Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 27
I MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF 27 FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995 Helgi Þorgils í Nýlistasafninu Skírskotun til rótarinnar „Sumir hafa túlkað myndirnar mínar þannig að í þeim séu mann- eskjur í nokkurs konar sæluríki en ég er ekki fyililega sammála því. Ég vil frekar tala unt þetta sem mann- eskjur í umhverfi og það getur ver- ið mis hlýlegt. Yfirleitt er bak- grunnurinn úr íslenskum veruleika og landið er leiksviðið. Ef Island er sæluríki þá er fólkið í sæluríki,“ segir Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður en á laugardag- inn opnar hann sýningu á verkum sínum í Nýlistasafninu. Helgi sem verið hefur í fremstu röð íslenskra málara um árabil hefur ekki haldið einkasýningu á olíuverkum hér- lendis um sex ára skeið og hlýtur hún því að vera hvalreki fýrir list- kera. Auk manneskjunnar eiga dýr og ávextir tilvist í verkum Helga allt að „komposisjónum skildum Mondrian“ eins og hann orðar það sjálfur. „Ég er með myndröð með íslenskum fuglum og það má segja að þeir tákni það sama og landið í hinum myndunum, einhvers konar kringumstæður þess manns sem eigrar um,“ segir Helgi um tákn- ræna merkingu dýra í myndum sínum. „Hver og einn verður að meta tilganginn í því.“ Helgi kveðst ekki vera draum- óramaður. „Myndirnar eru draum- kenndar í útliti en þær hafa jarð- bundna tengingu og skírskotun til rótarinnar." Helgi segir- myndirnar á sýning- unni í Nýlistasafninu vera rökrétt framhald af fyrri verkum sínum en engu að síður hafi list hans tekið miklum breytingum. „Myndirnar verða flóknari og flóknari með hverju árinu en markmiðin verða ákveðnari með hverri mynd fyrir sig. Þær geta þó haft ólík markmið en saman mynda þær eina heild." Að gefnu tilefni vill Helgi fyrir- byggja þann miskilning að verk hans séu myndskreytingar við goð- sögur. „Þetta er eins og tungumál- ið, röð af orðum sem mynda eitt- hvað rökrétt í nútíma samhengi.“ Auk málverka sinna verður Helgi með „lítilræði af skúlptúrum" á sýningunni eins og hann orðar það. Helgi Þorgils Frið- jónsson segir myndir sínar jarðtengdar þótt þcer kunni að virka draumkenndar við fyrstu sýn. „Uppáhaldsspilið mitt er Killer Instinct en það er splunku nýtt slagsmálaspil fyrir tvo leikmenn," segir Geir Þorsteinsson, starfsmaður í leiktækjasalnum Tralla á Skúlagötu. „Það sem gerir spilið skemmtilegt er hvað hreyfingarnar á bardagamönnum eru eðlilegar og grafíkin er flott. Þetta er 64 bita grafík frá Nintendó en það er nýjasta og fullkomnasta grafíkin. Spilið geng- ur út á að ná sem flestum höggum á andstæðinginn án þess að hann komi höggi á þig. Þetta er samt ekki blóðugur leikur þannig séð heldur bara slagsmála- leikur." Geir segist vera ágætur í Killer Instinct en NBA er sennilega besta spilið hans. „Fjórir leikmenn geta spilað NBA í einu en uppá- haldsgaurinn rninn er Rodman í Spurs. Daytona USA er fullkomnasta bílaspilið á íslandi í dag en það er nokkurs konar bílhermir sem maður sest inn í. Það eru 4 gírar, bremsa og inngjöf og stýrið tekur í þegar maður beygir alveg eins og í raunveruleikan- um. Virtual Fighter 2 er raunverulegasta slagsmála- spilið upp á hreyfingar en karatebrögðin eru mjög vel útfærð. Leikmennirnir berjast í sýndarveruleika- umhverfi og þetta er nýjasta tæknin sem er að ryðja sér til rúms í spilunum. Við erum að bíða eftir spiii sem heitir Virtual Cop sem er skotspil með tveimur byssum. Þeir sem spila setja þá á sig sýndarveruleika- gleraugu og ráðast gegn bófunum. Demolition Man er mjög fullkomið kúluspil en eru alltaf vinsæl þrátt fýrir öll tölvuspilin. Ég er búinn að vinna í þessum bransa í 7 ár og þróunin hefur verið gíf- urlega hröð, sérstaklega undanfarnin 5 ár.“ Aðspurður segir Geir aðsóknina vera jafna og góða í spilasalina en hann hefur ekki orðið var við meiri aðsókn þrátt fyrir kennaraverkfallið. Trimm Að vísu er svolítið hált ennþá, en þetta er allt að koma. fyrst allir eru búnir að missa áhugann á þolfim- inni, meira að segja Evrópumeistarinn sjálfur, er bara eitt til ráða; það er að fara út að trimma. Það er angan af vori í lofti. Beljurnar eru að fara að brjálast og orka mannskepnunnar þarf ekki síð- ur útrás. Og vel að merkja, þetta er ókeypis íþrótt. Vesturbærinn Hefursosum löngum verið heit- ur, allavega hefur hann lengi verið vel volgur. Nú er hann hins vegarsjóðheitur. Sérstak- lega sögur úr Vesturbænum sem margar hverjar eru krass- andi um þessar mundir. Það sama verður ekki sagt um Vest- urbæinn í Hafnarfirði, en löng- um hefur loðað við illa greiddar hafnfirskar konur að þær væru með Vesturbæinga í hárinu. Unda Pé Svar Stöðvar 2-manna við Unni Steinsson og hinum þulunum á Sjón- varpinu. Karakter, sjarmi og kynþokki Lindu Péerengum líkurog erá við sömu eiginleika að minnsta kosti tíu þula hinum megin. Linda hefur auk þess kjark; sem sýndi sig meðal annars í því að hún hef- ur tekið betur á löggunni en jafnvel Birna Þórðardóttir. Tékkneskar myndir Á besta tíma á iaugardags- kvöldum á Ríkissjónvarpinu. Það finnst að minnsta kosti mörgum ef marka má aðsókn- ina að myndbandaleigunum síðastliðið laugardagskvöld. Þegar rétt var liðið á þá tékk- nesku (maður allavega reyndi að horfa) var búið að leigja út öll vídeótæki og flestar bestu spólurnar. Maðursat því heima með sárt ennið. Slíf ÁfENGIS- DRYKKJA Eins og grey ung- lingarnir þurfa að leggja á sig áður en þau skella sér inn á skólaböllin. Það er alveg óskiljanlegt að þau fái ekki að neyta víns inni á dansleikjum. Þetta er nefni- lega aldrei öðruvísi en svo að ef maður ætlar sér að detta í'ða þá gerir maður það, hvort sem maður er fimmtán eða fimmtugur. Kosningabaráha TIL VINSTRI Það er að segja yfirlýsingar ein- stakra flokka um hvernig þeir ætla að bregð- ast við ef Sjálf- stæðisflokkur- inn leitar á þá eftir komandi kosningar. Þetta tekur út eitt skemmti- legasta elementið úr stjórn- málunum, nefnilega hið óút- reiknanlega. Heitt & kalt á að lesa sem dægradvöl. Fullyrðingar af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. IF

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.