Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 29
PÓSTUBIHN/JIM SMART FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995 MORGUNPÓSTURINN LÍFIÐ EFTIR VINNU 29 Sungið með Merði m Þessi maður getur komið Þ ér undir græna torfu Nú eru aö koma í búðir lítil og snotur sönghefti, fjögur talsins, sem Mál & menning gefur út: Tökum lagið á þorranum, Tök- um lagið stúdentar, Tökum lagið í ferðalaginu og Tökum lagið með börnunum. Þessi út- gáfa færir heim sanninn á því hvers vegna Mörður Árnason fær að vera svona áberandi hjá Þjóðvaka, en hann situr sem kunn ugt er í 3. sætinu í Reykjavík og þvælist með Jóku um allt land. Ástæðan er auðvitað sú að hann héldur uppi ríf- andi stemmningu hvar sem hann fer, varla hefði forlagið annars fengið hann til að velja gleðisöngvana í þessi hefti. Merði til aðstoðar var mýksti maður íslands, Sigurður Svav- ARSSON. Það er sama í hvaða þjónustu- grein er drepið niður fæti, það þurfa allir að auglýsa. Þetta veit Rúnar Geirmundsson, útfarar- stjóri hjá Útfararþjónustunni, og hefur því látið prenta veglegan bækling þar sem þjónusta fyrir- tækisins er útlistuð. Rúnar hefur einnig látið útbúa fyrir sig nafn- spjöld, sem liggja væntanlega frammi á sjúkrahúsum og elliheimil- Rúnar Gcirmuncísson úljararstjóri lltfararþjonustan rjardanúi 2 5 • Simar 679110 - 672754 um landsins. Nafnspjald Rúnars er, eins og sést, laust við íburð og hógvært að öllu leyti. A því koma einungis fram grundvallarupplýs- ingar: nafn Rúnars og fyrirtækis- ins, heimilisfang og símanúmer. Það gefur síðan spjaldinu óneitan- lega aukna vigt að á því er Ijós- mynd af Rúnari, en hún beinlínis geislar af sér að hann er maður sem þú getur treyst til að koma þér, eða þínum, skjótt og örugg- lega undir græna torfu. I dag mun ný ásjóna teiknimyndahetjunnar góð- kunnu, Silfurskottumannsins, verða afhjúpuð á óvenjulegum stað, eðaá ljósaskiltinu sem er á þaki Tunglsins við Lækjargötu 2. Steingrímur Eyfjörð, skapari Silfurskottumannsins, segir að erfitt sé að henda reiður á hamskipti teiknimyndahetjunnar, sem hingað til hefur eingöngu verið þekkt af stakri ljúf- mennsku. „Það má segja að Silfurskottumaðurinn hafi með þessu eignast annað sjálf, sem er í algerri mótsögn við hans gamla sjálf, en þegar hið nýja sjálf nær yfir- höndinni breytist ytri ásjóna hans og hann verður rak- ið illmenni. Þetta eru í raun og veru sambærilegar breytingar og Dr. Jekyll gengur í gegnum þegar Mr. Hyde tekur yfir.“ Steingrímur segir að það sé ekki al- veg ljóst hvað það er sem veldur því að illþyrmið brýst fram í Silfurskottumanninum en bendir á að í hverjum manni leynist taug ofbeldis eins og franski heimspek- ingurinn George Bataille hefur til dæmis útlistað í ritum sínum. Tvær ásjónur Silfurskottumannsins verða til sýnis á framangreindu ljósaskilti við Lækjar- götu, en hugmyndir eru uppi um að fá einn listamann hvern mánuð til að útfæra verk og sýna á skiltinu í bland við aulýsingarnar, sem skreyta skiltið alla jafna, og kalla tiltækið Gallerí Pera. jk Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerð- armaður um myndina af sjálfum sér Þessi maður er að fara í krossför. Hann ætlar ekki að frelsa heiminn, hann er ekki svo einfald- ur, en hann ætlar að frelsa Jerúsalem — í yfir- færðri merkingu auðvitað. Hann er búinn að und- irbúa þessa krossför í langan tíma, búinn að vera í sálrænum þjálfunar- búðum, lík- lega í Kaldárseli, þar sem hann hefur verið að safna orku og kjarki til að takast á við