Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 9 Niðurskurðarhnífurinn er vel brýndur og hefur verið óspart notaður í öllu sem lýtur að þjónustu við almenning í landinu að undanförnu. Sparnaðarhugsjónin virðist hins vegar ekki hafa nein áhrif á framkvæmdagleði einstakra ráðuneyta í eigin þágu Kostar.................... að flytia vfir Hlemm _ __ ^^-----------'5W ”S ' " '.H«| , , Hið nýja húsnæði utanríkis- ráðuneytisins við Rauðarár- stíg. Þegar upp er staðið hefur það kostað 4 milljónir á hvern starfsmann ráðu- neytisins að sameina þá alla á einum stað. Á sama tíma og ríkisstjórnin hefur boðað sparnað og ráðdeild á öllum sviðum í ríkisrekstrinum, ekki síst í heilbrigðiskerfmu, hefur það eytt 225 milljónum í að færa ráðuneyti og stofnanir á sínum vegum á milli húsa. Þessi upphæð, 225 milljónir, er hreinn kostnaður ríkissjóðs við yfirstandandi flutn- inga utanríkisráðuneytisins á Rauðarárstíg 25 og flutning Byggðastofnunar, landbúnaðar- ráðuneytisins og Framkvæmda- sjóðs frá Rauðarárstígnum til að rýma fyrir ráðuneytinu. Hins veg- ar er ekki tekið tillit til peningatil- færslu á borð við kaup ríkissjóðs á húsnæði Byggðastofnunar þegar þessi tala er reiknuð, en kaupverð- ið á helmingshlut Byggðastofnun- ar í húsinu var 150 milljónir króna. Þessa rniklu flutninga í opinbera geiranum má rekja til þess að ut- anríkisráðuneytinu lá hugur á að koma allri sinni starfsemi undir eitt þak. Aðalskrifstofa ráðuneytis- ins er í leiguhúsnæði í lögreglu- stöðinni að Hverfisgötu 115, en varnarmálaskrifstofa ráðuneytis- ins hefur þegar um nokkurt skeið verið staðsett á jarðhæð hins nýja húsnæðis, eða í um það bil 200 metra fjarlægð frá aðalskrifstof- unni. Rauðarárstígur 25 var áður í eigu Framkvæmdasjóðs og Byggðastofnunar, en þegar ríkis- sjóður yfirtók Framkvæmdasjóð árið 1992 yfirtók hann jafnframt hlut hans í húsinu, sem metinn var á 150 milljónir króna. í framhaldi af því var Framkvæmdasjóður fluttur úr húsinu og komið fyrir í sama húsnæði og önnur starfsemi á vegum Lánasýslu ríkisins, að Hverfisgötu 4-6. Kostnaðurinn við þá flutninga nam 15 milljónunr króna, auk þess sem 5 milljónum var varið í tilfæringar á annarri starfsemi Lánasýslunnar þar inn- anhúss. Vildu ekki flytja Utanríkisráðuneytið taldi sig ekki komast af með minna en hús- ið allt, sem er 2700 fermetrar að stærð, og því urðu bæði landbún- aðarráðuneytið og Byggðastofnun að flytja annað. Eins og fram kom í síðasta tölublaði MORGUN- PÓSTSINS var það ekki að ósk landbúnaðarráðuneytisins sem starfsemi þess var flutt, heldur ein- göngu vegna kröfu utanríkisráðu- neytisins. Það sama á við um Byggðastofnun. „Það er rétt að það komi fram,“ sagði Emil Bóasson í sanrtali við blaðið, „að við sótt- umst ekki eftir því að flytja, heldur sóttist utanríkisráðuneytið eftir að komast yfir húsið. Þannig að við áttum fárra kosta völ.“ Að sögn Emils var húsnæðið á Rauðarárstíg of stórt til að henta Byggðastofnun einni, og nýtti stofnunin ekki nema fjórðung húsnæðisins. „Það má því segja að það hafi verið rök bæði með og á móti, en það var engin ásókn í það af okkar hálfu að flytja. Ég held að landbúnaðarráðuneytið hafi held- ur ekkert sóst í að fara, nema síður væri. Við vorum þarna í góðu sambýli." Að mati Emils var þetta því fyrst Landbúnaðarráðuneyti Af Rauðarárstíg 25 á Sölvhólsgötu 7 52,7 milljónir króna ... ' . ——f - ! Pósturínn ©1995 Hvað kostaði hvað? Heildarkostnaðurinn við að koma allri starfsemi utanríkis- ráðuneytisins á einn stað nemur 225.893.166.00 krónum. Þessi kostnaður skiptist þannig: [(□ Endurbætur á Rauðarárstíg 25 Frágangur gólfefna: 5.231.129,00 (Endurbætur á parketti, bæturá dúkum v. flutnings á milliveggjum o.fl.) Málun innanhúss: 1.455.583,00 (Allir steinveggir grunnaðir, allir tréveggir hreinsaðir, 2 umferðir málaðar) Smíði hurða: 153.000,00 (Án skráa og handfanga) Afgreiðsluborð í anddyri: 210.000,00 Endurnýjun á strimlagluggatjöldum: 2.436.662,00 Brunaviðvörunarkerfi: 1.574.887,00 (Endurbætur á kerfinu sem fyrir var) Fjarskiptalagnakerfi: 1.350.996,00 (Loftnet og þess háttar) Tölvu- og símstrengjalagnir: 1.783.071,00 Hönnun: 2.936.197,00 Iðnaðarmenn í reikningsvinnu: 2.697.424,00 (Tilfærsla á milliveggjum, dyrum og fleira) Efniskaup vegna reikningsvinnu: 663.782,00 Vari: 380.435,00 Breytingar á eldhúsi: 350.000,00 Ókláruð iðnaðarvinna: 3.500.000,00 (Áætlað) Nýir skjalaskápar: 2.200.000,00 Ný húsgögn: 4.100.000,00 Flutningurá gömlum húsg. og skjalask.: 450.000,00 (Áætlað) Samtals: 31.473.166,00 OQq Kostnaður við að rýma Rauðarárstíg 25 Framkvæmdasjóður á Hverfisgötu 4-6: 19.700.000,00 Landbúnaðarráðuneytið á Sölvhólsgötu 7: 52.720.000,00 Byggðastofnun að Engjateigi 3: 121.000.000,00 Samtals: 194.420.000,00 og fremst pólitísk ákvörðun og fyrsta skrefið var að flytja Fram- kvæmdasjóð, eins og áður segir. Eftir að hann flutti stóð fyrsta hæð hússins auð um eins árs skeið, eða allt þar til varnarmálaskrifstofan flutti þangað starfsemi sína. „Það er hins vegar mál fjármála- og for- sætisráðuneytisins hvernig þeir kjósa að fara með eigur skattborg- ara.“ Byggðastofnun keypti hús- næði að Engjateigi 3 fyrir 66 millj- ónir króna og kostnaður við flutn- ing og innréttingu hins nýja hús- næðis nam 55 milljónum króna. Samtals var því varið 121 milljón króna í að færa starfsemi Byggða- stofnunar um set þrátt fyrir að innanbúðarmenn þar á bæ teldu enga sérstaka þörf á slíkum flutn- ingi. Rishæð á 53 milljónir Til að koma landbúnaðaráðu- neytinu fyrir einhvers staðar ann- ars staðar en þar sem þeir voru og kunnu ágætlega við sig, var farið út í að innrétta frá grunni fjórðu og efstu hæð hússins að Sölvhóls- götu 7, sem er í eigu ríkisins. Fjórða hæðin hafði staðið algjör- lega óinnréttuð frá því húsið var reist, og hvorki vatns- né raf- magnsleiðslur voru fyrir hendi, enda engar áætlanir uppi um nýt- ingu hennar í nánustu framtíð þar til ákveðið var að leggja Rauðarár- stíginn undir utanríkisráðuneytið. Þegar upp var staðið nam kostn- aðurinn við innréttingarnar á hinu nýja landbúnaðarráðuneyti tæp- lega 53 milljónum króna, en þá er ótalinn allur kostnaður við flutn- inginn sjálfan, það er að segja leiga á flutningabílunr, endurnýjun á liluta af húsgögnum og skrifstofu- búnaði og fleiru. Víst má telja að sá kostnaður hafi numið einhverj- um milljónum króna til viðbótar. Gardínur fyrir 2,5 milljónir Samkvæmt upplýsingum Skarphéðins Berg Steinarsson- ar, deildarstjóra í fjárnrálaráðu- neytinu, nemur kostnaður við enciurbætur á hinu nýja húsnæði utanríkisráðuneytisins og kaup á nýjum húsgögnum og skrifstofu- búnaði 31 millj- ón króna, auk þess sem áætlað er að það kosti tæpa hálfa milljón að færa allan búnað aðalskrifstof- unnar yfir Hlemmtorgið. Sam- kvæmt kostnaðaráætlun var gert ráð fyrir að framkvæmdirnar kost- uðu tuttugu milljónum króna meira, en að sögn Skarphéðins tókst að lækka framkvæmdakostn- aðinn þetta rnikið með því að bjóða út meirihluta framkvæmd- anna. Uppsetn- ing öryggiskerf- isins er eitt af því sem ekki var boðið út og liggja engar upplýsingar fyr- ir um kostnað- inn við hana. Dýrasti liður- inn í endurbót- unum á Rauð- arárstígnum var frágangur gólfefna, en fyrir hann þurfti að greiða 5,2 milljónir. Þar á eftir koma iðnaðarmenn í reikn- ingsvinnu, sem unnu við að færa til milliveggi og fylla upp í dyr á þeim og skapa nýjar. Þessi hluti frarn- kvæmdanna var ekki boðinn út og kostnaður við hann nam tæplega 3,5 m i 11 j ó n u m króna með efn- iskostnaði. Það sem mesta at- hygli vekur er hins vegar þriðji hæsti útgjaldalið- urinn, sem er endurnýjun strinrla- gluggatjalda, en sú endurnýjun kostaði ríkissjóð tæpar tvær og hálfa milljón króna. Reiknað er með að starfsmenn utanríkisráðuneytisins geti skýlt sér fyrir síðdegissólinni á bakvið hin nýju gluggatjöld frá og með 20. mars. -æöj Efsta hæðin á þessu húsi var innréttuð frá grunni svo hægt væri að koma land- búnaðarráðuneytinu fyrir einhvers staðar annars staðar en í sama húsi og ut- anríkisráðuneytið. Kostnað- urinn við framkvæmdirnar nam tæpum 53 milljónum króna. Þetta hús að Engjateigi 3 í Reykjavík var keypt undir starfsemi Byggðasjóðs fyrir 66 milljónir króna og innrétt- að fyrir 53 milljónir. Framkvæmdasjóður var fluttur í sama húsnæði og Lánasýsla ríkisins að Hverf- isgötu 4-6 fyrir tæpar 20 milljónir króna. Mennta- málaráðuneytið var í þessu húsi þar til fyrir fimm árum síðan, að það var flutt á Sölvhólsgötu með ærnum tilkostnaði. ðíáGyMflll I utnaríkisráðuneytinu starfa 57 manns, landbúnaðarráðu- neytið er með 17 starfsmenn í fullu starfi, Framkvæmda- sjóður 15 og Byggðastofnun 19. Fimm starfsmenn eru í hlutastarfi hjá Byggðastofn- un. Samtals eru það því 113 starfsmenn, sem skipta um skrifborð í þessum flutning- um. Það þýðir að kostnaður- inn við að færa hvern starfs- mann nemur um það bil tveimur milljónum króna. Þessir flutningar snúast hins vegar fyrst og fremst um það að koma öllum starfsmönn- um utanríkisráðuneytisins á einn stað. Sé dæmið reiknað út frá þeim forsendum kem- ur í Ijós að flutningarnir yfir Hlemmtorgið kostuðu fjórar milljónir króna á hvern starfsmann ráðuneytisins. Unnið að framkvæmdum við Rauðarárstíqinn %

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.