Helgarpósturinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Helgarpósturinn - 13.02.1995, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 13.02.1995, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 9 Nýlega var eigandi myndbanda- leigu á ísafirði dæmdur í 30 daga skilorðsbundið varðhald og rúmlega hundrað þúsund króna sekt fyrir að leigja viðskipta- vinum sínum klámmyndir. En hvað er klám og hvers vegna er bað bannað? ~ 0»sv»KÁHií!m*"n*^ " Mtr SUCK'N SWINQ WmT« íXrl^oRnise is m 4 Hmv t<JRN Oh f*. UA *iut *><<>««« >0 IMI* , . «'ICHT Á að banna fullorðnu fólki að horfa á klám? Nýlega var kveðinn upp dómur í héraðsdómi Vestfjarða á Isafirði yfir Jóhannesi Ragnarssyni, sem rek- ur JR-vídeóleiguna þar í bæ. Var hann fundinn sekur um að hafa átt og leigt út klámmyndir til viðskipta- vina sinna og dæmdur í 30 daga skil- orðsbundið varðhald og 105.000 króna sekt. Auk þess voru 106 myndbönd með „klámfengnum at- riðum að meginefni“ gerð upptæk og honum gert að greiða málskostn- að allan. Þessi myndbönd leigði hann fyrst og ffemst sjómönnum og öðrum fastakúnnum, sem allir voru komnir vel yfir sextán ára aldur. Þetta var í annað sinn sem Jóhannes var dæmdur fyrir sams konar brot, en fyrir nokkrum árum voru ríflega 300 myndbönd úr hans eigu gerð upptæk á sömu forsendum. Hélt Jó- hannes engum vörnum uppi í mál- inu og hyggst ekki áfrýja dómnum. Þessi dómur byggir á 210. grein hegningarlaganna, þar sem meðal annars segir að það, „að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, út- býta eða dreifa á annan hátt út klámritum, Jdámmyndum eða öðr- um slíkum hlutum, eða hafa þá op- inberlega til sýnis...“ varði sektum eða varðhaldi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar það að láta klámrit, ldámmyndir eða annað álíka efhi i liendur unglinga yngri en 18 ára. Hins vegar er enga skilgreiningu að finna á orðinu klám í þessari grein laganna, og enga slíka skil- greiningu er heldur að finna annars staðar í íslenskum lögum. Dómarar verða því sjálfir að ákveða, án nokk- urrar leiðsagnar frá löggjafanum, hvað er klám og hvað ekki. Skoðaði allar spólurnar Dómari í máli Jóhannesar var Jónas Jóhannsson héraðsdómari á ísafirði. Að hans sögn skapaði skorturinn á slcilgreiningu hugtaks- ins honum engan vanda í mati sínu á viðkomandi myndböndum. Að- spurður kvaðst hann hafa skoðað þau öll, en tók það fram að hann væri þakldátur fyrir að hægt væri að hraðspóla í tilfellum sem þessum. Að lokinni þessari skoðun komst Jónas að þeirri niðurstöðu að ótví- rætt væri um klámmyndir að ræða í öllum tilfellunum 106. Hann vildi þó ekki meina að þessi niðurstaða væri alfarið geðþóttaákvörðun hans sjálfs. „Nei, ég get ekki samþyldct að ég hafi ekkert haft til að styðjast við annað en mitt persónulega mat á hvað ldám er og hvað ekki. Þessi úr- skurður byggir á almennu siðgæðis- mati eins og það er hér á landi í dag, auk þess sem ég studdist við dönsk lög um klám og dóminn yfir Stöð 2 frá árinu 1990. Auðvitað legg ég líka ákveðið mat á þetta, en það er langt í frá að lögin séu ónýt þó elcki sé neglt niður hvað klám er nákvæmlega enda verður það líklega aldrei hægt svo vel sé.“ I pistli í Morgunblaðinu komst Davíð Þór Björgvinsson aö þeirri niðurstöðu helstri, að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þandarískra dómstóla, hafi menn þar í landi enn hvorki fundið viðunandi skil- greiningu á hugtakinu klámi né fullgilda ástæðu til að meina fullorðnum mann- eskjum að horfa á flest það efni, sem flokkað hefur verið sem slíkt. Afbrigðilegt og ýkt groddaklám Egill Stephensen vararíkissak- sóknari teiur það heldur ekki til vandræða að ekki skuli vera til skil- greining á þessu hugtaki, enda sé mat á slíku mjög breytilegt ffá ein- um tíma til annars og hljóti fýrst og fremst að miðast við almennt sið- gæðismat á hverjum tíma. „Við verðum að hafa hliðsjón af því sem