Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 28
28 MORGUNPÓSTURINN LÍFIÐ EFTIR VINNU FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995 Margeiri Afhjúpun Disclosure ★* Michael Crich- ton prédikar um kynferðislega áreitni. Hvaðer í leikhús- ummi? ítalski plötusnúðurinn D.J Ralf verður á landinu um helgina og mun spila ásamt D.J Hólmari á Villta tryllta Villa á föstudagskvöldið og D.J Margeiri í Rósenbergkjall- aranum á laugardagskvöldið. D.J Ralf er þekktur „underground“ plötusnúður sem hefur spilað á mörgum af þekktustu skemmti- stöðumjTeimsins^ins 02 Minjstr^ of Sound í London, Am- nesia á Ibiza, The Tunnel í New York, Garage City í Chicago og Hype Club á Miami. Hann spilar house-tónlist og fer úr einu í annað innan þeirrar tónlistar, allt frá dark house sem er skilt techno út í gar- age sem er söngvæn danstónlist. D.J Hólmar heyrði í honum í Lond- on og segir það mikinn heiður fyrir sig að fá að spila með honum á Villta tryllta Villa. D.J Ralph hefur unnið með mörgum af helstu köpp- um danstónlistarinnar eins og Dav- id Morales, Tony Humpries og Joe t Vanelli en auk þess að rím- ixa dansvæn- ar útgáfur af lögum stór- stjarnanna mixa þeir sín eigin lög sem náð hafa miklum vin- sældum á „underground“- dans- klúbbum úti um allan heim. Léon Glæpasagan er hæpin, en samleikur hins hæruskotna Jean Reno og smástúlkunnar Natalie Portman er glæsi- legur. Viðtal við Vampíruna Interview with the Vampire 0 Konungur Ijónanna The Lion King ★★★★ Fallegt að líta, oft fyndið, mátu- lega væmið og stundum ógnvekjandi. Leifturhraði Speed ★★★ B f Ó H Ö L L I N Afhjúpun Disclosure ★★ Vonda nornin fær makleg málagjöld. Konungur Ijónanna The Lion King ★★★★ Junior ★ Banvænn fallhraði Terminal Velocity ★★ Ekki fyrir lofthrædda. Háskólabíó Nell ★ Jodie Foster að leika Jodie Foster að leika geðbilaða konu. Nýtt met í til- gerð. Ekkjuhæð Widow’s Peak ★★ Irar eru skrítnir og konurnar leika vel. Hálendingurinn 3 Highlander 3 O Maður hélt að sagan væri löngu búin. Klippt og skorið Short Cuts ★★★★★ Altman lætur margar sögur flækjast sundur og saman með léttri snertingu, sögur um skritið fólk og venjulegt fólk sem lendir í skrítnum málum. Nostradamus ★★ Nostradamusi heyrð- ist röddin segja Hister en auðvitað sagði hún Hitler. Skuggalendur Shadowlands ★★★ Ant- hony Hopkins veitist það furðu létt að vera frábærasti leikari heims og Debra Winger er honum samboðin. Ógnarfljótið River Wild ★★ Hafi maður smekk fyrir glæsilegri 47 ára konu hnykkla vöðva, þá endilega fari maður. Þrír litir: Rauður Trois Couleurs: Rouge ★★★★★ Kieslowski kann að segja sögur sem enginn annar kann að segja, fullar af hversdagslegri dulúð. Priscilla ★★★ Einföld mynd en nóg af ómótstæðilegri kátinu. Forrest Gump ★★★★★ Annað hvort eru menn með eða á móti. Ég er með. Laugarásbíó Timecop ★★ Van Damme er mikilfengil- egt eintak af homo sapiens en hann er með flæmskan hreim sem erfitt er að fela. Skógarlíf The Jungle Book ★★ Vandað en stirt. Skógurinn er fallegur og dýrin, en Kipling hringsnýst í gröfinni. Gríman The Mask ★★★ Myndin er bönnuð innan tólf ára og því telst það lögbrot að þeir sjái hana sem skemmta sér best — tíu ára drengir. Regnboginn Barcelona ★★★★ Ungir Ameríkumenn skilja ekki hversu erfitt Evrópumenn eiga með að skilja Ameríku. Litbrigði næturinnar Color of Night ★ Ef Jane March á framtíð í kvikmyndum, þá