Helgarpósturinn - 24.04.1996, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 24.04.1996, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL1996 11 11-viðtalið Á undanfönum misserum hefur ungt fólk innan gömlu stjórnmálaflokkanna mikið látið að sér kveða. Sigrún Elsa Smáradóttir, varaformaður Drífandi (félags ungs Alþýðubandalagsfólks í Reykjavík) tilheyr- ir þessum hópi og Eiríkur Bergmann Einars- son ræddi við hana um drauma, vonir og væntingar ungs fólks í pólitík... Vinstrikonan vill ekki gutla í miðjuflokki Mikið hefur verið rætt um að í stjórnmálaflokkunum sé kom- in upp sterk kynslóð ungs fólks sem ætli sér stóra hluti í pólitík. Hin tuttugu og þriggja ára Sigrún Elsa Smáradóttir er varaformaður Drífandi, félags ungs Alþýðubandalagsfólks í Reykjavík. Félagið var stofnað fyrir um hálfu ári síðan og tók þá við af gömlu Æskulýðsfylk- ingunni. Sigrún, sem er sam- býliskona Róberts Marshall formanns Verðandi (landssam- taka ungs alþýðubandalags- fólks), var þá kjörinn fyrsti varaformaður félagsins. Segðu mér fyrst, Sigrún: Af hverju fórstu út í pólitík? „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á stjórnmálum, en hafði þó ekki tekið mikinn þátt fyrir formannskosningarnar í Al- þýðubandalaginu. Það má segja að þær hafi ýtt mér af stað, enda var mér mikið í mun um að Margrét Frímannsdótt- ir yrði formaður.“ Nú er sambýlismaður þinn formaður Verðandi, lands- samtaka ungs Alýðubanda- lagsfólks. Ýtti sú nálœgð við stjórnmálin þér ekkert af stað? „Nei, ekki get ég nú sagt það. Það hefur frekar latt mig ef eitthvað er. Við eigum tvö börn, þaúnig að við höfum ekki alltaf þann tíma sem þetta tek- ur.“ Hvers vegna varð Alþýðu- bandalagið fyrir valinu? „Ég er bara skynsöm stelpa." Hvaða skynsemi er fólgin í því að ganga í Alþýðubanda- lagið? „Ég er vinstrimanneska að lífsskoðun og stefna flokksins passaði best við þær skoðanir. Og það að gutla í einhverjum miðjuflokki er einfaldlega ekki nægjanlegt mótvægi við þessa ráðandi hægristjórn í landinu. Alþýðubandalagið er eini flokkurinn sem hefur barist fyrir þeim málum sem ég hef haft hvað mestan áhuga á.“ Hvernig eru ungir Alþýðu- bandalagsmenn frábrugðnir þeim eldri í flokknum? „Eins og ungliðahreyfingar annarra flokka erum við eins- konar samviska flokksins. Við getum leyft okkur að koma með nýstárlegri hugmyndir en almennt eru í gangi í flokknum. Við hreyfum við mörgum við- kvæmum málum eins og lág- markslaunum og þess háttar. í grófum dráttum höfum við til dæmis verið sammála þessu frumvarpi Gísla S. Einarsson- Sigrún Elsa Smáradóttir. „Ungt fólk í dag er verr statt en jafnaldrar þeirra fyrir tuttugu til þrjátíu árum. Helsti munurinn sem ég finn milli kynslóða innan flokksins er kannski sá, að ungt fólk vill ekki leysa öll vandamál með bótum eins og það eldra vill gera. Krafa okkar er sú að fólk nái að lifa á launum sínum." ar krata, um lögbundin lág- markslaun. En þeir sem eldri eru taka þessu frumvarpi með mikilli varúð.“ Hvaða áhrifhafa ungirAl- þýðubandalagsmenn á flokkinn? „Við sitjum í öllum helstu nefndum og ráðum flokksins og höfum áhrif gegnum það. Stefna flokksins í málefnum Lánasjóðs íslenskra náms- manna er til dæmis frá okkur komin. Einnig einbeitum við okkur að málum ungs fólks og reynum að finna þeim farveg í flokknum.