Helgarpósturinn - 13.02.1995, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 13.02.1995, Blaðsíða 4
4 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 Alþýðubandalagiö óskar eftir umræöum um kaup íslenska út- varpsfélagsins í DV Ekki spum- ing um pól- rta'sk völd segirJón Ólafsson. „Við erum fyrst og fremst að hugsa um viðskipti, þetta er ekki spurning um pólitísk völd eins og Svavar lætur liggja að. Þetta er mjög góður leikur til að styrkja framtíðar- möguleika fyrirtækjanna. Við verð- um að horfa á að það er ný tækni að koma fram og við erum að fara inn í mikla tölvuöld. Þetta er liður í að bregðast við því. Ef við gerum það ekki sitjum við bara eftir, svo einfalt er það,“ segir Jón Ólafsson, stór hluthafi í Islenska útvarpsfélaginu hf. og nýr stjórnarmaður í Frjálsri fjöl- miðlun hf., útgáfufélagi DV eftir að fýrrnefnda félagið keypti 35 prósenta hlut í því síðarnefnda. Tilefni þessara orða Jóns er ósk Alþýðubandalagsins um utandagskrárumræðu á Alþingi um þessi kaup en Alþýðubandalags- menn telja að með þeim hafi Islenska útvarpsfélagið og Frjáls fjölmiðlun náð stöðu á íslenskum íjölmiðla- markaði sem jafnvel geti reynst lýð- ræðinu hættulegt. „Okkur þykir augljóst að það sé ískyggileg valdasamþjöppun fram- undan á íslenskum fjölmiðlamark- aði. Þetta er nú atriði sem menn hafa beinlínis tekið á til dæmis í Banda- ríkjunum með löggjöf, en þar er ekki heimilað að ljósvakamiðlar eigi í blöðum eða öfúgt í stórum stíl. Hérna ætla menn að flétta þetta sam- an og það er nokkuð áhyggjuefni. Hérna verður um að ræða risa á fjöl- miðlamarkaðnum sem gerir Morg- unblaðið eiginlega minnst, þá tel ég ekki Alþýðublaðið með,“ segir Svav- ar Gestsson, þingmaður Alþýðu- bandalagsins. Og Svavari finnst vera heldur mikil hægri slagsíða á um- ræddum félögum. „Það er bersýnilegt að Sjálfstæðis- flokkurinn er með þessa miðla. Þetta eru stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins, félagsmenn eða jafnvel forystumenn floklcsins sem standa að þessum ákvörðunum, til viðbótar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur vita- skuld á Morgunblaðið. Þetta er dálít- ið ískyggilegt.“ Það kann hins vegar að vera að það sé ekki alls kostar rétt hjá Svavari að það hafi eingöngu verið sjálf- stæðimenn sem stóðu að umrædd- um kaupum því MORGUNPÓSTUR- INN hefur heimildir fyrir því að Jón Ólafsson hafi verið umfangsmikill styrktaraðili Nýs vettvangs á sínum tíma og R-listans í borgarstjórnar- kosningunum í vor. Aðspurður um þetta svarar Jón: „Ég kýs að láta allt ósagt um mínar pólitísku gjörðir. Ég vil meina að ég sé ósköp hlutlaus maður.“ -jk Svavar Gestsson „Það er bersýni- legt að Sjálfstæðisflokkurinn er með þessa miðla.“ Sigrún Gísladóttir og Aðalsteinn Jónsson á heimili föður Aðalsteins í gær. Það var í fyrsta skipti sem þau fá að vera eftirlitslaus með börn sín eftir að þau voru vistuð af barnaverndaryfirvöldum 5. janúar síðastliðinn. Sigrún Gísladóttir og Aðalsteinn Jónsson voru á flótta með börn sín undan barnaverndar- yfirvöldum í tvær vikur í kringum ára- mótin. Yfirvöld höfðu loks hendur í hári barnanna 5. janúar og for- eldrarnir hafa ekki fengið þau aftur „Eins hægl að svipta mann lrfi“ segir faðir bamanna. „Þetta er alveg hrikalega erfitt. ar: Það er okkur þvert um geð að kvelja börnin með því að skilja við þau þegar kvölda tekur,“ segir Að- alsteinn Jónsson. Börn hans og Sigrúnar Gísladóttur, sem eru 3 mánaða og rúmlega árs gamalt, eru enn í umsjón barnaverndaryf- irvalda en mál þeirra vakti mikla athygli í kringum síðustu áramót þegar umfangsmikil lögregluleit var gerð að börnunum. Aðalsteinn nam á brott yngra barn sitt og Sig- rúnar 23. desember síðastliðinn af barnaspítala Hringsins en foreldr- höfðu tímabundið verið sviptir forræði þess og óttuðust að forræðissviptingin yrði til fram- búðar. Sigrún fór huldu höfði með börnin í tvær vikur en eftir að lög- reglan komst á snoðir um dvalar- stað eldra barnsins skilaði hún yngra barninu á Landspítalann að- faranótt 5. janúar. Aðalsteinn segir að málið sé nú í nokkurs konar kyrrstöðu en hon- um hefur ekki verið birt ákæra fyr- ir að, taka barnið í óþökk barna- verndaryfirvalda. Komi það til segist hann sjálfur muna ákæra barnaverndaryfirvöld fyrir fram- göngu þeirra í málinu. Börnin er unú vistuð á vistheimili barna- verndar við Hraunberg í Breið- holti og heimsækja Aðalsteinn og Sigrún þau daglega. „Börnin hafa það eins og best getur orðið án foreldra og við er- um hjá þeim um 4 til 5 tíma á dag,“ segir Aðalsteinn. „Þetta ástand gæti varað í 4 til 6 vikur í viðbót en ég býst fastlega við að við fáum börnin þá aftur.