Helgarpósturinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Helgarpósturinn - 13.02.1995, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 13.02.1995, Blaðsíða 28
28 MORGUNPÓSTURINN SPORT MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 Kristján Sigmundsson, fyrrum lands- liðsmark- vörður: „Mín persónulega skoðun er sú að það eigi að taka ungan markmann inn í landsliðið, mann sem hefur ekki endilega spilað landsleik áður, og skapa honum þannig reynslu með því.“ Gunnar Gunnarsson, þjálfari Víkings: „Sigurður Sveins- son er ekki bara ómetanlegur fyrir liðið, hann er einn- ig ómetanlegur fyrir þjóðina og hefur stuðlað að því að viðhalda vinsældum handboltans þegar flest annað hefur blásið honum í mót.“ 'ðaou ■■* Eyjólfur Bragason, þjálfari ÍR: „Mér hefur fundist vanta að bryddað sé upp á nýjung- um í leik liðsins." Guðríður Guðjónsdóttir, þjálfari kvennaliðs Fram: „Mér finnast vera miklir draumórar í gangi og íslenska liðið er ekki í sama klassa og þær þjóðir sem ég spái bestu gengi." Ólafur Lárusson, þjálfari KR: „Bergsveinn Berg- sveinsson sýndi það á Alþjóðlega Reykjavíkurmót- inu hvers hann er megnugur og var þar, að öðrum ólöstuðum, besti maður íslenska liðsins. Hann er hungraður í ár- angur og það fleytir honum langt." Markmenn: Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA Dagur Sigurðsson, Val Guðmundur Hrafnkelsson, Val Patrekur Jóhannesson, KA Patrekur Jóhannesson er tilnefndur í tvær stöður landsliðsins I skýjunum yfírþessu Hinn nýkrýndi bik- armeistari Patrekur Jóhannesson kemur afar vel út úr könnun MORGUNPÓSTSINS. Hann er tilnefndur í tvær stöður liðsins, sem miðjumaður og vinstri skytta, og þykir það bera vott um mikla fjölhæfni hans. Patti var líka ánægður Patrekur Jóhannesson: á föstudag þegar við „Mér finnst ég koma slógum á þráðinn til ágætlega út í báðum stöð- hans. unum og kann vel við mig í „Ég er virkilega þeim báðum.“ ánægður með þetta. Þetta sýnir styrk minn og eykur lík- þeim báðum. urnar á því að ég fái að leika á mótinu og ég er í skýjunum yfir því.“ Hvor staðan hentar þér betur? „Ég veit það bara ekki. I vetur hef ég spilað báðar stöðurn- ar og vegna meiðsla Alfreðs hef ég minna leikið á miðjunni en ég myndi annars gera. Mér finnst ég koma ágætlega út í báðum stöðunum og kann vel við mig í Það er kannski meiri aksjón í skyttustöðunni á meðan að leikstjórnin er erfiðari og gott er að geta gert hvort tveggja." Nú eru ekki amalegir menn með þér í stöðunum, Dagur Sigurðsson og Héðinn Gilsson? „Þetta eru báðir stórkostlegir leikmenn og eru mér fremri eins og er. Heilt mót spilast hins vegar ekki á tveimur mönnum og þess vegna er ég sannfærður um að við leysum þetta saman. Það er ennþá töluvert langt í keppni og ekki er hægt að sjá fýrir hverjir verða heilir og hverjir ekki. Þannig er alveg ljóst að Júlíus Jónasson verður í hópnum og fleiri koma sterldega til greina.“ -Bih Línumenn: Geir Sveinsson, Val Gústaf Bjarnason, Haukum Vlnstra horn: Konráð Olavsson, Stjörnunni Gunnar Beinteinsson, FH Hægra horn: Bjarki Sigurðsson, Víkingi Valdimar Grímsson, KA Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari Seljjum markio mjöghátt „Ég er náttúrlega mjög sáttur við að menn séu sammála mér um valið á leikmönnum," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, þegar MORGUNPÓSTURINN bar valið undir hann á dögunum. „Þetta er kjarninn í landsliðinu og einhverjir eiga eftir að koma þarna í viðbót. Það vekur athygli mína að Júlíus Jónasson skuli ekki vera þarna inni. Hann er einn af okkar lykilleik- mönnum og verður í tólf manna liði, þar sem varnarleikur hans er í fyrirrúmi. En annars er ég elckert ósammála þessu.“ Og undirbúningurinn er að komast á lokasprettinn? „Já, nú styttist í þetta og er ljóst að nú fer ég að rótera svolítið með menn og stöðurnar fyrir utan. Menn verða að geta skilað fleiri en einni stöðu.“ Nú er Patrekur nefndur í tvcer stöður liðsins? „Hann er líka í gífurlegri framför þessa dagana og er maður til að fylla þessar tvær stöður. Það gæti Héðinn líka gert og Júlli hefur leikið báðum megin í skyttuhlutverkinu." Ertu með mörg óvcent tromp á hendi? „Það sem við höfum verið að fara í gegnum síðastliðin ár verður allt notað í okkar leik. Við höfúm notað 25 leikkerfi, mismunandi útfærslur af sóknar- og varnarleik og allt þetta hefur síast inn í okkar leik. Við höf- um breytt áherslum í sóknarleikn- um verulega í vetur en vegna meiðsla höfum við ekki getað stillt upp okkar sterkasta hóp. Við leggj- um megináhersluna á sóknina og ef við náum fullkomnun þar verður þetta gott mál.“ Nú er tnikið talað um að handbolt- inn sé í lœgð? „Ég er ekki endilega sammála því að um lægð eða niðursveiflu sé að ræða. Það urðu gífurlegar breytingar við fall austantjaldslandanna og þá breyttist allt land handboltans í Evr- ópu. Það er engin lægð í íslenskum handbolta heldur eru fjölmargar aðrar íþróttagreinar að sækja mikið í sig veðrið, greinar sem ekki voru með neina samkeppnisstöðu fyrir nokkrum árum síðan. Handboltinn hefur dottið nokkuð í skuggann af uppsveiflu körfuboltans og sömu- leiðis held ég að knattspyrnuforyst- an ætti að hafa áhyggjur af upp- sveiflunni í golfinu. Þar er um ótrú- lega fjölgun að ræða í iðkendum og fjölmargir eru farnir að stunda það frá unga aldri.“ Þannig að þú ert bjartsýnn? Þorbergur Aðalsteinsson: „Handboltinn er sú íþrótt sem við höfum náð bestum árangri í á al- þjóðamælikvarða." „Já ég er það. Handboltinn er sú íþrótt sem við höfúm náð bestum árangri í á alþjóðamælikvarða. Við vorum mjög nálægt því að ná verð- launum á Olympíuleikunum en tókst það ekki. Að vera í fjórða sæti telur ekki neitt, það gildir að vinna til verðlauna og þess vegna setjum við markið mjög hátt að þessu sinni. Fyrir því eru allar forsendur og því er bara að grípa tækifærið.“ -Bih Þorgils Óttar Mathiesen, fyrrum línu- maður landsliðsins: „Geir Sveinsson er línumaður á heimsmælikvarða og er tvímælalaust í hópi þeirra bestu í heiminum.“ Vinstri skytta: Patrekur Jóhannesson, KA Héðinn Gilsson, Dússeldorf Hægri skytta: Sigurður Valur Sveinsson, Víkingi Ólafur Stefánsson, Val Búið að velja landslið Morgunpóstsins í handbolta Patrekur hefur vinninginn Nú hefur MORGUNPÓSTURINN valið tvo leikmenn í allar stöður ís- lenska landsliðsins í handknattleik. Tveir „sérfræðingar" hafa valið í stöðurnar hverju sinni og er skemmst frá því að segja að flestir eru sammála vali Þorbergs Aðal- steinssonar landsliðsþjálfara í meginatriðum. Greinilegt er að glæsileg fram- ganga Patreks Jóhannessonar í vetur hefur vakið verðskuldaða at- hygli innan handboltaheimsins. Patti, sem skipti fýrir þetta tímabil úr Stjörnunni og yfir í KA, er til- nefndur í tvær stöður landsliðsins og hlýtur það að vera ótvírætt merki um' fjölbreytta hæfileika hans í íþróttinni. Tveir leikmenn, þeir Héðinn Gilsson og Ólafur Stefánsson, voru valdir í sínar stöður þrátt fyrir að báðir ættu í erfiðum meiðslum á sama tíma og hlýtur það að teljast styrkleika- merki fyrir báða. Nú eru aðeins 83 dagar í hina langþráðu heimsmeistarakeppni í handknattleik. Miklar vonir eru bundnar við frammistöðu íslenska liðsins, sem væntanlega nýtur heimavallarins, en hvort þessar væntingar rætast verður tíminn Sérfræðingarnir Alfreð Gíslason Atli Hilmarsson Erla Rafnsdóttir Eyjólfur Bragason Geir Hallsteinsson Guðmundur Guðmundsson Guðríður Guðjónsdóttir Gunnar Einarsson Gunnar Gunnarsson Kristján Sigmundsson Ólafur Lárusson Páll Björgvinsson Þorbjörn Jensson Þorgils Óttar Mathiesen einn að leiða í ljós. Eins og venju- lega hefur hver þó sína mismun- andi skoðun á undirbúningi og möguleikum landsliðsins og hvort réttu mennirnir séu yfirleitt í lið- inu. Bih

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað: 13. tölublað - Morgunpósturinn (13.02.1995)
https://timarit.is/issue/233909

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

13. tölublað - Morgunpósturinn (13.02.1995)

Aðgerðir: