Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 14
14 MORGUNPÓSTURINN FÓLK FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995 Bara-rabb Magnea J. Matthíasdóttir skrifar frá Kaupmannahöfn Gömlu hipparnir á Heklu eru frernur hýrir (í þess orðs íyrri merk- ingu) þessa dagana, eins og reyndar flestar aðrar danskar vertshúsahetjur. Læknirinn Soren Ventegodt reynd- ist nefnilega uppfylla fyrirheit nafns- ins og vera mikill bjartsýnismaður. Hann sendi urn daginn frá sér skýrslu um það sem hérlendir kalla „lífskval- ítet“, það er að segja hvað gefur lífinu gildi, og rak heilbrigðispostulana alla á stampinn með þeim upplýsingum að það rýri síst lífsgildið að bæði reykja og drekka og háma í sig feitan mat. Danskir drykkjumenn skáluðu kátir fyrir kempunni en frammámenn innan heilbrigðiskerfisins kölluðu hann allt að því svikara og ég reikna allt eins með að nú hangi uppi af hon- um myndir í viðkomandi ráðuneyti eins og í amerískum kúrekamyndum. Nú eru postularnir allir trompvitlaus- ir að reyna að afsanna niðurstöður Ventegodts og telja þjóðinni trú um að henni finnist ekkert skemmtilegra að vera til, ef hún fær að halda óholl- ustunni. En það bítur ekki á gömlu hippana á Heklu - þeir fýra í sinni feitu og skola frikadellunum niður með gullöli, ef sá er gállinn á þeim. Aftur á móti hafa þeir svolitlar áhyggjur af nýja borgarakortinu sem til stendur að taka hér upp. Stóri bróðir nálgast óðum segja þeir, og dregur úr gleðinni yfir nýfengnu frelsi til að njóta lífsins án tiltakanlegra samviskukvala. Borgarakortið er sent af hinum illa með aðstoð fávísra pólit- íkusa sem gott ef ekki allir eru á mála hjá bandarískum heimsvaldasinnum sem eru smám saman að leggja undir sig heiminn með McDonald’s og 7- Eleven búllum á danskri jörð. Þetta finnst mér ærinn biti að kyngja þurr- um, svo ég sýp á ölinu og kveiki mér í sígarettu, minnug þess að lífið versnar ekki fyrr en eftir fertugustu sígarettu dagsins (þá fer maður væntanlega að hósta all hrikalega) og tuttugasta bjór- inn (ef maður er ekki sofnaður þá) og spyr hvað í ósköpunum þeir eigi við. Er þetta borgarakort þá eki ætlað til í jjármálum NÍLSKHtSNMK .. ! HEFUR LENTI LÁNUM ERFIÐLEIKUM MEÐ EITTHVAÐ AF ÞÍNUM AÐ UNDANFÖRNU? 4 VEISTU HVERS VEGNA? Jafnvel á bestu heimilum þarf stundum ad taka til! Nú gefst gott tækifæri til að lofta út og hleypa fersku lofti í fjármálin! Nýttu þér ókeypis leiðbeiningar og ráðgjöf hjá Húsnæðisstofnun, Neytendasamtökunum, bönkum og sparisjóðum um fyrirhyggju og ráðdeild í fjármálum fj ölskyldunnar. Fyrirbyggjum framtíðarvandanri og höfum allt okkar á hreinu! Félagsmálaráðuneytið -A- Húsnœðisstofhun ríkisins , að létta öllum lífið? Eitt kort sem inni- heldur allar þær upplýsingar sem annars er að finna á mörgum? Og það er einmitt þetta sem fer fýrir brjóst- ið á þeim. Þarna verða á segulrönd .upplýsingar um samskipti manna við skattinn og fé- lagsmálastofnun, lögreglu og sjúkra- samlag, um saka- skrá, kjörskrá, hjú- skaparstöðu, vinnu og fjárhag og ótal margt fleira sem gömlum hippum (og reyndar fleir- um) finnast