Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 18
18 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995 PðSturihn Útgefandi Miðill hf. Ritstjóri Fréttastjórar Fram k væm d astj ó ri Auglýsingastjóri Setning og umbrot Filmuvinnsla og prentun Gunnar Smári Egilsson Sigurður Már Jónsson Styrmir Guðlaugsson Kristinn Albertsson Örn ísleifsson Morgunpósturinn Prentsmiðjan Oddi hf. Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum og kr. 280 á fimmtudögum. Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku. Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 100 króna afslátt. Þingmenn án jarðsambands í MORGUNPÓSTINUM í dag eru lagðar þrettán léttar spurning- ar fyrir tíu frambjóðendur í komandi kosningum. Spurningarnar fjalla ekki um þjóðfélags mál. Þær fjalla ekki um hin stærri mál og ekki heldur um hin smærri mál. Þær fjalla um svokölluð ómerki- leg mál - - sem eru furðu fyrirferðamikil í lífi venjulegs fólks. í sjálfu sér gekk blaðinu ekkert sérstakt til með að spyrja þing- mennina. Þetta var leikur. En þegar svörin eru skoðuð er ekki laust við að maður skilji hvers vegna frumvarp um tóbaksvarnar- lög hefði verið samþykkt á nýliðnu þingi ef ekki hefði komið til andstaða veikasta þingmannsins á þingi — Inga Björns Alberts- sonar. Ingi Björn notaði reyndar daginn í gær til að tilkynna að hann væri hættur í pólitík og búinn að snúa sér að heildverslun. Hans verður ekki minnst sem mikilsvirts stjórnmálamanns. Þó er rétt að minnast þess í framtíðinni að svanasöngur hans í stjórnmál- unum varð til þess að tóbaksvarnarlögin náðu ekki fram. I þessum lögum var meðal annars ákvæði sem bannaði tóbaks- reykingar í tónlistarmyndböndum. Reykingar voru ekki bannað- ar í kvikmyndum, ekki bókum, ekki sjónvarpsleikritum og ekki einu sinni í stjórnmálaumræðum í sjónvarpssal. En þingmönn- unum þótti eðlilegt að banna þær í tónlistarmyndböndum. Ástæðan fyrir því að bannið var ekki víðtækara er sjálfsagt sú að þingmenn hafa ekki treyst sér til að banna Hrafni Gunnlaugssyni að segja sögu af manni ef sá maður reykti. Þeir vissu að ef Hrafn teldi það styrkja persónusköpun sína þá myndi hann láta mann- inn reykja. Þingmennirnir hafa áttað sig á að þrátt fyrir vilja sinn til að vinna inn prik fyrir baráttu fyrir hollum lifnaðarháttum þá væri þarna lína sem þeir gætu ekki farið yfir. Lína tjáningarfrels- ís. En þingmönnunum fannst í lagi að banna reykingar í tónlistar- myndböndum. Ekki vegna þess að þau tilheyra geira samfélagsins sem á sér ekki sterka talsmenn og er því hættulaus stjórnmála- mönnum í leit að framlengingu ráðningarsamnings síns, heldur vegna þess að þeim finnst tónlistarmyndbönd ómerkileg. Og þess vegna eru þeir tilbúnir að setja gerð þeirra skorður sem þeim dirfist ekki að bjóða öðrum upp á. Þótt þetta sé lítið dæmi af smáu máli (og þótt það hafi eínn smæsta þingmanninn að talsmanni) þá sýnir það vel hvernig stjórnmálamenn hugsa. Þeir láta rekast með straumnum og von- ast til að sneiða hjá skerjunum. Þá skortir stefnufestu í öllum málum. Og eins og fram kemur ú svörum þeirra flestra við spurningum Morgunpóstsins þá vita þeir líka sáralítið um samfélagið sem þeir lifa í, samfélagið sem þeir eiga að setja reglur. Dýrar gardínur Hvað gerir fjölskylda sem er að flytja inn í nýja íbúð þegar hún skuldar 130 milljarða og eyðir um tíu milljörðum meira en hún aflar á ári? Sjálfsagt reynir hún að spara. Hún myndi alla vega ekki leyfa sér að kaupa gardínur fyrir á þriðju milljón. Það gera hins vegar forsvarsmenn utanríkisráðuneytisins þegar þeir flytja í nýtt húsnæði við Rauðarárstíginn. Þrátt fyrir að þeir eigi í raun