Helgarpósturinn - 20.02.1995, Qupperneq 7
MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
7
Formaður stjórnar Sniglanna lenti í höndum
lögreglunnar um helgina. Hann ætlar að kæra
lögregluna fyrir harðræði og sakar hana um
vítaverð vinnubrögð:
„Hertu bara
takið og sögðu
mérað þegja“
Baldur Sigurðarson er tuttugu
og sex ára gamall. Hann er formað-
ur stjórnar Snigla þar sem hann
gengur undir nafninu Ofur-Baldur.
Hann varð fyrir árás pönkaragengis
um helgina en það var í höndum
lögreglunnar sem hann varð fyrir
áverkum, eftir því sem hann heldur
fram sjálfur. Baldur ætlar sér að
kæra lögregluna og gagnrýnir hana
harðlega og sakar um harðræði.
Eftir að hafa lent í höndum hennar
er hann með stórskaddaðan hægri
úlnlið og getur ekki hreyft þumal-
fingur vinstri handar. Baldur segir
að ljóst megi vera af þessu að innan
lögreglunnar sé misjafn sauður í
mörgu fé. Við meðferðina á sér hafi
starfsreglur verið þverbrotnar.
Pönkaraqengi
stekkur a Baldur
Það var aðfaranótt laugardags að
Baldur fór út að skemmta sér með
tveimur vinum sínum. Hann tekur
það fram í samtali við MORGUN-
PÓSTINN að hann hafi verið algjör-
lega ódrukkinn. „Við vorum að
skoða stelpurnar og lífið eins og
maður gerir gjarnan um helgar,“
segir Baldur. Klukkan var orðin
hálffjögur og hann í miðbænum á
leið heim þegar dró til tíðinda. „Ég
var ekki að spjalla við neinn sér-
stakan þegar einhver unglingsstelpa
fer að kalla mig allskyns ónefnum
og stugga við mér.“ Baldur hafði
aldrei séð hana áður. Hann lét sig
þetta litlu skipta í fyrstu en varð
leiður á þessum ónotum og sagði
henni að þegja. Þá réðst hún á hann
og kýldi hann í andlitið. Baldur
hrinti henni frá sér og þá kom gengi
aðvífandi, fimm strákar eða svo.
„Mér dettur helst í hug að hún
hafi verið tálbeita, hafi verið að
skapa slagsmál, því þeir voru þar
skammt undan og biðu átekta. Þeir
stukku á mig og einn þeirra er stór
og feitur. Mér tókst að ná taki á
honum og hélt honum ofan á mér
þannig að hinir gátu ekki komið á
mig höggi eða sparkað í mig.“ Bald-
ur segist ekki þekkja neinn þeirra
en hafi séð þennan hóp í bænum
áður án þess að hafa átt nokkur
samskipti við þau.
Lögreglan kemur
og „gamanið “ kárnar
„Þá dreif að fólk og lögreglan
kom. Ég var því mjög feginn af því
að ég slapp með skrekkinn nokk-
urn veginn utan smávægilegra
eymsla. En þegar lögreglan er bú-
inn að taka gengið af mér var ég
tekinn fastataki. Báðir úlnliðirnir
spenntir niður gífurlega fast.“ Bald-
ur tjáði þeim að hann hefði orðið
fyrir árás en sú röksemd að hann
var undir þvögunni virtist ekki
skipta neinu máli. „Ég var greini-
lega vondi kallinn,“ segir Baldur.
Tveir lögreglumenn leiddu hann á
lögreglustöðina við Tryggvagötu.
Baldur brotnaði illa á hægri úlnlið í
mótorhjólaslysi fyrir tveimur og
hálfu ári. „Ég bað þá að slaka á
spennunni, benti þeim á að ég væri
alveg rólegur og þeir gætu haldið
um vinstri handlegginn. En þá
hertu þeir bara takið og sögðu mér
að þegja. Ég gekk þarna alveg stjarf-
ur, alveg að drepast úr sársauka, og
mér fannst hreinlega eins og þeir
skemmtu sér við það að taka fastar
á hægri hendinni eftir að ég nefndi
þetta."
Þegar niður á stöð var komið var
farið að fjúka í Baldur sem krafðist
þess að fá að tala við varðstjórann
en það var ékki inni í myndinni. Þá
átti að stinga honum inn í klefa og
Baldur fór fram á að honum væri
lesinn réttur sinn. „En þeir sögðu
bara að það væri best að kæla mig
niður og hentu mér inn í klefa þar
sem er kolniðamyrkur. Sem betur
fer er ég ekki haldinn innilokunar-
kennd. Þarna fékk ég að dúsa og
byrjaði strax að berja á dyrnar með
vinstri hendinni, sú hægri var alveg
lömuð eftir aðfarirnar. Eftir langan
tíma kemur lögregluþjónn í gætt-
ina og spyr mig hvort mér sé ekki
annt um útlitið. Ég varð skíthrædd-
ur og hörfaði og hann lokaði aftur.“
Baldur var ekki sáttur við að
þurfa að dúsa þarna — saklaus
maðurinn að eigin sögn. En hann
grunar að lögreglan hafi verið að
yfirheyra krakkana sem réðust á
hann á meðan því þegar honum var
hleypt út voru þeir allir frammi í af-
greiðslu. Hann bað um að tekin
yrði skýrsla af sér og kennitala til-
tekinna aðila skráð, en það gekk
ekki eftir, sama hvað hann reyndi.
