tók eftir því að enginn vildi tala við hann um pólitík. Þeir einu sem það gerðu voru guðfræðinemar og þeir töluðu lágt eins og það væri einhver að hlusta. Svavari leið illa við þessar aðstæður. Hann gerði sér tíðar ferðir vestur fyrir múr og smyglaði Der Spiegel yfir um affur handa guðfræðistúdentunum, vinum sín- urn, að lesa. Af þessu má sjá að sósí- aiistinn Svavar var frekar andófs- rnaður í Austur.-Þýskalandi en njósnari Stasi. Enda vonast hann innilega til að Stasi- skjölin um sig finnist hið fyrsta. Þau rnuni sýna að Svavar er frelsishetja fremur en skúrkur. Nú má vel vera að það lýsi illu innræti að láta þetta koma sér á óvart en því miður get ég ekki ann- að. Ég man eftir mörgum ræðum Svavars um austurblokkina og vestrið og mér fannst aldrei að þar talaði maður sem hefði upplifað svona sterkt helsið fyrir austan. Ég man ekki betur en þar hafi farið ræðumaður sem vildi alls engan greinarmun gera á þessum tveimur blokkum. Mig minnir að hann hafi lagt á það áherslu, eins og var siður sósíalista á þeim árum, að ef eitt- hvert helsið væri fyrir austan þá væri það ekkert verra en það sem við lifum við hér fyrir vestan. I raun væri þetta hvor sín hliðin á sama pening og hvorug blokkin skömm- inni skárri eða verri en hin. „EfBjörn Bjarnason hefði hlustað nógu vel á það sem Svavar var að segja í gamla daga þá vceri hann ekki á öxlunum á honum núna að heimta eitthvert uppgjör. EfBjörn hefði heyrt réttþá myndi hann skammast sín og taka ofanfyrir Svavari. Þráttfyrir að ég viti ekkert um það, þá efast ég stórlega um að Björn hafi smyglað vestrœnum áróðursblöðum austur fyrir járntjald. Hann lét sér nœgja að skammast héðan úr örygginu fyrir vestan á meðan Svavar veitti hinum kúguðu hjálp á vettvangi. Þarskilurá milli frelsisástar Svavars ogBjörns.“ En svona hefúr maður misskilið Svavar. Og ekki bara ég. Ef Björn Bjarnason hefði hlustað nógu vel á það sem Svavar var að segja í gamla daga þá væri hann ekki á öxlunum á honum núna að heimta eitthvert uppgjör. Ef Björn hefði heyrt rétt þá myndi hann skammast sín og taka ofan fyrir Svavari. Þrátt fyrir að ég viti ekkert um það, þá efast ég stórlega um að Björn hafi smyglað vestrænum áróðursblöðum austur fyrir járntjald. Hann lét sér nægja að skammast héðan úr örygginu fyrir vestan á meðan Svavar veitti hinum kúguðu hjálp á vettvangi. Þar skilur á milli frelsisástar Svavars og Björns. -ÁS Fiölmiðlar Upplýsingaskömmtun ríkisins Það er ákveðin ástæða fyrir því að fjölmiðlamenn eru sérlega tor- tryggnir á það þegar löggjafinn ætl- ar að setjast niður og skammta þeim tjáningarfrelsi eða aðgang að upplýsingum. Sagan sýnir okkur nefnilega að slíkar aðgerðir eru hugsaðar út frá hagsmunum þeirra sem liggja með upplýsingarnar en ekki þeirra sem leita eftir þeim. Þessi hugsun hefur birst aftur og aftur í lagafrumvörpum um upp- lýsingaskyldu stjórnvalda. Þessar hugmyndir hafa sem betur fer aldr- ei komist lengra en í frumvarps- drög en vekja eigi að síður ugg í brjóstum þeirra sem kynnt hafa sér þessi mál. Þess vegna eru menn svona varkárir vegna 3. málsgreinar 11. greinar stjórnarskrárbreytingar- innar. Þó líklega verði lendingin að bæta þar inn „nauðsynlegt í lýð- frjálsu ríki“ þá blasir við að öll greinin er mjög þrengjandi. Best væri ef greininni allri væri fargað. Menn verða nefnilega að skoða hvernig löggjafinn hefur beitt heimildum til takmörkunar í stjórnarskrá. Nýlegt dæmi um meðferð þeirra birtist í alræðisvaldi því sem vfirmaður almannavarna á ísafirði Olafur Helgi Kjartansson tók sér þegar snjóflóðið féll í Súða- vík. Með vísun í heimildir í lögum um almannavarnir gat hann gerst alráður á vettvangi og skapað ástand sem allir fjölmiðlamenn telja að hafi verið óásættanlegt. Seinni tíma útskýringar bera keim af yfirklóri; þarna átti sér stað fréttabann sem þekkist ekki þó víða væri leitað. Fréttabann sem í alla staði var óeðlilegt og óþarft. Annað dærni má nefna. I des- ember síðastliðnum sá forsætis- nefnd Alþingis sig knúna til að setj- ast niður og semja „Reglur urn með- ferð erinda til þingnefnda“. Þessar reglur eru settar á grundvelli þing- skaparlaga og virðast fela í sér að starfsmenn nefnda geti ákveðið að allt eða ekkert sé trúnaðarmál, eftir því hvernig þeim býður við að horfa. Án þess að ég kunni nein dæmi um að þetta hafi komið nið- ur