Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 20
20 MORGUNPÓSTURINN FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995 Ástþór Magnússon hóf barnungur feril sinn sem athafnamaður og komst milli tannanna á fólki þegar Myndiðjan Ástþór varð gjaldþrota. Hann var einn af stofnendum Eurocard á íslandi og kom nálægt ýmsum öðrum rekstri bæði hér heima og erlendis. Nú er hann kominn hingað til að koma á laggirnar alþjóðlegri friðarstofnun á íslandi. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir kannaáíÉiá&r maðurinn væri á bak við Frið 2000. askáld Imaðul Það óraði fáa fyrir því, þegar Póstverslunin Magasín og Mynd- iðjan Ástþór lögðu upp laupana og skildu eftir sig milljóna gjaldþrot og eigandinn flutti erlendis, að hann myndi snúa aftur til þess að koma á friði í heiminum. Hann kom jú, heim á einka- þotunni, „Spirit of Iceland," í millitíðinni. Þær eru stórar hug- sjónirnar að félaginu Friði 2000, sem vinnur að undirbúningi al- þjóðlegrar friðarstofnunar á Islandi. En maðurinn að baki félag- inu var bisnissmaður þar til fyrir tveimur árum, að hann hitti að sögn fyrir milligöngu kunningja, Ray Logan, breskan kennara, sem breytti heimsmynd hans. Logan sagði honum þá frá þeirri skoðun sinni að höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna ættu rétti- lega heima á íslandi. Núna segist Ástþór leigja flugvélina í stál- flutninga í Austur-Evrópu til að fjármagna starfsemi undirbún- ingsfélags að alþjóðlegri friðarstofnun á íslandi. Ástþór er fæddur 1953 í ljónsmerk- inu og ólst upp í Kleppsholtinu í Reykjavík. Hann er sagður hafa verið pabbadrengur og átt þar vísan bak- hjarl þegar hann hóf feril sinn sem athafnamaður. En fyrsta starfsemi Ástþórs á athafhasviðinu var í raun tengd blaðaútgáfu en hann gaf út unglingablaðið Jónínu sem síðan sameinaðist tímaritinu Samúel sem er gefið út enn þann dag í dag. „Við vorum þrír með þetta, ég og Páll Hermannsson og Jens Ingólfsson sem núna rekur Kolaportið. Þetta gekk mjög vel en útgáfan sameinað- ist öðru blaði þegar ég fór erlendis að læra.“ Ástþór var þá barnungur en sameiningin átti sér stað árið 1971, þegar hann var aðeins 18 ára, seinna á ferli sínum átti Ástþór það til að grípa í útgáfustarfsemi, hann gaf til dæmis út fréttabréf og annað slíkt í prentaraverkfallinu. En eftir samein- inguna gekk hann í listaskóla í Bret- landi, „skólinn hét Medway College of Design,“ segir Ástþór. „Ég lærði ljósmyndun og markaðsfræði.“ Inn í staðnað kerfi Gunnar Borg í Litseli vann hjá Ástþóri þegar hann fór af stað með Myndiðjuna Ástþór árið 1974, þá var Ástþór aðeins 21 árs gamall. „Við fór- um til Dusseldorf, til höfuðstöðva Fuji og síðar til Zurich, til Gretach að kaupa nýjustu og bestu tækin og dvöldum erlendis í mánuð við að læra aðferðirnar til að nota þau. Myndiðjan Ástþór var í upphafi rek- in í samstarfi við Gísla Gestsson, hjá Fuji-umboðinu, en það samstarf gekk ekki. Hans Petersen hafði þá haft einokunaraðstöðu á markaðn- um mjög lengi svo þetta var ansi djarft fyrirtæki. Við fyrirtækið unnu 20 til 30 manns og við buðum upp á byltingarkennda þjónustu, hraðari framköllun og stærri myndir. Fólk gat einnig sent filmurnar í pósti sem var nýtt á þeim tíma og framköllun fylgdi ókeypis filma. Ástþór var mik- ill áhugamaður um hönnun og aug- lýsingar og oft voru auglýsingaher- ferðirnar svo öflugar að við önnuð- um ekki eftirspurn. Við hliðina á Myndiðjunni rak Ástþór ljósmynda- stofú og ári eftir að fyrirtækið hóf starfsemi sína var Ástþór líka kom- inn með móttöku í Kaupmanna- höfn, en þá var flogið með filmurnar hingað heim og þær framkallaðar. Hvað sem síðar varð þá braut þessi starfsemi Ástþórs upp hefðbundið kerfi og breytti markaðnum varan- lega. Sjálfur hætti ég störfúm hjá Ást- þóri og fór aftur á Sjónvarpið en þaðan hafði ég verið í ársleyfi. Hvað varð til þess að fyrirtækinu fór að hnigna skal ég því ekki segja. Mér finnst þó líklegt að hann hafi verið of gírugur, bara færst of mikið í fang.“ Sígandi iukka er... „Fyrirtækið var að byrja og vélarn- ar komnar til landsins,“ sagði Krist- ján Sigurðsson ljósmyndari. „Það var varla búið að koma vélunum í gagnið þegar ég kom heim eitt kvöldið og kveikti á sjónvarpinu en þá blasti við auglýsing frá Myndiðj- unni Ástþór, „Framköllun og frí filma á 24 tímurn." Auglýsingaher- ferðin var hafin og undirbúningur enn í gangi. Hann fór strax út í að stækka fyrir- tækið og var með önnur járn í eldin- um,“ sagði Kristján. „En fólk var ánægt með myndirnar og hann hefði átt að halda sig við það. Hann var fyrst og fremst hugmyndasmiður og brautryðjandi. Hann var kominn með ýmislegt annað í gang, til dæm- is heildsölu og einhvern tímann rigndi inn fyrirspurnum um kven- mannsnærbuxur yfir Myndiðjuna þannig að það var ekki vinnufriður.