Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 32
álftinn hafinn á netinu IT/.llillil.l-.UMI Kosningabaráttan virðist ætla að leita í nýja farvegi að einhverju leyti. Velti- skiltaauglýsingar eru á öðru hverju götuhorni og það veltur á því hvorum meg- in götunnar menn koma hvort þeir sjá engilfríða ásjónu Halldórs Ásgríms- sonar eða hvessilegar brúnir Jóns Baldvins. Internetið hefur einnig vakið at- hygli eftir að Guðmundur Árni reið þar á vaðið fyrir prófkjörið, en hann lét skattgreiðendur reyndar bera kostnað af þvi. Björn Bjarnason er kominn með eigin síðu á eigin kostnað og Sjálfstæðisflokkurinn og Heimdallur munu vera á leiðinni með áróðurssíður. Þá er Þjóðvaki kominn með slatta af síðum á netinu. Lengst ætla þó sjálfstæðismenn að ganga, því Samband ungra sjálf- stæðismanna ætlar að Oþna sérstaka kosningaútvarpsstöð á næstu dögum... Hemmi fékk nei Hemmi Gunn óskaði sérstaklega eftir því við yfirboðara sína að 100. þátturinn hans yrði í beinni út- sendingu, enda hefur hann verið óánægður með það fyr- irkomulag að taka allt upp fyrirfram. En svarið sem hann fékk var þvert nei og sparnaði borið við... Hófí malar Lindu sem kvenfyrirmynd ■ Mörður og Hannes að verða eins ■ Agnes kölluð Barbí von Styrmlet ■ Mannlíf fagnar á Skuggabarnum í nýjasta Mannlífí völdu konur sér fyrirmyndir úr hópi fjölda kvenna og gáfu einkunn og kom þar í ljós að HóFÍ er konum ansi hugleikin en hún fékk hæstu meða- leinkunn, eða 8,1. Linda Pétursdóttir fékk hins vegar 5,2 og einungis ÁGNES Bragadóttir blaðamaður fékk fleiri núll eða alls fimmtán talsins. Þegar kom að því að spyrja um kynæsandi karla var sjö þekktum karlmönnum til að dreifa sem kon- urnar gátu gefið einkunn. Þá fóru að sjást öllu lægri einkunnir. Nafn- arnir Ingvi Hrafn BINGÓKALL og Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri fúxuðu en Ingvi Hrafn fékk lægstu meðaleinkunn, 2,4, en Hrafn Gunnlaugsson fékk 3,1. Hrafn Gunnlaugsson flaggaði hins vegar fleiri núllum, eða þremur betur en Ingvi Hrafn, því að samtals 49 kon- ur gáfu honum núll. SlGURÐUR Sveinsson dúxaði hins vegar með hæstu meðaleinkunn en honum gáfu konurnar að meðaltali 7,8 en annað kyntröll, nefnilega Egill ÓLAFSSON, fékk flest tíu en dugði þó ekki til að fleyta honum í fyrsta sætið. Ein spurningin hljóðaði þannig: „Ef þú værir gift og Tom Cruise vildi sofa hjá þér, mynd- irðu gera það?“ Já sögðu 19 prósent 78 prósent sögðu nei, Aðeins 2,7 prósent vissu ekki hver hann er. En athyglisvert er að ein af hverjum tíu giftum konum í hópi svarenda svöruðu því játandi. Það eru því til giftar konur sem eru til í að hoppa uppí með Tom Cruise... Tjörupósturinn, sem gefinn er út í kringum árshátíð starfsmanna Morgunblaðsins, inniheldur grín og glens og fá margir starfsmenn blaðsins pillur í blaðinu. Heyrst hefur að háðið að þessu BRAGADÓTTUR. nes er víst kölluð Barb von Styrmiet og þykir mönnum sú nafngift augljós þar sem Agnes hafi verið náinn sam- starfsmaður STYRMIS GUNNARSSONAR ritstjóra. Auk nafngiftarinnar er henni gefin ákveðin bókmenntaleg tenging með því að skrýða hana í búning Barböru Cartland... Það má búast við því að Skugga- barinn verði þéttsetinn í kvöld klukkan átta. Þangað hefur Mannlíf boðað fjölda manns til að fagna hundraðasta tölublaðinu með freyðivíni og skemmtilegheitum og þar verður margt fjölmiðlafólk að samfagna. Heyrst hefur að veislu- haldarar eigi nokkur leyninúmer uppi í erminni. Jafnvel að hljóm- sveitin Skárr’n ekkkert með Guð- MUND STEINGRÍMS- SON HERMANNS' SONAR hafi verið fengin til að létta fólki lund í bland við freyðivínið. Ritstjórarnir Bjarni Brynj- ÓLFSSON Og KRISTJÁN Þorvaldsson verða væntanlega bísperrtir enda frágengið að þeir verði áffam með blaðið... Ólafur Ragnar Grímsson skýt- ur föstu skoti í blaði stjórnmála- fræðinema að fýrrum upplýsinga- fulltrúa sínum Merði Arnasyni, sem skipar þriðja sæti lista Þjóð- vaka í Reykjavík í komandi Alþing- iskosningum. Mörður er með inn- slag í félagi við HANNES HÓLM- stein Gissurarson í 19:19 eins og kunnugt er og er Ólafur inntur eftir áliti sínu á þættinum af stjórnmála- fræðinemunum. Ólafur segist ótt- ast að Mörður muni færast svo hratt til hægri að innan tíðar verði hann eins og Hannes og óneitan- lega sé hann kominn á visst hættu- svæði... Kaffí- drykkja á ínter- netinu í kvöld verður gjörbylting í kaffi- húsalandslagi borgarinnar þegar fyrsta netkaffihús landsins verður opnað í kjallara Bíóbarsins. Þar verður hægt að setjast niður við sex tölvur af Laser-gerð og tengjast hinu óendanlega víðfeðma Inter- neti í gegnum Miðheima, ná sam- bandi við alla þá gagnabanka sem menn hafa lyst á, detta inni í há- spekilega samræðuhópa, eða bara skoða heimasíður aðdáendaklúbbs Tom Jones og sötra yfir þessu ljúfar veitingar: kaffi, bjór eða te. Þá geta tækjafríkin, sem ganga með tölvurnar undir hendinni, einnig gert sig heimakomin og stungið sér í samband í næsta vegg. Staðir sem þessir hafa sprottið upp eins og gorkúlur í útlöndum og ganga þar undir samheitinu cyberia (samanber kaffiteria). Það er Einar Örn Benediktsson sem er í forsvari fýrir kaffihúsið og eins og honum er lagið var hann fljótur að snara hinu erlenda samheiti net- staðanna yfir á íslensku og gefa staðnum nafnið Síbería. Og eins og segir í fréttatilkynningu frá staðn- um verður jafnframt boðið upp á alla almenna þjónustu við ferða(tölvu)langa svo sem hleðslu, mótaldstengingu og útprentun. andres@centrum.is Menntahlunkur á Austurvelli Fulltrúar allra námsmannahreyf- inganna á íslandi komu í gær fyrir hnullungi á Austurvelli. Hann er úr íslensku gabbrói og í grafið slagorðið „Menntun er hornsteinn". Með þessu þykjast stúdentar leggja táknrænan hornstein að framförum og framtíð þjóðarinnar. Hann á að vera þarna I mánuð sem áminn- ing til námsmanna og annarra um það að gera menntamálin að raunverulegu kosningamáli í þetta sinn. Ekki var fengið leyfi fyrir steininum, svo það er óvíst hvort hann endist þarna út mán- uðinn. Sagnameistararnir ætla að koma saman í Kaffileikhúsinu á miðvikudagskvöldið. F.v: Matthías Bjarnason, Vilborg Harðardóttir, Ása Richardsdóttir, Guðrún Hallgrímsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir og Einar Thor- oddsen. Sögumenn segja sögur af sjálfum sér og öðrum í Kaffileikhúsinu Sagnabrunnurinn er ótæmandi „Ég er bara peð sem verð trekkt- ur upp til að segja eitthvað," er það fyrsta sem Einar Thoroddsen, læknir og vínfrömuður, hefur að segja um þá nýjung Kaffileikhúss- ins að halda sögukvöld á miðviku- dagskvöldum. „Þetta verða svona smásögur, líkast til hrakfallasögur, sagðar af sjö til átta sögumönnum auk virkrar aðstoðar áhorfenda úti í sal. Það er að segja ef einhverjir mæta.“ Sögukvöldin taka við af leiksýn- ingum Kaffileikhússins sem verið hafa í gangi undanfarna fimm mánuði. Meiningin er að fá þekkta og óþekkta sagnamenn til að gera grín að sjálfum sér og öðrum í heyranda hljóði og ef vel tekst til ættu fjörugar umræður að skapast. Sögumennirnir á fyrsta kvöldinu verða aldeilis ekki af lakara taginu. Auk Einars munu verða þarna gnægtarbrunnar sagna eins og Friðrik Þór Friðriksson, Einar Kárason, Steinunn Sigurðar- dóttir, Kristjana Samper og síð- ast en ekki síst Matthías Bjarna- son. „Hann ku vera mikill sagna- brunnur enda búinn að lifa tímana tvenna. Það verður skemmtilegt að hlusta á hann.“ En hvað œtlar lœknirinn sjdlfur að segja? Verða kannski sagðar gaman- sögur af samskiptunum við sjúk- linga? „Nei, enda er ég bundinn þagnareiði og hef því ekki leyfi til að nafngreina einn né neinn. Ég þyrfti þá fyrst að fá leyfi fyrir því og ég var nú ekki kominn svo langt ennþá,“ svarar Einar hlæjandi en bætir svo við. „Ég hef nú ekki ákveðið neitt ennþá og býst ekki við að ég geri það fyrr en á síðustu stundu. Enda verð ég að yfirvinna sviðsskrekkinn fýrst.“ Bih Veðrið um helciina t dag verður allhvasst eða hvasst fyrir norðan og mun snjókoma fylgja í kjölfarið. Syðra verður að mestu þurrt og hægt í veðri. Veðurhorfur næstu daga: Á föstudag er búist við suðaustan átt, kalda eða stinningskalda. Snjó- koma verður um austanvert landið og á annesjum noröan lands en úr- komulaust annars staðar. Austan eða suðaustanátt verður á laugar- daginn, hvasst á Vestfjörðum en mun hægara annars staðar á land- inu. Rigning eða súld verður suð- austan og austan lands en úrkomu- laust annars staðar. Hiti verður 3-4 stig. Á sunnudag verður síðan vestan eöa norðvestanátt, víðast hvar frem- ur hæg. Él eða slydduél víða sunnan og vestan lands en úrkomulaust annars staðar. Hiti verður frá frost- marki og upp í tvö stig. Er Jóhönnu Sigurðardóttur treystandi sem forsœtisráðherra? 18.16 19,90 krbnur mínútan I hverju tölublaði leggur Morgunpósturinn spurningu fyrir lesendur, sem þeirgeta kosið um í síma 99 15 16.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.