engum koma við nema manni sjálfum og þá alls ekki „kerfinu“. End- urskoðandinn í ruggustólnum (því nú eru flestir gamlir hippar orðnir mið- aldra og viðloðandi sama kerfið og þeir enn bölva) ruggar sér ákaft og muldrar eitthvað um „merki dýrsins" oní bring- una — væntanlega þá nteð tilvísun til Opinberunarbókar Biblíunnar. Ég sýp aftur á bjórnum og bíð spennt eftir að vita hvernig þessar samræður þróast. Fara þær að snúast um trúarbrögð með tilheyr- andi sögum um fólk sem hefur frelsast til ofsatrúar, síðan hliðarspor inn í íslam og pakistanska prestinn sem lagði blessun sína yfir dauðadóm yfir tveimur frændum í Pakistan í jafn gagnheilögum miðli og svæðisútvarpinu á Vestur- brú eða - og það reynist verða ofaná - „kerfið“. Já, kerfið. Fyrir garnla hippa er það kærara um- ræðuefni en jafnvel veðrið sjálft fyrir landa rnína, og alltaf af nrörgu að taka. Jafn- aldra mín úr Kristjaníu verður fyrst til að tjá sig og velur mál sem reyndar er dottið úr tísku: vangefna piltinn sem játaði á sig barnanauðgun. Löngu síðar kom í ljós að DNA- próf hafði sýnt að hann gat ómögulega hafa framið glæpinn, en lög- reglunni þótti það svo ómerkileg sönnun að hún sagði engum frá niðurstöðum og sendi kauða á stofnun — þangað til mál var höfðað gegn öðrum manni fyrir sama afbrot. Dæmigert fyrir þessa varð- hunda kerfisins voðalega, segir jafnaldra mín og hryllir sig. Um leið og þeir komast í úníformin glata þeir öllu sem ann- ars kynni að vera mannlegt í fari þeirra. En það kemur í ljós að þetta er reyndar ekki annað en inn- gangur að göml- um og margsögð- um sögum um yf- irgang lögreglunn- ar í Kristjaníu og umhverfis hana og það er margtuggin þula að erfitt er að halda athyglinni vakandi. Konan kemst á slíkt flug að það er ekki vinnandi vegur að vekja máls á neinu öðru, hvorki með því að spyrja hana hvort að sé komið á Jafnaldra mín úr Kristjaníu verður fyrst til að tjá sig og velur mál sem reyndar er dottið úr tísku: vangefna piltinn sem játaði á sig barnanauðgun. Löngu síðar kom í Ijós að DNA-próf hafði sýnt að hann gat ómögulega hafa framið glæpinn, en lögreglunni þótti það svo ómerkileg sönnun að hún sagði engum frá niðurstöðum og sendi kauða á stofnun — þangað til mál var höfðað gegn öðrum manni fyrir sama afbrot. hreint hvenær stuttbuxnadeild íhaldsins (Konservativ Ungdom) ætlar að flytja í Kristjaníu eða grennslast um viðhorf manna til fé- lagslega toppfundarins sem á að halda hér innan skamms. Það þýðir ekki einu sinni að nefna „lukkelo- ven“, löggjöfina um opnunartíma verslana og varninginn sem í þeinr má selja, og þá er mikið sagt, því hataðra fyrirbæri er varla hægt að finna á Kaupmannahafnarsvæðinu á þessari síðustu vorrign- I ingahátíð svo ég klára bara bjórinn, drep í síg- ' arettunni og kveð, t ánægð með að hafa aukið , örlítið á lífskvalítetið , með fáeinum löstum og ^ mannlegum samskipt- , um í anda Sorens Ven- I tegodt. Já, mikil himnasending er sá maður! Stóra gler- flaskan með San Miguel- bjómum. Nú er hann ip? kominn til ís- ^lands.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.