Helgarpósturinn - 20.02.1995, Side 31

Helgarpósturinn - 20.02.1995, Side 31
MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN SPORT 31 NBA-boltinn Charlotte malaði Detroit Larry Johnson var i banastuði með Charlotte Hornets er liðið rúllaði yfir Detroit Pistons um helgina. Hann skoraði tíu af 29 stigum sínum i þriðja leikhluta og lagði grunninn að örugg- um sigri Charlotte. Hinn smávaxni Muggsy Bogues átti góðan leik, skoraði 14 stig og var með 11 stoð- sendingar. Um helgina fóru fram fjöl- margir leikir í NBA-körfuboltanum. Úrslit um helgina New York - Miami 100:91 Orlando - Philadelphia 129:83 Washington - Houston 92:109 Phoenix - Golden State 128:139 Chicago - Detroit 117:102 Dallas - Atlanta 90:110 Portland - Seattle 114:109 LA Clippers - Boston 127:121 Minnesota - Indiana 78:110 Charlotte - Detroit 110:88 New Jersey - Cleveland 75:82 Philadelphia - Denver 95:89 Milwaukee - Chicago 118:111 San Antonio - Atlanta 111:97 Utah - Boston 108:98 Golden State - Seattle 117:129 Sacramento - LA Clippers 109:92 Staðan Atlantshafsdeild Orlando 39 11 .780 New York 32 17 .653 Boston 20 30 .400 New Jersey 21 32 .396 Miami 18 31 .367 Philadelphia 15 36 .294 Washington 12 36 .250 Miðdeild Charlotte 32 19 .627 Cleveland 31 19 .620 Indiana 29 20 .592 Chicago 25 26 .490 Atlanta 24 27 .471 Milwaukee 20 31 .392 Detroit 18 32 .360 Miðvesturdeild Utah 37 14 .725 San Antonio 32 16 .667 Houston 32 17 .653 Denver 20 29 .408 Dallas 19 29 .396 Minnesota 12 38 .240 Kyrrahafsdeild Phoenix 39 11 .780 Seattle 35 14 .714 LA Lakers 30 17 .638 Sacramento 28 20 .583 Portland 26 22 .542 Golden State 5 34 .306 LA Clippers 9 42 .176 Körfuboltinn 29. umferð úrvalsdeildarinnar ÍA-Skallagrímur 81-96 Sjónvarpsleikurinn á Stöð tvö bauð ekki upp á skemmtilegan körfubolta. Skagamenn eru líklega með lélegasta lið deildarinnar um þessar mundir og áttu Skallagrímsmenn þvi ekki í mikl- um vandræðum með að afgreiða þá. Það lítur út fyrir að Skallagrímsmenn þurfi að vinna alla leiki sem eftir eru í vetur til að tryggja sér annað sætið í A-riðli. Pórsarar eru aðeins tveimur stigum á eftir þeim og eiga auðveldari leiki eftir. Það lítur allt út fyrir að leikur Þórs og Skallagríms þann 26. febrúar muni endanlega skera úr um hvort lið- ið hreppir annað sætið. Haukar-Þór Akureyri 98-113 Þór innbyrti þarna mikilvægan sigur á Haukum. Stigahæstir voru Kristinn Friðriksson sem skoraði 38 stig fyrir Þór og Jón Arnar Ingvarsson sem var með 24 fyrir heimamenn. Þórsarar eru frábærir sóknarmenn og verða eflaust erfiðir f fyrstu umferð úrslitakeppninn- ar. Haukar standa í baráttu um að komast í úrslitakeppnina en þeir eru með jafnmörg stig og Tindastóll og Valur. Snæfell-Njarðvík 89-119 Deildarmeistararnir úr Njarðvík áttu ekki í erfiðleikum með Snæfell í Stykk- ishólmi ( gærkvöldi. Sigur gestanna var öruggur allan tímann en Snæfell hefur náð að bæta sig