Helgarpósturinn - 13.02.1995, Blaðsíða 20
20
MORGUNPÓSTURINN MENNING
i
MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995
BHmEiwaR—gBrni
Dagur elskendanna, eöa Valentín-
usardagurinn er að verða æ fyrir-
ferðameiri í ís-
lensku menning-
arlífi. Fyrir einu
eða
t v e i m u r
s t ó ð u
Hafnfirðingar
' elskendakvöldi
á veitingastaðnum
A. Hansen. Og
aftur í ár eru
\ það Hafn-
\ f i r ð i n g a r
‘J^sem ætla
' í að halda
.... ....
fyrir
ástinni á lofti þvi
fyrirhugað er að
hópur Ijóðaunn-
enda hittist í litlu
kaffihúsi þar í bæ
á þriðjudagskvöld.
Fyrir uppákomunni
stendur Vilborg Hall-
dórsdóttir, leikari og
eiginkona Helga Björns-
sonar rokkara. Með henni
ætla að halda ástarljóðinu á
lofti þau Jónas Þorbjarnar-
son, Nína Björk Árnadóttir og
Didda sem ætla að flytja eigin Ijóð.
En einnig verður farið ofan í gömlu
meistarana, eins og Davíð Stef-
ánsson frá Fagraskógi og Stein
Steinarr, ástarljóð-
gjörningur verður
fluttur og fleira
til. Þeim til að-
stoðar verður
b r á ð u n g u r
nemandi í
hörpuleik, Gunn-
hildur Einarsdótt-
ir, sem ætlar að sýna
fram á aðrar hliðar hörpuleiks en
hingað til hafa verið ímyndin. Hefst
elskendakvöldið klukkan níu stund-
víslega og í boði eru meðal annars
hjartalagaðar kökur, kakó og fleira
góðgæti.
í þeirri von að koma í veg fyrir
ýmsan misskilning vil ég geta þess í
formála að þessari gagnrýni að ég
sit í úthlutunarnefnd Kvikmynda-
sjóðs. Þar hef ég þurft að fjalla um
verk fjölmargra íslenskra kvik-
myndagerðarmanna. Ég lít hins
vegar svo á að ég hafi verið valinn í
nefndina vegna þess að ég skrifa
gagnrýni, ekki þrátt fyrir það.
Þannig þætti mér í raun fráleitt að
dæma mig úr leik með því að hætta
að skrifa um íslenskar myndir, eins
og einhverjir hafa orðað við mig.
Mér finnst það líka gefa í skyn að í
skrifum mínum hafi ég fylgt ein-
hverjum annarlegum sjónarmiðum
óbeitar á fólki eða þá velvildar, en
ekki alltaf reynt að fjalla um hlutina
af skynsamlegu viti. Sjálfsagt finnst
mér hins vegar að ég skrifi ekki um
myndir sem ég hef fjallað um í
nefndinni, hvað þá myndir sem ég
hef átt þátt í að veita peningastyrk.
Þannig tel ég mig óhæfan til að
tjalla um stuttmynd Ingu Lísu
Middleton / draumi sérhvers
matins, enda fékk hún styrk úr
Kvikmyndasjóði eftir að ég kom
þangað inn. Ég hef hins vegar ná-
kvæmlega engin afskipti haft af Á
köldum klaka, bíómynd Friðriks
Þórs Friðrikssonar, og vissi næst-
um ekkert um hana fyrr en ég sá
hana á föstudagskvöld.
-Egili Helgason
Light Nights í bíó
A KÖLDUM KLAKA
StjörnubIó
★
Útlendingar koma til Islands og
hrósa okkur. Það þykir okkur gott,
við höldum þeim veislur. Ég hef
samt mínar efasemdir um að eftir
miklu sé að slægjast; til að mynda
grunar mig að flestallir fræðimenn-
irnir sem fást við að rannsaka forn-
sögurnar og er boðið hingað af
Stofnun Sigurðar Nordals séu hálf-
gerðir kverúlantar. Getur ekki verið
að útlendir kvikmyndaáhuga og -
gerðarmenn sem hingað koma séu
það líka í aðra röndina? Ég var rétt
að frétta það að stórkostleg víkinga-
mynd, sem var tekin hér í fyrra-
sumar og þótti viðburður, að henni
hefði endanlega verið hent út með
ruslinu vestur í Kaliforníu. Og fór
svo um þá kvikmyndagerð.