telst innan velsæmismarka og almennt boðlegt í þjóðfélaginu,“ sagði Egill í samtali við blaðið. „Það er í rauninni ekki hægt að skilgreina þetta, slík skilgreining yrði alltaf ónákvæm þar sem hún yrði alltaf háð þeim tíma sem hún væri gerð á. En það eru auðvitað til slcilgreining- ar á Idámi, líka í lögffæðinni og hafa verið notaðar af ffæðimönnum. Ég held það megi orða það eitthvað á þá leið, að í klámi felist lostug lýsing á kynfærum eða kynferðislegum stell- ingum og aðaláherslan lögð á það lostuga. Þá er það náttúrlega spurn- ing hvað telst lostugt í þessu, og það er þá þessi sérstaka áhersla sem lögð er á nákvæmar lýsingar, og eins ef þær fela í sér eitthvað afbrigðilegt eða ýkt, sem er þá hneykslanlegt samkvæmt hinu almenna siðamati í kynferðismálum." Þessar skýringar Egils breyta þó engu þar um, að þegar upp er staðið er það alltaf persónuleg túlkun dómarans á hugtakinu kiámi sem ræður úrslitum og það sem er klám í augum eins getur verið erótík í hug- um annarra. Sem ku ekki vera bönnuð. Það hlýtur að teljast vafa- samt að telja áherslu á losta af hinu illa þegar kynlífi er lýst á annað borð. Losti er í huga flestra aðalfor- senda og þar með órjúfanlegur hluti eðlilegs kynlífs. Eins hlýtur það að vera umdeilanlegt hvað talist getur ýkt eða of nákvæmt og hugtakið „af- brigðilegt“ er nokkuð sem seint nást sættir um meðal ffæðimanna. „Þetta er alveg rétt svona út af fyr- ir sig, en hins vegar hefúr verið grip- ið til þess ráðs í málum sem þessum, vel fiestum allavega, að hafa með- dómendur,“ sagði Egill. „í flestum tilfellum ríkir hins vegar ekki nokk- ur einasti vafi, þetta er svo rakið groddaklám að það er enginn í vafa um hvað þarna er á ferðinni. Þá er ég að tala um þessar týpísku klám- spólur á vídeóleigunum til dæmis. Ef klám er til á annað borð, þá held ég að allir geti verið sammála um það að þessar spólur falli undir það hugtak. En það eru til nokkrir hæstaréttardómar þar sem reynt hefur á mat á þessu hugtaki. Þá hafa dómarar yfirleitt fengið til liðs við sig listfræðinga, kvikmyndaleik- stjóra, jafnvel presta og heimspek- inga, eins og gerðist í dómnum yfir Jóni Óttari og Stöð 2. Þannig að það er nú reynt yfirleitt að koma í veg fyrir að dómaranum sé þetta algjör- lega í sjálfsvald sett.“ „Ég þekki það þegar ég sé það“ Pistill Davíðs Þórs Björgvins- sonar um tjáningarfrelsi sem birtist í Morgunblaðinu fyrir nokkrum ár- um, ber yfirskriftina „Hvað er idám og hvers vegna á að hefta útbreiðsiu þess?“ 1 pistíi þessum kemst Davíð Þór að þeirri niðurstöðu helstri, að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir bandarískra dómstóla, hafi menn þar í Iandi enn hvorki fundið viðunandi skilgrein- ingu á hugtakinu klámi né fuUgilda ástæðu til að meina fullorðnum manneskjum að horfa á flest það efhi, sem flokkað hefúr verið sem slíkt. Davið tilgreinir eina skilgreiningu á klámi, sem notuð var í réttarhöld- um í Kaliforníu árið 1973. Hún er á þá leið, að með klámi sé eingöngu átt við efni sem feli í sér lýsingu eða sýningu á kynferðislegri hegðun, sem þar að auki er „sett þannig fram, að ljóst sé að markmiðið sé fyrst og ffemst að höfða til kynhvat- ar neytandans og vekja með honum losta án þess að séð verði að það þjóni öðrum bókmenntalegum, list- rænum, pólitískum eða vísindaleg- um tilgangi.“ Þessi skilgreining er sama marki brennd og skýring Egils Stephensen hér að ofan, þau hugtök sem notuð eru til að útskýra klám eru jafn loðin og teygjanleg og það sem þau eiga að útslcýra. Hver er þess búinn að kveða upp úr með það í eitt skipti fýrir öll, hvað þjóni list- rænum tilgangi, svo dæmi sé nefnt? Þar að auki vantar alla röksemda- færslu fyrir því að það sé saknæmt athæfi að höfða til kynhvatar fólks. Það væri líklega illa komið fyrir mannkyninu ef slíkt yrði bannað með lögum. Dómari að nafni Stewart kom hins vegar að kjarna málsins þegar hann skilaði séráliti í máli einu, þar sem hann var ekki á því að um klám væri að ræða, öfugt við meðdóm- endur sína. Við þetta tækifæri sagði Stewart: „Ég ætla ekki í dag að gera frekari tilraun til að skilgreina nánar hvers konar efni það er sem fellur undir hugtakið klám og ef til vil get ég það aldrei á viðunandi hátt, en ég þekki það þegar ég sé það og kvik- myndin sem um er fjallað í þessu máli fellur ekki þar undir.