Baldur segir að það hafi endað með
því að sér hafi verið hent út á stétt
ásamt árásaraðilum þrátt fyrir að
hann hafi beðið um að svo yrði ekki
gert. „Mér stóð ekki á sama enda
hefði ég lítið getað varið mig með
hendurnar í klessu en krakkarnir
voru búnir að hafa í stanslausum
hótunum við mig inni á lögreglu-
stöðinni og það voru ekki mjög
fagrar lýsingar. Ég bankaði því á
gluggann og eftir smástund heyrði
ég einhvern segja sem svo að það
væri rétt að taka hann. Og þá
stukku þrír þeirra út, gripu mig og
grýttu inn í lögreglubíl. Eg streittist
ekki á móti enda fannst mér það
ágæt lausn.“
Á spítalann eftir
talsvert stapp
Þegar í bílinn var komið spurði
Baldur hvert skyldi haldið og segir
að þá hafi sér verið tjáð að þeir
væru á leið með hann upp á lög-
reglustöðina við Hverfisgötu. Hann
hafi þá sýnt þeim úlnliðinn, sem
var stokkbólginn, sagst vera slasað-
ur og yrði að fara á Borgarspítalann
en þeir ekki tekið það í mál. „Ég
sagðist ekki vita nema ég væri brot-
inn og þeir væru í vondum málum
ef þeir hentu mér inn í klefa á ný
þannig á mig komnum.“
Það endaði með því að lögreglan
skutlaði Baldri upp á Borgarspítala
þar sem hann beið lengi vel eftir af-
greiðslu enda annasamt þar um
helgar. Tekin var af honum skýrsla
og úlnliðurinn skoðaður en röntg-
endeildin var lokuð og það var búið
um höndina. Þegar þarna er komið
sögu var klukkan orðin um 6:30.
Baldur segist yfirleitt ekki vera með
peninga á sér þegar hann sé niðri í
bæ og svo var heldur ekki að þessu
sinni þannig að hann átti ekki fyrir
leigubíl. Hann taldi sig vita að feng-
inni reynslu að það þýddi lítt að
hringja í lögregluna. Baldur býr við
Þjóðleikhúsið en labbaði heim á
leið. „Þetta er talsvert langur spölur
og i bullandi frosti og ég með
höndina i fatla. Þegar heim var
komið var klukkan að verða hálf-
átta og þá hringdi ég niður á
Tryggvagötu. Þá var ný vakt mætt
til starfa og enginn vissi neitt um
málið og mér sagt að venja væri að
gögn væru send upp á Hverfisgötu.
Ég hringdi þangað en það var of
snemmt þannig að ég hringdi dag-
inn eftir og gaf upp kennitöluna
mína. Varðstjórinn fletti upp og
það eina sem hann gat fundið í
tölvunni var að manni hefði verið
skutlað á slysadeild þessa nótt. Ég
spurði hann ekki sérstaklega hvort
þetta hefði verið við kennitöluna
mína en hann gat ekki fundið að
mér hefði verið stungið inn eða
nokkurn skapaðan hlut. Lögreglan
á að bóka þetta allt saman. Þetta
leynist ef til vill í einhverjum dag-
bókum.“
Ætlar að kæra
lögregluna
Baldur lítur þetta mál mjög al-
varlegum augum. Hann hefúr átt
gott samstarf við lögregluna í gegn-
um tíðina, ekki síst í gegnum Snigl-
ana, og á marga vini innan lögregl-
unnar. Honum finnst að lögreglan
Baldur Sigurðarson: „Samt sögðu þeir að ég væri fyllibytta og ég get
ekki ímyndað mér hvernig þeir ætla að sanna það. Þeir djöfluðust í
mér, sögðu mér að þegja og ég fékk aldrei neinn séns á að verja hend-
ur mínar. Framkoma þeirra er fyrir neðan allar hellur."
Baldur Sigurðarson við mótorhjólið sitt. Hann kemur ekki til með að geta ekið því á næstunni eftir að hafa
lent í höndum lögreglunnar. „Eftir langan tíma kemur lögregluþjónn í gættina og spyr mig hvort mér sé ekki
annt um útlitið. Ég varð skíthræddur og hörfaði og hann lokaði aftur."
