Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 6
6 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995 vikunnar Gaf fórnar- lambi árás- ar 9.300 krónur Það er alltaf ógeðfellt þegar fólk reynir að slá sjálft sig til riddara út á ófarir annarra. Dæmi um slíkt háttalag er til dænris þegar stjórn- málamenn, leikarar og aðrir popp- arar mæta á hungur- eða átaka- svæði með það að yfirlýstu mark- miði að láta gott af sér leiða, en gæta þess jafnframt að gera fjöl- miðlum rækilega viðvart af ferðurn sínum til þess að allir fái séð hvílík góðmenni eru á ferð. Sambærileg dæmi skjóta upp kollinum við og við hér á íslandi eins og annars staðar. Skemmst er að minnast þess þegar bílaumboðið Ingvar Helga- son sendi mæðrastyrksnefnd nokk- ur hangikjötslæri og Lottóið styrkti sörnu góðgerðarsamtök um ein- hverjar krónur, þá létu forráða- menn þessara fyrirtækja fjölniiðla vita af þessari gjafmildi sinni. Og fengu fyrir vikið myndir af sér og umfjöllun í fjölmiðlunum. Þetta er náttúrlega ekkert annað en auglýs- ingamennska af ákaflega ógeðfelldu tagi. í DV á þriðjudag skaut upp kollinum dæmi um „góðmennsku“ af þessu tagi. í frétt blaðsins segir frá því að ungum manni, Ásgeiri Ásgeirssyni, hafi runnið svo til rifja örlög ungrar utanbæjarstúlku sem varð fyrir því að tveir menn réðust á hana og rændu, að hann hafi ákveðið að gefa henni sömu peningaupphæð og var rænt ef henni. Og auðvitað gætti Ásgeir þess að hringja í DV og láta vita af þessu örlæti sínu; og auðvitað út- listar Ásgeir fyrir blaðamanni hvað það hafi verið sem fékk hann til þess að reiða þessa gjöf, 9.300 krón- ur, af hendi. „Mér brá svo þegar ég las um ránið og stúlkuna í bæjarferð í heimsókn. Það er greinilega ekki hægt að koma í bæinn án þess að vera rotaður og rændur. Ég sárvor- kenndi henni. Mig munar nú ekk- ert um þetta. Það er gott að láta eitthvað af sér leiða öðru hvoru. Maður setur annað eins í hluti af rninna tilfelli," sagði Ásgeir í DVog maður sér krókódílatárin fyrir sér streyma niður kinnarnar á honum. En Ásgeir fékk það sem hann ef- laust ætlaði sér: frétt í blaðið og mynd af sér að afhenda fórnar- lambinu gjöfina á baksíðu. Umhverfisráðuneytið skipar hússtjórninni að rífa niður skilrúm sem þeir settu upp við íbúð Bents Bent sigrar þjóridíkuna Páll Asgeir Tryggvason, fomnaður hússtjómar, villað „furðufuglinn snauti í burtu.“ Ég geri mér vonir um það að þeir láti af þessu, hætti við frekari málaferli, sem eru þegar búin að kosta alltof mikið og valda leiðind- um. Auðvitað hafa þeir kost á því að hlaupa með þetta fyrir dóm en þá eru þeir ekki lengur í máli við Bent, þá eru þeir komnir í mál við Össur Skarphéðinsson eða hans emb- ætti,“ sagði Bent Scheving Thor- steinsson, íbúi í Breiðabliki, eða Beverly Hill eldra fólksins að Efsta- leiti. Undanfarin ár hefur Bent staðið í illdeilum við íbúa hússins sem hafa innréttað ölstofu í sameign hússins sem er fyrir utan íbúð Bents. Hefúr Bent fullyrt að þar sitji ákveðnir menn að sumbli og valdi honum óþarfa ónæði með leiðindum. Nú síðast voru sett upp skilrúm sem stúkuðu íbúð Bents af sem hann tel- ur rýra verðgildi hennar. Breyting- arnar voru samþykktar í stjórn hús- félagsins, í byggingarnefnd og hjá Skipulagi ríkisins en nú hefur um- hverfisráðuneytið úrskurðað að skilrúmin skuli rifin niður. Umhverfisráðuneytið fullt af idjótum ;,Þetta eru bara idjótar,“ segir Páll Ásgeir Tryggvason, sendiherra og formaður hússtjórnar. „Við erum að gera stofú í húsinu okkar, fyrir fólkið í húsinu. Allir eru inn á þessu nema einn maður og það er búið að samþykkja þetta í bygginganefnd Reykjavíkur. Síðan er sent á okkur Skipulag ríkisins og þeir samþykkja þetta allt saman. Þá er bara komið með umhverfisráðuneytið inn í stofu til okkar. Ég get sagt þér það að við ætlum ekki að gefast upp.