“ „Ég þekki það þegar ég sé það“, þessi setning er lýsandi fyrir af- greiðslu íslenskra dómstóla á klámi jafnt sem bandarískra. Af hverju að banna klám? Burtséð ffá vandkvæðun- um við að ákvarða hvenær kynlífslýsingar hætta að vera erótík og byrja að vera klám, er erfitt að færa rök fýrir því hvers vegna meina skuli full- þroska einstaklingum, sem ffjálst er að stunda sitt kynlíf með nokkurn veginn hverj- um þeim hætti sem þeim hugnast best, að horfa á aðra gera slíkt hið sama. Hugtak- ið „almennt siðgæði“ er jafn óljóst og flest þau önnur, sem hér hafa verið tínd tU, og þvi vafasamt að skáka í því skjólinu. Enda er ekkert sem mælir á móti því að bannað verði að efna til klámfengra sýninga annars staðar en þar sem menn eru sérstaklega saman komir til þess að njóta þeirra. Þá ætti ekki að vera nein hætta á að velsæm- iskennd hins siðrúða meiri- hluta særist. Önnur rök fýrir því að banna dreifingu á klámi eru þau, að klám auki ofbeldishneigð, brengli hug- myndir fólks um heilbrigt kynlíf og ali á óeðli. Eins og Davíð bendir á í pistli sínum hafa þessi rök engar áreiðan- legar rannsóknir á bak við sig sem rennt geta undir þau einhverjum stoðum. Eru reyndar flestir sem til þekkja á því að þessu sé alls eklci þannig farið nema í einstaka undantekningatilfellum. Klám er leyft víðs vegar í Evrópu og víða í Bandaríkj- unum líka. Þess er hins vegar gætt að börn og unglingar hafi ekki greiðan aðgang að klámi og víðast hvar er bannað að auglýsa eða sýna klámfengið efni á opinber- um vettvangi. En það er ekk- ert sem kemur í veg fýrir að þeir sem hafa aldur til og áhuga geti nálgast klám ef þeim sýnist svo, án þess að þurfa að pukrast með það. Því það er líka hægt að nálg- ast klám hér á landi, þótt ekki fari það ýkja hátt. Þrátt fýrir bannið og dóma á borð við þann, sem kveðinn var upp á ísafirði, eru þær ófáar myndbandaleigurnar, þar sem fastakúnnar geta fengið „eina bláa“ með sér heim svo lítið beri á. Sums staðar þurfa menn ekki einu sinni að vera fastakúnnar. Blaðamaður MORGUNPÓSTSINS valdi tíu myndbandaleigur á höfúð- borgarsvæðinu sem hann hafði sjaldan eða aldrei komið á áður og reyndi að fá leigðar klámmyndir á borð við þær, sem Jóhannes Ragn- arsson var dæmdur fýrir að leigja sínum viðslciptavinum. Á fimm af þessum tíu leigum var honum tjáð að slíkar myndir væri ekki hægt að fá á þessum stað. Á einni var hann beðinn að koma aftur seinna, þegar „Dómarar hafa yfirleitt fengiö til liðs við sig listfræðinga, kvikmyndaleikstjóra, jafnvel presta og heimspekinga, eins og gerðist i dómnum yfir Jóni Ótfari Ragnarssyni og Stöð 2. Þannig aö þaö er nú reynt yfirleitt að koma í veg fyrir að dómaranum sé þetta algjörlega í sjálfsvald sett,“ segir Egill Stephensen vararíkissaksóknari. eigandinn væri við og á annarri tjáð að þetta væri hægt, þær væru bara allar í útleigu. Á þremur af tíu leig- um var ekkert sjálfsagðara. -æöj Ódýru kuldagallamir komnir aftur Arctic kuldagallarnir fást í tveimur litum; dökkbláu og grænu. Gallarnir eru fáanlegir meö dömusniði. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. Verslun athafnamannsins frá 1916 ■1 “TL x ■ I . 1 ■/ * \ [ \ k Grandagarði 2, Reykjavík, sími 28855, grænt númer 800-6288.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað: 13. tölublað - Morgunpósturinn (13.02.1995)
https://timarit.is/issue/233909

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

13. tölublað - Morgunpósturinn (13.02.1995)

Aðgerðir: