Helgarpósturinn - 13.02.1995, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
11
Guðrún Helgadóttir þingmaður segist óttast að
skattsvik tíðkist í hrossaviðskiptum
Hrossabændur ekki umfangs-
meiri skattsvikarar en aðrir
segir Bergur Pálsson,
„Það er ljóst að það er gífurlegur
þrýstingur erlendis frá að verðið á
hrossunum sé ekki hátt, einfaldlega
vegna þess að tollarnir eru svo háir
inn í Evrópulöndin,“ segir Bergur
Pálsson, formaður Félags hrossa-
bænda. 1 svari Friðriks Sophus-
sonar fjármálaráðherra við íyrir-
spurn Guðrúnar Helgadóttur um
skattgreiðslur af útflutningi hrossa
kom í ljós að á tímabilinu
1990-1994 lækkaði söluverðmæti
hvers útflutts hross um 30 prósent á
sama tíma og hrossaútflutningur
Islendinga jókst um 62 prósent. Á
umræddu tímabili fór fjöldi út-
fluttra hrossa úr 1.667 í um það bil
2.700 hross en útflutningsverðmæti
þeirra fór á sama tíma úr 153 millj-
ónum í 205 milljónir. Þegar þessar
tölur eru framreiknaðar sést að
meðalsöluverð hvers hests hefur
lækkað úr um það bil 109.000
krónum í um það bil 77.000 krón-
ur. Þetta finnst Guðrúnu skjóta
skökku við þar sem hún telur með-
alsöluverð hrossa vera mun hærra,
eða um það bil 200.000 krónur.
„Það fer ekki fram hjá neinum að
formaður Félags hrossabænda.
útflutningur hrossa er vaxandi at-
vinnugrein. Ég óttast að eitthvað af
þeim tekjum sem þar myndast
komi nú ekki fram á skattframtöl-
um. Ég skal nú ekkert fullyrða um
þetta, en þess vegna lagði ég ffam
fyrirspurnina. Þessar tölur sem
komu fram í svari fjármálaráðherra
eiga sér að mínu mati engan stað og
skattrannsóknarstjóri hefur nú tek-
ið málið upp,“ segir Guðrún.
Bergur Pálsson vill hins vegar
ekki kannast við að hrossabændur
séu umfangsmeiri skattsvikarar en
aðrar stéttir.
„Það er alls ekki verið að svíkja
meira undan skatti í þessari grein
en víða annars staðar," segir Bergur
og bendir á að verð til bænda fyrir
hross hafi farið lækkandi eins og
fyrir aðrar landbúnaðarafurðir.
Samkvæmt heimildum MORG-
UNPÓSTSINS hafa sumir hrossa-
bændur, í samráði við erlenda
kaupendur, farið þá leið að kljúfa
raunverulegt söluverð hests upp í
tvo þætti: annars vegar fær bónd-
inn ákveðna krónutölu fyrir skepn-
una og hins vegar svokallað þjón-
Guðrún Helgadóttir „Það fer
ekki fram hjá neinum að útflutn-
ingur hrossa er vaxandi atvinnu-
grein. Ég óttast að eitthvað af
þeim tekjum sem þar myndast
komi nú ekki fram á skattframtöl-
um.“
ustugjald. Ef raunverulegt kaup-
verð er til dæmis 140.000 krónur
fara tveir reikningar með hestinum:
annar að upphæð 70.000 krónur
fyrir hestinn en hinn upp á sömu
upphæð fyrir tamningu og
geymslukostnað í einhverja mán-
uði. Með þessu vinnst að kaupand-
inn þarf aðeins að borga toll og
virðisaukaskatt af helmingnum af
raunverulegu kaupverði. Hátt í
helmingur allra útfluttra hrossa.fer
til Þýskalands en þar er tollur og
virðisaukaskattur samtals 43 pró-
sent svo um töluvert mikla peninga
er að tefla. Þess má geta að flutn-
ings- og dýralækniskostnaður er
um það bil 70.000 krónur að með-
altali á hvern hest og kaupendurnir
þurfa einnig að greiða innflutn-
ingsgjöld af þeirri upphæð.
Bergur kannast við að hafa heyrt
um að bændur hafi þennan hátt á
en ítrekar að einkennilegum tolla-
lögum sé um að kenna og að við Is-
lendingar getum okkur sjálfum um
kennt.
„Það hefur valdið okkur óskap-
legum vonbrigðum að í EES-samn-
ingum gleymdist alveg að taka tillit
til hrossaútflutnings. Menn höfðu
greinilega meiri áhuga á að flytja
blóm og grænmeti tollfrjálst inn frá
Suður-Evrópu en að flytja íslenska
hestinn til Evrópu án tolla.“
-jk
Akureyri
Þjófar með
fíkniefni í
fórum sínum
Lögreglan á Akureyri hafði
hendur í hári fjögurra frianria sem
voru að brjótast inn í bíla í Glerár-
hverfi aðfaranótt sunnudagsins.
Við leit í bíl þeirra fundust fíkniefni
og voru mennirnir fluttir í fanga-
geymslur. Þeir voru yfirheyrðir í
gær en ekki er ljóst hvort málið sé
upplýst að fullu. ■
Reykjavfk
Átján grun-
aðir um ölv-
un við akstur
Nokkuð var um að ökumenn
væru teknir grunaðir um ölvun við
akstur á höfuðborgarsvæðinu um
helgina. Lögreglan í Reykjavík tók 8
stúta undir stýri og Bakkus var með
í ferðum hjá 7 ökumönnum sem
lögreglan í Kópavogi hafði afskipti
af. í Hafnarfirði voru 3 ökumenn
sendir í blóðprufu en umferð ölv-
aðra sem allsgáðra ökumanna gekk
annars stórslysalaust fýrir sig um
helgina. ■
{i j
Reykjavík
Vatn flæddi á milli hæða
Slökkviliðið var kvatt að Bjamaborg að Hverfis-
götu 83 rétt upp úr miðnætti í fyrrinótt. Bjarna-
borg er gamalt timburhús með nokkrum nýupp-
gerðum íbúðum sem eru í útleigu hjá Iðnema-
sambandi íslands. Leki hafði komist að vatns-
lögn í íbúð á þriðju hæð hússins en húsráðandi
var að heiman. Mikið vatn fossaði úr lögninni og
lak niður á íbúðir á fyrstu og annarri hæð húss-
ins. Slökkviliðinu tókst að koma í veg fyrir lek-
ann en ekki er búið að meta skemmdir. ■
Loðnuveiðin aö glæðast
Ekkl hægt að
la til um hvort
loðnan sé komin
Að sögn Sveins Sveinbjömssonar fiskifræðings.
„Það er leiðindaveður núna
hérna á slóðinni en það eru ein-
hver skip að koma svo það kemur
ekki í ljós fyrr en seinna hvernig
veiðist," segir Sveinn Svein-
björnsson fiskifræðingur á Árna
Friðrikssyni RE 100 sem fann í gær
stóra loðnugöngu á svokölluðu
Rauða torgi, 40 sjómílur austur af
Hvalbaki.
Sveinn segir að hrognainnihald
loðnunnar hafi verið um það bil 13
prósent en til þess að loðnan teljist
hæf til frystingar verður hrogna-
innihaldið að vera að minnsta
kosti 15 prósent.
Árni Friðriksson hyggst halda
loðnuleit áfram en Bjarni Sæ-
mundsson er á svipuðum slóðum í
sömu erindagjörðum.
„Við leitum hérna lengra vestur
með landinu, yfir á Papa- og
Stokknesgrunni og líka með suð-
austurlandinu til að athuga hvort
eitthvað hafi síast framhjá okkur
þarna vestur eftir,“ segir Sveinn en
kollegar hans á Bjarna Sæmunds-
syni hyggjast kanna svæðið í kring-
Árni Friðriksson fann væna loðnugöngu á Rauða torginu í gær.
um Rauða torgið nánar.
Að sögn Sveins voru 6-7 vindstig
og töluverð kvika á þessum mið-
um, og skilyrði til veiða frekar
slæm.
Aðspurður um hvort loðnan sé
nú loks komin segist Sveinn engu
vilja spá um framhald á loðnuveið-
inni, sem hefur farið afskaplega
dræmt af stað.
„Það er ekki hægt að draga nein-
ar sérstakar ályktanir út frá þessu
einu, nema þá kannski að loðnan
fari að verða veiðanleg.“ jk
Og í dmumi
sérhvers mannsl
Stuttmynd Ingu Lísu Middleton
var bráðskemmtileg; í senn smellin,
vel gerð og leikurinn ísmeygilegur,
svona hæfilega ýktur. Hún féll því
vel að mínu geði því ég hef mjög
gaman af örlítið klikkuðum húm-
or.
Myndin hans Frikka er hvað
varðar uppbyggingu augljóslega
skyld því sem hann var að gera í
Börnum náttúrunnar. Það sem sit-
ur eftir meira en áður er húmorinn
í þeim atriðum sem fjalla um ís-
land. Það er alltaf gaman af sjónar-
hornum útlendinganna. Sá hluti
myndarinnar var mjög skemmti-
legur. Ennfremur eru í henni senur
sem eru með því glæsilegasta sem
maður hefur séð í íslenskri kvik-
mynd. Þær senur koma fyrir eftir
skilin sem verða þegar bandaríska
parið er úr myndinni, en þrátt fyrir
glæsilegar senur missir myndin
tempó í seinni hlutanum. Það sem
helst mætti setja út á verkið er að
kannski er handritið ekki alveg
nógu heilsteypt. Á köldum klaka
lyítir hins vegar Friðriki Þór aftur
upp því allt þetta tæknilega er frá-
bært. Að mínu mati kemur hún
næst á eftir Börnum náttúrunnar
að gæðum, en ég var til dæmis ekki
mjög áriægður með Bíódaga. Jafn-
vel þó að hún hafi verið hans per-
sónulegasta mynd fannst mér hún í
einhverjum skilningi ekki ná að
höfða til manns.“
Anna Óiafsdóttir
Björnsson
þingmaður
„Fyrri myndin, I draumi sérhvers
manns, fannst mér ganga mjög
skemmtilegá upp. Hún skilur býsna
mikið eftir sig, sérstaklega mynd-
rænt séð; þessi grámi sem var dreg-
inn upp og svo þessi tvískinnungur
gagnvart gamalli þjóðtrú. Þessar
andstæður gengu mjög vel upp.
Friðrik Þór kemur hins vegar
alltaf á óvart. I þessari mynd einnig.
Mér finnst hún ævintýralega falleg,
að því leyti að þetta er sú mynd sem
hefur gripið mig mest sem Islend-
f ing. Húmorinn í henni gengur
rnjög vel í bland við dulúðina og
þetta fallega landslag. Niðurstaðan
er sú að Á köldum klaka er með
betri myndum sem ég hef séð.“
Skúli Helgason
stjórnmálafræðingur
„Ég hafði á heildina tekið prýðis-
gaman af báðum þessum myndum.
Ragnar
Baldursson
eigandi Samurai
„Á kölduni klaka er mesta land-
kynningarátak sem unnið hefur
verið fyrir vetrarríki Islands. Frið-
riki Þór tekst að draga fram sér-
kenni íslenskrar náttúru sem við
erum orðin svo vön að við tökum
ekki eftir sjálf. Sterkustu þættir
myndarinnar voru leikurinn og
myndatakan. Leikur bæði innlendu
og erlendu leikaranna er með fá-
dæmum góður. En það er ekkert til
sem er gallalaust. Það þýðir til
dæmis ekki fyrir neinn að ætla að
aka leiðine sem Japaninn er sýndur
aka í myndinni því hún er bara út
um hvippinn og hvappinn. Miðað
við veðráttuna hér er tæpast hægt
að aka þjóðveg eitt á þessum árs-
tíma. En það skiptir kannski ekki
máli heldur þau brot sem sýnd eru í
íslenskri náttúru.
I draumi sérhvers manns fínnst
mér mjög skondin myndin og end-
irinn óvæntur. Líkt og Á köldum
klaka er myndatakan lykillinn að
vel heppnaðri mynd. Það sem ég
veitti hins vegar athygli voru fötin
sem starfsmennirnir íklæddust.
Miðað við störf viðkomandi voru
fötin úr öllu samhengi. Allir voru í
hátt í eitthundrað þúsund króna
jakkafötum samkvæmt nýjustu
tísku sem stingur óneitanlega í stúf
miðað við hvaða laun eru greidd
stofnunum. Myndin var svolítið
eins og tískusýning.“ ■
Ragnhildur Pála
Ófeigsdóttir
skáldkona
„Mér fannst mjög gaman af báð-
um þessum myndum. Þetta eru
hvort tveggja góðar myndir. Mér
fannst Friðriki Þór takast einstak-
lega vel upp með hvernig hann sýn-
ir Island með augum þessa Japana.
Það var mjög lifandi sýn á landið.
Ég einfaldlega sat þarna og naut
þess að horfa á báðar myndirnar.“