Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995 MORGUNPÓSTURINN 11 Ölafur Laufdal VEITINGAMAÐUR Þetta er prýðismaður „Ég hef ekkert nerna gott eitt um hann að segja,“ segir Ólafur Laufdal en hann keypti skemmtistaðinn Ces- ar af Herlufog breytti í Hollywood. „Ég er nú ekki rétti maðurinn í þetta því núorðið sé ég Herlufkannski einu sinni á ári. Hann kom mér mjögvel fyrir sjónir, virkilega vel, en ég hef ekkert samband haft við hann árum saman. Þetta er prýðismað- ur.“ Ólafur Oddur Jónsson, SÓKNARPRESTUR í KEFLAVÍK Látinn stara á hríng á töflunni „Herlufvar þegar í menntaskóla farinn að huga að þeim mál- um sem hann hefur unnið við síðan, hann varfarinn að selja köku- botna í MR t gamla daga,“ segir Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprestur í Keflavík, en þeir voru saman í MR og út- skrifuðustþaðan 1964. „Hann var góður bekkjarfélagi, afskaplega geðþekkur og lagði sigfram við að tnenn kœmu saman þegar tilefni var til eins og þegar við urðum stúdentar. Ég man að þá komum við saman á heimili hans. Hann var léttur í skapi og kom velfyrir í alla staði. Ég minnist þess úr tíma hjá Guðna sem kenndi okkur frönsku. Þá var Herluflátinn standa upp við töfluna og stara þar á hring afþví að hann hafði ekki lesið heima. En Herlufvar nú ágætis námsmaður og hann var farinn að huga að þessum við- skiptamálum sínum þegar á skóla- árunum. Þannig að það er eigin- lega upphafið að því sem kom á eftir. Það er alveg öruggt að hann hefur haft viðskiptavit. Sumir hafa neffyrirþví enda varþetta í fjölskyldunni. Þetta vakti svolitla athygli hjá okkurþvíþað er erfitt að vera blankur í skóla en hann varfarinn að bjarga sér með þetta. “ Örnólfur Thorlacius REKTOR MH Þægilegur piltur „Ég man eftir honum sem góðum nem- anda, almennt í skólanum held ég,“ segir Örnólfur Thorlacius, rektor í MH. Hann kenndi Herluf líffrceði í MR en Herluf náði bestum ein- kunnum í líffrœði ogsögu. „Hann stóð sig ágœtlega i líffrœðinni þó ég muni nú ekki mikið eftir hon- um. Þetta varþcegilegur piltur og ég hef ekkert annað en gott afhon- um að segja. Þetta var notalegur nemandi og maðurþurfti engar áhyggjur að hafa afhonum. Eitt- hvað var hann að flytja inn tertu- botna en hann var nú ekkert að otaþeim að mér.“ Fasteignir Herlufs að verðmæti yfir 200 milljónir króna allar komnar úr hans eigu. Herluf var úrskurðaður gjaldþrota á þriðjudaginn að kröfu Landsbankans Úrskurðaður gjaldþrota Knöfulýsingar birtast eftirhelgi og skiptafundur ákveðinn 30. maí. Herluf Clausen keypti þetta virðulega einbýlishús 1988. Sambýliskona hans, Sigríður Ingvarsdóttir, keypti eignina á uppboði í fyrra. Höfuðstöðvar Herlufs að Bröttugötu 3b. Veðskuldir hrönnuðust upp og fjárnám var tekið í mars 1993. Á uppboði keypti fyrirtæki Herlufs eignina en vegna vanefnda var Landsbankanum á dögunum slegin eignin. __■ aTiinwn Laugavegur 95 safnaði 40 milljóna króna veðkröfum Búnaðarbankinn yfirtók Höfðatún 10 enda voru þeii þar til SPRON leysti eignina til sín. komnir með 8 milljóna króna veð í fasteignina. Herluf Clausen var í Héraðs- dómi Reykjavíkur á þriðjudaginn úrskurðaður gjaldþrota af Jóni Finnbjörnssyni. Þar með er endir bundinn á nokkurra missera þrautagöngu Herlufs sem reynt hef- ur að bjarga sér ffá gjaldþroti