Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 2
2 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995 í þessu blaði 4 Leikstjóri í kröggum Jonni Sigmars í fangelsi 6 Stríðið í Breiðabliki Bent bætir vígstöðuna 9 Flutningar ráðuneyta Milljónir á niðurskurðar- tímum lO&ll Herluf Clausen Kominn í þrot 13&14 Pólítíkusarnir prófaðir Misvel tengdir tíðarandanum H Bara-rabb Magneu Hippar á heljarþröm 15 Freistandi frambjóðendur Finnur Ingólfs í grænni dragt 16 íslenskar leikkonur Eru þær þokkagyðjur? 20&21 Ástþór Magnússon Athafnaskáld og ævintýramaður 28 Kaupmennska á Internetinu Smekkleysa gerir innrás 29 Silfurskottumaðurinn Eignast annað sjálf 31 Ingjaldur Hannibalsson Hefur komið til hundrað landa Málvillur á kröfu- spjöldum kennara! Fyrst &fremst BJÖRN ÖNUNDARSON er tengdur núverandi yfirtryggingalækni fjöl- skylduböndum. BJARNI LEIFUR PÉTURSSON á 34. dóminn yfir höfði sér. Einkavinavæðingin enn á ferð JúlIus Valsson yfírtrygginga- læknir gekkst undir dómsátt vegna skattsvika og greiddi 400 þúsund krónur ofan á 25 prósenta álag. Þegar hann starfaði hjá Trygginga- stofnun vann hann einnig fyrir tryggingarfélögin við gerð örorku- mata án þess að greiða af því skatt. Björn Önundarson hrökldaðist úr þessu sama starfi fyrir sams konar en umfangsmeiri skattsvik en systir eiginkonu hans er tengdamóðir Júlíusar. Stöðunefnd Landlæknis- embættisins taldi Júlíus ekki koma til greina sem arftaki Björns og Jón Sæmundur Sigurjónsson var eini aðilinn í tryggingaráði sem taldi Júlíus koma til greina. Guðmundur Árni Stefánsson, þáverandi heil- brigðisráðherra, ákvað engu að síð- ur að ganga fram hjá öðrum um- sækjendum og réð Júlíus en allir þekkja tengsl Guðmundar og Björns Önundarsonar. Enn kom smæð þjóðfélagsins fram við rann- sókn á skattsvikum Júlíusar. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsókn- arstjóri var óhæfur til að fjalla um málið vegna tengsla við Júlíus og það varð til þess að málið tafðist enn frekar en orðið var. Bjarni Leifur fær 34. dominn Bjarni Leifur Pétursson, sí- brotamaður, sem var í viðtali við MORGUNPÓSTINN síðasta fimmtu- dag, fékk óvelkomna heimsókn kvöldið áður en greinin birtist en þar voru mættir lögreglumenn sem börðu allt húsið utan og tóku hann með sér niður á lögreglustöð. Til- efnið var fölsuð ávísun frá því í júní síðastliðnum. Nú bendir allt til þess að Bjarni Leifur fái sinn 34. dóm. Hrafn og Karl Th. í vikublaoshugleiðingum Alþýðublaðið fer mikinn núna fyrir kosningarnar undir ritstjórn Hrafns Jökulssonar og almenn ánægja er sögð vera með störf hans. Hrafn réð sig þó aðeins tímabundið og það freistar hans víst lítt að stýra þessu litla blaði þegar það missir að verulegu leyti tilgang sinn að lokn- um kosningum. Undanfarið hafa gengið þær sögur að hann væri að þrýsta á stjórnendur blaðsins að gera það að vikublaði en án árang- launa! Menntun er nuðlind en stjórn- völd skilju þuð ekki og eru óbyrgð- arlaus! Þessi vígorð ættu ekki að koma neinum á óvart eftir þriggja vikna verkfall, en það vekur óneitanlega athygli að uppfræðarar æskunnar gera sig seka um klaufalegar máJ- villur. Og það á opinberum vett- vangi þar sem þeir eru teknir í bólinu af veg- farendum — foreldrum og nemendum sem vita betur og gætu: éfast um gæði menntunar- innar. Á nokkrum kröfuspjald- anna var talað um lœkkun kennsluskyldu. Kennsíuskylda getur aukist og minnkað en hvorki hækkað né lækkað. Hugtakið tímalaun er nýtt en því var flaggað á einu spjaldanna. Nýyrðasmíð er ekki gagnrýnisverð en orðinu var af einhverjum ástæðunr skipt: Titna Laun stóð þar fullum fetum, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Glöggir menn sem leið áttu um torgið tóku einnig eftir því að kröfuspjöldin voru langflest gerð úr sama efnivið, það sást þegar bakhlið þeirra blasti við. Sem bendir til þess að íslenskukennari hefur varla verið á staðnum þegar kröfuspjöldin voru búin til. urs. Ritstjórinn ber hins vegar al- farið á móti þessu. Nýjustu kjafta- sögurnar herma að Hrafn hafi feng- ið Karl Th. Birgisson, ritstjóra Heimsmytidar og fyrrverandi rit- stjóra Pressunnar, í lið með sér til að stofna nýtt blað, jafnvel viku- blað. Kvartað yfir Friðberti Pálssyni við umboðs- mann Alþingis Samkvæmt traustum heimildum MORGUNPÓSTSINS hefur umboðs- maður Alþingis, Gaukur Jörunds- son, haft til skoðunar um nokkurt skeið kvörtun sem Samband ís- lenskra kvikmyndaframleiðenda og Samband kvikmyndaleikstjóra lögðu fram vegna setu Friðberts Pálssonat, forstjóra Háskólabíós, í stjórn Norræna kvikmyndasjóðs- ins. Að mati kvikmyndagerðar- mannanna fer þetta tvennt ekki saman en þeir vilja meina að stjórnarseta Friðberts valdi hags- munaárekstri. Máli sínu til stuðn- ings benda þeir á að Háskólabíó sæki óbeint um framleiðslustyrk í Norræna kvikmyndasjóðinn, út á mynd Jóhanns Sigmarssonar, Eina stóra fjölskyldu, sem bíóið er meðframleiðandi að, og beint um dreifmgarstyrk út á þær norrænu myndir sem það dreifir. En Há- skólabíó hefur einmitt verið mjög duglegt að sýna norrænar myndir. Andlitslyfting á Veru Nýr ritstjóri, Sonja B. Jóns- dóttir heldur nú um taumana hjá kvennablaðinu Veru sem hefur fengið andlitslyftingu í tilefni rit- stjóraskiptanna. I grein í nýjasta tölublaðinu, sem fjallar um hverjir það séu sem reka kvennapólitík og gæta hagsmuna kvenna á Alþingi kemst greinarhöfundur, Halldóra Friðjónsdóttir, að því að það séu einkum Kvennalistakonur og er það vel í málgagni Kvennalistans. Það er hins vegar hlálegt að eina málefnið sem þingkonur allra flokka, sextán talsins, náðu breiðri samstöðu um var tillaga til þings- ályktunar þess efnis að efla þyrfti íþróttaiðkun kvenna. I annarri grein í sama blaði, þar sem Auður Styrkársdóttir heldur um penn- ann, kemur fram að ísland er í sjötta sæti meðal þjóðanna hvað varðar hlufall þingkvenna. Ef að þingkvenna Kvennalista nyti ekki við væri ísland í 26 sæti. Torfa blæddi á meðan löggan fundaði Torfi Geirmundsson, hár- greiðslumeistari, bar lögregluyfir- völdum ekki fagra söguna í frétt á Stöð 2 um helgina. Síðastliðið föstudagskvöld var Torfi með sýn- ingu á LA Café en effir að henni lauk varð hann fyrir tilefnislausri árás af einum gestanna og skarst illa á gagnauga. Árásarkonunni var þegar stungið í