hlýtur það að vera i „fullorðinsmyndum”. Stjömuhliðið Stargate ★★★ Ef maður gengur inn um réttar dyr lendir maður í Egyptalandi hinu foma. Reyfari Pulp Fiction ★★★★★ Tarantino er séní. S A G A B í Ó Léon ★★★★ Þegar smástelpan bendir á magann á sér og segist finna fiðring en leigumorðinginn gónir á eins og þurs — það er næstum virði heillar Lolitu. Stjörnubíó Á köldum klaka ★ Það vantar sál, kannski vegna þess að myndin er ætluð fyrir markhópinn „útlendinga". Frankenstein O Branagh er fáránlega til- gerðarlegur en de Niro er svo mikill brandari að hann kallar fram hlátur hve- nær sem hann birtist. Aðeins þú Only You ★★★ Ástsjúkir fá nóg að moða úr. West Side Story ★★ Þjóðleikhúsið, föstu- og laugardagskvöld. Einhver þekktasti sönglelkur allra tíma. Skiptar skoðanir um árangurinn eft- ir allt sem á undan var gengið en aðsóknin er ffn. Gauragangur Þjóðleikhúsið, fimmtu- dagskvöld Söngleikur um erkiung- linginn Orm. Rúmlega árs gömul sýning og gengur og gengur en nú er farið að keyra á aukasýningum þannig að það eru síðustu forvöð að mæta. Fávitinn ★★★ Þjóðleikhúsið, sunnu- dagskvöld Örfá sæti laus: Ef þið haf- ið aldrei heyrt um Dostojevskí en bara séð Hilmi Snæ í Mannlífi og Baltasar á Sólon þá finnst ykkur þetta æði. Snædrottningin ★★★★ Þjóðleikhús- ið, sunnudag kl. 14. Byggt á ævintýri H.C. Andersen. Upplögð leikhús- reynsla fyrir yngstu kynslóðina þó að þau allra yngstu gætu orðið svo- iítið hrædd við púðurskotin. Taktu lagið, Lóa! ★★★★ Þjóðleik- húsið, föstudags-, laugardagskvöld. Uppselt, uppselt, uppselt út mánuð- inn, takk fyrir. Leikrit sem vekur til umhugsunar. Svo er hann líka þarna hann Hilmar, enn einn ungur leikari sem kann vel til verka og hef- ur hjartað á sínum stað. Oleanna Þjóðleikhúsið, föstudags- og sunnudagskvöld. Leikrit eftir David Mamet um áreitni, valdbeitingu og sexisma í nýju Ijósi. Síðustu tvær sýningarnar þannig að þetta flokk- ast væntanlega undir fallstykki. Dóttirinn, bóndinn og slaghörpu- leikarinn, Listaklúbburinn í Leikhús- kjallaranum, sunnudag kl. 16.30. Ein- þáttungur eftir Ingibjörgu Hjartar- dóttur Hugleiksdrottningu sem greinilega er að færa sig upp á skaftið. Kabarett ★★★★ Borgarleikhúsið, laugardagskvöld. Þegar upp er stað- ið er þetta enn einn stórsigur leikar- ans Ingvars E. Sigurðssonar og leikstjórans Guðjóns Pedersen. Og bravó fyrir því. Dökku fiðrildin Borgarleikhúsið, laug- ardags- og sunnudagskvöld. Frum- sýning. Spennandi verkefni þar sem Finninn Leena Lander heldur um leikstjórnartaumana. Sirkusinn guðdómlegi Borgarleik- húsið, fimmtudags- og föstudags- kvöld. Sýning á vegum norrænu menningarhátíðarinnar. Framtíðardraugar ★★ Borgarleik- húsið fimmtudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Nýtt leikrit eftir Þór Tulinius. Uppselt langt fram eftir mánuðinum. Allt prýðilega leikið og leikstjórinn kann vel til verka. En verkið mætti stytta. Baal Tjarnarbíó föstudags- og laugar- dagskvöld. Afkvæmi leikarhjónanna Egils og Tinnu sló í gegn í aðalhlut- verkinu. Lokasýnin á laugardaginn. Eins og tungl í fyllingu Möguleikhús- ið við Hlemm föstudags- og laugar- dags-kvöld. Uppfærsla norska leik- hópsins Manefjes í tengslum við norrænu menningarhátíðina Sól- stafi. Henning Farner fer með eina hlutverkið í sýningunni. Kirsuberjagarðurinn ★★★★ Frú Em- ilía Héðinshúsinu, sunnudagskvöld. Pottþétt leikrit eftir