Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 21.12.1995, Qupperneq 32

Helgarpósturinn - 21.12.1995, Qupperneq 32
HELGARPÓSTURINN Framagosinn söðlaði um og gerðist málari Nýverið var o p n u ð myndlistar- sýning í Abney Gallery í Soho, New York, sem ber yfirskriftina Spirit, Libido and Love (Losti, ást og andinn). Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema vegna þess að tólf verk hanga þar uppi eftir ungan Islending, Amór Bieltvedt. Fjöldi listunnenda var viðstaddur opnun sýningarinnar og þar á meðal þónokkrir íslenskir sem gagngert lögðu lykkju á leið sína til að berja verk landans augum. Verk Arnórs á sýningunni eru aðallega olíu- og/eða akrílmálverk sem hann málaði sérstaklega með ofangreint þema í huga. Listamaðurinn er rúmlega þrítugur að aldri og hefur ver- ið búsettur þarna vestra um nokkurt skeið. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands hélt Arnór til Þýskalands og seinna til Bandaríkjanna til að nema hagfræði og viðskiptafræði. Og sýndist á harla dæmi- gerðri framaleið „uppanna“ svokölluðu. Það var hinsveg- ar ekki fyrren hann hafði meistaragráðu uppá vasann, að hann áttaði sig á að hann væri á rangri hillu og sneri sér að myndlist. Eftir nokkurt nám úrskrifaðist hann árið 1994 með meistaragráðu frá myndlistarskóla í St. Louis. Arnór býr enn í borginni sem Mark Twain gerði fræga, því að skömmu eftir útskrift fékk hann starf sem mynd- Íistarkennari við menntaskóla þar. í skólanum fæst hann aðallega við unglinga sem lent hafa uppá kant við lífið og þurfa sérstakrar aðstoðar við. Og kennslan skilar árangri því í nóvember síðastliðnum var vígt veggmálverk í borg- inni sem nemendur hans unnu fyrir Hjálpræðisherinn. Arnór hafði yfirumsjón með verkinu, sem vakti mikla at- hygli fjölmiðla. Þeir íslendingar sem áhuga hafa á að kynna sér verk Arnórs hér á landi geta litið inn í Gallerí List í Skipholti þarsem forstöðumenn hafa tekið verk hans til sýningar og sölu. Greiddu atkvæði! 904 1516 39,90 kr. mínútan Úrslit síðustu spurningar: Síðast var spurt: Eiga alþingismenn skilið lengra jólaleyfi en aðrir launþegar? I hverju tölublaði leggur Morgunpósturinn spurningu fyrir lesendur, sem þeir geta kosið um í síma 904 1516. Nú er spurt: Er rtotalegra að fá skjólgóða flík í jólagjöf en sæmilega íslenska bók? 1. Já 2. Nei LAUGAVEGI 24 OG SUÐURVERI Gleðileg jól Fréttaskotið 552-1900

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.