lögreglubíl en Torfi var hafður í gæslu lögregluþjóna fyrir utan staðinn í hálftíma á með- an beðið var eftir öðrum löggubíl. Torfi er mjög ósáttur við fram- komu lögreglunnar sem hann segir hafa farið með sig eins og saka- mann með því að láta hann húka alblóðugan við Laugaveginn. Nú er ástæðan fyrir biðinni líklega kom- inn á daginn því á sama tíma og Torfi beið blóðugur fýrir augum gesta og gangandi var hálft lög- reglulið borgarinnar upptekið með bílaflotann parkeraðan fyrir utan Brautarholt 30 þar sem fundur stóð yfir hjá Lögreglufélagi Reykjavíkur til klukkan hálfeitt um nóttina. Efast um ágæti launa- könnunar Á morgun, föstudag, verður blásið til opins fundar í Háskólan- um um skýrslu Jafnréttisráðs um launamun kynjanna. Hamrað hef- ur verið á niðurstöðum hennar síð- ustu vikur og ber þar allt að sama brunni — konur njóta verri kjara í öllu tilliti. Heyrst hafa efasemdar- raddir um ágæti aðferðafræði Fé- lagsvísindastofnunar sem vann skýrsluna. Ekki hefur verið gefið upp hvaða fýrirtæki lentu í úrtak- inu sem hefur vakið grunsemdir um að hlutfall dæmigerðra kvenna- vinnustaða, þar sem karlar eru þó við stjórnvölinn, sé allt of hátt sem skekki heildarmyndina verulega. Þá hefur skýrslan verið kynnt sem samnorrænt verkefni en samt virð- ist ekki hafa verið unnið eftir sömu aðferðum hér og á hinum Norður- löndunum. Það er því ekki ósenni- legt að á fundinum verði krafist ná- kvæmari svara. FRIÐBERT PÁLSSON Kvikmyndaframleiðendur klöguðu hann til umboðsmanns Alþingis. GAUKUR JÖRUNDSSON þarf að meta hvort Friðbert sitji beggja megin borðsins í stjórn Norræna kvikmyndasjóðsins. HRAFN JÖKULSSON er í vikublaðshugleiðingum. KARL TH. BIRGISSON er sagður í slag- togi við Hrafn. SONJA B. JÓNSDÓTTIR hefur tekið við ritstjórnartaumunum á Veru. Kennarar troðfylltu Ingólfstorg með kröfuspjöld á lofti á mánu- daginn. Slagorðin á spjöldunum segja alla söguna um það sem kennarar vilja með verkfalli sínu. Kröfur þeirra má draga saman nokkurn veginn svona: Mintti vinnu, meira kaup! Við krefjumst þess að menntun okkar og úbyrgð vcrði metin til Ja hjama, bara búiö að loka hjá Lúffa! Já, þetta er meira ólánið. Léttvigt Heimtufrekjan í Stebba bróður Þegar Stebbi bróðir flutti frá Akur- eyri tfl Reykjavíkur um daginn kostaði það bara nmmtíuþúsundkall. Stebbi er nefhilega ein af þessum helvítis nánö- sum sem heimta allt af ríkinu en tíma ekki að borga krónu á móti. Sendibíl- stjórinn, Stulli terta, er líka alræmdur þjófur á keisarans fé. Ég hef það fýrir satt að hann hafi meira að segja spurt konuna hans Skúla skattrannsakara hvort hún vildi nótu þegar hann flutti píanóið fýrir hana á dögunum. Ég hef off skammað Stebba bróður fýrir þennan alvarlega siðferðisbrest og bent honum á að rtkinu veiti ekki af hverri krónu á þessum síðustu og verstu tím- um sem sést auðvitað best á því hvað menn hafa neyðst til að draga saman seglin á þeim bænum á undanförnum árum. Ef fólk heldur áfram að þver- skallast svona við að borga skattinn sinn, þá gæti svo farið að það þyrfti að loka ennþá íleiri deildum á sjukrahús- unum, nækka heimsóknargjaldið til