Helgarpósturinn - 24.04.1996, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 24.04.1996, Blaðsíða 6
6 MfÐVIKUDAGUR 24. APRÍL1996 'J Samtökin Lífsvog voru stofnuö fyrir rúmu ári meö þaö aö markmiði að styöja við bakið á fólki teái sem telur sig hafa orðið fyrir læknamistökum. Sæmundur Guðvinsson ræddi við stjórnarkonur félagsins, en um 300 manns hafa leitað þar aðstoðar. Mörg dæmi um dauðsföll vegna læknamistaka um, hann hefur þurft að taka Verstu tilfellin sem við fáum hingað eru vegna dauðsfalla sem talið er að rekja megi til læknamistaka. Slík tilvik eru því miður mörg. Þar næst er um að ræða mis- tök lækna sem valda ör- orku eða öðru tjóni sem ekki fæst rannsakað, hvað þá bætt. Þá höfum fengið kvartanir vegna lækna sem eru drukknir eða dópaðir við störf og svona mætti lengi teija. Á því eina ári sem liðið er frá því félagið Lífsvog var stofnað hafa þrjú hundruð manns leitað til okkar og það segir meira en mörg orð um ástandið.“ Þetta sögðu stjórnarkonur Lífsvogar sem HP hitti að máli. Konurnar eru Guðrún María Óskarsdóttir formaður, Ásdís Frímannsdóttir og Jórunn Sig- urðardóttir. Allar hafa þær orðið fyrir barðinu á lækna- mistökum og tvær hinna síðar- nefndu gengust fyrir því að stofna félag þeirra sem hafa orðið fyrir sömu lífsreynslu. Þær eru harðorðar í garð lækna, embættis landlæknis, heilbrigðisráðherra og Alþing- is fyrir að tryggja ekki betur hag sjúklinga. Segja að reynsl- an hér á landi sýni að brýn þörf sé á að stofna embætti umboðsmanns sjúklinga. Missti eistun Þegar Lífsvog berst kvörtun vegna meintra læknamistaka er þeim komið áleiðis til land- læknis. Konurnar sögðu að því miður gerðist sjaldnast neitt í framhaldi af því og það væri sjaldgæft að mistök fengjust viðurkennd. Þó eru dæmi slíks og má þar taka sögu manns sem leitaði til Lífsvogar, en þá voru 18 ár liðin frá því að hann skaddaðist vegna mistaka lækna. „Þegar hann var um fertugt var hann hrjáður af þrálátu kviðsliti og þurfti að gangast undir aðgerðir vegna þess. Við eina þeirra blæddi niður í eist- un, sem ekki á að geta komið fyrir. Læknarnir tóku þá eistun úr manninum. Þegar hann leit- aði til okkar fórum við með hann til landlæknis sem var mjög brugðið er hann heyrði málavöxtu. Nokkrum vikum seinna barst okkur bréf frá landlækni þar sem hann kveðst ekki sjá annað en hér hafi verið um bein mistök að ræða. En í öll þessi ár hefur maðurinn þurft að ganga í gegnum miklar þrengingar. Konan fór frá hon- mjög dýr lyf og greiða þau sjálf- ur. Hann hefur engar bætur fengið enn sem komið er,“ sögðu þær stöllur. 750 Dolvipar Annað dæmi um mistök eða vangá lækna barst í tal. Um er að ræða konu sem fann til mik- illar vanheilsu og leitaði til lækna af þeim sökum. Þeir töldu ekki ástæðu til ítarlegrar rannsóknar en skrifuðu upp á verkjalyf í gríð og erg. Hún var búin að taka 750 töflur af Dolvi- par á tæpum níu mánuðum. Um er að ræða sterkt verkjalyf en auk þess tók hún einnig Parkodin forte og veikari verkjalyf auk fúkkalyfja. Loks var konan rannsökuð og þá uppgötvaðist að hún var haldin