Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 22
22 MORGUNPÓSTURINN FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995 Eftir ein best auglýstu réttarhöld Ameríku hefur John Wayne Bobbitt tekist að gera sig að stjörnu. Eða svo heldur hann. Aðrirtelja hann fórnarlamb umboðsmanna, einfeldning sem leiddur er á milli fáránlegra uppákoma Gum dónamyndanna Nú mitt í O.J. Simpson-sirkusn- um rifjast upp fyrir mörgum allt umstangið í kringum réttarhöldin yfir Lorenu Bobbitt sem skar typpið af eiginmanni sínum í reiði- kasti í henni Ameríku fyrir hálfu öðru ári. Bóndinn Bobbitt fékk bót meina sinna, læknarnir græddu manndóminn á hann og réttar- höldin í kjölfarið gerðu hann að stjörnu. Reyndar ekki stjörnu í hefðbundnum skilningi þess orðs — en hann fær sinn skammt af beiðnum um eiginhandaráritanir sem hann sinnir af einstakri alúð. Hann getur reyndar ekki skrifað mjög löng orð en kveðjurnar sem aðdáendurnir fá eru mjög persónu- legar: Ég naut þess að eyða tímanum með þér og kynlíftð var frábœrt. Get ekki hœgt að hugsa um hámarkið sem við náðum saman. Þinn John Wayne Bobbitt. — skrifaði hann til aðdáanda sem bað um „sexí“ kveðju. Svona kveðjur afgreiðir hann á færibandi. I kringum málaferlin vegna Bob- bitt var búinn til flokkurinn „White Trash“ — fólkið sem enginn vill eiga samskipti við og fólkið sem all- ir líta niður á. Ameríka hafði reynt að gleyma að svona fólk væri til en réttarhöldin drógu það fram. I ný- legri grein í tímaritinu GQ kallar blaðamaðurinn hann „Forrest Stump“ og í greininni reynir blaða- maðurinn ekki að leyna því að hann telur Bobbitt þroskaheftan. Þess einkennilegri er framganga hans síðan málaferlin áttu sér stað. Umboðsmenn koma til skjalanna Bobbitt komst í sviðsljósið í rétt- arhöldunum og klókir menn gerðu sér grein fyrir að það er virði millj- óna dollara kynningarherferðar. Fljótlega snéri umboðsmaðurinn Aaron Gordon sér til Bobbitt og bauðst til þess að gera hann ríkan. — Eitthvað sem honum veitir ekki af þó ekki væri nema til að greiða lögfræðikostnaðinn en lögfræðing- ur hans, Gregory Murphy, endaði með því að senda honum 320.000 þúsund (21,4 milljónir króna) doll- ara reikning í staðinn fýrir 32.000 dollara eins og samið hafði verið um í upphafi. Hann bætti núlli við vegna sjónvarpsvélanna og krafðist þess að Bobbitt skrifaði undir samning um það að dregið yrði af launum hans um ókomna framtíð þar til skuldin yrði greidd. Aaron þessi Gordon er sonur Jack Gord- ons sem er umboðsmaður og ást- vinur LaToyu Jacksons. Þeir feðgar eru slyngir en það verður seint sagt um Bobbitt. Því hefur verið haldið fram að Bobbitt sé síð- astur í röðinni þegar kemur að út- borgunardegi. Hann er ekki slyng- ur í prósentureikningi og samdi af sér nánast allar tekjur af metsölu- myndinni „John Wayne Bobbitt Uncut“ - myndinni sem mun halda nafni hans á lofti. Heitasta myndbandið og vinna í Las Vegas Hið einkennilega er að Bobbitt sjálfur hefur ekki samning við Leis- ure Time Communications, fyrir- tækið sem gefur út þetta heitasta klámmyndband Ameríku. Það hafa # 4 hins vegar umboðsmennirnir sem Bobbitt fær síðan 67 prósent af kringum hann