það sem verða kann á vegi hans í förinni. Hann er búinn að telja í sig nægan kjark og berja sér nægan baráttuanda í brjóst til að takast á við óvissa framtíð í hörðum heimi, og raksturinn er fyrsti áfanginn að settu marki. Honum leiðist greinilega að raka sig, en hann er bæði ákveðinn og óþolin- móður og þetta er eitthvað sem hann hefur ákveðið að gera, eitthvað sem hann verður að gera áður en hann getur tekið næsta skref. Það skref verður hins vegar hvergi stigið annars stað- ar en í hausnum á honum sjálfum og þar fer reyndar öll krossförin fram því þessi maður lifir í sínum eigin uppdiktaða heimi. í þunglyndislegu augnaráðinu býr nefnilega ákveðið kæruleysi, sem segir mér að honum standi nokkurn veginn á sama um það sem ekki rúmast í kollinum á honum. Fimmtudacur Blues Express leikur á Kringlukránni. Stíllinn er frá gömlum blúslögum til nú- tímalegri útsetninga. Tríó Egils B. Hreinssonar á Jazz- barnum. Kombóið leikur á Kaffi Reykjavík en það skipa Eðvarð Lárusson, Birgir Baldursson, Þórður Högnason og Ellen Kristjánsdóttir. Dead Sea Apple er með tónleika á Tveimur vinum. Þetta er eins og hálfs árs gömul hljómsveit úr Kópavoginum. Bubbi Morthens með tónleika á Hótel Mælifelli. Fóstudagur Hljómsveitin Bergan frá Egilsstöðum leikur fyrir dansi í Bláu nótunni á Grens- ásvegi. Undirfatasýning frá Ég og þú og dansatriði frá Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. Sólon Kompaniið leikur á Sólon Is- landus. Laddi og Fánar verða á Feita dvergn- um. Raggi Bjarna og Stefán Jökulsson sjá um að halda uppi stemmningu eins og hún gerist best á Mímisbar. Langbrók innheldur meðal annarra hinn barða Ofur-Baldur. Þeir leika á Gauki á Stöng. Papar frá Vestmannaeyjum á Tveimur vinum. Hunang leikur fyrir dansi og þá sem ekki vilja dansa á Ömmu Lú. Tríó Þóris Baldurssonar, auk Ósk- ars Guðjónssonar og Einars Sche- vings á Jazzbarnum. Bubbi Morthen verður þá kominn í Sæluhúsið á Dalvík. Laugardagur Fánar á Feita dvergnum, nú án Ladda. Hljómsveitin Stykk frá Stykkishólmi treður upp í Bláu nótunni. Hefur ekki spilað í höfuðborginni svo árum skiptir. Undirfatasýning frá Ég og þú og dans- atriði frá dansskóla Heiðars Ástvalds- sonar. Vaxtabroddur í Fellahelli árleg tónlist- arhátíð hefst kl. 14. Kolrassa krókríð- andi og Maus mæta. Pláhnetan í Inghól á Selfossi með Ap- pelkiner-sound. Bubbi Morthens leikur á Siskó-bar á Ólafsfirði. Ríósaga, Helgi Pé., Ágúst A. og Ólafur Þ. rifja upp ferilinn eftir samtals 30 ára samfellda baráttu. Þeim til aðstoðar verður Ólafía Hrönn Jónsdóttir sú frá- bæra gamanleikkona. Raggi Bjarna og Stefán Jökuls eru hinn valkosturinn á Sögu þetta kvöid. Þeir verða á Mímisbar eins og venju- lega. Stjórnin leikur á Hótel (slandi. Langbrók teygir lopann á Gauki á Stöng. Papar frá Vestmannaeyjum á Tveimur vinum. Hunang verður aðalhljómsveitin á Ömmu Lú. Bo Halldórs, enn með sitt sjó „Þótt líði ár og öld“, er nú komin í samkeppni við Ríó trióið á Hótel Sögu. Eftir sjóið leikur Stjórnin fyrir dansi ásamt þeim Bo og Bjarna Ara. D.J. Ralf, ítalski plötusnúðurinn verður á Villta tryllta Villa. Trió Þóris Baldurssonar á Jazzbam- um- SUNNUDAGUR Dansáhugamenn, danshljómsveitin góðkunna leikur fyrir gömlu dönsunum og samkvæmisdönsum í Bláu nótunni. Daniel Cassidy leikur á fiðlu ásamt Kristjáni Guðmundssyni píanóleikara. Karma er spurning um orsök og af- leiðingu, eða er öllu heldur hljómsveit sem leikur á Gauki á Stöng.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.