Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 10
10
MORGUNPOSTURINN
FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995
Valur Magnússon
VEITINGAMAÐUR Á KAFFI REYKJAVlK
Heppinn að eiga
Herluf að vini
„Maður sem á Herluf að vini er
heppinn því Herluf er besti vinur
sem nokkur maður getur eignast
segir Valur Magnússon, veitinga-
maður á Kaffi Reykjavík, sem hefur
starfað með Herluf um áratuga
skeið. „Þetta er sá besti drengur sem
nokkur tnaður getur kynnst í lífinu í
einu og öllu, frábter maður á allan
hátt og mikill vinur vina sinna.
Hann erágœtlega lesinn, vel greind-
ur og mikill dugnaðarmaður. Hann
hefur bara eins og margir aðrir á
seinni árum lent í óhöppum. Ég held
að allirsem hafa kynnst honum geti
ekki sagt annað en allt gott um hann
en því miður er komið fyrir honum
eins og komið er. En þetta er mjög
góður drengur."
Gylfi Knudsen, lögfræðingur
Seigur og
seiglist
„Ég hef ekkert nema góðar minn-
ingar um hannfráfyrri tíð,“ segir
Gylfi Knudsen, lögfrœðingur, sem
var bekkjarfélagi og útskrifaðist með
Herluffrá MR 1964. „Hann var
ósköp hœglátur fannst mér ogprúð-
ur. Það varaldrei neinn œsingur í
honutn, hann var í góðu jafnvœgi.
Hann var eitthvað byrjaður á þess-
um árum í innflutningi, held ég í
tengslum við þessa tertubotna sem
mikið var skrifað um á sínum tírna.
Ég kunni vel við Herluf á þessum ár-
um. Hann var eljusamur og stund-
aði vel námið ogþess háttar og
mœtti vel. Ástundunarsamur eins og
sagt er. Hann er seigur og seiglist og
vonandi hjálparþað honum nú.“
Þórarinn „Póri“ Jónasson
i Laxnesi
Einlægur, duglegur
og traustur félagi
„Við erum búnir að vera saman
frá barnœsku og hérna höfum við
alltaf verið saman í ein 30 ár,“ segir
Þórarinn Jónasson eða Póri í Lax-
nesi. Þeir hafa þekkst og verið góðir
vinir alltfrá barnœsku. „Það er ekki
hœgt að Itugsa sér betri félaga, betri
útreiðarfélaga og heiðarlegri mann í
alla staði og traustari vin. Þetta er
Ijúfmenni í alla staði og hefur öllum
viljað vel. Við félagarnir sem höfum
riðið með honum út höfum ekki
nema gott eitt að segja um hann.
Hattn er einlcegur, duglegur og
traustur félagi."
Uppgangur Herlufs
Clausen hófst undir
lok 7. aratugarins
með afnámi hafta en
einnig vegna hafta á
fjármagni. Hann er
annálaður öðlingur
en þjóðfélagsbreyt-
.
ingar og kreppa urðu
honum að falli
nkastjórinn í
Bankastjórinn í Bröttu-
götu, maðurinn sem talinn
var einn auðugasti maður
landsins og milljarðamær-
ingur, hefur nú verið úr-
skurðaður gjaldþrota. Á
síðustu misserum hafa
eignirnar horfið ein af ann-
arri og nú er svo komið að
engin fasteign er skráð á
nafn Herlufs Clausen.
Herluf hefur verið umtalaður og
umdeildur en allir sem hafa kynnst
honum bera honum góða sögu.
Hnignun hans hófst þegar efna-
hagslægðin hélt innreið sína hér á
landi. Samhliða var hnignun
Laugavegarins og í verslun sérstak-
lega, ekki síst fataverslana. Allt
kom þetta Herluf mjög illa. Hann
stundaði umfangsmikinn inn-
flutning og lánastarfsemi því sam-
hliða. Viðskiptavinir Herlufs fóru
illa út úr kreppunni, vanskil
hrönnuðust upp og Herluf þurfti
að afskrifa stórar íjárhæðir. Til
þess að bæta lausafjárstöðu sína
þurfti hann að losa fjárnruni, eink-
um fasteignir sem seldust ekkert
eða með miklum afföllum. Bank-
arnir töpuðu á endanum trúnni og
því er goðsagan og milljarðamær-
ingurinn orðinn gjaldþrota.