Hér á landi er gefið út tímarit
sem kallast lceland Review. í því
blaði eru Islendingar stundum
látnir skrifa um sjálfa sig á stirðri
ensku, eða útlendingar sem villast
hingað, ekki vegna stílgáfu, fengnir
til að skrifa um hluti sem þeir bera
ekki mikið skynbragð á. Ég sé þetta
blað sjaldan og les það aldrei en það
rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sat
og horfði á bíómyndina Cold Fever
á föstudagskvöldið, eiginlega var
blaðið það fyrsta sem mér datt í
hug eftir upphafsatriðið. Svo
mundi ég eftir því að hér hefur um
árabil verið starfrækt leikhúsið
Light Nights. Ég velti fyrir mér
hvort Cold Fever væri ekki kvik-
myndaleg hliðstæða tímaritsins og
leikhússins.
Grunntónn myndarinnar er
landkynning. Glöggur maður sagði
í sjónvarpsþætti fýrir allmörgum
árum að líklega væri orðið land-
kynningekki til í neinu öðru tungu-
máli en íslensku; orðið sjálft lýsti
takmarkalausri minnimáttarkennd
dvergþjóðarinnar. En hér er landið
kynnt í bak og fyrir: Gullfoss og
Geysir, Jökulsárlón og Bláa lónið,
brennivín og þorramatur, rímna-
söngur og karlakór, huldufólk og
annað dulrænt; maður kemur eig-
inlega ekki auga á að vanti neitt og
allt gengur þetta út á að sýna hvað
íslendingar eru skrítnir og sætir (ég
er að leita að þýðingu á ensku orði
sem framleiðendur myndarinnar
skilja sjálfsagt: ,,quaint“).
Nú er þetta svokölluð vegamynd
og það liggur náttúrlega í augum
uppi að í svoleiðis myndum eru
menn á leiðinni, ekki endilega frá
einum stað til annars, heldur alla-
vega eitthvert. Yfirleitt eru ferðalög
tíðindasnauð, en vegamyndir
byggja frekar á þeirri forsendu að
eitthvað gerist á leiðinni. Það er
tæpast raunin í þessari mynd; að
minnsta kosti verða varla neinir at-
burðir sem þættu saga til næsta
bæjar. Ég er ekki frá því að Hring-
urinn, eitt af glæsilegustu verkum
Friðriks Þórs Friðrikssonar hafi
verið snöggtum viðburðameiri.
Hér er allt dregið mjög á langinn,
frásögnin er næstum eins og var
einhvern tíma í árdaga kvikmynd-
anna, áður en menn uppgötvuðu
að hægt væri að nota klippiborðið
til að færa atburðarásina snöggt
milli staða og fram og aftur í tíma.
Dæmi: Söguhetjan og kunningi
hans detta í það í Kántríbæ (og er
þar mikið af skrítnum og sætum Is-
lendingum). Okkur er sýnt þegar
söguhetjan leggst víðáttudrukkin
upp í rúm, okkur er sýnt þegar
hann vaknar timbraður, okkur eru
sýnd skot utan á Kántríbæ, okkur
er sýnt þegar hann gengur út úr
húsinu, okkur er sýnt þar sem hann
sest upp í bíl, okkur er sýnt hvar
bíllinn keyrir af stað, okkur er sýnt
inn í bílinn. Allt þetta eru í raun
málalengingar nema síðasta skotið,
algjör óþarfi sem hefði best lent í
ruslakörfu klipparans, og gerir ekk-
ert annað en að hægja á frásögn-
inni.
Japaninn, aðalpersóna myndar-
innar, starfar við að selja fisk og
hann er freðýsulegur út alla mynd-
ina. Þennan pilt sá ég í einhverri al-
skemmtilegustu mynd sem ég hef
horft á, Mystery Train eftir Jim
Jarmusch. Þar hafði hann skrítið
lítið stelpuskott með sér sem hent-
ist í kringum hann eins og eldfluga;
þungbúin fjöllin á íslandi koma
ekki í staðinn fyrir mótleikarann
sem þessi stelpa var. Japaninn,
Masatoshi Nagase er svo daufur
að smátt og smátt er eins og hann
samlagist fjöllunum, renni saman
við þau, hverfi inn í þau. Það bara
rétt mótar fyrir honum. Hann
verður aukaatriði.
Maður hélt kannski að eitthvað
myndi þetta glæðast þegar birtust
tveir þekktir (ég segi ekki frægir,
þótt ég hafi séð konuna í frábærri
bíómynd á fimmtudagskvöldið)
amerískir leikarar og ota á endan-
um að honum byssu. Þau eru
fjarska prófessjónal og í saman-
burði verður Japaninn enn mollu-
legri en fyrr - mitt í öllu frostinu og
freranum. Svo eru þau allt í einu
horfin, þessi amerísku hjón, eftir að
hafa verið fýrst spennandi, svo
hlægileg, þá einkennileg, loks
óskiljanleg. Hvernig sem maður lít-
ur á hlutina þá hafa þau, satt að
segja, engu rökrænu hlutverki að
gegna í myndinni.
