Helgarpósturinn - 24.04.1996, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 24.04.1996, Blaðsíða 32
Hagtíðindum er birtur listi yfir 50 helstu út- og innflytjendur árin 1994 og 1995. Stærsti innflytjandinn er Álfélagið sem flutti inn fyrir 6,3 milljarða í fyrra. Það vekur athygli að í 14. sæti yfir innflytjendur er Ónafngreindur sem flutti inn vörur fyrir nær 1,1 milljarð króna. Þegar kemur að útflutningi trónar SH í efsta sæti með útflutning upp á 21 milljarð í fyrra, en árið áðurflutti Sölumiðstöðin út fyrir 25,2 milljarða. Samtals 18 fyrirtæki fluttu út fyrir einn milljarð eða meira.! 19. sæti er hástökkvari listans, fyrirtækið Fiskimið ehf. í fyrra flutti það út fyrir 980 milljónir en árið áður fyrir 388 milljónir króna... Það er óhætt að segja að byggingarnefnd Reykjavíkurborgar hefur í mörg horn að líta. Það er varla að íbúðareigendur megi skipta um gler í glugga án þess að fá leyfi nefndarinnar. Á dögunum veitti nefndin tveimur húseigendum náðarsamlega leyfi til að fella tré í eigin görðum... HELGARPOSTURINN ■ Skrifstofur og afgreiösla (opiö 10-12 og 13-16): 552-2211 Rttsljóm: 552-4666 • Fréttaskotið: 552-1900 • Símbréf: 552-2311 • Auglýsingan 552-4888 Nýja apótekið við Ármúla, Lyfja, auglýsti sem kunnugt er 20% kynningarafslátt á öllum lyfjum og stendur sá afslátt- ur enn. Við höfum frétt af fólki sem notar þetta sem svipu á önnur apótek. Annað hvort fái það 20% afslátt eða það láti senda reseptið í Lyfju. Yfirleitt kjósa apótekin frekar að veita afsláttinn en verða af viðskiptunum... Þeir Guðmundur Eiríksson og Ól- afur Egilsson hafa báðir lýst því yfir að þeir fari ekki í forsetaframboð og kom fáum á óvart. Ólafur Ragn- arsson bókaútgefandi er enn að hugsa málið en ákvörðunar er að vænta innan skamms. Pálmi Matthíasson lætur það ekki á sig fá að hafa hrapað úr 22% fylgi í skoðanakönnunum niður fyrir 1% og fullyrðir að áskoranir haldi áfram að streyma að þess efnis að hann fari fram. Ýmsirtelja Pálma hafa mikinn hug á framboði en vanti herslumuninn til að taka ákvörðun. Það vakti athygli á úrslitaleik KA og Vals í handboltanum fyrir nokkru aö séra Pálmi var „fyrir tilvíljun" staddur við hlið sjón- varpsmanna við leikslok og þeirfengu komment frá Pálma í stað þess að beina hljóðnemanum að Ólafi B. Schram for- seta HSÍ... Þrítugasta april næstkomandi rennur út frestur skólafólks á aldrinum 16 til 25 ára til að sækja um sumarstörf á vegum Reykjavíkurborgar. Líkt og undanfarin ár er rekin sérstök vinnumiðlun fyrir skólafólk á vegum borgarinnar. Leitast verður við að finna úrlausnur fyrir sem flesta, en búast má við að vinnutilboö verði miðuð við tiltekinn fjölda vinnu- vikna. Hilmar Guðlaugsson borgarfulltrúi hefur gagnrýnt borg- arstjórn fyrir að skera niður vinnutímann hjá 16 ára unglingum um eina klukkustund á dag: úr átta tímum í sjö. Hann segir krakkana verða fyrir töluverðri kjaraskerðingu vegna þessa... Fyrir skömmu var haldin sérstök Vímuvarnarvika í Reykja- vík þar sem skeggrætt var um hvernig forða megi ung- dómnum frá þvt að neyta áfengis eða einhvers þaöan af verra. Vímuvarnarfólk víða að af landinu tók þátt í vímuvarnarumræð- unni. Akureyringum þótti það hins vegar nokkuð fyndið að tveir af helstu áfengissölum bæjarins voru þarna fulltrúar. Það voru þeir Alfreð Gíslason veitingamaður Við Pollinn og Stefán Gunnlaugsson eigandi veitingahússins Smiðjunnar. Áfram KA... Iborgarráði var fyrir skömmu lagt fram bréf frá Sveinbimi Ingólfssyni varðandi vínveitinga- og skemmtanaleyfi fyrir Nætur ehf, Hafnarstræti 7. Frestað var að taka afstöðu til þessa erindis. Heyrst hefur að þarna standi til að opna enn einn fatafellustaðinn, en við seljum það ekki dýrara en... N fiWOú/IT/IN lfUrl\nUlUn 200Kópavogi RÉTTlNQflR Sími 554 2510 AUÐUNS Vönduð vinna unnin aðeins affagmönnum Þjónustuaðili fyrir <®TOYOTA Seljum 5ÍkkEn5 hágœda lökk og undirefni. Einnig SAGOLÁsprautukönnur á mjög hagstæðu verði. Setjum alla liti á sprayhrúsa.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.