Helgarpósturinn - 20.02.1995, Side 9

Helgarpósturinn - 20.02.1995, Side 9
MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 9 Arni Samúels- jársterka menn edd Jónsson hjá Pósti og síma að þetta yrði lokað kerfi: „Engu að síður geta allir sem vilja senda eitthvað út fengið aðgang að ljósleiðarakerfmu. Kerfið verður bæði opið fyrir nýja aðila og aðra sem þegar eru á mark- aðnum. Ég hefði til dæmis ekkert á móti því að Stöð 2 og Ríkisútvarpið og/eða nýir aðilar sem vilja sendu út dagskrá sína í gegnum ljósleiðara Pósts og síma. Það er ekkert launungarmál að Árni Samúelsson, sem rekur Sam- bíóin, hefur rætt við okkur um nýja sjónvarpsstöð, auk þess sem Stöð 2 og Ríkisútvarpið hafa sýnt þessu máli áhuga. Á hinn bóginn hefur enginn þessara aðila tekið endan- lega ákvörðun og mun sjálfsagt ekki gera fýrr en við höfúm stigið þetta fyrsta tilraunaskref." Mun Póstur og sími einnig inn- heimtafyrir rétthafa? „Það kemur vel til greina. Póstur og sími hefúr ekkert á móti því að gera það fyrir hvern sem er.“ Þótt ekki sé búið að taka endan- lega ákvörðun um það hvaða hverfi Árni Samúelsson, bíókóngurinn úr Breiðholtinu, er einn aðal- áhugamaðurinn um nýja „alvöru" sjónvarpsstöð. Ekki er útilokað að tilraunaútsendingar frá nýrri sjónvarpsstöð hefjist á þessu ári. verði fyrst kapalvædd taldi Jón Þór- odddur líklegt að það yrðu Grafar- vogur, Garðabær, Hafnarfjörður og Breiðholt. Tilboð í ljósleiðara og kóaxstrengina verða opnuð 14. rnars og verður þá strax hafist handa. -GK Mikið var skrafað og ráðgert á göngum Karphússins í gærkvöldi. A myndinni sést Magnús Gunnarsson, formaður Vinnuveitendasam- bands íslands, á tali við tvo fulltrúa Verkamannasambandsins, þau El- ínbjörgu Magnúsdóttur frá Akranesi og Guömund Finnsson frá Kefla- vík. Tíminn er orðinn naumur ef kröfur Verka- mannasambands íslands um lagasetningar um réttindamál eiga að ná fram að ganga Tíminn að renna út Aðmati Magnúsar Gunnarssonar, formanns Vinnuveitendasambandsins. Fundað var í Karphúsinu alla helgina og að sögn Magnúsar Gunnarssonar, formanns Vinnu- veitendasambands Islands, átti að halda áfram samningaviðræðum fram á morgun ef með þyrfti. Magnús sagði fullljóst að ef samn- ingar næðust ekki fyrir hádegi í dag hefðu báðir aðilar misst af tækifær- inu til að semja innan viðsættanlegs tíma. „Ef Verkamannasambandið vill ná fram þeim lagabreytingum sem það hefur farið fram á, og reyndar lagt ríka áherslu á að ná í gegn, þá verða þeir að semja í nótt eða fyrramálið. Forsætisráðherra hefur sagt það skýrt og skorinort að engar slíkar lagabreytingar verði gerðar fyrr en samningar hafa náðst um kaupkröfurnar, þannig að það er einfaldlega ekki tími til lengri viðræðna, þar sem þingi fer að ljúka.“ Klukkan tíu í gærkvöldi hljóðaði tilboð VSÍ upp á 3.700 króna hækkun á lægstu taxtana, auk 3 prósenta hækkunar á öll laun um næstu áramót. Krónutölu- hækkunin á að fara stiglækkandi á öllum töxtum upp að þeim sem mæla fyrir um 82.000 króna mán- aðarlaun, en allir taxtar þar fyrir of- an koma til með að hækka um 2.700 krónur. „Þetta er umtalsverð hækkun á lægstu töxtunum, það held ég að sé alveg ljóst,“ sagði Magnús, „og með þessu erum við komnir alveg á ystu nöf, við getum ekki gengið lengra í þessum málurn án þess að stefna stöðugleikanum í voða. Það ber að líta til þess að þetta er raunveruleg hækkun á kaupmætti fólks, en ekki hækkun sem verður étin upp með verð- bólgu og gengisfellingu strax og samningar hafa verið gerðir.“ Það mátti greina af tali Magnúsar að VSl væri ekki til viðræðu um nein- ar beinar kauphækkanir umfram þessar krónutöluhækkanir og að Verkamannasambandinu hefði þannig í raun verið settur stóllinn fyrir dyrnar. Samningamenn Verkamannasambandsins verða að sætta sig við þetta tilboð, en verða af lagasetningu um réttindamál sín ella, á þessu kjörtímabili í það minnsta. Elcki náðist í neinn tals- mann Verkamannasambandsins, en fulltrúar þess sátu á lokuðum fundi í Karphúsinu og ræddu sín mál þegar blaðið fór í prentun. -æöj Suöurnes Stal bíl og ók á ofsahraðafrá Festi út á Álftanes Maður um þrítugt stal bíl fýrir an í Hafnarfirði handtók utan Festi í Grindavík klukkan hann. rúmlega þrjú aðfaranótt sunnu- Maðurinn er talinn hafa dags, en þar hafði farið fram dans- verið ölvaður og var hann leikur. Þaðan ók hann á ofsahraða sendur til Keflavíkur þar eftir Keflavíkurveginum sem leið sem hann er búsettur. ■ liggur út á Álftanes þar sem lögregl- Fjórðungssamband Vestfjaröa Eiríkur Finnurtek- ur við af Jóhanni T. ni ablað- inu er talið líklegast að Eiríkur Finnur Greipsson, fram- kvæmdastjóri á Flateyri og hægri hönd bjargvættsins Einars Odds, verði næsti framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfjarða. Starfið var auglýst laust til umsókn- ar á dögunum og sótti nokkur fjöldi reyndra sveitarstjórn- armanna um. Jóhann T. Bjarnason er núverandi framkvæmda- stjóri en lætur brátt af störf- um fyrir aldurs sakir eftir langt og farsælt starf. -Bih "EVOSTIK POTTÞÉTT ÞÉTTIEFNI ÁRVÍK ÁRMÚL11 • REYKJAVÍK • SÍMI 568 7222 • MYNDRITI 568 7295 Deildarstjóri ökunámsdeildar Laus er til umsóknar staða deildarstjóra ökunáms- deildar. Umferðarráð mótar námskröfur fyrir allt ökunám í landinu, sinnir eftirliti með ökunámi og sér um ökupróf. Deildarstjóri ber faglega ábyrgð á skipulagningu þessa starfs auk áætlanagerðar fyrir deildina og mótunar rannsókna á sviði ökunáms. Ætlast er til að deildarstjóri hafi háskólapróf í kennslu- eða sálarfræðum auk stjórnunarreynslu eða sambærilega menntun og starfsreynslu. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Uppl. veitir Ingólfur Ásgeir Jóhannesson# deildar- stjóri ökunámsdeildar, sími 562 2000. Umsóknir berist merktar Óla H. Þórðarsyni fram- kvæmdastjóra eigi síðar en 20. mars nk. UUMFERÐAR RÁO

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.