“ Samvinna barnaverndaryfir- valda og foreldranna hefur verið mun betri eftir að málið komst í hámæli í fjölmiðlum en mikils vantrausts gætti áður þeirra á milli. „Ég held að þeir hafi hugsað sinn gang og það hafa ekki verið neinar erjur okkar á milli eftir ára- mót. Ég sagði strax í upphafi að ég vildi samvinnu í stað þess að þurfa að sitja og standa eftir skipunum barnaverndaryfirvalda," segir Að- alsteinn. „Það er alveg eins hægt að svipta mann lífi eins og að taka af manni börnin. Ég held að það sé miklu skynsamlegra að skjóta menn og taka síðan börnin í stað þess að stía börnum og foreldrum þeirra í sundur.“ Aðalsteinn segir að börn hans og Sigrúnar spjari sig vel en hann hefur farið reglulega með þau í læknisskoðanir eftir að þau voru vistuð á Hraunbergi. I gær fengu Aðalsteinn og Sigrún í fyrsta skipti að fara eftirlitslaust út með börnin og fóru þau með börnin í afmæli tií afa þeirra. -lae Kennaradeilurnar í hnút Iflair á verkfalli Rúgbrauðsgerðin í gær þar sem viðræður kennara og ríkisvaldsins fara fram. Margir kennarar eru farnir að sjá fyrir sér langt verkfall. Auknar Líkurnar á að kennaraverkfall skelli á næstkomandi föstudag auk- ast nú dag frá degi eftir að Hið ís- lenska kennarafélag og Kennara- samband íslands höfnuðu tilboði samninganefiidar ríkisins á laugar- dag. Hljóðaði tilboðið upp á 500 milljóna heildarlaunahækkun til kennara, eða sem samsvarar 7 pró- senta hækkun á heildarlaunakostn- aði til skólakerfisins. I staðinn vildi samninganefndin að kennarafélögin opnuðu vinnutímaákvæði kjara- samninga sinna með ýmsum hætti. Þar á meðal fór nefndin fram á að kennsludögum yrðu fjölgað og breytingar yrðu gerðar á útlagningu vinnutíma þannig að auðveldara yrði að koma við lagabreytingum ef af yrði. Kennarar voru hins vegar ekki til viðræðu um þessi mál þar sem þeir segja ríkisvaldið vilja kaupa aukna vinnu afar lágu verði: Nánar tiltekið vildi ríkisvaldið með þessu tilboði sínu kaupa 12 aukakennsludaga af kennurum á ári. Því væri þetta í raun engin launahækkun, en eins og komið hefur fram fara kennarafé- lögin fram á grunnkaupshækkun. Samkvæmt tilboðinu var fyrir- hugað að breytingarnar tækju tvö og hálft ár. Segja talsmenn HÍK og Kl að engan hvata um samnings- tíma fýrir kennara hafi verið að finna í tilboðinu og vildu ganga svo langt að kalla þennan „pappír“ sem samninganefndin lagði fram ekki tilboð um kjarasamning við kenn- arafélögin heldur eingöngu hug- myndir ríkisvaldsins um á hvaða verði þeir vilji kaupa vinnu af kenn- urum. í raun væri sá þáttur aðeins lítill partur af umræðunni, jafn- framt sem forystumenn kennarafé- laganna hefðu ekkert umboð tii að ræða m álin úr samhengi við leið- réttingu á grunnlaunum. Að mati Elnu Katrínar Jónsdóttur, for- manns HÍK, ríkir lítill skilningur af hálfu samninganefndar ríkisins á þörfum kennara og skólanna yfir- leitt. „Þetta eru bara sömu útúr- snúningarnir og venjulega,“ segir hún (sjá nánar viðtal við hana í Ná- vígi). Eins og komið hefúr fram dugir verkfallssjóður Kennarasambands Islands til að greiða kennurum inn- an sambandsins laun í um það bil tvo og hálfan mánuð. Af viðtölum MORGUNPÓSTSINS við nokkra kennara að dæma búast þeir flestir við, eftir nýjasta tilboð ríkisvaldsins, að muni ganga langt á verkfallssjóð- inn og gott betur. Þeir eru í senn svartsýnir og móðgaðir yfir tilboði ríkisvaldsins. Komi til verkfalls á föstudag munu 4778 félagar í Kl og HlK leggja niður vinnu og 57 þúsund nemendur sitja eftir aðgerðalausir. Fundur hófst á milli ríkis og kennara strax í morgun. -GK

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.