ótrúlega mikið síðan tímabilið hófst og enginn bjóst við að þeir næðu að vinna leik i vetur. Atli Sigurþórsson var stigahæstur gestanna með 21 stig en Ronday Ro- binson, sem skoraði 50 stig gegn sama liði fyrr í vetur, skoraði 27 stig fyrir Njarðvík. Njarðvíkingar, sem að- eins hafa tapað einum leik í vetur, eru eflaust farnir að hugsa um bikarinn góða, enda örugglega ekki búnir að sætta sig við tapið í bikarúrslitunum. Grindavík-KR 88-96 KR-ingar eru sannarlega óútreiknan- legir. Eftir að hafa tapað fyrstir allra fyrir Snæfelli og verið í tómu rugli und- anfarnar vikur hafa þeir fundið nýtt líf með tilkomu Miltons Bell. Grindvíking- ar máttu ekki við þessum ósigri því nú eru þeir jafnir ÍR að stigum. Franc Booker var stigahæstur Grindvikinga með 26 stig en Bell fór fyrir KR-ingum og skoraði 25. Allt lítur út fyrir að þessi tvö lið muni mætast í fyrstu umferð úr- slitakeppninnar, en KR-ingar hafa tvisvar sigrað Grindvíkinga í vetur. Leik Vals og Tlndastóls var frestað. Staðan A-rlðill Stig Njarðvík 56 Skallagrimur 34 Þór Akureyri 32 Haukar 18 ÍA 14 Snæfell 4 B-riðill Stig Grindavík 44 ÍR 44 Keflavík 36 KR 28 Tindastóll 18 Valur 18 Réttur hússins í Seljaskóla SöHuní seinni hálfíeik IR-ingarenn ósigraðirá heimavelli ÍR-ingar léku í annarri deild í fyrra og komust upp aðeins vegna þess að liðum var fjölgað í úrvals- deild. Árangur liðsins hefur því verið ævintýralegur í vetur. ÍR-ing- ar hafa náð að byggja upp frábært lið og hvergi á höfuðborgarsvæðinu er eins frábær stemmning og á heimaleikjum lR í körfubolta. I gærkvöldi kornu Keflvíkingar í heimsókn og mátti búast við að leikurinn yrði mikil prófraun fyrir heimamenn. Leikurinn byrjaði nokkuð hægt og komst stigataflan ekki á skrið fyrr en nokkrar mínútur voru liðn- ar. Albert Óskarsson gætti Her- berts Arnarssonar og gerði það mjög vel, enda er Albert einn besti varnarmaður deildarinnar og al- gjörlega ómetanlegur fyrir Keflvík- inga. Þeir hlutir sem Albert getur gert fyrir lið verða seint ofmetnir. Þrátt fyrir að ekki færi mikið fyrir Herbert náðu IR-ingar að vera yfir mestan hluta fyrri hálfleiks og var það fyrst og fremst öflugum leik Jóns Arnar Guðmundssonar og Johns Rhodes að þakka. Jón var iðinn við stigaskorunina og Rhodes gjörsamlega lokaði fyrir allar keyrslur Keflvíkinga. Eiríkur Ön- undarson átti einnig mjög góðan sprett þegar hann kom inn á um miðjan fyrri hálfleik og skoraði níu stig í röð. Staðan í hálfleik var 47-45, heimamönnum í vil, og því ieit út fyrir spennandi síðari hálfleik. Sú varð þó aldeilis ekki raunin því ÍR- ingar komu tvíefldir til leiks og náðu að byrja seinni hálfleik með að skora 25 stig gegn átta stigum gestanna. Það var Herbert sem hrökk í gang og skoraði hverja þriggja stiga körfuna af annarri og voru nokkur skota hans líklega nær miðjunni en þriggja stiga línunni. Keflvíkingar hittu skelfilega illa og misnotuðu