Helgarpósturinn - 13.02.1995, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 13.02.1995, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN SPORT 2Si Enska knattspyrnan Blackbum heldur toppsætínu Alan Shearer skoraði enn eitt markið fyrir Blackbum og er nú orðinn lang markahæstur. Manchester United sigraði í nágrannaslagnum gegn City, Aston Villa skoraði sjö mörkgegn slöku liði Wimbledon og PaulMerson erkominn á fultt með Arsenal. Hann skoraði eina mark liðsins gegn Leicester. Meistarar Manchester United voru í toppsæti ensku úrvalsdeild- arinnar í sólarhring um helgina eft- ir sigur gegn Manchester City í ná- grannaslag liðanna. Þeir Paul Ince, Andrei Kanchelskis og Andy Cole skoruðu sitt markið hvert án þess að City næði að svara fyrir sig. Þetta var annað mark Coles með United síðan hann skipti yfir úr Newcastle. I gærdag lagði Black- burn lið Sheffield Wednesday á heimavelli sínum, Ewood Park, og endurheimti því toppsæti deildar- innar. Tim Sherwood, Mark Atk- Enska deildarbikarkeppnin Swindon lagði Bolton Swindon bar í gær sigurorð af Bolton í undanúrslitum ensku deildarbikarkeppninnar. Bolton náði forystu snemma í leiknum með marki frá Alan Stubbs, en hann var keyptur frá Blackburn fyrir skömmu á 250 þúsund pund. Markið dugði skammt því Peter Thorne skoraði tvö mörk og tryggði liði sínu sigurinn. Leik- urinn fór fram á heimavelli Swindon en seinni leikurinn fer fram á heimavelli Bolton innan skamms. ■ Skotland Rangersmeð örugga forystu Rangers hafa nú örugga for- ystu í skosku 1. deildinni í knattspyrnu þrátt fyrir tap gegn Aberdeen í gær. Billy Dodds og Duncan Shearer skoruðu sitt markið hvort og tryggðu liði sínu þrjú dýrmæt stig. Þetta var besta hugsanlega byrjunin fyrir hinn nýja framkvæmdastjóra Aberdeen, Roy Aitken, en hann tók við liðinu á mánudag. Fyrir leikinn hafði Rangers leik- ið sextán leiki án taps, og var búið að leika sex sigurleiki í röð. Liðið hefur nú fjórtán stiga forystu á Hibernian, sem er í öðru sæti. ■ ins og Alan Shearer skoruðu fyrir Blackburn en Chris Waddle gerði eina mark Wednesday. Þetta var 28. mark Shearers og er hann lang- markahæstur í úrvalsdeild með fimm mörk fleiri en Robbie Fowl- er, sem hefur gengið illa að finna leiðina inn fyrir marksúlurnar und- anfarið með Liverpool. John Sca- les skoraði mark Liverpool í jafnt- eflisleik gegn QPR. Wednesday lék allan seinni hálfleikinn einum iærri en markverði liðsins, Kevin Press- man, var vikið af leikvelli á 44. mínútu fyrir að handleika boltann viljandi utan teigs. Newcastle er nú í þriðja sæti deildarinnar eftir sigur á Nottingham Forest. Ruel Fox hefur verið iðinn við að skora und- anfarið, og bætti hann enn einu markinu við um helgina. Robert Lee skoraði annað seinna mark Newcastle en Jason Lee minnkaði muninn fýrir Forest. Aston Villa var í miklu stuði á heimavelli sín- um gegn Wimbledon. Alls skoraði liðið sjö mörk, sem er met á tíma- bilinu. Tom Johnson gerði þrjú þessara marka, en hann var keyptur frá Derby fyrir fimm vikum. Arsen- al náði aðeins jafntefli á heimavelli gegn botnliði Leicester. Paul Mer- son