“ Páll Ásgeir er afar ósáttur við þrá- kelkni Bents því þetta eru ekki einu málaferli íbúanna. Bent, ásamt Herði Þorleifssyni og Emmanúel Morthens, höfðuðu mál til að koma í veg fyrir sölu íbúðar hús- varðar og hjúkrunarfræðings sem stjórnin hafði áður samþykkt. Hér- aðsdómur felldi úrskurð Bent í vil en gert er ráð fyrir að Hæstiréttur felli úrskurð sinn í næstu viku. Varaformaður hússtjórnar er Karl Eiríksson en af öðrum sem Bent hefur kvartað mest yfir má nefna Ebeneser Ásgeirsson og Óttar Möller. Páll Ásgeir Tryggvason „Þetta er ekkert gaman að hafa svona furðu- fugla eins og hann í húsinu. Það er óttalega leiðinlegt að hafa svona dela inn á sér og það er bara vonandi að hann snauti í burtu.“ „Þetta er ekkert gaman að hafa svona furðufugla eins og hann í húsinu. Það er óttalega leiðinlegt að hafa svona dela inn á sér og það er bara vonandi að hann snauti í burtu,“ segir Páll Ásgeir. Ett er engin von á sáttum? „Sáttum? Hann er ekki í neinum sáttahug. Ekki aldeilis. Hann hefur voðalega gaman af því að erta fólk til reiði. Elskar það alveg. Ef menn hafa ekkert að gera er náttúrlega upplagt að reyna að egna fólk til reiði. Það er hans sérgrein.“ -pj Atök í Lögmannafélagi Islands vegna mannréttindaáhuga Ragnars Aðalsteinssonar formanns Telja sig fórnarlömb áhugamála formannsins Það hlýtur að teljast mikið áfall fyrir formann Lögmannafélags Is- lands að fá yfir sig undirritaða álykt- un ffá átta fyrrverandi formönnum þar sem hann er gagnrýndur fyrir að blanda sér í mál óskyld félaginu. Það stefnir því í að síðasti aðalfundur Ragnars Aðalsteinssonar sem for- manns verði átakafúndur en aðal- fúndur félagsins er annað kvöld. Það er hins vegar ekkert nýtt að það gusti um Ragnar í formannssæt- inu en hann hefúr um langt skeið verið umdeildur og rétt náði að hrista af sér mótframboð Eiríks Tómassonar hæstaréttarlögmanns á aðalfundinum í fyrra. Framboð Ei- ríks var mjög stutt af Jóni Steinari Gunnlaugssyni, höfúðandstæðingi Ragnars, en þeir tveir hafa deilt mik- ið undanfarið vegna breytingar á stjórnarskránni. Hélt Ragnar því ávallt fram að í raun væri )ón Steinar í framboði en þetta var í fýrsta skipti í sögu félagsins sem boðið var fram gegn sitjandi formanni. Var óánægja meðal margra lögmanna þá að Jón og Eiríkur skyldu ekki láta líða eitt ár þegar Ragnar léti hvort sem er af störfum. Framboðið var kynnt sem „spurning um stíl“ og þótti mörgum það léttvæg rök til að bijóta gegn þeirri hefð að bjóða ekki fram gegn sitjandi formanni. Nú er Þórunn Guðmundsdóttir ein í framboði. Persónulegar og pólitískar deilur Þessi deila er í senn persónuleg og pólitísk. Ragnar hefur þótt nokkuð hrokafullur í formannssætinu, gjarnan lesið lögmönnum pistilinn ef honum hefur boðið svo við að horfa. Fyrir nokkrum árum var mikið deilt um hvað ætti að gera við Ábyrgðasjóð lögmanna sem tæmd- ist þá í kjölfar gjaldþrotahrinu