Helgarpósturinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Helgarpósturinn - 13.02.1995, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 13.02.1995, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN SPORT 27 NBA-pistill Montnasti maður í heimi Hefur sofið hjá 20.000konum og er sterkari en Amold Schwarzenegger! Maður nokkur er nefndur Wil- ton Norman Chamberlain og er hann einn besti körfuknattleiks- maður allra tíma. Flestir eru sam- mála því. En það er ekki allt, Wilt er líka frábær elskhugi, einn besti blakmaður heims, hann hefði getað sigrað Muhammed Ali í hnefaleik- um, hann hefði orðið besti tug- þrautamaður heims og þar að auki er hann heimspekingur af Guðs náð. Wilt þessi er merkur rithöfundur og skrifaði þjóðfélagslega háðdeilu með sjálfsævisögulegu ívafi og góð- um slatta af hetjusögum. Bókin nefnist því viðeigandi nafni „A View from Above“, sem útlagst get- ur á íslensku: „Heimssýn að ofan.“ I byrjun útskýrir Wilt það að hann hefur vanist því að vera frábær í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur, hvort sem það er körfu- bolti, blak eða ástarleikir. Þess ber að geta að staðhæfingar hans eru settar fram af fúlustu alvöru og ber alls ekki að skilja sem grín. Snilling- urinn ræðir um það í bókinni hvernig hann hefur komist yfír ótrúlega mergð af kvenfólki og vek- ur strax athygli á því að þessi hópur kvenna inniheldur ekkert nema úr- valsdömur. Hann segir að ef hinn meðalmaður fengi stefnumót með einhverri af þessum 20.000 konum myndi hann umsvifalaust falla nið- ur á hné og biðja um hönd hennar. En Wilt, sem aldrei hefúr verið gift- ur eða átt í lengra sambandi en einnar nætur, lætur sér ekki detta það í hug. Þó heldur hann því statt og stöðugt fram að það sé ekkert kappsmál hjá honum að komast yf- ir sem flest kvenfólk! Einnig heldur hann því fram að betra sé að njóta ásta þúsund sinnum með sömu konunni en að njóta ásta með þús- und mismunandi konum. Höfúnd- ur greinarinnar á þó erfitt með að skilja hvernig hann hefur komist hjá því að gera nokkra konu ólétta, því hann veit með vissu að hann hefur enga barnað. Sá grunur læð- ist að manni að litlu landgöngulið- arnir hans sé ekki eins sprækir og ætla mætti. En vindum okkur nú aðeins að líkamlegum styrk Wilts sem er um- talsverður. WÚt heldur því fram að þegar hann lyfti með félaga sínum Arnold Schwarzenegger þá hafi vöðvatröllið Arnold verið agndofa yfir því hve mörgum lóðum Wilt hlóð á stangirnar. Arnold þorði ekki einu sinni að reyna við þær þyngdir sem Wilt lyfti auðveldlega 20-30 sinnum. Annars vill Wilt ekki vera að nefna of margar tölur varðandi lóðalyftingar sínar en þó getur hann þess að hann hafi lyft 240 kg í bekkpressu, sem er nú ekki slæmt fyrir 215 sm mann með langa handleggi. Eitt sinn stóð til að mynda þá félaga, Arnold og Wilt, fyrir People í tengslum við tökur myndarinnar Conan, the Barbari- an. Þá kom babb í bátinn því myndirnar sýndu vel að upphand- leggsvöðvar Wilts voru mun stærri en sterakubbsins, Arnolds, og var myndin því aldrei birt. Einu ári eyddi Wilt í Evrópu þar sem hann kom innfæddum á óvart með ótrúlegum kúnstum. Hann lék sér að því á götum úti að hoppa upp í trjágreinar og furðu lostnir hvítingjarnir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Svarti risinn stökk svo hátt að annað eins hafði ekki áður sést í heimsálfunni. Enda staðhæfir Chamberlain að stökkkraftur hans sé næstum 140 sm (stökkkraftur Michael Jordan mælist u.