Síðan hittast Japaninn og Gísli
Halldórsson - það var svosem fýr-
irsjáanlegt að Jón prímus og organ-
istinn hlytu að koma fram í ein-
hverri mynd. Hann er þó óvenju
hugmyndafátækur og ótaóískur að
þessu sinni. Þeir vagga hvor öðrum
Líf listamannsins snýst ekki bara
um aðferðir og tækni í sköpun lista-
verkanna sem blasa kunna við
áhorfandanum. I lífi listamannsins,
rétt eins og allra annarra þegna, eru
líka að verki ýmis öfl sem varða af-
komu hans, áhrif, og ekki síst virð-
ingu. Afkoman, aðstæðurnar, áhrif-
in, völdin og virðingin í þjóðfélaginu
koma beint og óbeint ffam í lífi
manna, gerðum og hugarástandi;
þannig er ávallt í gangi sífelld víxl-
verkun á milli þjóðfélagsstöðu og
sálarlífs manna. Kindarlegir menn
sem læðast með veggjum og þegja
þunnu hljóði eru ekki síður spegil-
myndir af félagslegri stemmningu,
en þeir sem eru upplitsdjarfir, hug-
myndaríkir og hressilegir og gustar
af jafht í orði sem verki. Það virðist
vera erfitt að vera myndlistarmaður
á Islandi og stundum koma þeir tím-
ar að myndlistarmenn vilja drepa
hið óstýriláta og óútreiknanlega afl
listsköpunarinnar sem í þeim býr í
dróma, í þeirri von að þannig verði
afkoma þeirra tryggari, völdin meiri
í hópeflinu og að virðing hver fýrir
öðrum vaxi. Én það veit hver lista-
maður innst inni að þegar þeim
hluta eigin eðlis sem er aflstöð létt-
leikans í listsköpuninni hefur einu
sinni verið fórnað fyrir stundarhags-
muni í harðsviruðu hræðslubanda-
Iagi, þá getur orðið erfitt að endur-
heimta sálarró og virðingin kann að
hafa runnið úr greipum þegar þessir
hagsmunir hætta að skipta máli. Án
(sjálfs)virðingar getur enginn lista-
maður nýtt krafta sína til fulls.
í svefn, hann og Japaninn, að öðru
leyti hefur Gisíi ekki annað hlut-
verk en að skutla ferðamanninum
áleiðis einn áfangann til - bóndak-
urfurinn á bílaleigujeppa frá Interr-
ent.
Það er erfitt annað en að bera
myndina ögn saman við Stuttan
Frakka, prýðilegt byrjendaverk sem
líka fjallaði um vegalausan útlend-
ing á Islandi og hafði meðal annars
sér til ágætis hversu yfirlætislaust
það var að öllu leyti. Þar var gefinn
einhver sannur tónn, hér er flestallt
falskt. Raunar er óþægilegt að sjá
hversu sumar senurnar eru keim-
líkar og var í Stuttum Frakka. Aðrir
menn vaka hér yfir vötnunum -
eða á maður að segja jöklunum?
Þarna birtist eitthvert lið sem
manni finnst maður kannast við úr
myndum Kaurismaki-bræðra, Aki
og Mika og Jim Jarmusch. Það er
eins og í myndinni blundi einhver
löngun til að komast í þann klúbb.
Þó er sá munur á að í myndum
þeirra hafa svona persónur upphaf
og endi, jafnvel þótt þeim bregði
ekki fyrir nema í svona þrjár mín-
útur. Ékki er því að heilsa hér, fólk-
ið er holt að innan - rétt eins og
myndin.
Ara Kristinssyni er rétt að hrósa
fýrir kvikmyndatöku - fjöllin eru
sannanlega ægifögur og ógnvæn-
legt að sjá hvernig snjóinn drífur í
skafla - Hilmar Órn Hilmarsson
hefur samið músík sem vekur tals-
verð hughrif. En þegar myndin og
músíkin renna saman og svella í sí-
endurteknum skotum þar sem
keyrt er fram á gnæfandi fjöll, þá er
ekki laust við að það fari að verða
ögn endurtekningasamt.
Allur er varinn góður: Friðrik
Þór Friðriksson hefur eiginlega
stolið glæpnum með því að lýsa því
yfir fýrirfram að íslenskir bíógagn-
rýnendur séu upp til hópa vitleys-
ingar. Þegar Friðrik les þennan
dóm getur hann því hæglega skellt
upp úr og sagt: Sagði ég ykkur ekki!