“ Málaferli og einokun „Ég fór í slag við eitt sterkasta fyr- irtækið á Islandi," sagði Ástþór. „Ég vissi að forstjóri fýrirtækisins varð al- veg brjálaður yfir því sem við gerð- um því að við vorum langt á undan þeim í markaðssetningu. í marga ljósmyndabúðum í Reykjavík vegna auglýsingaherferðarinnar. Þeir töp- uðu að vísu málinu en það setti sitt strik í reikninginn. Þeir hækkuðu síðan ekki hjá sér framköllunarverð í mörg ár og reyndu þannig að svelta mig út. Þegar ég fór af stað var marg- falt dýrara að framkalla hér en á Spáni, undir lokin á verðstríðinu var það orðið ódýrara hér, sem segir sína sögu.“ Nýríkur á jakkafötum Fjölskyldan aðstoðaði hann á alla lund og setti traust sitt á hann. „Ég sá Ástþór nú aðallega útundan mér, ungan strák í jakkafötum, hafði lítil bein samskipti við hann maður hjá starfsfólkinu. Hann var að vinna við fyrirtækið og einhvern tímann var hann að negla lista og skreið eftir gólfinu meðan dírekt- orinn sat við skrifborðið í jakkaföt- unum þegar annar fínn maður gekk inn á skrifstofuna. „Heldurðu að þetta verði tilbúið fyrir kvöldið Magnús?“ sagði Ástþór myndug- lega og beindi máli sínu til pabba síns. Hann var svona dálítið nýrík- ur.“ Fór fjölskylda þín illa út úr gjald- þrotinu? „Ég átti fyrirtækið ekki einn. Fjölskyldan átti líka sinn hlut og þetta var fjölskyldufyrirtæki. Við vorum í þessu saman.“ Ástþór ásamt hjálparkokkum sínum í Friði 2000, Tristan Gribbin, Adi Roche, Robert Green, Lindu Lundbergs og Freyju Ragnarsdóttur. mánuði voru læti vegna þess að við gátum ekki keypt ffamköllunarvörur frá Hans Petersen, og þurftum að versla þær erlendis, það voru hálf- gerð svartamarkaðskaup á hráefú- um. Það breyttist ekki fyrr en þeim var skipað, af ég held Kodak, að selja okkur vörur. Þeir stóðu líka í mála- ferlum við okkur ásamt nær öllum en við áttum ágætt samstarf," sagði Gunnar Vilhelmsson ljósmynd- ari. „Pabbi hans var mjög vinsæll Alþjóðlegt fyrirtæki „Hann hafði víst verið feitur og pattaralegur en var grannur og spengilegur þegar ég kynntist hon- um,“ sagði ljósmyndari sem vann með Ástþóri í Myndiðjunni Ástþór þegar farið var að halla undan fæti. „Hann var sportí týpa, klæddi sig ágætlega en hann horfði aldrei í aug- un á manni. Ástþór er í raun einn frjóasti maður sem ég hef kynnst. Hann skorti ekki hugmyndir en gat bara ekki haldið utan um hlutina. Hann var svo sérstakur. Framköll- unarvélarnar voru allar meira eða minna bilaðar undir það síðasta og haldið í gangi með spottum hér og þar og alls kyns reddingum. En þegar það voru pantaðir varahlutir þá gat hann tekið upp á að senda allt til baka. Það reyndist vera of dýrt. Starfsfólkið kom og fór, hélst ekki lengi. Það má segja að andrúmsloftið hafi verið að þessum sökum alþjóð- legt, þarna var Breti, Kenyamaður og Kóreani. Þetta var eiginlega alþjóð- legt fyrirtæki með þeim formerkj- um.“ Myndiðjan Ástþór við Suður- landsbraut sem varð Glöggmynd fór að lokum á hausinn. „Það er líkt og með hjónabönd, sumt gengur upp, annað ekki,“ segir Ástþór sjálfúr um þetta tímabil í lífi sínu. Vinnuþjarkur „Ég mætti í vinnuna um sexleytið aftur þegar allir hinir voru að fara heim og vann svo alla nóttina í stúd- íói niðri í kjallara," sagði Ástþór. „Þangað fékk ég fyrirsætur til að koma í myndatökur en þegar þær voru farnar var ég að mynda ýmsa aðra hluti. Ég hafði þá tónlistina á fullu og þar sem það var hánótt hafði ég algeran vinnufrið. Ég fór síðan heim og lagði mig þegar aðrir mættu til vinnu en sneri aftur á vinnustað- inn skömmu síðar. Þetta gerði ég bæði meðan ég var með Myndiðjuna svo og þegar ég var farinn algerlega út í Póstverslunina Magasín." Ástþór giftist líka og skildi á þess- um árum en hann á sautján ára dótt- ur úr því hjónabandi. Stígvél eða regnkápa? „Astþór var horaður á þessum ár- um og fölur eins og hann svæfi lítið, augnaráðið var flöktandi og hann gekk í verk og lauk þeim þrátt fyrir að það tæki tíma,“ sagði maður sem þekkti Ástþór þegar Magasín var og

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.