á störfum fréttamanna þá finnst manni einkennilegt að slíkar reglur séu settar á sama tírna og verið er að vinna við frumvarp um upplýs- ingaskyldu stjórnvalda. Gátu þeir ekki beðið? Þarna eins og oftast nær virðast þeir sem leita eftir upplýs- ingum standa frammi fyrir gerðum hiut. Einnig má benda á þá stað- reynd að upplýsingaskyldufrum- varp það sem nú er í smíðum er fyrst og fremst samið af þeim sem standa kerfismegin við borðið. „Annað dœmi má nefna. í desember síð- astliðnum sáforsœtis- nefnd Alþingis sig knúna til að setjast niður og semja „Regl- ur um meðferð erinda til þingnefnda“. Þess- ar reglur eru settar á grundvelli þingskap- arlaga og virðastfela í sér að starfsmenn nefnda geti ákveðið að allt eða ekkert sé trúnaðarmál, eftirþví hvernigþeim býður við að horfa. “ Fjölmiðlamenn fá náðarsamlegast að vera álitsgjafar en eiga ekki sér- stakan fulltrúa við samningu frurn- varpsins. Eg hef áður vikið að því í þessum pistli hvernig Tölvunefnd vinnur en hún virðist vera orðin helsta verkfæri þeirra sem vilja loka fyrir upplýsingar. Á grundvelli þess að allar upplýsingar fara meira eða minna í gegnum tölvur og flokkast því undir kerfisbundna skráningu upplýsinga þá virðist Tölvunefnd sjá sig knúna til að segja nei. í lög- unum um Tölvunefnd er innbyggð sú skekkja að nefndin mun loka á upplýsingar en ekki opna neinar nýjar leiðir. Á málþingi um helgina vakti Þorgeir Þorgeirson rithöfundur athygli á mjög athyglisverðu máli en það var túlkun á dómnum yfir honum hjá Mannréttindadómstóli Evrópu. Hann sagði frá því að ráðuneytisstjóri dómsmála hefði viljandi gefið upp kolranga mynd af niðurstöðu dómstólsins og þannig náð að gefa þeim fjölmiðli sem fyrstur sagði fréttirnar, Ríkisút- varpinu, ranga mynd af málinu. Aðrir fylgdu síðan í kjölfarið. Þar sem rétt þýðing á dómnum lá ekki fyrir fyrr en mörgum mánuðum seinna var mjög mikilvægt að fyrstu fréttir væru nákvæmar. Það að ráðuneytisstjóri sjái sig knúinn til að gefa villandi upplýsingar í þessu máli sýnir dálítið hvernig kerfið hugsar. Mál Þorgeirs var mál ein- staklings gegn kerfinu og kerfið vinnur einmitt með þessum hætti; inni í kerfinu eru nefnilega menn sem þurfa að réttlæta ákvarðanir sínar hverju sem tautar og raular. Það leið síðan rúmlega eitt og hálft ár frá því dómurinn féll þangað til ráðuneytið braut loks odd af oflæti sínu og sendi afrit hans til dómara landsins. Jafnvel þó að það sé þeirra eðli að fara sér hægt þá hafa þeir oft brugðist við af meiri snerpu. Þetta segir okkur það að kerfinu er síður en svo treystandi til að veita upp- lýsingar. Upplýsingaskömmtun ríkisins er vont fyrirbæri. Sigurður Már Jónsson Þurfa ‘\J- Kjartan Magnús- son varaborgar- fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins „Já, þeir vita mest Um þessi mál og því er eðlilegast að þeir geri þau sjálfir upp í stað þess að sagn- fræðingar og blaða- menn þurfi að gera það fyrirþá." Svanur Kristjánsson, prófessor við HÍ „Ég vil ekki svara þessu á svona stikkorðabasis, þetta er langt og mikið mál.“ Ólafur Hauks- son, blaðamaður „Mér er nákvæm- lega sama um for- tiðarvanda Alþýðu- bandalagsins." Elvar Þorvaldsson, leigubíl- stjóri nr. 1 hjá Hreyfli „Mér finnst að við eigum að láta þá ífriði fyrst þetta er dottið yfir sig. “ Hannes Hólm- steinn Gissurar- son, dósent við HÍ „Þeir Alþýðu- bandalagsmenn sem voru ítengslum við stjórnvöld þurfa hiklaust að gera það. Til dæmis má minna á að Svavar Gestsson hafði ekki einungis tengsl við Stasi heldur líka ógnarstjórn Ceausescus löngu eftir 1968.“ Anna Linda Aðalgeirsdóttir, hárgreiðslukona „Ég hefnú ekkert verið að hugsa mjög mikið um þetta. “ Kjartan Magnús- son „Sjálfstæðis- menn hafa aldrei reynt að fela neitt eða þurft að fela neitt varðandi kalda striðið." Svanur Kristjánsson „Það sama gildir um þessa spurningu. “ Ólafur Hauksson „Mér er alveg jafn sama um það. “ Elvar Þorvaldsson „Það held ég ekki, er ekki násisminn löngu búinn?“ Hannes Hólm- steinn Gissurar- son „Það erekki venjan að sigun/eg- ari í striði þurfi að sæta réttarhöldum. Númbergréttarhöld- in voru yfir nasistum ekki lýðræðissinn- um.“ Anna Linda Aðalgeirsdóttir „Mér finnst ekkert einn flokkur þurfa að gera það frekar en annar. Það á auð- vitað jafnt yfir alla að ganga. “

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.