Tsjekov. Allra síðasta sýning Alheimsferðir Erna Hlaðvarpinn, ★ ★★ fimmtudags- og laugardags- kvöld. Leikstjórn Hlínar er næstum óaðfinnanleg, kannski helst til var- færin. Sápa tvö Hlaðvarpinn. föstudags- kvöld. Ekki svo galið að taka sjón- varpsform og henda því á leiksvið. Leggur og skel Hlaðvarpinn, sunnu- dag kl. 15 Barnabrúðusöngvaspil sem byggir á Jónasi Hallgrímssyni. Tangó Lindarbær, fimmtudags-, föstudags- og sunnudagskvöld. Nemendaleikhúsið: Frábært leikrit, fyrirtaks skemmtun, síðasta sýning- arhelgi og bara... ekki missa af þessu. Klassavindlar úr Karabíska hafinu „Vindlasmekkur er mjög persónulegur og misjafnt hverju menn eru að sækjast eftir í vindlum,“ segir Sölvi Óskarsson, vindla- fræðingur í tóbaksbúð- inni Björk í Banka- stræti. „Sumir vilja þéttvafna vindla en aðr- ir vilja hafa þá lausari. Brasilísku vindlarnir eru dökkir en það eru ekki allir sem kunna að meta þá.“ Sölvi segir að verðmunurinn á vindlunum frá Kúbu og löndum eins og Jamaica og Hondúras sé oft meira en helmingur og sér finnist það ekki eðlilegt. „Mér finnst munurinn hverfandi á vindlum hvaðan sem þeir koma úr Karabíska haf- inu,“ segir hann. „Þetta er svipað í mínum augum og ef maður ætlaði að fara að grilla og hvort rollan væri úr Árnes- eða Rangár- vallasýslu, loftslagið er hið sama. En sumir telja sig finna einhvern mun svip- að og rauðvínsmakkarar finna mun eftir því hvor- um megin í hlíðinni berin í víninu vaxa.“ Svona lítur heimasiða Smekkleysu á Internetinu út en 1. apríl verður hún komin í nýjan og betri búning. Smekkleysa gerir innrás á Intemetið Reyta út plötur, boli og annað dót. „Við höfum fengið fín viðbrögð við þessu og höfum verið að reyta út svona to til 15 bæklinga á dag og slatta af plötum, bolum og öðru dóti,“ seg- ir Þór Eldon, hjá útgáfufyrirtækinu Smekkleysu sm/hf., sem hefur komið sér fyrir á hinu víðfeðma Interneti. Póstverslun Smekkleysu býður allar framleiðsluvörur fyrirtækisins, plötur Sykurmolanna svo einhver hljóm- sveit sé nefnd, boli, bækur og póstkort. Að sögn Þórs er það fólk hvaðanæva að úr heiminum sem sýnir þessum vörum áhuga. Þeir sem skoða síður Smekkleysu á netinu eru þó flestir frá þróaðri hlutum Evrópu og Norður-Ameríku en Þór á von á því að innan skamms muni Rússar einnig fara að láta að sér kveða þar sem þeir eru nú að tölvuvæðast af miklu kappi. Heimasíða Smekkleysu opnaði síðasta haust og hafa fýrirspurnir netnotenda vaxið jafnt og þétt síðan. „Maður veit samt ekkert hvað þetta endist lengi, kannski verður mark- aðurinn þegar orðinn mettur í vor eða haust. Ég á þó frekar von á því að þetta hlaði utan á sig eins og þróunin hefur verið á útbreiðslu netsins,“ seg-. ir Þór. Og í takt við þær væntingar hyggjast Smekkleysumenn koma sér haganlega fýrir á Internetinu og koma heimasíðu sinni í nýjan og betri búning. „Við opnuðum heimasíðu okkar á Halloween en hún hefúr ver- ið frekar frumstæð hingað til. Við erum nú að vinna að því að betrumbæta hana og ætl- um að kynna alveg nýtt um- hverfi á henni 1. apríl. Við ætlum að halda okkur við þessa vitleysisdaga, þeir hafa reynst okkur vel.