Kökubotnar, steiktur
laukur, UFO-buxur
Herluf er fímmti ættliður Clau-
sena sem stundar hér verslunar-
rekstur. Strax í MR var hann far-
inn að flytja inn kökubotnana
frægu frá Danmörku en hann út-
skrifaðist úr MR 1964. Bekkjarfé-
lagi hans, Gylfi Knudsen, orti svo
um hann í Faunu:
Fæddur afkrambúðarkvisti
er Kláseninn síðasti og fyrsti;
daufur að dagfari og stilltur,
dyggur og hrekklaus piltur;
en súpi hann dáravínsdropa
drengurinn strax fer að ropa,
og spakmælinn spinnur upp
trylltur.
Bekkjarfélagar hans láta nrjög
vel að honum, segja hann dugleg-
an og dagfarsprúðan. Hann hafi
verið eitthvað fjörlegri með víni,
opnað sig meira en aldrei haft ver-
ið neinn órói í kringum hann.
Hins vegar hætti Herluf að drekka
þegar honum þótti það koma nið-
ur á vinnunni enda er hann vanur
að vinna „allan sólarhringinn“.
Það er dæmigert fyrir Herluf að
hann hætti einn og óstuddur, fór
ekki í meðferð eins og flestir ís-
lendingar.
Nokkrum mánuðum eftir stúd-
entsprófið stofnaði hann heild-
verslun sína senr hann hefur rekið
æ síðan. Upphaflega rak hann
hana samhliða viðskiptafræðinámi
sínu í HÍ. Tertubotnarnir sem
hann hóf innflutning á ollu rnikl-
um deilum en seldust eins og heit-
ar lummur. Einnig hagnaðist hann
fyrstu árin vel á innflutningi á
steiktum lauki, frönskunt kartöfl-
um, sígarettuhylkjum og UFO-
gallabuxum.
Mikill vinur vina
sinna
Undantekningalaust bera menn
Herluf góða sögu. Brynjólfur
Bjarkan var skólabróðir hans í
MR og HÍ og einn hans nánasti
vinur. Hann var einnig hans nán-
asti samstarfsmaður allt þar til
hann lést sviplega í umferðarslysi á
Reykjanesbraut fyrir tveimur ár-
um. Eftir það hefur Magnús Ket-
ilsson starfað mjög náið með
honum en hann hefur verið hjá
Herluf síðan á áttunda áratugnum.
Tónlistarmaðurinn góðkunni,
Birgir Hrafnsson, hefur einnig
unnið náið með Herluf og séð um
rekstur heildverslunar Konráðs
Axelssonar sem flutt hefur inn
Holstein, Mouton Cadet og Bell’s
viskí svo eitthvað sé nefnt og BH-
framtak sem flutt hefur inn hljóm-
sveitir. Þá hefur Valur Magnús-
Sigríður Ingvarsdóttir, umboðsmaður Sotheby’s á íslandi. Hún er sam-
býiiskona Herlufs og keypti einbýlishús Herlufs á uppboði.
son unnið mikið með Herluf og sá
meðal annars um rekstur Café
Óperu. Lengi hafa verið sögur
uppi um að í raun ætti Herluf
Kaffi Reykjavík sem Valur hefur
rekið með miklum hagnaði.
Skráður rekstraraðili þess er Pens-
on hf. sem Valur og sonur hans
eru einir skráðir fyrir.
„Lúffi var sterkefnaður í lok átt-
unda áratugsins, það veit ég fyrir
víst. Þá átti hann nær eingöngu
lausafé. Frá þeim tíma hefur hann
staðið í lánastarfsemi til illa rek-
inna fyrirtækja og hélt áfram að
lána þeim í von um góða vexti. Á
endanum komust þessi fyrirtæki í
hans eigu og Herluf sat uppi með
verðlitlar fasteignir og verðlítil fyr-
irtæki sem hann losnaði ekki við,“
segir einn þeirra senr hafa starfað
með Herluf. Fleiri tóku í sama
streng, fjármunir hefðu bundist í
illseljanlegum fasteignum og versl-
unum sem skiluðu engum arði.
Afföll urðu mikil á krepputímum