-Egill Helgason
Sendiráð Listasafn
ísland
NÝ AÐFÖNG 2
ÉISTASAFN ÍSLANDS, 4. FEB. - 19.
MARS.
Listasafn íslands kæmi starfandi
íslenskum myndlistarmönnum
sjaldan í hug ef ekki kæmi til það
sem kallað er innkaupastefna safns-
ins. Það er raunar í gegnum þessa
svokölluðu innkaupastefnu sem
forstöðumaður safnsins hverju
sinni, (þeir hafa nú reyndar ein-
ungis verið tveir fram að þessu) tjá-
ir sig helst í starfi og nær milliliða-
lausri snertingu við listaheiminn.
Ég vil taka það fram strax í byrjun
að ég ætla mér ekki að fara að gagn-
rýna safnið og starfsemi þess, -
enda ætti hverjum manni að vera
ljóst að slíkt er í fýrsta lagi óviðeig-
andi, og í öðru lagi reyndar ekki
1 t.
viðeigandi af því að safnið hef-
ur eiginlega aldrei verið rekið eins
og listasafn, heldur miklu fremur
eins og opinber stofnun sem dregur
dám af sendiráði; upphafið, virðu-
legt, borgaralegt og tímalaust. Is-
lenskt sendiráð í eigin landi, út-
„Ég er ekki frá því að
Hringurinn, eitt af
glæsilegustu verkum
Friðriks Þórs Frið-
rikssonar hafi verið
snöggtum viðburða-
meiri. Hér er allt
dregið mjög á lang-
inn, frásögnin er
næstum eins og var
einhvern tíma í ár-
daga kvikmyndanna,
áður en menn upp-
götvuðu að hægt
væri að nota klippi-
borðið til að færa at-
burðarásina snöggt
milli staða og fram
og aftur í tíma.“
vörður lands, þjóðar og tungu ef
ekki augna. Það jaðraði við landráð
að gangnrýna það af alvöru. En í
einni deild þessa sendiráðs er rekin
eins konar félagsmálastofnun sem
útdeilir 12 milljónum á ári og lýtur
stjórn nefndar sem kölluð er Li-
stráð. Þegar sagt er „það er komið
að honum/henni“ eða „hann/hún á
þetta skilið“ hljóðar örorkumatið
upp á 70 til 450 þús. og fæst úthlut-
að, ef styrkþegar geta sýnt fram á
áframhaldandi örorku, á 3ja til 4ra
ára fresti. Það er óviðeigandi að
gagnrýna stofnanir sem eru horn-
stólpar þjóðarinnar og sinna auk
þess samfélagsþjónustu og líknar-
starfi meira af mætti en getu, en
það sem þau þó eru að reyna að
gera eiga þau að fá að gera í inn-
virðulegri ró og afskiptaleysi.
Ástæður þess að ckki er hœgt að
gagnrýna sendiráð Listasafn Island
hefur forstöðumaðurinn eða
„sendiherrann“ Bera Nordal
margsinnis tíundað. I fyrsta lagi
vantar Listráð fé í félgsmálastofnun
sína, hefur 12 en þarf minnst 40
milljónir, á meðan geta mörg fatla-
fólin þreyjað bæði Þorrann og Gó-
una. í öðru lagi eru lög sendiráðs-
ins bæði of mikið á sveif með hefð-
inni og því dauða og gamla, auk
þess sem lögin kveða á um að sinna
eigi því sem er lifandi og nýtt. Hér
togast á tvö öfl í sitt hvora áttina
svo málamiðlun hlýst ætíð af. I
þriðja lagi vantar líka heppilegt
húsnæði, helst hrátt, sérstaklega
fýrir „þetta nýja“, og þá vantar líka
meiri peninga til að viðhalda hús-
unum þannig að útséð er með að
sjóður Listráðs geti þá stækkað. Ef
þessar ástæður duga ekki til að
hrinda allri hugsanlegri gagnrýni á
sendiráð Listasafn Island, þá bendir
forstöðumaðurinn einfaldlega á að
í Listráði og Safnráði sitja tveir
myndlistarmenn sem í raun móta
stefnuna eða gætu gert það, ef þeir
nenntu, vildu eða þorðu. Þegar
þetta allt er skoðað verður ljóst að
forstöðumaðurinn og starfsfólk
hans hefur aldrei og kemur senni-
Iega aldrei til með að geta sýnt það
sem raunverulega í þeim býr né
gera það sem þau raunverulega „-
vildu“ gera; og þess vegna er ósann-
gjarnt að gagnrýna þau fýrir getu-
eða viljaleysi.
