Helgarpósturinn - 20.02.1995, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 20.02.1995, Blaðsíða 20
20 MORGUNPÓSTURINN MENNING MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995 Finnskt verðlaunaleikrit á fjölum Borgarleikhússins Æfingar á finnska verkinu Heimur dökku fiörildanna, sem er leikgerð á samnefndri skáldsögu eftir skáld- konuna Leenu Lander í Borgar- leikhúsinu, eru vel á veg komnar enda er ætlunin að sýna leikritið í byrjun mars. Það er finnskur leik- stjóri, Eija-Elina Bergholm, sem stýrir verkinu, en hún er þekktur leikstjóri og kvikmyndahöfundur í heimalandi sínu. Sagan sem verkið byggist á var tilnefnd til Finlandia- verðlaunanna og síðar til verðlauna Norðurlandaráðs. Þá hefur sagan vakið athygli í Bandaríkjunum og hefur þegar verið festur kvikmynda- rétturinn á henni. Þar er Robert Duvall sem er sérstakur áhugamaður um söguna. Sagan segir frá ungum manni, Ju- hani Johans- syni, sem stend- ur á tímamótum í lífi sínu. Vold- t byggingafyrirtæki vill ráða hann til ábyrgðarstarfa og er hann spurður óþægilegra spurninga um æsku sína. Hann var á unga aldri tekinn frá foreldrum sínum sökum óreglu þeirra og komið fyrir á uppeldis- stofnun. Veru hans lauk í þann mund sem geigvænlegir atburðir áttu sér stað á eynni þar sem stofn- unin var. Með aðalhlutverk fara Þröstur Leó Gunnarsson, Stein- unn Ólafsdóttir, Guðmundur Ól- afsson, Hanna María Karlsdótt- ir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigurður Karlsson, Jón Hjartar- son, Margrét Vilhjálmsdóttir og fleiri. Þaö sætir ávallt tíðindum þegar ný íslensk leikrit líta dagsins Ijós. Leikritið Framtíðardraugar var frumsýnt fyrir skömmu í Borgarleikhúsinu. Það er eftir Þór Tulinius sem jafnframt leikstýrir. Jakob Bjarnar Grétarsson ræddi við hann um verkið, kost og löst á íslensku leikhúsi og gildi þess að vera sáttur við sjálfan sig og verk sín. Ég hitti Þór Tulinius á Borginni sem er erkiviðtalastaður. Hæfilega mikill kliður og gömlu karlarnir, sem sækja staðinn, alltaf jafn flottir. Margir leikstjórar hafa nefnt tóma- rúm sem myndast eftir frumsýning- ar en Þór vill ekki gera mikið úr því. Bæði komist það upp í vana og það sé ekki eins og hann lifi algjörlega fyrir þetta eina verkefni. „Ef ein- hverjir eru ánægðir og skynja það sem maður er að gera þá er björn- inn unninn,“ segir Þór sallarólegur. Hann hefur verið að vinna við Framtíðardrauga í þrjú ár. Hver var hvatinn? „Ég er að skrifa um ákveðið val. Það sem við veltum talsvert fyrir okkur við uppsetninguna er að þeg- ar fjallað er um eiturlyfjasjúklinga þá vill maður gjarnan detta niður í einhvern sósíalrealisma; rannsaka rnálin, setja upp alvöru svip og vera skilningsríkur og dapur í hjarta sínu. Reyna síðan að finna ástæður fyrir því af hverju aumingja fólkið sé svona afvegaleitt. Þetta verk fjall- ar ekki um ástæðurnar sem finna má í fortíðinni og valda vandanum. Hann er einfaldlega staðreynd og þú getur bara tekið lífið eins og það er í dag og gert það sem þú vilt við það. Meinsemdin liggur kannski ekki síst í þessum sósíalrealisma. Fólk er sífellt að velta sér upp úr einhverju og druslast með einhverja fortíð. Þetta er einn þáttur." Má þá segja að þú sért að gagnrýna móralinn sem slíkan? „Ja, ég er í og með að velta fyrir mér firringunni. Við horfum upp á gríðarlega fjölmiðlaneyslu, vídeó og tölvumenningu og stór þáttur í uppeldi er í höndum afla sem fólkið hefur lítil sem engin áhrif á. Þetta er að aukast ef eitthvað er og mér virð- ist samfélagið ekki ráða við þróun- ina. Það kemur alltaf að því að það er fyrst og fremst undir hverjum og einum komið hvernig hann bregst við og smærri einingar eru manneskju- legri. Sem dæmi þá virkar trilla manneskjulegri en togari.