“ Er greinilegur áherslu- munur milli kynslóðanna í flokknum? „Það er mjög eintaklings- bundið og erfitt að alhæfa um slíkt. Innan flokksins er fólk nokkuð samstiga. En almennt má segja að það sé gífurlegur kynslóðamunur í þjóðfélags- umhverfinu. Við sem yngri er- um búum jú við ákveðið öryggi sem þeir eldri höfðu ekki, en það er eins og þeir sem eldri eru átti sig ekki á ástandi ungs fólks í dag. Miklar breytingar hafa orðið í þjóðfélaginu. Lána- sjóðurinn er í rúst. Þjónustu- gjöld hafa verið lögð á allt. Nú þarf fólk að borga fyrir tan- læknaþjónustu fyrir börnin sín og ungt fólk fær ekki húsnæði sitt nánast gefins eins og eldri kynslóðir sem upplifðu það, að verðbólgan át upp allar skuld- ir. Eftir allar þessar breytingar er ungt fólk í dag verr statt en jafnaldrar þeirra fyrir tuttugu til þrjátíu árum. Helsti munur- inn sem ég finn milli kynslóða innan flokksins er kannski sá, að ungt fólk vill ekki leysa öll vandamál með bótum eins og það eldra vill gera. Krafa okkar er sú að fólk nái að lifa á laun- um sínum og að barnafólk fái til að mynda að nýta skattaaf- slátt barna sinna og þar fram eftir götunum." Finnurðu samhljóm milli ungliðahreyfinga vinstri flokkanna? „Ungliðahreyfingar Reykja- víkurlistans hafa verið að funda saman og byggja upp samband sín á milli og við höfum verið nokkuð sammála um flesta hluti. Til dæmis ætlum við að halda saman upp á tveggja ára afmæli Reykjavíkurlistans.11 annsefni Ingólfur S. Sveinsson að vantar ekki lögfræðinga Uog aðra fræðinga á Alþingi. frar er mikið safn af slíkum, en hins vegar er ekki að sjá eða heyra að fræðin komi alltaf að miklu gagni. Stundum vaknar meira að segja sú spurning hvort þingmenn og ráðherrar séu yfirhöfuð meö fulle fem. Til dæmis þegar Ijðst er að eitt ráðuneytið hefur gefið út reglugerð sem bannar fólki að reikna. Og taka mætti fjöl- mörg önnur dæmi. Það sýnist því full á þörf á þingmanni sem menntaöur er í geðlækningum. Hann gæti þá verið kollegum sínum innan handar þegar þeir eru að ganga af göflunum í einhverjum málum. Við leyfum okkur aö leggja til að Ingólfur S. Sveinsson geðlæknir verði kjörinn á þing við næstu kosningar. Fyrir utan það að vera geðlæknir er Ingólfur flokksbundinn sjálfstæðismaður og hefur talsvert starfað innan flokksins. Hann hefur því þegar nokkra reynslu af pólitík. Það væri þjóðarhagur að fá geölækninn inn á þing. Ingólfur hefur lagt sig fram um að hjálpa fólki sem glímir við streitu, svefnleysi og ýmsa aðra kvilla sem má búast við að hrjái þingmenn í einhverjum mæli eins og aðrar stéttir í landinu. Að undanskildu því að fylgjast með andlegri heilsu þingmanna og ráðherra gæti Ingólfur síðan beitt sér fyrir ýmsum þeim málum sem kæmu heilbrigðis- þjónustunni til góða — og þá ekki síst hvað varðar þjón- ustu við geðsjúka. Þeir eiga nú mjög undir högg að sækja í kerfinu eins og allir vita sem fylgst hafa meö þeim málum. Þingmennska Ingólfs yröi því bæði í þágu þings og þjóðar og hefur margur maöurinn verið kosinn á þing af minna til-. efni, Sem sagt; Ingólf S. Sveinsson geðlækni á þing og það viö fyrsta tækifæri... taefni Hannes Hafstein etta lítur ekki nógu vel út með forsetakosningarnar. Enn hefur enginn diplómat gef- ið kost á sér I embættið. Það er ekki þar meö sagt að þeir sem hafa boðið sig fram séu ekki dipló, hver á sinn hátt. En enginn þeirra er diplómat og það gerir gæfumuninn. Hinn sanni diplómat er að sjálfsögðu Hannes Hafstein sendiherra. Hann var aðalsamningamaður íslands viö gerð EES-samningsins og lét sig ekki muna um að skáka fulltrú- um stórþjóðanna f samningatækni og þrjósku. Erlendir full- trúar við samningaborðið kvörtuðu stundum undan hóg- værri stífni íslenska fulltrúans, sem lét sig aldrei fyrr en hagsmunir íslands voru tryggðir. Hannes tottaði bara sina pípu meðan menn voru að blása úr sér og hélt síöan áfram þar sem frá