Hafi einhverjir lesið þessa grein
alla leið hingað er ekki vafi á því að
þeir hugsi: Hvað er maðurinn að
fara, af hverju talar hann ekkert um
verkin á sýningunni? Og svarið er
einfaldlega: það er óviðeigandi og
að hluta til ekki hægt. Til að byrja
með „eiga allir skilið“ að eiga verk á
sýningunni „Ný aðföng 2“ auk þess
sem „komið var að þeim“ og flest-
um oftar en einu sinni. Ég get hins
vegar sagt það sama um verkin
hvert og eitt og þegar þau stóðust
mat Listráðs félgsmálastofnunar
Sendiráðs Listasafn Island: „Það er
eitthvað í þessu" eða þá þetta er
„OK“, en svona er bara Island í dag,
- enda engin merki um að mynd-
listarmenn né aðrir geti hugsað sér
að hlutirnir séu með öðrum hætti
en þeir eru; hvað svo sem menn
kunna að muldra í barm sér.
Það jaðraði við landráð að gefa
sýningunni stjörnur. En það má
ekki bregðast íslenskum myndlistar-
mönnum sem alltaf eru að reyna sitt
besta og fýsir að vita hvaða skoðun
gagnrýnandi Morgunpóstsins hefúr
á verkum þeirra. Eg flokka því sýn-
endurna og verk þeirra á sýningunni
í þrjá flokka eftir gæðum. Einn
flokkurinn fær 4 -5 stjörnur , annar
2-3 stjörnur , þriðji hauskúpu-i
stjörnu. Lesendur og listamenn geta
síðan spáð í hver fellur í hvern flokk,
og ætti það fýrirkomulag að vera í
samræmi við „rósamál“ gagnrýn-
andans svo vitnað sé í ummæli upp-
rennandi myndlistarmanns.
Flokkur ia: Kristján Davíðsson,
Einar Garibaldi, Guðrún Kristjáns-
dóttir, Guðmundur Benediktsson,
Guðjón Ketilsson, Sigurður Árni
Sigurðsson, Brynja Baldursdóttir,
Daði Guðbjörnsson, Brynhildur
Þorgeirsdóttir, Sigurður Örlygsson.
Flokkur íb: Magnús Kjartansson,
Jón Óskar, Þorbjörg Pálsdóttir, Egg-
ert Pétursson, Georg Guðni Hauks-
son, Húbert Nói, Svava Björnsdótt-
ir, Helga Magnúsdóttir.
Flokkur íc: Björg Þorsteinsdóttir,
Erla Þórarinsdóttir, Ráðhildur Inga-
dóttir, Bragi Ásgeirsson, Magðalena
Margrét Kjartansdóttir, Jón Axel
Björnsson, Jóhannes Jóhannesson,
Sigrid Valtingojer, Þorgerður Sig-
urðardóttir, Þórður Hall.l
Fundur á Borginni þar
sem listamenn mærðu
„ veislustjórann “
Á dögunum kom dálítill hópur
myndlistarmanna saman á Hótel
Borg til að mynda með sér bandalag
til að þrýsta á um að menningar-
stefnu Reykjavíkurborgar yrði hald-
ið óbreyttri; enda gátu flestir sem
þarna voru saman komnir sagt
reynslusögur af því hversu feitt þeim
þótti á stykkinu, var og veislustjór-
inn á Kjarvalsstöðum óspart mærð-
ur fyrir örlætið við kjötkatlana.
Myndlist bar aldrei á góma, né hvað
henni, listsköpuninni eða menning-
unni í landinu væri helst til heilla.
Líkast var sem „listamaðurinn" í
listamönnunum hefði að þessu sinni
ekki fengið kallið. En skiljum nú við
þennan fúnd um stund, þar sem
fundarmenn bogra yfir bréfi sínu til
forráðamanna borgarinnar og gæt-
um að því ástandi sem að baki býr,
en mætum aftur á staðinn þegar
kemur að undirskrift bréfsins.
Það er eðlilegt að myndlistarmenn
hafi áhuga á umsvifum opinberra
aðilja í menningarmálum þegar þess
er gætt að nær allt fjármagn sem er í
umferð í myndlistarheiminum er
beint og óbeint á vegum ýmist ríkis-
ins eða borgarinnar, nær allar valda-
og áhrifastöður sem varða myndlist
heyra líka beint undir þessa aðila, og
á seinni árum hafa opinberar mynd-
listarstofnanir íhlutast æ meir um
skipan listamanna í „virðingarstiga“
f