skoraði með þrumuskoti snemma í seinni hálfleik, hans fyrsta mark hans með liðinu eftir að hann hóf að leika á ný. lan Sell- ey fótbrotnaði í leiknum eftir sam- stuð við Mark Draper, en Draper þessi jafnaði síðan leikinn fýrir Le- icester og tryggði liðinu þar með dýrmætt stig í botnbaráttunni. Teddy Sheringham kom Totten- ham yfir í upphafi leiks gegn Chels- ea en Dennis Wise jafnaði ellefú mínútum fyrir leikslok. Wise þessi á yfir höfði sér þunga refsingu fýrir að ráðast á leigubílstjóra fýrr í vik- unni. Leikmenn Tottenham voru klaufar að vinna ekki leikinn því liðið spilaði lið Chelsea sundur og saman en uppskar engu að síður aðeins eitt mark. Leik Leeds og Ips- wich var frestað en í kvöld eigast við West Ham og Everton á Upton Park.B Tommy Johnson fagnar hér þriðja marki sínu fyrir Aston Villa gegn Wimbledon á laugardag. Þetta var fyrsta þrenna kappans frá því hann var keyptur til félagsins frá Derby í síðasta mánuði. Enski boltinn Úrslit í úrvalsdeild Arsenal - Leicester 1:1 Merson 52. - Draper 78. Aston Villa - Wimbledon 7:1 Reeves 12. (sm.), Johnson 22., 26., og 38., Saunders 48. og 67. (vsp.), Yorke 83. - Barton 11. Chelsea - Tottenham 1:1 Wise 79. - Sheringham 8. Crystal Palace - Coventry 0:2 Jones 75., Dubiin 85. Liverpool - QPR 1:1 Scales 71. - Gallen 5. Man.City - Man.Utd. 0:3 Ince 58., Kanchelskis 74., Cole 77. Newcastle - Nott.Forest 2:1 Fox 47., Robert Lee 73. - Jason Lee 74. Norwich - Southampton 2:2 Newsome 37., Ward 90. - Hall 33., Magilton 36. Biackburn - Sheff.Wed. 3:1 Sherwood 26., Atkins 35., Shearer 66. - Waddle 32. Staðan í úrvalsdeild Blackburn 28 61:25 62 Man.Utd. 28 51:21 60 Newcastle 28 47:30 51 Liverpool 27 46:22 48 Nott.Forest 28 41:31 46 Tottenham 27 45:38 43 Leeds 26 34:28 39 Sheff.Wed. 28 37:36 39 Wimbledon 27 32:47 36 Norwich 27 27:31 35 Aston Villa 28 39:37 34 Arsenal 28 31:32 34 Chelsea 27 35:38 33 Man.City 27 35:44 32 Southampton 27 39:44 31 QPR 26 39:45 31 Coventry 28 27:45 31 Crystal Pal. 28 21:28 30 Everton 27 27:36 30 West Ham 26 24:33 28 Ipswich 27 29:55 20 Leicester 27 25:46 19 Markahæstir 28 - Alan Shearer (Blackburn) 23 - Robbie Fowler (Liverpool), Ashley Ward (Norwich, þar af 17 fyrir Crewe) 21 - Matthew Le Tissier (Southampton) 20 - Chris Sutton (Blackburn), lan Wright (Arsenal) 19 - Jiirgen Klinsmann (Tottenham) 17 - Andy Cole (Man.Utd, þar af 15 fyrir Newcastle) Úrslit f 1. deild Barnsley - Tranmere 2:2 Charlton - Sunderland 1:0 Grimsby - Luton 5:0 Notts County - Southend 2:2 PortVale-WBA 1:0 Reading - Derby 1:0 Sheff.Utd. - Stoke 1:1 Watford - Burnley 2:0 Wolves - Bristol 2:0 Fresta varð leikjunum Oldham - Midd- lesbro og Portsmouth - Millwall Staðan í 1. deild Bolton 30 50:32 51 Wolves 29 52:39 50 Tranmere 30 48:35 50 Reading 30 35:27 50 Middlesbro 28 41:26 49 Watford 30 35:28 47 Sheff.Utd. 30 48:34 46 Grimsby 30 47:40 44 Barnsley 28 36:36 42 Luton 29 38:40 40 Millwall 28 36:32 40 Charlton 29 43:45 39 Derby 29 35:31 39 Oldham 29 39:38 38 Southend 30 31:54 36 Stoke 28 29:34 36 Port Vale 28 34:36 35 WBA 30 25:36 34 Portsmouth 29 30:41 33 Swindon 27 36:43 