jafnvel einföldustu skot undir körfunni. Lenear Burns átti í villuvandræðum og þurfti því að vera utan vallar töluvert í byrjun síðari hálfleiks. Þetta olli því að Rhodes gat leikið sér að því að verja skot Keflvíkinga að vild þar sem hann þurfti ekki að hafa áhyggjur af því að dekka Burns. Keflvíkingar létu starfsmenn vallarins fara í taugarnar á sér og virtust á stund- um uppteknari við að reyna að sýna fram á vanhæfni þeirra en að vinna leikinn. Skiljanlegt er að afglöp tímavarðar hafí farið í taugarnar á Keflvíkingum en þó er óskiljanlegt hversu umhugað þeirn virtist um nokkrar sekúndur og ákváðu að æsa sig upp i stað þess að benda í rólegheitum á mistökin. Eftir leikinn sagði Herbert Arn- arsson: „Við erum búnir að vera í öðru sæti í allan vetur og nú erum við að minnsta kosti búnir að tryggja okkur annað sætið. Við fréttum að Grindavík hefði tapað svo það lítur út fyrir að það verði hreinn úrslitaleikur (fR-Grindavík 26. febrúar), en leikurinn gegn KR á fimmtudaginn er líka mikilvægur. Ég vona að við getum nýtt okkur heimavöllinn, en það er alltaf hætta á því, þegar maður hefur ekki tapað leik á heimavelli, að maður taki það bara sem sjálfsagðan hlut að við vinnum. En í kvöld var það ekki að sjá; við komurn út og börðumst al- veg eins og ljón og áhorfendur voru vel með á nótunum. Ég býst bara við skemmtilegri úrslitakeppni og við ætlum að standa okkur.“ Keflvíkingar voru langt frá sínu besta. Það voru aðeins Albert Ósk- arsson og Einar Einarsson sem virtust leika af eðlilegri getu en Sverrir Þór Sverrisson sýndi einnig mikil tilþrif, þá sérstaklega í vörninni. Ef Sverrir myndi bæta hittni sína fyrir utan yrði hann einn Jón Orn Guðmundsson stingur sér hér á milli tveggja varnarmanna Keflvíkinga, Einars Einarssonar (nr 10) og Birgis Guðfinnssonar (nr 11). Jón Örn átti frábæran leik í gærkvöldi og skoraði 24 stig og átti 9 stoð- Handbolti 1. deild 22. umferð Lokaumferöin í 1. deild í handknattleik var leikin á laugardag. Úrslit urðu eftir- farandi: Valur - Stjarnan 19:16 Haukar - Víkingur 22:29 HK-KR 33:25 ÍR - FH 28:27 KA - UMFA 17:17 Selfoss - ÍH 35:25 Lokastaðan í 1. deild Valur 22 521:445 34 Víkingur 22 561:536 33 Stjarnan 22 589:521 32 Afturelding 22 559:492 28 FH 22 551:514 28 KA 22 544:506 26 ÍR 22 532:538 25 Haukar 22 581:552 21 Selfoss 22 504:548 18 KR 22 495:553 13 HK 22 483:580 5 ÍH 22 436:607 1 Þá er það komið á hreint hvaða lið mætast í átta liða úrslitum úrslita- keppni 1. deildar. Það lið sem fyrst vinnur tvo leiki kemst áfram í fjögurra liða úrslitin. Það lið sem á heimaleik fyrst fær oddaleikinn heima, komi hann til. Fyrstu viðureignir liðanna fara fram um næstu helgi. Eftirfarandi lið mætast: Valur - Haukar Víkingur - ÍR Stjaman - KA Afturelding - FH allra besti bakvörður landsins. Hjá ÍR-ingum var þjálfarinn John Rhodes bestur. Rhodes lék stórkostlega í vörninni og hélt Lenear Burns alveg niðri. Rhodes gerði sér einnig lítið fyrir og varði átta skot Keflvíkinga. Herbert Arn- arsson og Jón Örn léku einnig frá- bærlega. Það er alveg víst að úrslitakeppn- in verður skemmtileg. iR-ingar hafa komið mjög á óvart og teljast eiga nokkra möguleika á sigri en Njarðvík og Grindavík hafa verið sterkust í vetur. Þá má heldur ekki gleyma Keflvíkingum, sem hafa átt í vissum erfiðleikum í vetur en sýndu með sigri á Grindvíkingum í síðustu umferð að þeir eru engin lömb að leika sér við. -ÞK ÍR-Keflavík (47-45) 114-76 Stig ÍR: Herbert Amarsson 37, Jón Öm Guðmundsson 24, Eiríkur Ön- undarson 13, John Rhodes 13, Egg- ert Garðarsson 7, Guðni Einarsson 7, Bjöm Steffensen 6, Aðalsteinn Hrafn- kelsson 3 og Halldór Kristmannsson 3. Skot innan teigs 17/28, utan 14/37, 3- stiga 7/17 (Herbert 6/11), víti 31/43. Fráköst 47 (16 í sókn) (Rhodes 21, 3 í sókn), varin skot 8 (Rhodes 8), tapað- ir 14, stolnir 13 (Rhodes 3), stoðsend- ingar 20 (Jón Örn 9). Stig Keflavikur: Einar Einarsson 18, Albert Óskarsson 16, Davið Gríssom 12, Sverrir Þór Sverrisson 11, Lenear Burns 9, Jón Kr. Gíslason 8, Birgir Guðfinnsson 2. Skot innan teigs 22/50, utan 5/28, 3- stiga 5/12, vfti 8/10. Fráköst 36 (11 f sókn), varin 2 (Grissom 2), tapaðir 13 (Sverrir 5), stolnir 9, stoðsendingar 11. 2. deild Frammarar efstir í úrslitakeppninni Úrslitakeppni 2. deildar hófst i gær með tveimur leikjum, en fresta varð leik ÍBV og Þórs þar sem ekki var flog- ið til Eyja. Hann fer fram í íþróttahús- inu í Vestmannaeyjum í kvöld kl. 20. Úrslit í gæn Fram - Breiðablik 18:16 Fylkir - Grótta 24:24 Staðan í úrslitakeppninni Fram 1 18:16 Grótta 1 24:24 Fylkir 1 24:24 Breiðablik 1 16:18 Þór 0 0:0 ÍBV 0 0:0 6 3 1 1 0 0 ítalski boltinn Italska knattspyrnan Forysta Juventus komin í sex stig Liðið vann Napólí 1.0 með síðbúnu sigurmarki frá Ravanelli. Á meðan tapaði Parma nokkuð óvænt fýrír Cagliarí en heldursamt öðru sæti deildarinnar. Juventus heldur áfram sigur- göngu sinni í ítalska boltanum og er forysta liðsins nú komin í sex stig. Liðið sigraði Napólí á meðan Parma beið lægri hlut fyrir Cagliari. Lazio er í þriðja sæti eftir stórsigur á meisturum AC Milan. Þá unnu nýliðar Padova einnig stórsigur gegn Torino og bættu stöðu sína í botnbaráttunni. Brescia og Reggi- ana töpuðu bæði leikjum sínum og verma tvö neðstu sæti deildarinnar. Hinn gráhærði Fabrizio Ravan- elli heldur áfram að skora fyrir Ju- ventus. Hann gerði eina mark leiks- ins í sigri liðs síns á Napólí í gær, tólf mínútum fyrir leikslok. Hann fékk háa sendingu inn fyrir vörn Napólí og sendi boltann upp í þak- netið. Ravanelli hefur nú skorað átta afar mikilvæg mörk fyrir Ju- ventus það sem af er tímabilinu. Á sama tíma urðu leikmenn Parma að sætta sig við tap gegn Cagliari. Daniele Berretta nýtti sér mistök í vörn Parma strax á 6. mínútu leiksins og örfáum mínútum síðar hafði hinn brasilíski