“ -jk Eric Hirt Eins og flestir aðrir piparsveinar nennir Eric Hirt sjaldan að elda ofan í sjálfan sig. Hann borðar oftast úti en ef hann getur það ekki er hann með gúrmei-matseði! pipar- sveinsins á hreinu. piparsveinsins . Macarony with Cheese dinner (máltið á átta minútum)_ . Samloka með skinku, osti, bitlasósu oq hrásalati _ . Pasta Perfecto (Frosið pasta i stórum poka)_______ . Beiala m/riómaosti, hráum lauk, aaúrkum oa revktum laxi. . Campell's tómatsúpa_______________________________ . Pasta með pakkasósu_______________________________ . Salat úr salatbar i stórmarkaði___________________ .812345________________________________________ . Ommeletta m/skinku, osti, papriku og lauk____ 0. Honey Nut Cheerios 5 1. Romeo oc ma Juliet larnir ....Kúba 2. Monte Chisto Kúba 3. Don Thomas ....Hondúras 4. Monte Diego Jamaica 5. Danimann ...Brasilía Vestmannaeyjar á þurru landi ^Abamum Aslákur Mosfellssvht ★ Eftir að drykkjumaður Morgun- póstsins eyddi drykklangri stund á Feita dvergnum á dögunum töldu sumir drykkjufélagar hans að hér væri komið met, sem seint væri hægt að toppa. Ég benti þeim á að drykkju- maðurinn hefði setið að sumbli jafnt í Víkurbæ í Bolungarvík sem barnum á Hótel Egilsbúð í Neskaupstað að ógleymdum öllu leiðindabörunum á Akureyri (sem væru svo sem ágætir ef það væru ekki svona margir Akureyr- ingar þar), en allt kom fýrir ekki, þeim fannst það eiginlega ekki teljast með. Barirnir yrðu að vera innan seilingar ffá miðpunkti heimsins, sem er eins og allir vita þar sem Morgunpósturinn er til húsa, það er að segja, Vesturgötu 2, en við þann punkt eru öll götunúmer í borginni miðuð. Drykkjumaðurinn sá sem var að við svo búið mátti ekki sitja, hér var heiðurinn að veði. Og auðvitað var hægt að toppa Feita dverginn. Síð- asdiðið föstudagskvöld hélt ég þess vegna upp í Mosfellssveit með inn- fæddum leiðsögumanni og gerði skrens við sveitakrána Áslák. Þegar komið er að húsinu, sem ég held að sé fýrrverandi hlaða eða eitthvað í þá átt- ina, sér maður strax að þetta er ekki venjulegur staður. Húsið er vinalegt og í raun svo snoturt að það er eitthvað óíslenskt við það. Þegar inn kemur heldur sveitastemmningin áffam, en á tiltölulega fágaðan hátt. Staðurinn er fjarskalega lítill, innréttingar eru allar til fýrirmyndar og barnum hefur alveg tekist að sleppa við það sjúskaða útlit, sem flestir barir verða að bráð. Kannski hann sé jafnvel of fág- aður. Það er augljós kántrístemmning á staðnum, en ná- kvæmlega hvaðan hún kemur er óljósara. Ég er eiginlega helst á því að hún sé ffá Vestmannaeyj- um, að minnsta kosti gat ég ekki dreg- ið aðra ályktun af lundaháfnum, sem hékk upp á vegg. Reyndar skilst mér að í Mosfellssveit sé mikið af vestmanna- eyskum expatríótum ffá því í gosi. I hominu stóð síðan svar íslands við Kenny Rogers og kyrjaði alls kyns slagara við undirspil gítars og fiðlu. Sumir halda að Mosfellssveit sé bara eitt af úthverfúm Reykjavíkur, en svo er ekki. Þetta er sveit. Það sér maður bara á fatasmekknum, sem er svolítið Andrés Magnússon öðmvísi en gerist hér í siðmenning- unni. En sá smekkur smellpassar inn á kántríkrána Áslák. Stemmningin er fin, fólk tekur undir í söngnum og ek- ur sér til í sætunum. Inni var enginn undir þrítugu og flestir virtust þekkj- ast. Barinn er ffemur lítill og úrvalið ekkert spes, en flestir virtust halda sig við bjórinn eða kaffidrykki, sem bera nöfn eins og „Fullnæging“, „Blautar geirvörtur“ og þar ff am eftir götum. Ég sé ekki fýrir mér að við Áslák myndist langar biðraðir, en fýrir kántrígeggjara og innfædda er hann vafalaust ffábær.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.