Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995 MORGUNPÓSTURINN VÍN, VÍF OG SÖNGUR 15 Eru einhverjir frambjóðendur heitari en aðrir? Vilja Framarar fá Davíð eða freistar Mörður meira? Björn Ingi Hrafnsson fékk nokkra flokkseigendur til að benda á hverjir það eru úr röðum andstæðinganna sem þeir vildu helst sjá á sínum lista Ágúst Einarsson Þjóðvaka í Reykjavík Steinunn: „Það er alltaf gott að fá einhvem í bókhaldið." Birgir: „Miðað við það sem hann hefur sagt og skrifað á undanförnum árum er ótrúlegt að hann skuli binda trúss sitt við afskaplega gamaldags vinstristefnu." Arni Mathiesen Sjálfstæðisflokki á Reykjanesi Flosi: „Flann var í brúarvinnu hjá pabba og hlýtur að hafa lært eitthvað þar. Síðan er öll- um flokkum auðvitað hollt að hafa innan sinna vébanda einn og einn hrossalækni." Steinunn: „Til að lækna öll dýrin stór og smá.“ Ámundi: „Að taka hann væri náttúrlega viss áhætta. Nafni hans Johnsen gæti nefnilega fylgt með.“ Björn Bjarnason Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Steinunn: „Það er alltaf þörf fyr- ir húmorista eins og Björn.“ Davíð Oddsson Sjálfstæðisflokki í Reykjavík Oddur: „Vegna þess að hann dregur æ meiri dám af læriföð- ur sínum Ólafi Jóhannessyni og er óðum að tileinka sér lands- föðurlega framkomu hans.“ Finnur Ingóifsson Framsókn í Reykjavík Steinunn: „Þá þyrfti hann að taka sér orðið kvenfrelsi í munn. Svo væri líka mjög gam- an að sjá hann í grænni dragt.“ Friðrik Sophusson Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Steinunn: „Það er aldrei nóg af lögfræðingum." Alitsgjafarnir Ámundi Ámundason Birgir Ármannsson Flosi Eiríksson Hrannar B. Arnarsson Oddur Ólafsson Steinunn V. Óskarsdóttir Guðmundur Bragason Alpýðubandalaginu Reykjanesi Ámundi: „Hann er glæsilegur fulltrúi íþróttamanna og hefur ekkert að gera í Alþýðubanda- laginu." Guðmundur Árni Stefánsson Alþýðuflokki á Reykjanesi Steinunn: „Af því að við erum að spá í að halda listahátíð og hann g'æti bæði nýst okkur bæði sem framkvæmdastjóri og listamaður." Helgi Hjörvar Alþýðubandalagi í Reykjavík Hrannar:Fluggáfaður og fram- bærilegur fulltrúi sameiningar- sinna. Því er leiðinlegt að sjá hann læsast í klóm gamla flokkakerfisins." Ámundi: „Ég væri til í að bjóða honum sjö kvöld í röð á Bost- on-kjúklinga ef það mætti vera til þess að fá hann í mínar raðir. Hann er einn af fáum frambæri- legum mönnum sem enn eru eftir í Alþýðubandalaginu." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kvennalista í Reykjavík Hrannar:Hún er einn frambæri- legasti stjórnmálamaður lands- ins og þess vegna er vel þess virði að forða henni frá niður- lægingu Kvennalistans í næstu kosningum." Jóhanna Sigurðardóttir Þjóðvaka í Reykjavík Oddur: „Hún er einlægur and- stæðingur íhalds og krata." Jón Baldvin Hannibalsson Alþýðuflokki í Reykjavík Oddur: „Honum er manna best lagið að þjappa bændafylkinu um Framsóknarflokkinn." Katrín Fjeldsted _ Sjálfstæðisflokki Reykjavík Ámundi: „Ég myndi gera hana strax að varaformanni." Hrannar: „Besti fulltrúi frjáls- hyggjunnar í Sjálfstæðis- flokknum.“ Margrét Guðmundsdóttir Alþýðubandalaginu Reykjanesi Hrannar: „Það er svo erfitt að hafa tengdamömmu á lista andstæðinganna." Ólafur Ragnar Grímsson Alþýðubandalagi á Reykjanesi Steinunn: „Ef hann er með þá er aldrei hætta á því aö það komi vandræðaleg þögn á fundurn." Oddur: „Aldrei hafa verið bundnar meiri vonir við hann en ar hann var í Framsóknar- flokknum." Það væri aman að siá inn Ingó í grœnm dragt Kristín Ástgeirsdóttir Kvennalistanum í Reykjavík Oddur: „Hún myndi ekki skyggja á kvennablóma Fram- sóknar.“ Kristín Á. Guðmundsdóttir Alþýðubandalagi í Reykjanesi Ámundi: „Hún á að koma til okkar og gerast þingmaður. Það er ekkert of seint fyrir hana.“ Mörður Arnason Þjóðvaka í Reykjavík Flosi: „Ég held að það sé feiki- lega skemmtilegt að sjá hann í þessu nýja hlutverki sem sátta- semjari og málamiðlari. Ég vil eiginlega ekki missa af því.“ Steinunn: „Hann viljum við fá því þá kæmi Hannes örugglega líka.“ Ámundi: „Hann á að vera löngu kominn í flokkinn. Ég get gert hann að manni ef hann kemur til okkar." Olafur G. Einarsson Sjálfstæoisflokki á Reykjanesi Steinunn: „Maður með yfir- burðaþekkingu og áhuga á mennta- og menningarmálum nýtist alltaf vel.“ Olafur Orn Haraldsson Framsókn í Reykjavík Flosi: „Þessar auglýsingar sem hann hefur verið að keyra í Mogganum undanfarið eru lík- lega þær hallærislegustu sem lengi 'hafa sést. Þetta er svo ótrúlega lummulegt að maður- inn hlýtur að hafa eitthvað fram að færa.