sykursýki. Veikin var þá komin á það stig að það þurfti að taka af henni tvær tær á öðrum fæti. Konan hefur því hlotið varan- lega örorku með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð. Stjórn Lífsvogar fannst þessi lyfja- mokstur með ólíkindum og leit- aði álits tveggja lyfjafræðinga. Þeir sögðu að átta töflur af Dolvipar væri hámarksdag- skammtur og stærri skammtur eyðileggði lifrina. Stjórn Lífs- vogar bar þessa stóru lyfja- skammta undir landlækni. í svarbréfi landlæknis kemur fram að 26 Dolvipar á dag sé ekki óvenjulegur skammtur „ef sjúklingur þjáist af verkjum.“ Hann viðurkenndi sem sagt ekki að um mistök hafi verið að ræða, frekar en fyrri daginn, segja stjórnarkonur. Þær bentu á að þarna hefðu sérfræðingar brugðist þeirri skyldu sinni að tilkynna heimilislækni viðkom- andi konu um þá lyfjaskammta sem þeir ávísuðu á þegar hún leitaði til þeirra. Mistök ekki tilkynnt Eitt af því sem brennur á stjórn Lífsvogar er að læknar tilkynna ekki um þau mistök sem þeim verða á í starfi. „Lögum samkvæmt ber heil- brigðisstarfsfólki að tilkynna til landlæknis allt sem miður fer. Þetta dæmi um manninn sem við röktum hér að framan var aldrei tilkynnt. Það eru ótal dæmi um sýkingar vegna að- gerða. Það ber að tilkynna slíkt en er ekki gert. Ekkert einasta mál sem við höfum farið með til landlæknis hafði verið tilkynnt embættinu. Þarna er mjög mik- ið að. Landlæknir verður að beita einhverjum viðurlögum til að fá lækna til að sinna þess- ari tilkynningarskyldu. í sum- um tilvikum eru það alltaf sömu læknarnir sem koma við sögu en það er ekkert gert,“ sögðu stjórnarkonurnar. Sjúkraskýrslur faldar Þegar sjúklingur fær grun um að læknir hafi gert mistök í starfi fer hann fram á að fá sjúkraskýrslu sína afhenda. Þá er hægt að leggja hana fram sem sönnunargagn með kvört- un til landlæknis eða fyrir dómi ef sú leið er farin. En fást þessar skýrslur afhentar? „Nei, það hefur ekki gengið þrautarlaust þrátt fyrir skýr lagaákvæði þar um. Fyrir síð- ustu jól ákváðum við að til- kynna landlækni bréflega í hvert sinn sem læknir eða sjúkrastofnun neitaði að af- henda sjúklingi sjúkraskýrslu hans. Viðkomandi læknir fékk einnig tilkynningu frá okkur. Þetta virðist þegar farið að bera árangur og ekki eins mikil tregða að afhenda skýrslurnar. En svo þegar við biðjum land- lækni að rannsaka tilvik við- komandi fáum við þau svör eft- ir einhvern tíma að ekkert at- hugavert hafi reynst við málið. Við biðjum um endurupptöku og spyrjum um það sem sjúk- lingurinn kvartar yfir. Þá fáum við svar til baka og röksemdar- færslu landlæknis fyrir því að ekki sé tilefni til að aðhafast neitt,“ segir Guðrún M. Óskars- dóttir formaður. „Ég beið í tvö ár og átta mán- uði eftir minni skýrslu," skýtur Jórunn Sigurðardóttir inn í. „Það er meðal annars hlut- verk embættis landlæknis að sjá til þess að allir innan heil- brigðiskerfisins viti að þeim ber að afhenda skýrslurnar. Læknaritarar virðast til dæmis ekki vita það,“ segir Ásdís Frí- mannsdóttir. Sýkingar vegna sóðaskapar Mikið af kvörtunum sem ber- ast Lifsvog