Helgarpósturinn - 21.12.1995, Page 19

Helgarpósturinn - 21.12.1995, Page 19
;,jMR FIMMTUDAGUR 2L DESEMBER1995 Fátt er venjulegt við þessa bók. Reyfari - (Pulp) heitir hún án þess að vera það að öðru leyti en því að hún er mjög spennandi. Hún er undirheimasaga úr stórborg, Los Angeles, eftir hálfgildings utangarðsmann sem sendi frá sér á þriðja tug bóka, Ijóða og skáldsagna sem flestar hafa orðið heimsfrægar. Hún er tileinkuð vondum pennum og þó er höfundur með betri pennum en ófagurt er orðbragðið. Flestar persónur eru ógeðfelldar, miklar í eigingirni sinni, þröngsýni og miskunnarleysi. Það á þó ekki við um allar persónurnar, síður en svo, og niðurstaðan verður ógleymanleg saga, jafnvel fögur á köflum. „Besta bók sem ég hef lesið á árinu - Pulp (Reyfari) eftir Bukowski, “ segir Hallgrímur Helgason í viðtali við Mannlíf nóvember 1995. Charles Bukowski hefur tvo síðustu áratugi verið einn af þekktustu höfundum Bandaríkjanna. Reyfari er hans síðasta saga, hann rétt náði að Ijúka við hana fyrir andlát sitt 1994. Margar af skáldsögum hans hafa verið kvikmyndaðar og er Barfly þekktust þeirra mynda. „Einhverntíma las ég það álit á Bukowski að hann væri einhver gróf eftirlíking afHenry Miller. Ekkert er fjær sanni, Bukowski er einfaldlega miklu betri höfundur, fyndnari og beinskeyttari, og laus við væmni og snobb sem oft loddi við Henry Miller. “ Einar Kárason Pressunni 24. mars 1994. Bókina þýddi Gunnar Smári Egilsson.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.