Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 4
4 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995 Allt stefnir í að Jóhann Sigmarsson leikstjóri verði á bak við lás og slá þegar mynd hans, Ein stórfjöl- skylda, verður frumsýnd 31. mars. Jóhann Sigmarsson, leikstjóri myndarinnar Ein stór fjölskylda, er í slæmum málum þessa dagana. Allt lítur út fyrir að honum verði gert að íklæðast „KR-búningnum“ þann 24. rnars næstkomandi og hefja afplánun um það bil mánaðar fangelsisdóms vegna ítrekaðra um- ferðarlagabrota. Þetta er vægast sagt bagalegt fyrir Jóhann þar sem Ein stór fjölskylda verður frumsýnd 31. mars. Hrakfarirnar eltu Jóhann á röndum á meðan gerð myndar- innar stóð yfir og varð hann meðal annars að hætta tökum tímabundið vegna fjárskorts. Forsaga þessa nýjustu vandræða er sú að jóhann var sviptur ökurétt- indum árið 1992 eftir að hafa verið gripinn ölvaður við akstur. Hann trassaði að borga sektina sem hann fékk fyrir þetta athæfi, og það sem verra var, settist aftur ölvaður und- ir stýri. Sú ökuferð endaði með skelfmgu við gatnamót Sæbrautar og Laugarnesvegar þegar hann velti farartæki sínu með þeim afleiðing- um að það skemmdist mikið. Þetta var sumarið 1992 þegar gerð myndarinnar Veggfóður stóð yfir. Friðrik Þór Friðriksson hafði lánað Jóhanni og Júlíusi Kemp, leikstjóra myndarinnar, sendi- ferðabíl til að nota við kvikmynda- gerðina og svo óheppilega vildi til að bíllinn sem Jóhann velti var ak- kúrat sá bíll. Eins og gefur að skilja var Friðriki ekki skemmt en fyrirgaf þó Jóhanni með semingi. Þetta urðu þó ekki endalokin á hremmingum Friðriks í sambandi við bíla og Jóhann. Friðrik tók þátt í að fjármagna Eina stóra fjölskyldu og liður í því var að lána ýmis tæki og tól til kvikmyndagerðarinnar, þar á meðal sömu sendibifreið og Jóhann hafði áður farið langleiðina með að eyðileggja. Þetta var í fyrra- sumar og búið var að koma bílnum í stand aftur. En það var ekki að sökum að spyrja, aftur tók Jóhann bílinn traustataki, og enn fullur. Að Jóhann Sigmarsson „Það er nú ekki þannig að þetta sé neitt til að stæra sig af. En jú, jú, þetta er alveg rétt.“ þessu sinni lauk ökuferðinni við hringtorgið á Hringbraut; nánar tiltekið á hvolfi á því miðju við vægast sagt litla hrifningu eigand- ans, Friðriks Þórs. Það er fýrir þessi afglöp sem Jó- hann þarf nú að afplána sína refs- ingu og þeirra vegna getur svo farið að hann missi af frumsýningu myndarinnar sem hann hefur unn- ið sleitulaust að í tvö ár. Jóhann er um þessar mundir staddur í Kaupmannahöfn á loka- sprettinum við að Ijúka ffágangi myndar sinnar og náði MORGUN- POSTURINN tali af honum þar. „Það er nú ekki þannig að þetta sé neitt til að stæra sig af. En jú, jú, þetta er alveg rétt, þetta var nokk- urn veginn svona. Ég hefverið boð- aður í afplánun þann 24. mars en ég veit ekki alveg hvernig það fer. Vonandi get ég fengið að ffesta þessu eitthvað svo ég geti verið við- staddur frumsýninguna." Helga kennd við alla flokka Því var slegið upp á útvarpsstöð- inni Bylgjunni t gær að Kvenna- listakonan Helga Sigurjónsdótt- ir væri á leiðinni í Framsóknar- flokkinn en hún var, cins og kunn- ugt er, efst í forvali Kvennalistans á Reykjanesi en var látin vfkja fyrir Kristínu Halldórsdóttur. { samtali við Morgunpóstinn kvað Helga þetta vera af og frá en sagði jafnframt að tjöðrina sem breyttist í hænur væri sjálfsagt að finna í þeirri staðrcynd að hún hélt erindi hjá Framsóknarflokknum í gær um kvennabaráttu í tilefni af 8. rnars, alþjóðlegum baráttudegi kvenna. „Ég hef haldið slfk erindi af og til í mörg ár, enda hef ég verið á vettvangi kvennabaráttu í 25 ár og haft heilmikið um að segja hvernig hún hefur þróasl á þessum aldar- fjórðungi. Samkvæmt þjóðsögunni hef ég hins vegar verið á leiðinni í alla flokka nema Sjálfstæðisflokk- inn cftir atburðina á Reykjanesi.