er frá fólki sem hef- ur gengist undir aðgerðir, svo sem lýtalækningar, en fengið sýkingu í kjölfarið. Sumir hafa aldrei beðið þess bætur. En hver er ástæðan fyrir þessum sýkingum? „Okkur finnst einkastofurnar mjög hættulegar í þessu sam- bandi. Þær eru oft og tíðum óhreinar, þarna er unnin færi- bandavinna og hugsað um það eitt að hala inn sem mestar tekjur á hverjum degi. Lýta- læknar eru enn að raka skapa- hár sjúklinga á skurðarborði þótt það sé bannað,“ segir Ás- dís Frímannsdóttir. Og Guðrún M. Óskarsdóttir bætir við: „Síðan getum við flett upp í tryggingahandbókinni og þá sjáum við að fólk sem gengst undir aðgerðir á einkastofum er ekki tryggt ef eitthvað ber útaf. Og læknarnir hafa ekki keypt sér tryggingu.“ Og Ásdís heldur áfram: „Þeir sem hafa orðið illa úti eftir aðgerð á Bréf landlæknis um notkun verkjalyfsins Dolvipar. Lyfjafræðingar segja að há- marksnotkun á dag séu átta töflur. einkastofu geta ekki farið í ör- orkumat hjá Tryggingastofnun ríkisins' heldur verða þeir að kaupa örorkumat sjálfir. Það er ástæða til að vara fólk við að fara á einkastofur því þar hefur það ekki sama rétt og á opinberum stofnunum." Sérfræðingar verstir Tal Lífsvogarkvenna berst nú fram og aftur um tregðu kerfisins til að rannsaka kvart- anir sjúklinga, skýrslur um læknisverk eru týndar þegar fólk reynir að ieita réttar síns og læknar hylma hver yfir öðr- um. Torsótt sé að fara í einka- mál nema fyrir liggi beinar og viðurkenndar sannanir um að mistök hafi átt sér stað. Þetta eru meðal algengra kvartana sem berast Lífsvog. Guðrún formaður benti á að Ríkisend- urskoðun hefur sagt að ekki væru skýringar á umtalsverðri fjölgun fólks á örorukubótum og varpaði því fram hvort ef til vill mætti rekja fjölgunina að hluta til mistaka lækna. Hún benti á að áður en Lífsvog var stofnað hefði vantað vettvang fyrir fórnarlömb mistaka að ræða sín mál. Oft liðu nokkur ár frá því mistök ættu sér stað þar til fólk reyndi að leita réttar síns. En hvaða læknar eru það sem gera mistök í starfi? Þær stöllur sögðu að víða mætti finna lækna sem gerðu mistök. Þær hefðu fengið all- mörg dæmi um dauðsföll sem rakin væru til læknamistaka. Einna mest væri kvartað undan sérfræðingum. Af átta lýta- læknum landsins hefur verið kvartað undan sex og margar kvartanir á suma þeirra. Þær nefndu einnig að utan af landi væri áberandi fjöldi kvartana frá Akureyri, af Suðurnesjum og frá Vestmannaeyjum. Ásdís minntist á rétt sjúklinga: „Okkur finnst réttur sjúk- linga til dæmis vera sá, að læknir sem framkvæmir að- gerð á honum sé hæfur til þess. Hann sé ekki pilluæta, misnoti ekki áfengi og með fulla heilsu. Læknar hafa líf fjölmargra í höndum sér líkt og til dæmis flugmenn. En flugmenn verða að gangast undir hæfnispróf regiulega og þeir mega ekki neyta áfengis í ákveðinn tíma fyrir flug. Við viljum að þetta gildi líka um lækna." Jórunn Sigurðardóttir kvað fastar að orði: „Við skulum bara tala hreint út. Það vita all- ir, bæði læknir og ráðamenn heilbrigðisþjónustunnar, að eftirlit með þessu er mjög gott í Svíþjóð. En