með sölu eigna og endurskipulagningu í rekstri. Herluf var lengst af talinn með efnuðustu mönnum landsins en er nú kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðnir hafa verið að hrannast upp síðustu vikur og mán- uði. Þann 30. nóvember síðastliðinn fór Búnaðarbankinn fram á gjald- þrotaskipti. í kjölfarið fylgdu Gjald- heimtan, íslandsbanki, Skandia, Landsbankinn og danska fyrirtækið Carly Gry International. Skipta- stjóri hefur verið skipaður Gunnar Jónsson Stærð gjald- þrotsins óþekkt Gunnar Jónsson skiptastjóri seg- ist vera nýbúinn að fá málið í hend- urnar og geti því ekkert sagt til um stærð gjaldþrotsins eða forgangs- krafna. Innköllun á kröfulýsingum á að birtast í Lögbirtingi 15. mars og Gunnar ætlar að halda skiptafund 30. maí. Tveir mánuðir þurfa að líða frá fyrri birtingu auglýsingar í Lögbirtingi og síðan þarf kröfuskrá að liggja frammi í eina viku fyrir skiptafund. Herluf var úrskurðaður gjaldþrota að kröfu Landsbankans en Gunnar sagði að tilviljun réði því væntanlega, þeir hefðu líklega fylgt sinni kröfu frekar eftir. „Ég veit ekkert um stöðu málsins fýrr en ég er búinn að tala við Herluf sjálfan sem verður vonandi innan tíðar. Ég er sem sagt búinn að boða hann til mín,“ sagði Gunn- ar. Sambýliskonan keypti glæsihýsið Þekktustu fasteignir Herlufs voru hið glæsilega einbýlishús að Hofsvallagötu 1 og höfuðstöðvar fyrirtækis hans við Bröttugötu 3b. Herluf Clausen keypti einbýlishús- ið við Hofsvallagötu 1 árið 1988, um það leyti sem veldi hans stóð hvað hæst. Það var Vilhjálmur Þór, for- stjóri Sambandsins, sem byggði húsið en Herluf keypti það af Björgólfi Guðmundssyni í Haf- skip. Húsið var metið á 46 milljónir króna. Veðin hrönnuðust upp. Iðnaðarbankinn átti 1,2 milljónir króna, Búnaðarbankinn 6 milljónir króna, SPRON 12,5 milljónir og Hildiberg 3,5 milljónir króna. Þess má geta að Herluf er stjórnarfor- maður, framkvæmdastjóri og pró- kúruhafi hjá Hildiberg. Loks tók Fjárfestingafélagið Skandia milljón króna fjárnám í húsinu þann 20. september 1991. Það var svo í febrú- ar 1994 sem húsið var selt á nauð- ungaruppboði að kröfu Búnaðar- bankans. Kaupandi var Sigríður Ingvarsdóttir, sambýliskona Her- lufs. Veðkröfur nú eru 25 milljónir króna ffá SPRON. Tvær nauðungarsölur á höfuðstöðvunum Höfuðstöðvar Herlufs hafa verið til húsa í virðulegu húsi í Grjóta- þorpinu við Bröttugötu 3b. Veð- skuldir höfðu hrannast upp og í mars 1993 tók Gjaldheimtan í Reykjavík 3 milljóna króna fjárnám í eigninni. Á uppboði þann 18. maí 1994 var fyrirtæki Herlufs og Birg- is Hrafnssonar, Vínlandi, slegin eignin á 16 milljónir króna en brunabótamat eignarinnar er 26 milljónir króna. Vegna vanefnda var eignin aftur boðin upp 31. janúar 1995. Þá var Landsbankan- um, sem nú hefur sett Herluf í þrot, slegin eignin á 12,5 milljónir króna eða rneira en helmingi lægri upphæð en skráð brunabótamat. Á veðbókarvottorði sést að Landsbankinn var lang stærsti veð- hafí með 33,5 milljónir króna á tveimur tryggingabréfum á 4. og 6. veðréttl. Fimmti veðréttur er vegna fjárnáms Gjaldheimtunnar upp á 3 milljónir króna. Sparisjóður vél- stjóra er með 5 milljónir króna og SPRON 4 milljónir. SPRON tók dýrustu eignina Sú fasteign sem Herluf átti og var hæst metin var Laugavegur 