“ Aðspurð um hvort hún væri bú- in að segja sitt síðasta unt það mál kvað hún svo ekki vera. „Ég mun gera grein fyrir þessum hlutum í rituðu máli og horfa þá tii kvenna- baráttunnar eins og hún er í heild sinni. Það sem gerðist voru minnst alvarlegir hlutir fyrir mig persónu- lega en stórmál fýrir kvennabarátt- una. Ég sit enn sem bæjarfulltrúi fyrir Kvennalistann í Kópavogi og starfa þar nteð ágætum konum. En ég mun ckki segja mig úr Kvenna- listanum fyrr en ég er 100 prósent sannfærð urn að hann sé búinn að glutra niður kvennabaráttunni í heild sinni. ÞKÁ komin heim „í nánustu framtíð vona ég að við eigum bara rólegheitalíf heima að dunda við börnin og svona,“ segir Aðalsteinn Jóns- son, faðir barnanna tveggja, sem lögregla og fíkniefnalög- regla leituðu að að ósk barna- verndaryfirvalda í Reykjavík í rúman hálfan mánuð um síð- ustu áramót. Á þriðjudag fengu Aðalsteinn og Sigrún Gísla- dóttir, sambýliskona hans, börnin aftur í sína vörslu en þau hafa verið vistuð undanfarna tvo mánuði í rannsóknarvistun á vegum barnaverndaryfirvalda. „Við erum kát og börriin glöð. Ég veit nú eiginlega ekki hvað kom út úr þessari rann- sóknavistun, maður er bara sáttur við að vera búinn að fá börnin heim,“ segir Aðalsteinn. „Næstu þrjá mánuði mun til- sjónarmaður heimsækja okkur reglulega en mér er fjandans sama um það. Börnin eru komin inn á heimilið og það er nóg fyrir mig. Við ætlum bæði að vera heima næstu mánuðina en hvað það verð- ur lengi veit ég ekki. Ég er alveg sáttur við það og geri mér vonir um að málinu sé nú lokið.“ Aðspurður segist Aðalsteinn ekki búast við að barnaverndaryfirvöld aðhæfist neitt frekar vegna brott- náms hans á yngra barninu af barnaspítala Hringsins. ■ Aðalsteinn Jónsson og Sigrún Gísladóttir með börn sín, Ás- gerði Lilju eins árs og Jón Val- geir fjögurra mánaða, á heimili sínu í gær. Stríðinu við barna- verndaryfirvöld er lokið. Guðmundur Örn Ragnarsson prest- ur segir niðurröð- unina á lista kristi- legrar stjórnmála- hreyfingar stjórnast af framboði og eft- irspurn eftir fólki. Höfum nóg af mannslcap Gengið hefúr verið frá niður- röðun í fýrstu 7 sæti lista kristi- legrar stjórnmálahreyfingar í Reykjavík. Árni Bjöm Guðjóns- son húsgagnasmíðameistari er í fýrsta sætinu í Reykjavík en Guð- mundur Örn Ragnarsson prest- ur leiðir listann á Reykjanesi. Kristileg stjórnmálahreyfing býð- ur einnig fram á Suðurlandi. Guðmundur segir fólkeklu ekki ástæðuna lyrir því að hreyfingin hefur ekki látið uppi hverjir skipa neðri sætin á listanum heldur eigi eftir að ganga frá röðuninni í þau sæti. Það vekur athygli að einungis ein kona er í einu af sjö efstu sæt- unum í Reykjavík en Guðmundur segir það ekki endurspegla afstöðu hreyfingarinnar til jafriréttismála. „Það er hægt að túlka það hvernig sem er en þetta er bara spurning um framboð og eftirspurn eftir fólki. Það eru margar konur í hreyfingunni en þær vildu bara ekki sitja í efstu sætunum." -lae

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.