ætti að athuga sinn gang og hverjir
eru innan hennar raða. „Ef ég væri
nú þekktur sem einhver afbrotavit-
leysingur þá hefði þetta kannski
verið annað. En ég hef aldrei framið
líkamsárás eða neitt í líkingu við
það. Þó að ég hafi margt ágætt af
lögreglunni að segja þá er ekki hægt
að segja það um þá sem ég átti sam-
skipti við í þessu tilfelli. Það er af og
ffá að þeir séu starfi sínu vaxnir að
mínu mati — frekar að þeir séu
stofnanamatur ef eitthvað er. Það
eru til próf sem kanna skapgerðar-
bresti og væri fróðlegt ef lögreglu-
þjónar þreyttu slík próf. Það væri
ekki vanþörf á. Á stöðinni voru 10-
15 lögregluþjónar og enginn þeirra
lét sig þetta misrétti í minn garð sig
nokkru varða.“
Baldur segist hiklaust ætla að
kæra lögregluna bæði fyrir áverk-
ana og eins vítavert framferði í
starfi. „Ég er búinn að kynna mér
starfsreglur lögreglunnar vel, þekki
þær til hlítar, og veit að þeir brutu á
mér á margan hátt.“
Baldur nefnir í því sambandi að
sér hafi ekki verið sagt til um rétt
sinn. Hann hafi átt rétt á lögfræð-
ingi, þeir hafi sagt að hann væri
drukkinn en hann bað um að fá að
blása í blöðru en það var ekki til
umræðu — hvað þá að tekin væri
blóðprufa. „Samt sögðu þeir að ég
væri fyllibytta og ég get ekki ímynd-
að mér hvernig þeir ætla að sanna
það. Þeir djöfluðust í mér, sögðu
mér að þegja og ég fékk aldrei
neinn séns á að verja hendur mínar.
Framkoma þeirra er fyrir neðan all-
ar hellur.“
Baldur segist hafa vitni að öllu
þessu sem er vinur hans, sem bæði
sá atvikið í bænum og elti hann
einnig niður á stöð. „Hann ætlar að
vitna með mér í þessu öllu saman.
Hann náði jafnframt að fiska þrjú
af nöfiium krakkanna og það er
meira en lögreglan gerði. Ég stend
því aðeins betur að vígi en ég hélt í
upphafi.“
Baldur fór fram á að fá að vita
nöfn og númer lögregluþjónanna
sem hann átti við en fékk ekki.
„Mér finnst að ég eigi rétt á að vita
hverjir leggja hendur á mig.“
Baldur ætlar að sjá til hvort hann
Vakthafandi varðstjóri var Sævar
Gunnarsson og að hans sögn var
Baldur Sigurðarson mjög erfiður
viðureignar vægast sagt þegar hann
var færður á lögreglustöðina aðfara-
nótt laugardags.
„Hann er með þeim leiðinlegri
sem maður fær. Oftast láta menn sér
segjast en það gekk ekki í þetta skipt-
ið,“ segir Sævar.
Yfirleitt látum við þetta ganga
þannig að ef ekki er um meiðsl að
ræða látum við þar við sitja. Hann
réðst að stúlku og tók hana haustaki.
Við urðum að fara með hann út á
stöð og kæla hann.
Við létum hann inn í klefa í
smástund og síðan ætluðum við að
sleppa honum, hann var nú ansi
fullur strákurinn og leiðinlegur, og
honum sagt að hann mætti fara. Það
voru engar kvaðir á hann en hann
afneitaði því með öllu. Hann var til
leiðinda. Hann kom ekki fúslega
með okkur þannig að hann var tek-
inn lögreglutökum til að leiða hann
niður á stöð. Það var eina leiðin til
að draga hann frá þessum látum.“
Hann segist hafa verið edrú?
„Jæja, blessaður maðurinn. Ég get
þarf að fá sér lögfræðing en ætlar að
byrja á því að kæra og reyna komast
yfir sem flestar skýrslur um málið.
Áverkavottorð er fyrirliggjandi og á
mánudaginn verður tekin röntgen-
mynd af úlnliðnum. Baldur hefur
engan hug á því að málið verði
þaggað niður. -JBG
sagt þér eftir þrjátíu ára reynslu að ef
þessi maður var ekki ölvaður þá er
ég Guð almáttugur. Eða þá að hann
hafi verið undir öðrum áhrifum.
Það er alveg til í dæminu og það gæti
alveg verið vegna þess að maðurinn
var alls ekki með sjálfum sér og lét
ekki eins og þarna færi siðaður mað-
ur.“
Þið hafið ekki tekið blóðprufu?
„Það væri nú að æra óstöðugan ef
við þyrftum að láta hvern einasta
mann blása í blöðru sem við þurfum
að hafa afskipti af og allt of dýrt fyrir
ríkið. Við erum ekkert að leita eftir
hvort þessi eða hinn er fúllur. Ef
menn standa í slíkum leiðindum er
reynt að koma í veg fyrir það með
einhverjum ráðum. 1 verstu tilfell-
um eru menn lokaðir inni.“
Þið hafið ekki tekið skýrslu?
„Okkur fannst þetta ekki merki-
legra mál en svo að við tókum ekki
nafn af honum. Það var ekki fyrir-
liggjandi kæra og við gengum eftir
því við þetta fólk sem hann átti í úti-
stöðum við, einkum drenginn sem
við slitum frá honum, en svo var
ekki. Sá var hins vegar alveg ódrukk-
mn. ■
„Maðurinn var
alls ekki með
sjáHum sér“