95 þar sem Skóverslun Reykjavíkur var lengi til húsa. Brunabótamat þess var 62 milljónir króna. Um mitt ár 1993 voru komnar 40 millj- ónir króna á veðbókarvottorð, SPRON með 13,5 milljónir og Bún- aðarbankinn með 14,5 milljónir króna. Aðrir veðhafar voru Spari- sjóður vélstjóra, Kristján Knúts- son (viðskiptafélagi Herlufs), Verslunarbankinn og Lífeyrissjóð- ur verslunarmanna. SPRON leysti til sín eignina í haust og nú eru einu skráðu veðböndin 30 milljón- ir á SPRON. Höfðatún 10 og Blöndubakki 10 voru í eigu Herlufs en eru nú kom- in í eigu bankastofnana. Bruna- bótamat þeirra var 30 milljónir króna. Búnaðarbanki yfirtók Höfðatún 10 og íslandsbanki á nú Blöndubakka 10. Allar fasteignir farnar Brunabótamat fasteigna Herlufs voru fyrir tveimur árum yfir 200 milljónir króna. Þær eru allar komnar í eigu annarra aðila. Vest- urgata 17 er nú í eigu Félagsíbúða iðnnema. Vatnsstígur 6, þriðja og fjórða hæð, er nú í eigu Rósu M. Gunnarsdóttur en Herluf er skráður á 1. og 2. veðrétti með 9 milljónir króna. Ibúð að Rauðalæk 63 er nú í eigu Maríu Önnu Frið- riksdóttur. Rangársel 6 er nú í eigu Harðar Kristjánssonar hf. en Herluf á 5,2 milljóna króna veð- kröfu á eignina. Efstasund 10 er í eigu Gunnars Arnar Gunnars- sonar og Helgu Gústafsdóttur en Herluf er með 5 milljóna króna veðkröfu á húsið. Smiðjuvegur 62 er nú í eigu Bakkavör hf. og rishæðin að Höfðatúni 10 er nú í eigu Jörund- ar Guðna Harðarssonar. Stór- holt 47 er hins vegar kominn í eigu Penson hf. en stofnendur þess og stjórnendur eru feðgarnir Magnús Freyr Valsson og Valur Magnús- son, viðskiptafélagi Herlufs til fjöl- margra ára. Ekki fengust upplýs- ingar um hvað varð að lóðum Her- lufs að Stórhöfða 21 og 23. Fasteignir sem að brunabóta- mati voru fyrir örfáum árum yfir 200 milljónir króna eru því allar komnar úr eigu Herlufs. Það verð- ur því fróðlegt að sjá á næstu tveimur mánuðum hve miklum kröfum verður lýst í búið og hve mikið fæst greitt upp í þær. og í raun hefði Herluf gert best í að halda sig eingöngu við heildsöl- una, hann sé einstaklega góður sölumaður. Græddi á höftum og afnámi hafta Á upphafsárunum var viðreisn- arstjórnin við völd og afnam ým- iss konar höft sem verið höfðu við lýði í áratugi. Þau tækifæri nýtti hann sér til fulls. Höft á fjármagni voru hins vegar mikil og Herluf varð umsvifamikill í útvegun á fjármagni til aðila sem ekki fengu fyrirgreiðslu hjá bönkum. Einkum var það í því formi að leysa út vör- ur fyrir verslunareigendur og gat slík fjármögnun skilað allt að 200 prósenta ársávöxtun. Það var ekki fyrr en 1989 sem tollalögunum var breytt og fjárþörf verslunareig- anda minnkaði. Einnig keypti hann mikið magn af víxlum og skuldabréfum með afföllum og greiðslukortakvittan- ir. Bankastjóranafnbótin náði há- marki þegar hann fjármagnaði 300 milljóna króna innflutning fyrir Hagkaup þegar þeir opnuðu IK- EA-verslun sína. Margir tengdu starfsemi hans við okurlánastarf- semi og 1986 var hann ákærður fyrir okur en sýknaður. Þegar hins vegar frelsi í við- skiptum verður hefur þörf manna fyrir lánafyrirgreiðslu hjá Herluf minnkað stórlega og þeir sem slíka fyrirgreiðslu fengu reyndust oft á tíðum ckki borgunarmenn. Móðurfyrirtæki Herlufs er Herluf Clausen jr. & Co en hann hefur tengst