“ Birgir: „Hann er að stela sen- unni frá Finni Ingólfs og hann virðist vera ágætur áróðurs- maður. Hins vegar held ég að hans stíll fari svolítið fyrir brjóstið á gömlu Frömmurun- um.“ Ámundi: „Ég vil fá hann um leið og hann þiðnar. Að vísu með einu skilyrði: Hann má alls ekki láta Finn Ingólfs fylgja með.“ Siv Friðleifsdóttir Framsókn á Reykjanesi Birgir: „Það væri gaman að sjá sjávarútvegsstefnu sjúkraliðans íframkvæmd.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir Kvennalista í Reykjavík Flosi:Þessi æðislega forsíða á Veru slær allt út. Þar að auki stend ég alltaf með fyrrverandi Kópavogsbúum." Birgir: „Hún passar illa inn í þetta hugmyndafræðilega nunnuklaustur með sína víð- sýni.“ Ámundi: „Ég væri til í að bjóða henni 25 barnaísa. Hún yrði góður þingmaður okkar og ég ætla að leggja snörur fyrir hana strax eftir kosningar." Ogmundur Jónasson Alþýðubandalagi í Reykjavík Steinunn: „Mig dreymir um að sjá þessar raðir óháðra." Össur Skarphéðinsson Alþýðuflokknum í Reykjavík Steinunn: „Af því að hann er fyndinn og feitur." Birgir: „Hann hefur verið á svo hraðri leið til hægri á unfanförn- um árum frá því hann var rit- stjóri Þjóðviljans að það væru engin stórtíðindi þótt hann end- aði í Sjálfstæðisflokknum. Síð- an spillir ekki fyrir að hann er stórskemmtilegur maður sem hefur gaman að því sem hann er að gera og aukaprikið fær hann síðan fyrir slaufuna sína.“ Hrannar: „Hann er svo góður að koma sjálfum sér á forsíð- Lítrabjórinn er kominn til landsins Síðan bjórmenningin hélt inn- reið sína í íslenskt samfélag hefur ýmislegt vökvakennt runnið til sjávar. Augljóslega. Frá því allur bjór var seldur í 33 cl. umbúðum eru hálfslítra dósir nú allsráðandi. Þróunin heldur áfram og næsta skref er að við fáum bjór í lítra- flöskum eins og þekkist úti í hinum stóra heimi. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, segir að ekkert sé því til fyr- irstöðu að fluttur sé inn bjór í slík- um umbúðum. „Það eina sem við gerum kröfu um er að magn hverrar sölueining- ar sé ekki minna en tveir lítrar. Það eru innkaupareglurnar sem við fylgjum,'1 segir hann. Höskuldur segir að stærsti hluti bjórs sé nú seldur í hálfslítra umbúðum. „Það er lang algengast núna. Það er eng- in ein skýring á því hvers vegna ts- lendingar fóru svona hratt yfír í þessar umbúðir. Erlendis er mun algengara að notaðar séu 25 cL eða 33 cl. umbúðir.“ Ingvar Karlsson, franikvæmda- stjóri Heildverslunar Kárls Karls- sonar, segir að fyrirtækið flytji nú Ingvar Karlsson heildsali með San Miguel-bjórinn í lítraflöskum. „Það eru öruggiega einhverjir sem vilja þetta.“ þegar inn spænska bjórinn San Miguel í lítraumbúðum. „Við geymum hann í Tollvörugeymsl- unni og hann er afhentur gegn dags fyrirvara. Það eina sem þarf að gera er að fara í Heiðrúnu, sérverslun ÁTVR, og panta hann.“ Stendur ekki til að hefja sölu á bjórnum almennt í Ríkinu? „Það hefur ekki verið rætt neitt sérstaklega. ÁTVR hefur þessa tveggja lítra reglu og eins og er get- um við ekki límt tvær flöskur eða fleiri saman, þannig að við höfum haft þennan háttinn á.“ Ingvar segir að nú þegar séu nokkrir skemmtistaðir farnir að bjóða upp á þennan valkost. „Ég er ekki viss um að þetta verði svo út- breitt en það verða örugglega alltaf einhverjir sem vilja þetta. Það er bara komin svo mikil kútamenning hingað. Nú kaupir fólk bara bjór- kúta við minnstu tilefni og skenkir beint í glös.“ 1 spænskum borgum veifa ung- lingarnir lítrabjór og hver veit nema það sama verði uppi á ten- ingnum í miðbæ Reykjavíkur áður en langt um líður — lítrabjór taki við af vodkabokkunni. Bih Þetta verður geðveikt stuð segir Þór Eldon í Unun, „Pað er víst óhætt að segja að þetta verði geðveikt stuð. Þetta er alvöru tækifæri til að fara á reyk- vískt sveitaball og ég veit ekki um nokkurn mann sem vill missa af því.“ Það er gítarsnillingurinn Þór Eldon í Utiun sem hefur orðið. Sveitaballið, sem hann lýsti svo fjálglega, verður haldið á hinu mjög svo sveitalega Hótel Islandi um næstu helgi, nánar tiltekið föstu- dagskvöldið 17 mars næstkomandi. Mikill fjöldi stórsveita mun stíga þarna á stokk, auk Ununar verða þarna Spoon, SSSól, Tweety og -Vin- ir vors og blóma. Auk þess verður tískusýning á vegum Icelandic Models auk þess sem dansfríkin geta tjúttað í þar til gerðum hliðar- sölum. Eða eins og Þór Eldon orðar það: „Þetta verður megaball ársins og það ætti enginn að láta þetta fara fram hjá sér.“ Þar hafiði það. Bih -i

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.