Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 16
16 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995 Undanfarin ár hefur hver karlleikarinn á fætur öörum komið fram á sjónarsviöiö sem hefur veriö krýndur kyntáknstitlinum. Þessir leikarar hafa veriö ofarlega þegar kynþokka- fyllstu karlmenn landsins eru valdir og í glanstímaritunum hafa birst við þá töffara- leg viðtöl og þeir setiö fyrir mis fáklæddir. Á sama tíma hefur minna borið á starfs- systrum þeirra. Jón Kaldal undrar sig á þessu og spyr: Hvar eru „ L e i k - '■jjf, listarskóli ís- BffiP lands hefur ekki framleitt neina stúlku |i||rsem hægt er að nota til að leika til dæmis Snæfríði íslands- s, prsól. Það er bara ekki stíllinn hjá skól- ' anum. Einhvern tímann heyrði ég sagt rað skólinn vildi helst ekki þessar glæsilegu Ejallkonutýpur vegna þess að slíkar stúlkur *flttuðu ekki inn í hópinn þar sem þær hefðu r truflandi áhrif á kennsluna." Það er Egill Helgason, blaðamaður og kvik- p'myndagagnrýnandi, sem hefur orðið og er að velta fþví fyrir sér hvað það er sem veldur því að á meðan 7fjölmargir karlkyns leikarar, til dæmis Egill Ólafsson, Valdimar Örn Flygenring, Þröstur Leó Gunnarsson, Ingvar Sigurðsson, Baltasar Kormákur og nú síðast Hilmir Snær Guðnason, hafa fengið á sig kyntáknsstimpil ifhefur minna farið fyrir gyðjunum í leikkonustétt. f þessu fsamhengi er það athyglisvert að þegar glæsilega útlítandi fleikkonur hafa birst á sviðinu eiga þær flestar sameiginlegt að vera menntaðar í útlöndum. Má þar til dæmis nefna Maríu Ellingsen, Sigrúnu Waage og Steinunni Ólínu Þorsteins- dóttur. criðrik fann ekki sexí íslenska leikkonu Hrakfarir Friðriks Þórs Friðrikssonar kvikmyndaleikstjóra þegar hann var að velja leikara í mynd sína Á köldum klaka er ■athyglisvert innlegg í hugleiðingar um vöntun á gyðjum í stétt |íslenskra leikkvenna. Friðrik lenti nefnilega í miklum vandræð- um þegar kom að því að finna íslenska leikkonu í hlutverk ístúlku sem töfrar aðalpersónu myndarinnar, en samkvæmt |handriti átti stúlkan að geisla af kynþokka. Starfsmenn Frið- |riks tóku prufutökur af um það bil 100 stúlkum en engin þeirra kom til greina; ýmist voru þær of vondar eða ekki nægilega sexí. Friðrik fann reyndar eina sem gat bæði leik- |ið og var sexí en hún gat ekki tekið hlutverkið að sér. Við • það gafst hann upp, umskrifaði þjóðerni stúlkunnar og fékk bandaríska leikkonu til að taka hlutverkið að sér. Vantar fótógenískar ungar leikkonur Hrafn Gunnlaugsson er annar umsvifamik- ill kvikmyndaleikstjóri sem hefur lent í svip- uðum hremmingum og Friðrik. Hrafn hef- ur hins vegar oft á tíðum haft þann hátt á að leita uppi ungt hæfileikafólk utan leikhúsanna til að leika í myndum sínum, en sumt af þessu fólki hefur síðan gerst atvinnu- leikarar. Meðal þeirra má nefna Egil Ól- afsson, hann , m var í . mnik stóru hlutverki í Silfurtunglinu, Maríu Ellingsen, hún fór með aðalhlutverkið í Okkar á milli, Jakob Þór Einarsson, var í aðalhlutverki í Hrafninn flýgur og norsku stúlkuna Mariu Bonnevie sem lék aðalkvenhlutverkið í Hvíta víkingnum og Norðmenn binda nú vonir við að verði næsta Liv Ullman landsins. Aðmiati Hrafns er rót vandans við að finna atvinnuleikara í kvikmyndir ekki flókin. „Ég held að það hafí oft skort við val á bæði konum og körl- um í Leiklistarskóla íslands, að fólk sé valið með það í huga að það sé fótógenískt. Að vera fótógenískur er svipaður hæfileiki