og átt fjölmörg önnur fyrirtæki í gegnum tíðina. Má þar nefna skemmtistaðinn Cesar, Café Óperu, Café Romance, Barrokk, Ítalíu, tískuvöruverslanirnar Sér og Esprit, Skóverslun Þórðar, Blazer, Sportval, Poseidon í Kefla- vík auk fískútflutningsfyrirtækis- ins Pólarfrost og fiskvinnsluna Hlunnar í Hafnarfirði. Bankarnir yfirgáfu bankastjórann Lengst af var Herluf Clausen í viðskiptum við Búnaðarbankann og SPRON og naut þar bestu fyr- irgreiðslu í krafti sterkrar stöðu sinnar. Hann var einn stærsti sölumaður víxla og var umsvifa- mikill í svokölluðum kvótavið- skiptum á því sviði. Þegar sýnt þótti að fjármálaveldið var á fall- anda fæti urðu viðskiptabankarnir fleiri en svo fór að lokum að það voru bankarnir sem kröfðust gjaldþrots á bankastjóranum í Bröttugötu. Eitt af því sem flýtti fyrir hnign- un Herlufs var það að bank- arnir fóru að krefjast sterkari trygginga, ekki síst í kjölfar svokallaðra BlS-reglna. Með þeim skipti miklu fyrir eigin- fjárhlutfall bankanna að veð stæðu á bak við lánveitin ar. Það olli því að veð hrönnuðust upp á fast- eignum Herlufs og á endanum voru gerð fjárnám og eignirnar að lokum yfirteknar eða seldar á upp- boði. Gyðingarnir frá Jerúsalem Clausen-nafnið er upprunnið í Dan- ™ mörku og Herluf er fimmti afkomandinn í beinan karllegg sem búið hefur á Islandi. Margar sögur hafa spunnist um fjölskylduna, og Halldór Laxness kallaði Clau- senina fjölskylduna frá ferúsalem. „Álengdar sátu Clau- sensbræður sem voru að sínu leyti tvö- eða þre- faldir stór- höfðingjar, ættaðir úr Ól- afsvík Kaupmannahöfn og Jerúsalem, en ó vei, ég sá ekki betur en þeir væru að hlæa að mér,“ segir nóbel- skáldið í Úngur eg var um atvik sem gerðist árið 1919 á afé Uppsölum. Forfaðirinn, Hol- , ger Peter Clasen, var danskur kaup- maður sem fór að reka Ólafsvíkur- verslun hér á landi ásamt Valgerði Pétursdóttur um 1800. Sonur þeirra, Hans Arrebo Clausen, settist hér að, tók við verslun- inni og rak reyndar sjö verslanir þegar mest var og hafði 31 skip í förum. Sonur hans og Ásu Sandholt, langafi Herlufs, Holger Peter Clausen, varð vellauðugur og reynd- ar þingmaður Snæfellinga. í Alþingismannatali segir svo: „Gullgrafari og fleira í Ástralíu. Kaupmaður í Li- Útskriftarneminn Herluf Clausen eins og hann Jtr birtist í Faunu. verpool, Kaupmannahöfn, Mel- bourne, Ólafsvík og á Búðum, Stykkishólmi og Reykjavík.“ Herluf Clausen eldri var sonur hans og Guðrúnar Þorkelsdótt- ur en hann og Lára Siggeirs- dóttir ráku Pappírspokagerðina og Regnhlífabúðina. Foreldrar Herlufs voru svo Holger Peter Clausen og Sólveig Hermanns- dóttir. Holger rak verslanir en varð gjaldþrota í upphafi sjöunda áratugsins og fluttist til Danmerk- ur. Eftir lát hans rak Sólveig gisti- heimilið Royal Inn við Laugaveg 11. Hún var þekkt fyrir þjónustu- lund og spunnust margar skemmtilegar sögur um þann rekstur. Þannig mun hún hafa breitt yfir gesti sína og kysst þá góða nótt en viðskiptavinir henn- ar voru einkum erlendir kaup- sýslumenn sem þurftu á heimilis- legri þjónustu að halda. Herluf var yngra barn þeirra hjóna en ólst upp hjá móðurforeldrum sínum, Hermanni Kristjánssyni, út- gerðarmanni í Grindavík og Guð- rúnu Einarsdóttur. Pálmi Jónasson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.