32 Sunderland 29 28:29 32 Bristol City 30 25:41 30 Burnley 27 28:40 27 Notts County 31 33:45 26 Já en... Spænska knattspyrnan r=r ^isiq komið . Gummi fínAmiinrliir „Nei, nei, af hverju? Ég hef mjög gaman af þessu ennþá og skrokkur- inn er í góðu lagi, þannig að maður er ekkert að fara að hætta. Ég vil meina að maður þarf ekkert að hætta þótt maður sé kominn á ein- hvern vissan aldur. Á meðan maður heíúr kraft í þetta og er í góðu formi er engin ástæða til að hætta. Ég á allavega þetta ár eftir og síðan kem- ur framhaldið í ljós. Ef maður hefur ennþá gaman af þessu, þá náttúrlega heldur maður áfram. Mér líst mjög vel á Stjörnuna, góður hópur og létt yfir þessu þannig að maður er farinn að hlakka til sumarsins.“ Guðmundur Steinsson til- kynnti á dögun- um félagaskipti úr Fram yfir í Stjörnuna. Þessi gamal- reyndi refur er búinn að vera mörg ár í bolt- anum og er ekkert á þeim buxunum að haetta. Hann hefur leikið mestan hluta ferils sins með Fram en einnig með Vík- ingi, og núna er hann genginn til liðs við Stjörnuna. Hann er með markahæstu leikmönnum íslenskrar knattspyrnu fyrr og síðar, og skipar sér þar á bekk með mönnum eins og Inga Birni Alberts- syni. Þá er hann einnig einn sá leikja- hæsti frá upphafi. ■ Barcelona beið afhmð Alls 22 þúsund áhorfendur horfðu á laugardag á meistara Barc- elona bíða afhroð gegn Racing Santander, sem er í þriðja neðsta sæti spænsku 1. deildarinnar, á heimavelli Racing. Lokatölur leiks- ins urðu 5:0 og er þetta eitt stærsta tap Barcelona á síðari árum. Aðeins eitt mark var skorað í fyrri hálfleik en í þeim síðari hrundi allt hjá meisturunum. Þeim Albert Ferrer og markverðinum Carlos Busqu- ets var vísað af velli og níu leik- menn Barcelona réðu ekkert við ellefu leikmenn Racing. Barcelona saknaði þeirra Ronalds Koeman og Miguels Nadal, sem eru meiddir, og Sergis Barjuan, sem var í leikbanni. Þetta var endir á ömurlegri viku fyrir Johan Cruyff sem horíði upp á lið sitt tapa á heimavelli sínum gegn Atletico Madrid í bikarkeppninni á þriðju- dag, 1:4. Barcelona er nú í þriðja sæti deildarinnar en Real Madrid er sem fyrr efst. ■ Já en... Á ekkert að fara að söðla uniAnton? „Jú,jú, maður stefnir : » 'ím :-:i Anton Björn M: náttúrlega á það. Mér líst mjög vel á dæmið og ég væri ekki að skipta yfir í Val nema mér litist vel á það. Umgjörðin virðist vera allt önnur um þetta heldur en áður. Þetta er eiginlega nýtt lið fyrir mér, bæði strákarnir og allt í kringum liðið. Að vísu er ég tiltölulega ný- kominn inn í þetta þannig að maður kannski þekkir þetta ekki alveg. En vissulega lítur þetta vel út.“ 1 Björn Mark- ússon er genginn I Val. Hann lék lengi vel með Fram' og varð til að mynda Is- landsmeistari með liðinu 1990. Tveimur árum síðar gekk hann til liðs við Eyja- menn en fór aftur i Fram I fyrra eftir stutta dvöl í Eyjum. í fyrra fékk hann fá tækifæri með liði Fram og átti auk þess við meiðsl að stríða. Nú er hann semsagt genginn í Val, en hann er ekki allsendis ókunnur þeim félagsskap því hann lék með liðinu i yngri flokkum. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.