og að vera músíkalskur eða hafa taug fyrir leiklist í líkamanum. Er- lendir skólar gera þetta mikið, það er að segja þeir velja fólk í leiklistarnám með það í huga að það myndist, eins og er sagt á íslensku. Ég held að Leiklistarskólinn hafi alltaf fyrst og fremst verið miðaður við sviðið og að þeir sem hafa setið í inntöku- nefnd hafí sjaldnast haft þekkingu á því hvað fótógeník þýðir, enda flestir komnir úr leikhúsheiminum. Þetta hefur orðið til þess að þegar maður hefur verið að leita að ungum leikkonum hér heima hefur verið um afskaplega fátækan garð að gresja. Og ég hef yfirleitt þurft að grípa til þess'að auglýsa eftir og æfa upp fólk sem er miklu tímafrekara og erfíðara. Það gerir náttúrlega enginn að kalla til óreynt fólk nema hann sé hreinlega neyddur til þess, því það þýðir svo mikla vinnu fyrir leikstjórann. Ef maður er ástríðuleikstjóri, eins og ég er, gerir maður engar málamiðlanir í sínum verkum og leggur því á sig alla þá vinnu sem það krefst að vinna upp nýtt fólk.“ Friðrik tekur undir með Hrafni að það sé „ákveðið vanda- mál“ hvers konar leikarar koma út úr Leiklistarskóla íslands. „Við höfum oft talað um það kvikmyndagerðarmenn að það hefur voðalega lítið verið hugsað um okkur í þessum skóla. Það hafa komið upp ákveðin vandamál út af því að það er fyrst og fremst verið að búa til leikara fyrir sviðið.“ En hvað segir Hrafn um þá kenningu sem Egill Helgason minnist á í upphafi greinarinnar: að það hafi verið stefna hjá Leiklistarskólanum að velja ekki þokkagyðjur þar sem þær gætu haft truflandi áhrif á starfið innan skólans? „Ég veit ekkert hvað gerist innan veggja Leiklistarskólans en hingað til hefur það virkað örvandi á mig að hafa fallegar stúlk- ur í hlutverkum, þannig að ég á ekki von á að það dragi úr af- köstum eða afkastagetu skólans." Nóg af sexí leikkonum, segir Súsanna Súsanna Svavarsdóttir, menningarritstjóri og leiklistar- gagnrýnandi Morgunblaðsins, blæs á allar kenningar um að gyðjur vanti í íslenskt leikhús, segir nóg af þeim og bendir á að þetta sé misskilningur sem stafi ef til vill af þeirri staðreynd að fjölmiðlar meðhöndla leikkonur öðruvísi en karlkyns starfs- bræður þeirra. „íslenskar leikkonur eru ofboðslega heppnar vegna þess að þeim hefur ekki verið nauðgað af fjölmiðlunum eins og strák- unum. Það er alveg svakalegt að koma út úr skóla og vera bara lítill skóladrengur að læra eitthvað sem maður elskar, koma svo út í vinnuna og vera pumpaður upp af einhverju batteríi, sem skýtur þessu liði upp eins og einhverjum flugeldum sem hrapa jafnharðan til jarðar. Það er ljótt að hefja fólk svona rosalega upp í viðtölum, athygli og djöfulgangi, kalla þá Rómeó götunn- ar og heitasta gæjann og svo framvegis. Þetta er fyrir neðan virð- ingu alvöru listamanna." En hvaða skýringu hefur Súsanna á því að karlkyns leikurum hefur frek- Tinna GunnlaugsdóTTIR er glæsileg leikkona sem sópar jafnt að á sviði og hvíta tjaldinu. Hún hefur verið lengi að og hefur marg- sinnis farið með hlutverk þokka- gyðja í ýmsum uppfærslum. Tinna fer um þessar mundir á kostum í hlutverki tálkvendisins Nastösju Filipovu í sýningu Þjóðleikhússins á Fávitanum. v e r i ð S hampað sem •jljj kyntáknum en kven- % ' kyns? „Ég vil undirstrika það að 7 | mér finnst þessum leikurum alls ■ ekki hafa verið hampað, heldur nauðgað af Qölmiðlum. Það er mjög ógeðfellt að horfa upp á þetta. En ég veit • ekki af hverju strákarnir hafa verið valdir. Kannski af því að það er til miklu meira af skemmtilegum og áberandi hlutverkum fyrir karlmenn. Leiklistarsagan er mjög döpur fyrir konur á öllum aldri. Það eru ofsalega fá tækifæri fyr- ir konur til að sýna á leiksviði hvað virkilega í þeim býr.