lög- manna en sjóðurinn varð að bæta skjólstæðingum þeirra tjón sitt. Þá vildu margir leggja niður sjóðinn en til þess þarf breytingu á lögum um málflytjendur sem einmitt eru í endurskoðun nú. Margir lögmenn — og þá sérstaklega þeir yngri — töldu óeðlilegt að greiða háar upp- hæðir í sjóð til að standa straum af svikum kollega sinna. Sérstaklega í ljósi þess að félagið hafði lítið sem ekkert um það að segja hvernig menn störfuðu og hafði ekkert virkt eftirlitsvald. Vildu þeir frekar að lögmenn keyptu sér starfstryggingu en margir bentu á mótsögn þess að menn tryggðu sig fyrir eigin þjófn- Skeljungsránið enn óupplýst Rangur maður í haldi Nær fullvíst að um fíkniefnainnflutning varað ræða. Skeljungsránið frá því á mánu- deginum í lok síðasta mánaðar er enn óupplýst og það fékkst stað- fest í gærkvöid innan RLR að gæsluvarðhaldsfanginn tengdist ráninu væntanlega ekkert. Fyrir viku var Kristján Hauksson úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 13. mars eftir handtöku á Keflavíkur- flugvelli með nærri sjö hundruð þúsund krónur f erlendri mynt. Farseðilinn til Amsterdam hafði hann staðgreitt daginn sem ránið var framið og hefúr hann enn ekki getað gert neina grein fýrir þeim miklu Ijármunum sem hann hafði undir höndum. Eins Og MORGUNPÓSTURINN hefúr greint frá telja flestir að um venjulega innkaupsferð á fíkniefn- um sé að ræða enda bendir upp- hæðin frekar til þess en að um stóran ránsfeng sé að ræða. Þá er maðurinn þekkt nafn innan lög- reglunnar í tengslum við fíkniefni og smáþjófnaði. Þótt handtakan hafi komið til í tengslum við rannsókn Skeljungs- ránsins hefur ekki tekist að tengja hann við ránið og ekkert kom fram við húsleit sem gerð var heima hjá honum. Það fékkst stað- fest innan RLR í gærkvöld að nær fullvíst sé talið að Kristján tengist ekki ráninu og að um innkaupa- ferð sé að ræða. Engin játning ligg- ur þó fyrir. Kristján kærði gæsluvarðhalds- úrskurðinn til Hæstaréttar og hafði málið ekki verið tekið fyrir i gær. -PÍ Ragnar Aðalsteinsson, formað- ur Lögmannaféiags íslands, ligg- ur undir ámæli ýmissa félags- manna en hann lætur af embætti á aðalfundi félagsins á morgun. aði! Ragnar taldi hins vegar að Ábyrgðasjóðurinn yrði að vera áfram við lýði og hafði sigur. í tengslum við aðalfúndinn í fyrra var Ragnar einnig gagnrýndur fýrir að hafa dregið félagið inn í alls kyns samtök og fundarhöld sem í raun væru fyrir utan starfssvið félagsins. Komu meðal annars upp á yfirborð- ið ásaknir um óheyrilegan ferða- kostnað formannsins sem tengdist mennréttindaáhuga hans. Mun ferðakostnaður hans fýrsta árið í starfi hafa verið nokkuð hár. Gagn- rýnisraddir sögðu að hann hefði byrjað að sækja fundi og mæta hjá ýmsum samtökum án þess að ákvörðun félagsins lægi þar fyrir. Báðir aðilar smöluðu á fiindinn í fýrra og hafði Ragnar sigur. Reynt að halda pólitík út úr stjórnarskránni Breytingin á stjórnarskránni var síðan næsta sprenging í samskiptum Ragnars og lögmanna. Mörgum þótti það nokkuð kaldhæðnislegt að halda Ragnari fyrir utan breytingar á mannréttindakafla stjórnarskrár- innar — manni sem hafði að ýmsu leyti orðið holdgervingur mannrétt- inda hér á landi. Ekkert skjal er pól- itískara en stjórnarskráin og því reyndi þingið að mynda þverpólit- íska samstöðu um breytinguna til að missa ekki pólitísk deilumál þar