ferðast nú um fengu 500.000 dollara (um 34 millj- þeirra hlut. f myndinni framkallar Bandaríkin. Allir virðast vilja sjá ónir króna) við undirritun og 50 Bobbitt fimm fullnægingar og hef- endurreistan lim Bobbitt, sem prósent af hagnaðinum af sölunni. ur haldið því áfram því sirkusinn í menn taka sjálfsagt sem enn eitt dæmið um glæsta sigra læknavís- indanna. Skemmtanastjórarnir í Las Vegas og Atlanta City þurfa sitt. „Showin“ með Bobbitt þykja bera af í fáránleika klámiðnaðarins og hann hefur túrað Ameríku því „John Wayne Bobbitt World Tour“ er skemmtun sem allir þurfa að sjá! Skandalablöðin grípa til hans reglulega þegar eitthvað vantar á síðurnar enda heimskulegar uppá- komur að verða vörumerki Bob- bitt. Undir smásjá feminista Já, Bobbitt hefur síður en svo verið góður strákur síðan í réttar- höldunum. Fljótlega eftir þau fékk hann 12 daga fangelsi fyrir að berja sambýliskonu sína Kristinu Elliot sem um leið gat selt sögu sína fýrir háar fjárhæðir — sem Bobbitt gleymdi að gera á sínum tíma. Slyngari menn en Bobbitt hefðu gert sér grein fýrir því að hann yrði undir smásjánni eftir réttarhöldin. Þau snérust um meðferð hans á veikara kyninu; í þessu tilviki Lor- enu eiginkonu hans þar til hún sótti eldhúshnífmn og skar sig lausa eins og feministar í Ameríku vildu halda fram. Réttarhöldin snérust að meira eða rninna leyti um það hvort hann átti limlestinguna skil- ið. Af dómnum má ráða að Lorena hafði nokkra samúð þó hún að endingu fengi málamyndadóm. Sannaðist þar hið fornkveðna að enginn er saklaus. Ætiaði að verða kúreki Bobbitt er einföld sál og hafði reynt að hasla sér völl sem kúreki. Hann er fæddur í Niagara Falls í New York-fylki í „vitlausu hverfi“. Fátt er vitað um föðurinn og mamma hans gafst upp á honum þannig að það féll í hlut frændfólks hans að ala hann upp. I skóla lenti hann í bekk með öðrum hegðunar- vandamálum. Greindin var mæld í kringum 70 stig (Kanar vilja alltaf vera að mæla greind) en með mikl- um dugnaði tókst honum að hækka sig um 10 stig á greindarkvarðanum — eða svo segir bróðir hans Tod! Nú orðið birtast eingöngu myndir af Bobbitt með þrýstnum konum en hann er í sambúð með klámdrottningunni Veronicu Brazil sem reyndar á von á barni þeirra hjónaleysa. Það má segja að Bobbitt vilji ftnna konur sínar þar því fyrri sambýliskona hans, Krist- ina Elliot, hafði unnið fýrir sér með því að strippa. Hún var reyndar skjólstæðingur Aarons líka sem gerði sitt besta til að koma henni á síður P/íiyboy-tímaritsins. Að fyrra bragði hefðu menn ekki veðjað á að Bobbitt entist lengi í sviðsljósinu en honum hefur tekist að viðhalda sérstæðum ferli sínum ótrúlega lengi. Reyndar með dyggi- legri hjálp Aarons sem skammtar honum peninga eins og óþægur strákur sem fær vasapening frá ströngum föður. Blaðamaður GQ segist reyndar hafa rekist á Bobbitt á rangli í spilasal Las Vegas-hótels- ins, alveg staurblankan, grátbiðj- andi um aura í spilavél. Þessi sami blaðamaður vitnar á nokkrum stöðum til orða Bobbitt - - fæst afþví hefur nokkra merkingu nema maður nenni að fara í merk- ingafræði Gumpismans.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.