það er ekki leitað þangað um ráð. Við fáum kvartanir um lækna sem eru undir áhrifum lyfja eða áfengis og einnig hefur verið kvartað undan kynferðislegri áreitni lækna. Við höfum komið þess- um kvörtunum áfram til land- læknis en ekkert gerist." Næg verkefni Það kom fram hjá þeim stöll- um að Lífsvog er rekin sem sjálfboðaliðastarf og erfitt er að sinna öllum beiðnum um aðstoð. Sérstaklega hvað varð- ar mál sem koma upp úti á landi. Skrifstofa félagsins að Skúlagötu 26, í húsnæði Neyt- endasamtakanna, er opin einu sinni í viku. Aðalfundur félags- ins var haldinn fyrir skömmu. Þar var kynnt og rætt fram- komið frumvarp um réttindi sjúklinga og var þingmönnum sérstaklega boðið á fundinn til að taka þátt í þeirri umræðu. Þrír varaþingmenn mættu: Ásta B. Þorsteinsdóttir, Katrín Fjeldsted og Svanhildur Kaa- ber. Fyrir hönd heilbrigðisráð- herra mætti Ragnhildur Am- ljótsdóttir. Stjórn Lífsvogar þakkar þessum varaþingmönn- um fyrir að koma en átti von á að fleiri létu sig Jætta mál ein- hverju varða. I máli þeirra þriggja sem hér er rætt við kom ítrekað fram að brýna nauðsyn bæri til að koma á fót embætti umboðsmanns sjúk- linga. Réttur sjúklinga sé nán- ast enginn. Þeir gangi á veggi í kerfinu. Oft sé reynt að af- greiða kvartanir sjúklinga sem móðursýki. Hafi sjúklingur þurft að leita til geðlæknis sé það notað gegn honum. Jafn- vel þótt sjúklingi sé gefið geð- lyf án þess að hann viti af því. Þær vilja ennfremur að yfir- læknir deilda á sjúkrahúsum verði gerðir ábyrgir fyrir þeirri starfsemi sem fram fer á þeirra deild. Ennfremur að læknar megi ekki framkvæma aðgerðir eftir að þeir hafi náð vissum aldri. Þá kom fram í máli þeirra að mikið sé kvartað undan Trygg- ingastofnun og örorkumati því sem þar fer fram. Einn af lækn- um stofnunarinnar hafi ítrekað verið kærður til tryggingaráðs án nokkurs árangurs. „Það er mjög alvarlegt þegar fólk sem segist hafa orðið fyrir læknamistökum kemur hingað grátandi og segist hugsa um sjálfsvíg. Það sé orðið gjald- þrota, búið að missa heimili, maka og heilsuna. Það grætur hér á skrifstofunni og segist helst vilja ganga í sjóinn,“ sagði Ásdís Frímannsdóttir. Læknar þegja Stjórn Lífsvogar er með und- ir höndum grein úr dönsku blaði þar sem rætt er við bandarískan prófessor, Lowell S. Levin. Hann hefur helgað lífsstarf sitt rannsóknum á sjúkdómum og dauðsföllum, sem læknar eru beinlínis orsök að og söfnun gagna þar að lút- andi. Levin er prófessor við vísindadeild um heilbrigðis- mál við Yale-háskólann. Þá er hann og ráðunautur WHO, Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinn- ar. í bækistöð stofnunarinnar í Hellerup í Danmörku er Levin tíður gestur þar sem hann heldur fyrirlestra. Hann er ekk- ert að skafa utan af hlutunum í sínum málflutningi: „Líkurnar á því að deyja úr alnæmi eru afar litlar. Samt einblína allir á alnæmi. Hættan á því að eitthvað fari úrskeiðis í heilbrigðiskerfinu er mikil. En það er næstum bannað að LtCfvog Sftaa UN0 ueiom, ’**'”*- 25.Ki.lS9e — óó*t

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.