inn Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður. Hann telur að formaðurinn hafi misnotað að- stöðu sína. sem hefðu sett allt í loft upp. Þegar frumvarpið birtist þóttust margir hins vegar sjá að sjónarmið hægri- manna hefðu orðið þar ofan á. Fé- lagsleg, efnahagsleg og menningar- leg réttindi fundust ekki í skránni, mörgum vinstrimönnum til hrell- ingar. Viðbrögðin voru harkaleg og fremstur í flokki gagnrýnenda var Ragnar Aðalsteinsson. Gremja vegna álitsgerða Mörgum gramdist álitsgerðir sem komu fram í nafni Mannréttinda- skrifstofú Islands og Lögmannafé- lagsins en á báðum stöðum sat Ragnar. Sem dæmi um reiðina sem kraumaði undir niðri má benda á ofsafengna árás Geirs H. Haarde á Mannréttindaskrifstofuna síðasta starfsdag Alþingis þegar hann sagði skrifstofuna hafa dreift óhróðri er- lendis um breytinguna á lagafrum- varpinu. Seinna um daginn kom hið rétta í ljós; starfsmaður Ríkisút- varpsins hafði sent upplýsingar inn á Internetið sem kallað höfðu á við- brögð erlendis frá. Geir sá sig því knúinn til að bakka með yfirlýsingu sína um kvöldið. Að lokum var síð- an deilt um hve miklar breytingar hefðu orðið á frumvarpinu — Ragnar taldi sig hafa fengið ffarn meiriháttar breytingum en Geir tal- aði um smávægilegar lagfæringar. Greiðslur til Mannrétt- indaskrifstofunnar I ályktunartillögu formanna fýrr- verandi segir að; ...það samrýmist ekki eðli og tilgangi Lögmannafélags- ins samkvœmt samþykktum þess og ákvæðum laga utn málflytjendur, sem kveða á um skylduaðild lögmanna að félaginu, að félagið eigi aðild að eða taki þátt í starfsemi félagasamtaka utn þjóðfélagsmál, né heldur að gefttar séu út álitsgerðir, umsagnir eða ályktanir, þarsetn pólitísk afstaða er tekin í nafni félagsins í umdeildum þjóðfélagsmál- uttt. Fyrir því ályktar fundurinn, að hætta beri aðild félagsins að Mann- réttindaskrifstofunni og stjóm félags- ins gæti þess framvegis að ekki séu gefnar út pólitískar ályktatiir í nafni þess. “ Það er hverjum manni augljóst að deilurnar undanfarið um stjóm- arskrána eru undanfari þessarar ályktunar sem undirrituð er af hæstaréttarlögmönnunum; Gesti Jónssyni, Guðmundi Ingva Sig- urðssyni, Hákoni Árnasyni, Helga V. Jónssyni, Jóhanni H. Niels- syni, Jóni Steinari Gunnlaugs- syni, Sveini Snorrasyni og Þor- steini Júlíussyni. Andstæðingar Ragnars telja að ekki hafi verið staðið rétt að kynn- ingunni á þátttökunni í Mannrétt- indaskrifstofunni gagnvart félags- mönnum og að kynningin hafi verið mjög lítil. Þetta telja stuðningsmenn Ragnars ekki rétt. Heimildir eru fýrir því að á fúndinum verði farið fram á upplýsingar um það hvað félagið hef- ur greitt til Mannréttindaskrifstof- unnar en andstæðingar Ragnars telja sig hafa upplýsingar um að þangað hafi verið greitt 200.000 krónur, að því er þeir telja án heimildar. Aðrir hafa orðið til að benda á að það segi beinlínis í lögum félagsins að það. eigi að skipta sér af þjóðmálum; það sé því eðlilegt að það álykti um þjóðfélagsmál. Ef tillagan er skoðuð þá liggur beint við að álykta að Lög- mannafélagið geti ekki ályktað um frumvörp samin af Alþingi þar sem ekki sé hægt að ímynda sér þjóðfé- lagsmál sem ekki séu umdeilanleg. Þá má benda á að félagið hefur stjórn og ekki annað vitað en að stjórnarsamþykktir séu fýrir flestum þessara ákvarðana. SMJ/ÆÖJ

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.