“ wk Eins og allir vita er aragrúi af leikkonum í útlöndum "Wjk sem menn hika ekki við að kalla kynbombur: til dæmis 1|® Beatrice Dallé í Frakklandi, Victoria Abril á Spáni og t,,-, Sharon Stone í Bandaríkjunum, en hún er aðeins ein af þúsund bombum í Hollywood. Hvað segir Súsanna um if' þetta, á annað við hér á landi en í útlöndum? „Það má segja að svona sé þetta fyrst og fremst í Ameríku, W en þar er áherslan heldur ekki á leiklist heldur á markaðssetn-H ingu og peninga. Þú sérð ekki svona markaðssetningu og kyn-1 táknahugarfar í sambandi við breska leikara. Þetta er bara ekki í | bresku mentalíteti, Bretar bera svo mikla virðingu fyrir þessari p listgrein. Það síðasta sem maður sér með breska leikara er að § þeim sé útjaskað sem einhverjum kyntáknum eða kynbombum. | Hér eru alltaf teknir bestu leikararnir og þeim útjaskað og $ nauðgað í fjölmiðlum.“ En hvaða leikkonur sér Súsanna sem eru góðar leikkonur en jj hafa líka útlit, ímynd og líkamsburði þokkagyðjunnar? „Það er fullt af þessum leikkonum. Það eru hér leikkonur Jí sem hafa útgeislun og magnaða nærveru á sviði. Edda Heið- rún er einhver mest sexí leikkona sem við eigum, Steinunn Óiafsdóttir er mögnuð leikkona sem getur látið mann trúa j hverju sem er, en hún hefur bara verið van- og illa nýtt, ‘ Edda Arnljótsdóttir er önnur frábær leikkona sem hef- ; ur ekki fengið almennileg hlutverk. Og ég get nefnt Jf fleiri: Tinna Gunnlaugsdóttir er mögnuð og Sigrún Sól Ólafsdóttir, sem útskrifaðist úr Leiklistarskól- anum í fyrra, er óhemju sexí á sviði. Það er mikið af hæfileikaríkum stelpum en það er bara ekki Jj> boðið upp á sýningar þar sem þær fá að njóta # sín.“ JbF Og Súsanna gefur ekki mikið fyrir Æ leikkonuvandræði Hrafns og Friðriks. Jf „Ef maður er með vont handrit verður maður að höfða til aug- ans hjá áhorfandanum, það Jr er ekki flóknara en ý- það.“ ■ Hrafn Gunnlaugsson „Ég held að það hafi oft skort við val á bæði konum og körlum í Leik- listarskóla íslands, að fólk sé valið með það í huga að það sé fótógen- ískt.“ SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR „íslenskar leik- konur eru ofboðs- lega heppnar vegna þess að þeim hefur ekki verið nauðgað af fjölmiðlunum eins og strákunum." Friðrik Þór Friðriksson gafst upp á því að finna sexí íslenska leikkonu til að leika í Á köldum klaka, um- skrifaði þjóðerni stúlkunnar og fékk bandaríska leikkonu til að taka að sér hlutverkið. Egill Helgason „Einhvern tímann heyrði ég sagt að skólinn vildi helst ekki þessar glæsi- legu Fjallkonutýpur vegna þess að slíkar stúlkur fittuðu ekki inn í hópinn þar sem þær hefðu truflandi áhrif á kennsluna.“ Edda Heiðrún BaCHMAN árið 1985 í hlutverki heimsku Ijósk- unnar Auðar í Litlu hryllings- búðinni. Edda Heiðrún hefur, eins og Tinna Gunnlaugsdóttir, oft leikið konur sem vefja karl- mönnum um fingur sér, enda eiga þær það sameig- inlegt að vera meðal örfárra íslenskra leikkvenna sem hafa burði í að leika þannig kvenpersónur. Edda sprangar núna um í eggjandi klæðum á fjölum Borg- arleikhússins í aðalhlutverki Kabaretts. Karlkyns Egill Þröstur Leó

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.