þ.b. 125 sm og þykir gott). Einnig lék þessi fílefldi körfuboltasláni sér oftsinnis að því að færa fólksbíla upp á gang- stéttir. Þetta gerði hann með því að taka fyrst undir bílinn að aftan og lyfta honum þaðan upp á gang- stéttina og sami leikurinn var leik- inn á hinum enda bílsins. Áhorf- endum til mikillar furðu og aðdá- unar. Chamberlain gerði sér á tímabili þær grillur að hann gæti sigrað Mu- hammed Ali í hnefaleikum. Til stóð að koma á bardaga á milli þeirra en fégræðgi Chamberlains varð til þess að svo varð ekki. Wilt er sannfærð- ur um að hann hefði haft vinning- inn en Ali er ekki svo sannfærður. Við Kareem Abdul-Jabbar sagði hann: „Wilt kann ekki að tala, hann er Ijótur og hann getur ekki hreyft sig.“ Blak varð ein helsta ástríða Chamberlains eftir að ferli hans í körfuknattleiknum lauk. Hann stundaði svokallaðan strandarbolta og þótti bara býsna seigur. Reyndar fannst honum sjálfum að hann væri bestur í heimi og þarf það kannski ekki að koma svo mjög á óvart. Hann telur sig eiga drjúgan þátt í uppgangi blaks í Bandaríkj- unum á 9. áratugnum og segir að það sé að miklu leyti sér að þakka að Bandaríkjamenn hafa náð af- bragðsárangri í íþróttinni á al- þjóðavettvangi. Að lokum verður hér vikið að heimspeki Wilts Chamberlain, svo- kölluðum Wiltisma. Sjálfur telur Wilt að eftir um þúsund ár verði Wiltismi kominn á sama stall og speki Konfúsíusar. Hér eru nokk- ur dæmi um hina stórfenglegu speki Wiltismans á frummálinu, vonandi hjálpar þetta einhverjum til að skilja alheiminn betur. ★ If you only appreciate the old- fashioned things and ways, the only time you will appreciate anything from today will be tomorrow. ★ Does wisdom come with age or does age come from the lack of wis- dom? Example: If you are not smart enough to take care of your body you can get old fast. ★ Of all our faculties the most important one is our ability to im- agine. Can you imagine how it wo- uld be not to be able to imagine? ★ Many people say we are what we eat. But I believe we are shaped by who we meet. ★ Nike: „Just do it.“ Wilt: „I didn’t know you needed sneakers to do it.“ Þar hafið þið það. Fullkomnasti maður mannkynssögunnar, besti íþróttamaður allra tíma, einn fremsti leikari fýrr og síðar og besti elskhugi í heimi, Wilt Chamberla- in, er ekki aðeins stór, sterkur, fjall- myndarlegur, liðugur, gáfaður, sanngjarn, kynæsandi og þróttmik- ill heldur er hann líka skáld og heimspekingur.B Heimsmeistaramóti yngri knattspyrnumanna frestað Um heilsu oaöryggi leikmanna Alþjóða knattpsyrnusambandið, FIFA, hefúr ákveðið að ffesta heims- meistarakeppni knattspyrnumanna, 20 ára og yngri, af heilbrigðisástæð- um. Mótið átti að halda í Nígeríu í næsta mánuði, en vegna heiftarlegra smitsjúkdóma, sem þar geisa, var ákvörðunin tekin. Einnig er talið að forráðamenn FIFA hafi talið að að- stæður í Nígeríu væru enn ekki boð- legar í alþjóðlegri keppni, einn völl- urinn sé eins og sandkassi og á öðr- um séu aðeins tveir símar til afnota fyrir fjölmiðlamenn. Yfirvöld knattspyrnumála í Níg- eríu lýstu yfir miklum vonbrigðum með ákvörðunina og sögðu hana koma allt of seint, þegar aðeins tæp- ur mánuður sé til keppni. ■ Evrópukeppni landsliða árið 2000 Ákvörðun tekin í næsta mánuði Forráðamenn knattspyrnusam- bands Evrópu, EUFA, tilkynna þann 31. mars næstkomandi hvaða land mun halda Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu um aldamótin. Mestar líkur eru á að sameiginlegu tilboði Hollendinga og Belga verði tekið og eru þarlend stjórnvöld sögð pressa mikið á EUFA um að sú verði niður- staðan. Ekki hefur áður verið leyfi- legt fyrir lönd að sækja sameiginlega um keppni sem þessa, en með þeirri ákvörðun EUFA að fjölga þátttöku- þjóðum í sextán úr tólf kom þessi möguleiki til. Englendingar halda þessa keppni á næsta ári og verður það þá í fyrsta sinn sem sextán þjóð- ir leiða saman hesta sína.H Þýska landsliðið í knattspyrnu Klinsmann er reiðubúinn Þjóðverjinn Júrgen Klinsmann er reiðubúinn til að taka við fyrir- liðastöðunni af félaga sínum Lot- hari Matthaus, ef marka má fréttir þýskra