ekki bót fyrir rassinn á sér þá spara þeir ekki við sig. Gunnar Smári Egilsson Pósturmn Vesturgötu 2, 101 Reykjavík, sími 552-2211 fax 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2243 Tæknideild: 552-4888 Auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577 Skrifstofa Morgunpóstsins er opin mánudaga til föstudaga frá 9:00 til 17:00 Dreifingar- og áskriftardeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 8:00 til 19:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Auglýsingadeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 9:00 til 18:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Smáauglýsingadeildin er opin frá 9:00 til 21:00 virka daga, nema miðvikudaga, til 18:00, 12:00 til 16 á laugardögum og milli 13:00 og 18:00 á sunnudögum. Fjandvinir er retta orðið „Ég vil svara þessuþantiig að við séum ekki fjandmenn við Benedikt en það vœri synd að kalla okkur vini Gvendur Jaki Nytsami sakleysinginn „Ég hef áreiðanlega einhvern tíma veitt Kínverjum kœrkomnar upplýs- ingar án þess að gera mér grein fyrir því að ég vceri njósnari. “ Arnþór Helgason Kínavinur Einn á lúðurinn og þeir koma aldrei aftur „Eina árangursríka aðferðin til þess að losna við Votta Jehóva er að taka ekki við ritum þeirra, þá eru mun minni líkur á að þeir komi aft- ur ogþá ekki fyrr en eftir mörg ár. “ Gunnar Magnússon fórnarlamb Eru bömin borin út? „Við ákváðum aðgera tilraun t Hafnarftrði, eins konar rannsókn- arverkefni, hvað mikið aflífrœnu er í því sem heim- ilið kastarfrá sér. “ Benóný Ólafsson, framkvæmdastjóri Gáma- þjónustunnar Bréf til blaðsins Að hlaupafyrir hjörg Núverandi umhverflsráðherra skrifar grein í Morgunpóstinn þann 20. febrúar síðastliðinn þar sem hann reifar skoðanir sínar í Evr- ópumálunum. Rauði þráðurinn í skrifum hans er dýrðaróður um þá möguleika sem aðild Islands að Evrópusambandinu myndi opna tslendingum, þá sérstaklega „bráð- efnilegu ungu fólki, sem heldur til náms erlendis“. Tllvistarkreppa Al- þýðuflokksms Nú er það kunnugra en frá þurfi að segja að Alþýðuflokkurinn ætl- aði að losna úr þeirri tilvistar- kreppu sem hann er í með því að freista þess að gera Evrópusam- bandsmálin að kosningamáli í komandi kosningum. Á þann hátt átti að leiða athyglina frá verkum flokksins í tíð núverandi ríkis- stjórnar, flokkslegri spillingu um- fram það sem þekkist í íslenskum stjórnmálum og subbuskap margs konar. Sá möguleiki var á hinn bóginn frá þeim tekinn þegar Nor- egur hafnaði aðild að Evrópusam- bandinu og því féll sú röksemd sem bundnar höfðu verið vonir við að keyra þennan málflutning á þeim nótum að ísland væri eitt Norður- landanna utan EB. Engu að síður berja þeir lóminn og reyna að koma Evrópusambandsmálunum í for- grunn og kyrja sönginn um það að það sé ekkert óttaiegt við það að sækja um aðild að EB, niðurstaðan verði ætíð lögð í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Innan EB eru átök og óeining í grein Össurar kemur fram að aðild að EB myndi hafa sömu já- kvæðu áhrifin á efnahag Islands eins og það hefur haft á efnahag þeirra þjóða sem hafa gengið í það. Er þessi fullyrðing einhlít? Það er staðreynd sem ekki verður fram hjá gengið að innan EB er mikil óein- ing og átök um stefnu sambandsins í mörgum málaflokkum. Innri markaður þess og aukin miðstýring leiðir til þess að valdið safnast sam- an á æ færri hendur, hvort sem um er að ræða vald yfir markaðinum í Gunnlaugur ; JÚLÍUSSON ■Æi Éi hagfræðirtgur krafti fjármagns og stærðar eða stjórnmálalegt vald. Stóru löndin sækja æ harðar á að fá aukið vægi við ákvarðanatöku og ýta þannig hinum smærri til hliðar. Innan ein- stakra