“ Hver er kosturinn og lösturinn við að leikstýra eigin verki? „Kosturinn er að það er hægt að breyta verkinu og þróa á æfinga- tímabilinu án milliliða: Ég var ekki í neinum vandræðum með að bæta inn setningu hér og þar. En það gerðist einhvern veginn sjálfkrafa að höfunduri'nn og leikstjórinn skiptu sér í mér. En ég var reyndar við- kvæmari fyrir frumlegum hug- myndum samstarfsfólks míns, sem ég hef unnið með áður, vegna þess að höfundur og leikstjórinn eru þetta skyldir. Og það er ákveðinn löstur. Ég þekki það sem leikari að hann vill hafa sem flestar dyr opnar í nálgun sinni. Höfundurinn er bú- inn að sjá þetta fyrir sér og er lok- aðari fyrir nýjungum. Ég þurfti að berjast við þetta og margt í sýning- unni er allt öðruvísi en ég var búinn að sjá fýrir mér. Leikararnir þurftu að taka á þessum sósíalrealisma sem ég nefndi fyrr og eftir að hafa náð tangarhaldi á raunveruleikanum í verkinu þá var hægt að sýra þetta svolítið til og flippa með það. Og það er mikilvægt til að verkið gangi upp að þau séu mjög rugluð í vímu- neyslu. En ég þurfti að einbeita mér að því að láta höfundinn ekki trufla leikarann í sinni vinnu.“ Þú byggir upp spennu sem síðan dettur niður í eitthvert ástand sem ekki kemur framvindunni beinlínis við? „Ég veit að þetta er truflandi fýrir áhorfandann og er ekkert ósáttur við að trufla hann á þennan hátt. Mér finnst þeir kaflar, þar sem þetta ástand ríkir sem þú talar um, mjög skemmtilegir og nauðsynlegir þó að þeir hægi á tempóinu. Mér finnst skipta máli að kynnast persónunum betur. Þau gefa sér góðan tíma í að kveikja sér í jónu og svo ffamvegis. Þó að það fleyti söguþræðinum ekkert fram þá eru það þau. Allar fíknir eru í grunnin það að þú ert að forðast það að vera með sjálfum þér.“ Það er ýmislegt sem skýtur upp kollinum, fólk rífandi af sér hendur — splatter? „Splatter er það sem söguhetj- urnar horfa á og er þeirra menning. Menn eru að tala um fortíð, fýamtíð og nútíð en í rauninni eru alltaf sömu hlutirnir að gerast. Horror- neyslan, sem maður er svo sem ekk- ert hrifinn af, er ekki ný. Þú þarft ekki annað en að lesa þjóðsögur til þess að sjá það. Og í þeim er reynd- ar að finna upphafið að öllum þess- um skrifúm þó að það virðist ólóg- ískt.“ Ef við víkjutn frá verkinu sem slíku. Hvað fmnst þér um þá gagn- rýni semfram hefur komið að tslensk leikritun sé ekki nœgjanlega öflug? „Það er gagnrýni sem er bæði réttmæt og ekki. Það er búið að gera gríðarlega mikinn skurk í því að ýta undir leikritun. Leikhúsin hafa verið dug- leg við að vinna í þeim málum. Ég held að þau séu með einn eða tvo á launum við að skrifa verk. Svo hafa greiðslur fyrir skrifin verið aukin þannig að það er orðið eftirsókn- arvert að skrifa leikrit peninganna vegna. Ef þú selur leikrit færðu meira fýrir það en skáldsögu, nema náttúrulega ef hún nær metsölu. Og það er óheyrilegur fjöldi leikrita sem berast til leikhúsanna á ári hvetju.“ En eru kannski of miklar kröfur gerðar til verkanna. Að þeim sé ein- faldlega ekki gefinn séns? „Auðvitað eru miklar kröfur gerðar en ég tel ekki vanþörf á því. Það hafa verið tekin verk til sýn- ingar sem hafa ekki þótt nógu góð eftir á að hyggja. Fyrir áratug og rúmlega það voru ný íslensk leikrit pottþétt söluvara. Það er ekki endi- lega staðan í dag og augljóslega verða að vera kröfúr og ég tel að það sé vel að þessu staðið. En þetta er alltaf stór spurning. Það má benda á kosti forsýningafyrirkomulags — að sýna nokkrar sýningar og melta það siðan um nokkurt skeið. Við búum í svo rosalega miklu samfé- lagi árangursins. Frumsýning er allt of mikið „deadline" að mínu mati. Sýningar eru yfirleitt aldrei tilbúnar á frumsýningardag og geta það heldur ekki. Áhorfandinn er stór þáttur í hverri sýningu þannig að það þyrfti raunverulega minnst tvær vikur í æfingar með honum.“ En það er „Catch 22“ í þessu. Þarna gengur þú útfrá því að það sé ávallt gangur í sýningunni? „Jú, jú, mannfæðin gerir þetta erfitt. Erlendis eru forsýningar og það hefur gefið góða raun. En þar er reyndar úr fleiri áhorfendum að spila." Efþú vœrir alvaldur hverju mynd- irðu breyta í tslensku leikhúsi? „Það er kannski þetta: Mér finnst felast ákveðin meinsemd í þessum „Almenningur á íslandi áttar sig ekki á gildi listarinnar og lista- menn hafa ekki verið duglegir við að standa upp og segja: Við er- um hér afþví að við erum nauðsynlegir. Þeir virðast óttastþað og hljótaþví á einhvern hátt að efast um gildi verka sinna.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.