lækna, hækka skólagjaldið í Háskól- ann, fækka enn plássunum á hjúkrun- arheimilunum fýrir gamla liðið og svo framvegis og svo ffamvegis, allt út af því að gagar ems og Stebbi bróðir flytja svart. Ég meina, afhverju heldur fólk að að sé ekki búið að semja við kennara? ’að er verið að spara, það er ekkert annað á bakvið það. Rfkíð sparar alveg helling á verkfallmu og græðir svo slatta líka af því allur skríllinn útá landi fer beint í fiskinn og borgar skatt. Og losar okkur við útlendingana í leiðinni, það er nú ekki ónýtt. Og ef fólk hættir ekki að haga sér eins og Stebbi bróðir og Stulli terta, þá er eins víst að ríkið sjái sér þann kost vænstan að sleppa þvi bara alveg að semja við þessar kennarablæk- ur, sem eru að vinna við eitthvað annað en kennslu hálft árið hvort eð er. Nema reyndar Stína mágkona, hún er rosal- ega mikið að vinna alltaf í skólanum, en ég er viss um að hún er algjört eins- <fcmi í þessari stétt þó að nún sé nú alltaf að nalda einhverju öðm ffarn af einhverri misskilinni hógværð. Það gæti meira að segja skapast svo alvarlegt astand, ef Stebbi bróðir og hans nótar fara ekki að taka sig á í skattamálunum, að ríkisapparatið þurfi ekki bara að spara í þjonustu sinni við almenning, sem auðvitað er alltof mikil nú þegar, heldur gæti svo farið að báknið þyrfti að draga úr sínum eigin, prívat og per- sónulegu og bráðnauosynlegu útgjöld- um lika. Það kostar nú sitt að reka ríkið, fólk verður að gera sér grein fyrir því. Litlar 225 millur kostar það að nytja ut- anríkisráðuneytið yfir Hlemm og kaupa almennilega stóla og skápa og gardínur ogsvona. Þetta er ekkert gefr ms auðvitað, en þetta er bara eitthvað sem verður að gera. Og þeir hjá Ijár- málaráðuneytinu náðu meira ao segja að spara 20 miUjónir miðað við kostn- aðaráætlunina. Þeir hefðu átt að hafa hana ennþá hærri, þá hefðu þeir sparað ennþá meira auðvitað. En pað er ekki hægt að ætlast til þess að menn fatti aUt. Stebbi bróðir var reyndar eittlivað að tuða um að það heíði verið nær að nota þessar mUlur í eitthvað annað. Ráða hundrað löggur í vinnu, bæta við 90 rúmum á emhveijum hjúkrunardeUd- um fyrir gamla liðið eða feUa niður skólagjöld í Háskólanum og eiga samt 100 mUlur í afgang. Eða hækka kaup hjá kennurum um fjögurþúsundhaU á mánuði. Enþessi heimtufrekja er auð- vitað bara typísk fýrir Stebba og sýnir bara hvað líann ber lítið skynbragð á það sem máli skiptir í þessu pjóðfelagi. Maður á ekki að spyijanvað ríkið getur gert fýrir mann, heldur hvað maður geti gert fvrir ríkið. Alltaf verið mitt mottó. FeUa niður skólagjöldin, ekki nemaþaðþó! Égheldþaðværi nærað hækka þau, þá nennti þessi skríll kannski að vinna eitthvað. Ég meina, það dugar ekki að hafa utannkisráðu- neytið í leigukompum hjá löggunni forever. Hvað haldioi að útiendingam- ir segi þegar þeir sjá svoleiðis sveitabú- skap á ráoherranum, ha? Ogþað þýðir lítið að flytia í nýtt hús ef gömfu gardín- umar eru hara látnar hanga þar áffam eins og ekkert sé sjálfsagðara. Hvað er eiginlega að svona liði einsog Stebba? Nei, égbara spyr. Lalli Jones

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.