fjölmiðla um helgina. Mattháus er meiddur og verður ffá keppni í nokkurn tíma. Berti Vogts, landsliðsþjálfari Þjóðverja, mun ekki tilkynna um nýja fyrirlið- ann fyrr en rétt fyrir leik liðsins gegn Spánverjum í lok mánaðarins. Eini maðurinn sem talinn er geta keppt við Klinsmann um heiðurinn er Júrgen Kohler. Hann er leikmaður ítalska liðsins Juventus og hefur leik- ið þremur landsleikjum meira en Klinsmann, sem leikur í Englandi með Tottenham. Það er þó ekki talið nægja, því ffamkoma Klinsmann á knattspyrnuvellinum hefur alltaf verið til fyrirmyndar og svo spilla miklar vinsældir hans ekki fyrir.B Misræmi á milli íþróttagreina Það er engu líkt að skora I landsleik og það getur Spánverjinn Luis Enrique klárlega verið til vitnis um. Flest allir íþróttamenn hafa lent í því að hlaupa kapp í kinn í miðjum átökum; sagt eitthvað, sem betur hefði mátt sleppa eða stjakað aðeins við keppinautinum. Líkamleg átök eru hluti af íþróttum og sömuleiðis keppnisskap. En þegar íþrótta- menn eru farnir að ráðast á áhorf- endur er eitthvað rnikið að. Tvö ný- leg dæmi sanna það að áhorfendur mega búast við því versta þegar þeir skella sér á völlinn. I öðru tilvikinu átti fótboltamaður hlut að máli en í hinu körfuboltamaður. I leik Manchester United og Crystal Palace í ensku deildar- keppninni á dögunum gerði Eric Cantona, framherji Manchester, sig sekan um að ganga í skrokk á áhorfanda. Honum hafði verið vís- að útaf fyrir fautalegt brot og á leið- inni af vellinum réðst hann skyndi- lega á aðdáanda Crystal Palace, Matthew Simmons, sló og spark- aði í andlit hans. Nokkrum dögum síðar gerðist sams konar atvik í bandarísku NBA-deildinni þegar Houston Rockets og Portland Trail Blazers áttust við í miklum slags- málaleik. Vernon Maxwell, skot- bakvörður Houston Rockets, réðst á Steve George, aðdáanda Portland, kýldi hann og hélt um háls hans. Maxwell, eða „Mad Max“ eins og hann er oft kallaður, þurfti að hlaupa upp í 12. sætaröð til að ná til George og kýla hann. I báðum tilvikum létu áhorfend- urnir ókvæðisorð falla að íþrótta- mönnunum og ef lýsingar Cantona og Maxwell eru réttar þá voru þeir ekkert að spara bannorðin. Fúk- yrðaflaumur áhorfenda er sívax- andi vandamál í atvinnumanna- íþróttum bæði austan- og vestan- hafs. En það réttlætir ekki gjörðir þessara tveggja leikmanna enda fengu þeir þunga dóma en mis- jafna. Cantona var dæmdur af félagi sínu í leikbann út tímabilið, en þar með er ekki sagt að máli þessu sé lokið, því Alþjóða knattspyrnusam- bandið á eftir að tilkynna dóm sinn. Auk þess missti hann fýrirliðastöðu sína hjá franska landsliðinu. Max- well var dæmdur í tíu leikja keppn- isbann og 1400 þúsund króna sekt sem er hæsta sekt sem einstaklingur hefur fengið í sögu NBA. Aðeins einu sinni áður hefur leikmaður í NBA fengið lengra leikbann en það var árið 1977 þegar Kermit Wash- ington, leikmaður L.A. Lakers var dæmdur í leikbann út keppnistíma- bilið fýrir að drepa næstum Rudy Tomjanovich, leikmann Houston Rockets. Ef þessar refsingar eru bornar saman er alveg auðsjáanlegt að refs- ing Cantona er mun þyngri. Breska pressan heimtaði að Canton yrði „hengdur" sem og var gert. Dóm- urinn yfir Maxwell er aftur á móti er hlægilega vægur með tilliti til þess sem hann gerði. NBA hefur reynt með öllum mögulegum ráð- um að draga úr ofbeldi leikmanna með háum fjársektum og leikbönn- um. Þess vegna kemur þessi ákvörðun yfirmanna NBA eins og köld vatnsgusa framan í íþróttaað- dáendur, leikmenn og fleiri sem vilja fegurð á kostnað fantaskaps. -eþa

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað: 13. tölublað - Morgunpósturinn (13.02.1995)
https://timarit.is/issue/233909

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

13. tölublað - Morgunpósturinn (13.02.1995)

Aðgerðir: