Helgarpósturinn - 13.02.1995, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 13.02.1995, Blaðsíða 18
18 MORGUNPÓSTURINN FÓLK MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 Margir fá höfuöverk viö tilhugsunina um hvernig 57 þúsund ungmenni komi til meö að verja deginum ef til boöaðs kennaraverkfalls KÍ og HÍK kemur í vikulok. Ekki eru allir jafn áhyggjufullir, allra síst unga fólkiö sem flest horfir í það að fá að sofa út, eyða deginum á skíðum, horfa á vídeó og poppa heima á daginn í friði fyrir foreldrunum, svo dæmi séu tekin. En hvað segir presturinn, foreldrið, skólastjórinn, menntskælingurinn og sjoppueigandinn? áað gera við böminí verkfallinu? Menntskœlingar œtla klukkan tvö í dag með undirskriftarlistum að skora á stjórnvöld að semja við kennara. Fjórtán ára nemandi í Hagaskóla sem MORGUNPÓSTURINN ræddi við sagðist hlakka óumræðanlega til verkfallsins og vonaðist til að það stæði sem lengst. Sagðist hann ekki eingöngu vera að túlka sitt eigið sjónarmið heldur sjónarmið flestra á aldri við hann úr sama skóla. Hann segir kennarana sína velflesta gera ráð fyrir löngu verkfalli, í það minnsta fram í apríl. „Sofa út,“ var það fyrsta sem kom upp í huga hans þegar hann var spurður um hvað hann ætlaði að aðhafast í verkfallinu. „Horfa á víd- eó, passa fyrir fólkið á neðri hæð- inni, bara hanga heima og gera það sem mig langar til,“ var það næsta sem hann nefndi. Móðir hans, en þau búa aðeins tvö saman, var hins vegar mun áhyggjufyllri. Því jafnvel þótt strákurinn hennar sé orðinn fjórtán ára gamall getur hún ekki hugsað þá hugsun til enda að hafa hann hangandi heima allan daginn í aðgerðarleysi. Sjálf segist hún engan sveigjanleika hafa í vinunni og getur því engan veginn haft auga með honum á daginn. Þúsundir mæðra og feðra, ein- stæðra jafnt sem þeirra í sambúð, koma til með að standa í sömu sporum og móðir þessa drengs á næstunni. Og allmargir eru í enn meiri vandræðum enda ekki allir sem treysta enn yngri börnum til þess að dúsa heima allan daginn án eftirlits. Minna að gera í sjopp- unni - meira í ieik- tækjasalnum Af orðum drengsins má vænta þess að eigendur myndbandaleiga hugsi sér gott til glóðarinnar á með- an á verkfallinu stendur og ef til vill eigendur söluturna, en sjoppur hafa löngum verið einn aðalsamkomu- staður unga fólksins. Þorsteinn Halldórsson rekur tvo söluturna, annan gegnt Vestur- bæjarskólanum og hinn sem er bið- skýli í Hafnarstrætinu. Þótt verk- fallið sé yfirvofandi á hann von á því að salan í Hafnarstrætissjoppunni minnki frekar en hitt, enda stoppi unglingarnir þar gjarnan á leið til og frá skóla. „Það eru svo ungir krakk- ar í Vesturbæjarskólanum að þau eyða hvort eð er engu í söluturnin- um fyrir. Þannig að ég á ekki von á að verkfallið breyti miklu þar,“ segir Þorsteinn. Af spjalli hans við skóla- krakkana undanfarna daga segir hann þá flesta vera að íhuga að fá sér vinnu, þeir hafi margir einnig hug á að fara á skíði og leika sér. Gegnt söluturni Þorsteins í Hafn- arstrætinu er leiktækjasalur sem Rúnar Gunnarsson á og rekur og unga fólkið sækir gjarnan. Ólíkt Þorsteini á hann hins vegar von á að fleiri unglingar muni líta við ef til verkfallsins kemur. „Já, ég á von á því að það verði eitthvað meira hjá mér að gera, en hins vegar ekkert miklu meira því unglingar hafa al- mennt heldur litla peninga á milli handanna.“ Hvað hefurþú heyrtfrá ungafólk- inu, er það ánœgt eða óánœgt með fyrirhugað verkfall? „Það er bæði og. Sumir er mjög ánægðir, aðrir afar fúlir. Mér finnst MR-ingar vera sérstaklega fúlir þessa dagana því það er svo mikill lærdómur í gangi hjá þeim áður en verkfallið skellur á. Annars finnst mér það fara eftir fólkinu. Þeim sem finnst gaman í skóla finnst þetta leiðinlegt en hinir sem eru í skóla bara til þess að vera í skóla hlakkar mjög til.“ Blómstrandi kaffihúsamenning Hvað sem gleði eða sorg nem- enda sem verða fyrir barðinu á kennaraverkfallinu kann að líða hafa menntskælingar þegar safnað undirskriftum þar sem þeir hvetja stjórnvöld til þess að semja við kennara. Verður þetta plagg afhent formlega klukkan tvö í dag. Hvern- ig er almennt viðhorf nema á menntaskólastigi við verkfallinu? Sandra Ásgeirsdóttir nemi í MH: „Nemendafélag MH styður kenn- ara í baráttunni, en við erum samt á móti verkfalli,“ segir hún. Um hvernig nemendur, að minnsta kosti í MH, ætla að verja tíma á meðan skólahald kann að liggja niðri, sagði Sandra marga ætla að fara að vinna. „Það eru nú reyndar ekki margir sem ganga í vinnu, en þeir sem hafa vinnu fyrir ætla að auka við sig. Hinir bara bíða og vona. Ætli kaffihúsamenn- ingin blómstri ekki bara? Og þó, ekki á ég bót fyrir rasssgatið á mér. Ég held að blankheit séu almennt ríkjandi meðal menntaskólanem- enda, ég tala nú ekki um á þessum árstíma enda foreldrarnir og fleiri allir meira og minna að borga jólajúróið." Á hinn bóginn átti Sandra von á því félagslífið blómstraði sem aldrei fyrr í skólanum. Líklegt yrði að skólaútvarp yrði sett á laggirnar til þess að skapa líf og svo framvegis. Kirkjan tekur ekki að sér gæslu Pálmi Matthíasson sóknar- prestur sagðist bara geta svarað fyr- ir sína kirkju. „Ef verkfallið verður langvinnt höfum við vissulega áhyggjur af því hvað um börnin verður. Ég held að hér geti ég talað fyrir munn kirkjunnar almennt enda tekst kirkjan gjarnan á við vanda samtíðarinnar hver sem hann er. Ég hef reynslu af því í tví- gang að hafa verið prestur á meðan á kennaraverkfalli hefur staðið. 1 bæði skiptin höfum við samveru- stundir í kirkjunni fyrir börnin. Ég á von á því að það sama verði uppi á teningnum nú, en reynslan var reyndar sú að börnin voru frelsinu fegin og ekki tilbúin að bæta miklu við sig. Ég sé á hinn bóginn ekki fyrir mér hvernig kirkjan getur tek- ið að sér gæslu. Hvort sem við við- urkennum það eða ekki eru börnin örugg í skólanum og því verður verkfallið fyrst og síðast vandamál heimilanna.“ Pálmi segir að auðvitað muni barnastarf kirkjunnar halda áfram sem sé nokkuð viðamikið. „Svo rná ekki gleyma því að börnin eru mörg hver upptekin af íþróttum og hinu og þessu. Mér sýnist svo að þau eigi oft erfitt með að gera mikið meira en að láta enda ná saman svo allt gangi. Það er einmitt þess vegna sem ég held að hvíldin sé þeim kær að einhverju leyti.“ Þorsteinn Halldórsson rekur tvo söluturna, annan gegnt Vesturbœjarskólanum og hinn sem er biðskýli í Hafnarstrœtinu. Þótt verk- fallið sé yfirvofandi á hann von á því að sal- an í Hafnarstrœtissjoppunni minnki frekar en hitt enda stoppi unglingarnir þar gjarnan á leið til ogfrá skóla. „Hvort sem við viðurkennum það eða ekki eru börnin örugg í skólanum og því verður verkfallið fyrst og síðast vanda- mál heimilanna, “ segir séra Pálmi Matthíasson sóknar- prestur í Bústaðasókn.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.