landa er mikil og vaxandi óánægja út í stefnu bandalagsins og þeim áhrifum sem innra þjóð- skipulag verður fyrir vegna þess. Englendingar, Frakkar og Danir, svo dæmi séu nefnd, eru klofnir í herðar niður í afstöðu sinni til bandalagsins. Aðiid Svía og Finna var samþykkt með mjög naumum meirihluta og umsókn Noregs felld með naumum meirihluta. Þannig er ljóst að afar deildar meiningar eru innan þeirra landa sem við höf- um hvað mest tengsl við um ágæti Evrópusambandsins og stefnu þess, eins og hún lítur út í dag. Þessu verður ekki á móti mælt og því eru mærðarfullar greinar um Evrópu- sambandið sem paradís á jörð væg- ast sagt afar hjákátlegar. Möguleikar innan EB Össur fer um það nokkrum orð- um hve möguleikarnir séu rniklir fyrir vel menntað ungt fólk innan EB og atgervisflótti blasi við, ef ekki tekst að skapa jafn góð skilyrði hér- lendis og í nágrannalöndum okkar. Maður hlýtur að spyrja sig í fram- haldi af þessu út frá hvaða hags- munurn á að taka mið við ákvarð- anatöku um inngöngu í EB? At- vinnuleysi innan EB er gífurlegt og eitt af stærstu vandamálum ríkja- samsteypunnar. í kaupmannahöfn var til dæmis starfandi félag for- eldra gjaldþrota námsmanna þegar ég bjó þar fyrir nokkrum árum. I danmörku og öðrum EB-löndum er fjöldinn allur af „bráðefnilegu ungu fólki“ atvinnulaus og hefur iitla sem enga möguleika á að fá vinnu. Það er síðan effirtektarvert að nú þykir talsmönnum inngöngu Islands í EB vera sjálfsagt mál að taka endanlega ákvörðun um hana í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeirri að- ferð var hins vegar alfarið hafnað varðandi samninginn um evrópskt efnahagssvæði. Þá þótti stjórnvöld- um almenningur vera það illa upp- lýstur og fáfróður um eðli samn- ingsins að hann gæti ekki tekið ákvörðun í svo flóknu máli. Hvað hefur breyst? Eftir hverju er verið að sælast? Það er eftirtektarvert í þessu sambandi að þegar rætt er um EB af þeim sem tala fyrir inngöngu ís- lands í bandalagið þá er ætíð rætt um stöðu íslands út frá hagsmun- um tiltölulega fámenns hóps, en ekki út frá stöðu almennings. Ég sé ekki að það sé sérstaklega eftirsóknarvert að ganga til liðs við ríkjasamsteypu þar sem atvinnu- leysi er milli to og 20 prósent og mest hjá almennu verkafólki. Ég sé ekki að það sé eftirsóknar- vert að ganga til liðs við ríkjasam- steypu þar sem kynslóð eftir kyn- slóð þekkir ekkert annað en at- vinnuleysi. Ég sé ekki að það sé effirsóknar- vert að ganga til liðs við ríkjasam- steypu þar sem troðið er á réttind- um starfandi fólks og verkalýðsfé- lög eru vanmáttug og sundruð. Ég sé ekki að það sé eftirsóknar- vert að ganga til liðs við ríkjasam- steypu þar sem mengunarvarnir eru hunsaðar og umgengni við helstu náttúruauðlindir mótast af rányrkjuhugsunarhætti nýlendu- ríkja. Óttinn nagar Össur Óttinn við framtíðina virðist naga umhverfisráðherra að innan og hann sér það bjargráð helst að flýja í náðarfaðm EB. Hann virðist óttast að takast á við framtíðina á eigin vegum og á eigin ábyrgð hér á Islandi. Þess vegna mærir hann möguleikana innan EB fyrir örfáa útvalda og tekur ákvarðanir sam- kvæmt því fyrir heildina. Virtur ræðumaður íslenskur varaði eitt sinn þjóðina við því að hlaupa fyrir björg af ótta við tröllin í þokunni. Mér sýnast þau varnaðarorð eiga við enn í dag. „Össur Skarphéðinsson fór um það nokkrum orðum hve möguleikarnir vœru miklirfyrir vel menntað ungtfólk innan EB og atgervisflótti blasi við.<( Þungavigtarmenn eru meðal annars: Árni Sigfússon, Geir H. Haarde, HalldórÁsgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Erlendsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.