Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995 MORGUNPÓSTURINN 7 Stígamót stóðu fyrir göngu með þátttöku fjölda fólks sem vill mótmæla hvernig tekið er á kynferðisafbrotum Gengið fyrir bættu réttarkerfi Kröfuganga fyrir betra réttarkerfi og gegn kynferðisafbrotum var farin í gær á vegum Stígamóta, samtaka gegn kynferðislegu of- beldi, í gær á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. I broddi fylkingar gengu 30 konur, klæddar í svarta kufla þar sem rétt rifaði í augun en þær eru tákn fyrir þann fjölda kvenna og barna sem sætir misnotkun í skjóli friðhelgi heimilanna. Alls 346 einstaklingar leituðu til Stíga- móta á síðasta ári en tveir af hverj- um þremur sem þangað leita eru konur sem hafa orðið fórnarlömb sifjaspella en afgangurinn vegna nauðgana, ef frá eru taldir örfáir sem leita þangað vegna kynferðis- legrar áreitni á vinnustað eða börn sem hafa orðið fyrir áreitni þar sem þeim hefur verið sýnt klámefni. Um sex prósent þeirra sem leita til samtakanna eru karlmenn en það var fyrst viðurkennt sam- kvæmt íslenskum lögum árið 1992 að karlmenn gætu orðið fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi. Önnur samtök sem nefhast Stráið eru einnig til en þau aðstoða karla sem hafa lent í þessum málum. 94 prósent skjól- stæðinga Stígamóta eru konur og 80 prósent allra skjólstæðinga sam- takanna hafa lent í ofbeldismálum þegar þau voru böm. Engar tölur eru til um hvað mörg brot voru framin á síðastliðnu ári svo að töl- fræðilega er ekki hægt að sýna fram á að kynferðislegt ofbeldi hafi farið vaxandi eða hvort umræða undanfarinna ára hafi leitt til þess að það hafi minnkað. I nauðgunarmálum eru gerendur í lang- flestum tilfellum kunnugir konunni og það á einnig við um sifjaspellsmál þar sem ger- endurnir eru oft frændur eða fjöskylduvinir en feður í 8 prósentum tilfella. Fast þar á eft- ir fýlgja fósturfeður í 6 prósentum tilfella. „Það hefur sýnt sig að ofbeldi í samfélaginu fer vaxandi og þetta sker sig örugglega ekki úr,“ sagði Áshildur Bragadóttir, starfskona Stígamóta, í samtali við blaðið. „Fæst þeirra mála sem koma inn á borð til okkar eru kærð en af þeim örfáu sem eru kærð þá fellur dómur í einu máli af sjö. Það er ekki upplífgandi staðreynd en við berj- umst fýrir bættara réttarfari hvað þetta varð- ar. Það eru tvö ár síðan aðildaríki Samein- uðu þjóðanna samþykktu að reyna að bæta úr þessum málum en hvað Island varðar þá hefur ekkert gerst.“ Betra að nauðga en ræna „Það er ótrúlegt hvað þessir menn fá stutta dóma þegar á annað borð er réttað í málinu,“ sagði Steingerður Kristjánsdótt- ir, starfskona Stígamóta, og bætti við að það væri með blendnum huga sem þær hvettu konur til að kæra eins og meðferð þessara mála væri í kerfinu. „Það er þó nauðsynlegt að konur kæri ef einhver breyting á að verða. Það er varla hægt að leggja þetta á konur, hvað þá börn. Vinir mínir segja stundum við mig að ef að það eigi að ræna leigubíl þá sé best að kona sé undir stýri. Til að fá besta meðferð í kerfinu þurfi glæpamaðurinn bara að nauðga henni fyrst, þá eru yfirgnæfandi líkur á að málinu sé vísað frá eða þá að við- komandi fái vægari dóm. Við höfum gagn- rýnt það að sönnunarbyrðin liggi alfarið hjá konunni og öll rannsókn beinist að henni. Af hverju eru kynhár nauðgarans ekki kembd? Af hverju er hann ekki látinn ganga undir líkamsrannsókn? Það gæti borið jafn- mikinn árangur.“ Aðspurðar um þau mál sem hafa komið upp þar sem menn hafa verið ákærðir og jafnvel dæmdir ranglega, segja þær að slík mál séu örfá miðað við þann mýgrút af mál- um þar sem aldrei fellur dómur. -ÞKÁ f burda t I hverjum mánuði kemur mikið úrval af Burda blöðum í verslanir, enda er vaxandi áhugi á sauma- og prjónaskap. Burda blöðin mæta þörfum allra: Anna er hannyrðablað með sniðum og kemur mánaðarlega. Verena er prjónablað sem höfðar sér í lagi til yngra fólks og kemur mánaðarlega. Carina er í senn sníðablað, einkum miðað við þarfir yngri kvenna, en auk þess fullt af sniðugum hugmyndum um skreytingar inni á heimilinu og kemur mánaðarlega. Burcla iModen er langstærsta og útbreiddasta blað sinnar tegundar og er fyrst og fremst blað um fatasaum með fjölda sniða í hverju blaði. burdQ«. lyrir stórar konur er saumablað með sniðum fyrir konur í yfirstærðum og kem- ur nokkrum sinnum á ári. Itrúðu- föt er sérblað með snið- um og prjónaupp- skriftum til að búa til brúðuföt. Kemur einu sinni á ári. Spariföt er sérblað með snið- um að glæsilegum veislufatnaði fyrir konur og karla. Kemur einu sinni á ári. Lltsauniur er sérblað um útsaum. Bláðinu fylgja munstur og uppskriftir. Kemur einu sinni á ári. Sináböru er sérblað með prjónauppskriftum fyrir föt á yngsta fólk- ið. Stærðir 62-92. Herraföt er sérblað með snið- um að herrafötum fyrir karlmenn á öll- um aldri, bæði hversdags- og spari- fatnaði. Kemur út einu sinni á ári. Þessi blöð og möig fleiri frá Burda eru nú fáanleg á næsta útsölustað. Pantanasími er 551-7900. Nemendur og kennarar -og allir aðrir athugið VERKFALLSTILBOÐ A Tommahamborgurum Lækjartorgi Tommi franskar og kók aðeins kr. 550.- Tommi TOMMA franskar og hamborgarar freyðandi öl LÆKJARTORGI aðeins kr. 650.-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.