Luis Oliveira skorað annað mark fyrir Cagliari. Þau úrslit sem vöktu hvað mesta at- hygli í ítalska boltanum um helgina voru stórsigur Lazio á meisturum Milan. Framan af átti Milan mun meira í leiknum og hefði liðið allt eins getað verið búið að skora 2-3 mörk áður en Pierluigi Casiraghi kom Lazio yfir, snemma í fyrri hálf- leik. í seinni hálfleik skoraði síðan Guiseppe Signori þrjú mörk og var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins. Paolo Maldini var vísað af leikvelli í stöðunni 3:0 og við það hrundi leikur meistar- anna endanlega. Fyrir leikinn hafði Milan leikið tólf leiki í röð án þess að bíða ósigur, en Lazio vann þarna sinn fyrsta sigur á Milan á ólympíu- leikvanginum í ein 17 ár. Tomas Skuhravy skoraði eina mark leiks- ins í sigri Genúa á Roma, erkifjend- um Lazio, og elcki var það til að minnka ánægju stuðningsmanna Lazio. Daniel Fonseca var rekinn af leikvelli undir lok leiksins fyrir gróft brot á Fabio Galante. Inter bauð nýjan forseta félagsins, Mass- imo Moratti, velkominn með sigri á botnliði Brescia. Nicola Berti skoraði eina mark leiksins strax á upphafsmínútunum. Leikmenn Padova fóru á kostum gegn Torino og skoruðu fjögur mörk gegn tveimur mörkum Torino. Banda- ríski landsliðsmaðurinn Alexei La- las brá sér í sóknina undir lokin og skoraði síðasta mark Padova, sem við sigurinn styrkti stöðu sína í botnslagnum til muna. I gærkvöldi áttust síðan við Foggia og Samp- doria. Bresciani náði forystu fyrir heimamenn undir lok fyrri hálf- leiks en stórstirnið Ruud Gullit jafnaði fyrir Sampdoria um miðjan seinni hálfleik.B Japaninn í liði Genúa, Kazu Miura, og Rómverjinn Fabio Petruzzi eigast hér við í leik liðanna í gær. Genúa hafði betur í leiknum og lyfti sér þar með úrfallsæti ítölsku 1. deildarinnar. Úrslit Cagliari - Parma 2:0 Berretta 6., Oliveira 15. Cremonese - Fiorentina 0:0 Genoa - Roma 1:0 Skuhravy 15. Inter - Brescia 1:0 Berti 3. Juventus - Napólí 1:0 Ravaneiii 78. Lazio - Milan 4:0 Casiraghi 18., Signori 55., 64. og 80. Padova - Torino 4:2 Maniero 11., Vlaovic 54., 61., Lalas 76. - Pele 14., Rizzitelli 79. Reggiana - Bari 0:1 Protti 81. Sampdoria - Foggia 1:1 Bresciani 44. - Guiiit 65. Staðan Juventus 20 33:20 45 Parma 20 31:17 39 Lazio 20 41:24 34 Roma 20 26:14 34 Sampdoria 20 33:18 32 Fiorentina 20 34:26 31 AC Milan 20 22:20 30 Cagliari 20 21:19 29 Bari 20 23:27 29 Inter 20 20:16 27 Torino 20 21:24 26 Foggia 20 21:26 25 Napólí 20 24:30 24 Genoa 20 22:30 21 Padova 20 22:43 20 Cremonese 20 16:23 19 Reggiana 20 14:27 12 Brescia 20 10:28 12 Markahæstir 17 - Gabriel Batistuta (Fiorentina) 14 - Guiseppe Signori (Lazio) 13 - Abel Balbo (Roma), Sandro Tovalieri (Bari) 10 - Gianluca Vlalli (Juventus), Gianfranco Zola (Parma) 8 - Fabrizio Ravanelli (Juventus) 7 - Alen Boksic (Lazio), Alessandro Del Piero (Juventus)

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.