var horfið. Maður sem svo vel heldur á málstað Islands er auðvitað kjörinn til að gegna embætti forseta. Ekki spillir nafnið fyrir. Enn leikur mikill Ijómi um nafn Hannesar Hafstein, ekki síst í hugum eldra fólks. Hannes Hafstein sendiherra hefur að vísu lítið lagt fyrir sig Ijóðagerð svo vitað sé, en það hafa þeir ekki heldur gert sem tilkynnt hafa um framboð til forseta. Ekki þarf að tí- unda hæfileika sendiherrans til að umgangast erlenda tignarmenn, en kunnugir segja að hann eigi jafn auövelt með að ræða málin við innlenda almúgamenn — þá sjald- an hann fær tækifæri til. Hannes hefur veriö krossaður í bak og fyrir af þjóðhöfðingjum ýmissa landa og getur því strax í upphafi ferils sfns sem forseti mætt orðum skrýdd- ur í veislurnar. Þá er Hannes vel kvæntur og þau hjón eiga fjögur uppkomin börn. Þar sem skammur tími er til stefnu verður aö blása í lúðra í hvelli og fylkja liöi um Hannes Haf- stein undir kjörorðinu: Ég berst á fáki fráum... fvlEjtaskipti Unni í fréttimar * Aerlendum sjónvarpsstöðvum tíðkast sú vinnuregla, að huggulegasta og skýrmæltasta fólkið sér um störf fréttaþula meðan gáfnaljósin sem vinna fréttirnar eru sjaldnast talin nægi- lega aðlaöandi til að fá að birtast á skjánum. Nú hefur það lengi ioðað við íslenska sjónvarps- fréttatíma að meirhluti fréttaþula eru bæði óskýrmæltir og fremur ómyndarlegir; altént ekki það augnayndi sem æskilegt er. (Meðal undan- tekninga má nefna Áslaugu Dóru, Ólöfu Rún, Boga, Loga og Svanhildi í Ríkissjónvarpinu og Elínu Hirst, Sigurstein, Eddu og Sigmund Erni á Stöð 2.) Vita- skuld á aö beita sömu þumalputtareglu við ráðningu sjónvarpsfréttaþula og dagskrárþula — engin spurning — og sem betur fer hefur þróunin eitthvað verið í þá áttina undanfarin ár (líkt og sjá má af upptalningunni hér á undan). Og þá laumum við okkur að uppástung- unni um vistaskipti vikunnar. Unnur Steinsson hefur gert landanum lífið léttara í vetur með því að stela sen- unni af Hermanni nokkrum Gunnarssyni í hinum um- deildu sjónvarpsþáttum Happ íhendi. Það varð eftir nokkra þætti Ijóst, að Unnur er á heimavelli á skjánum: enda Ijóngáfuð, gullfalleg og hefur afbragös talanda og ágætis vald á málinu. Menn skulu síðan ekki rugla saman kröfunni um fallegri og skýrmæltari fréttaþuli við aukna ásókn í yfirborðsmennsku. Unnur Steinsson ætti því að ræða viö Boga eöa Elínu sem fyrst og bjóða fram krafta sína í fréttalesturinn. Án vafa verður henni tekiö tveimur höndum fagnandi sem kærkominni bragarþót... Þorsteinn Pálsson Virðist ná yfirhöndinni í kritum viö hvern sem er þessa dagana og baöar sig glottandi í sviös- Ijósinu. Fyrst negldi hann Davíð og stakk síðan upp í kratana. Næsta stopp: Bessastaðir. Davíð Oddsson Um leið og hann hætti við for- setaframboð snarjukust vin- sældir hans og Sjálfstæöis- flokksins. Síðan fór hann í viötal og tók alla framkomna frambjóð- endur í bakaríið. Pálmi Matthíasson Popppresturinn vinsæli rústaöi hverri skoðanakönnuninni á fæt- ur annarri, en fraus eiginlega úti meö framboð. Nú er hitinn tek- inn aö aukast á ný og klerkurinn spenntur. ólafur Egilsson Sendiherrann sem hálf þjóöin vildi fyrir skemmstu í framboð stökk skyndilega ffam og sagðist alls ekki hættur við framboð. Hætti síðan aftur við og sýndi snilldartilþrif í aö fífla eina þjóð. Steig þaö sem á hugsanlega eft- ir að veröa afdrifaríkt fellspor þegar hann fór að úttala sig sem forsetaframbjóöandi. Ólafur Þagnar er nefnilega griöarvin- sæll en Ólafur Ragnar ekki. Jón Baldvin Hannibalsson Ætlaöi aö tjá sig í þingumræð- um um meinta spillingu Þor- steins Pálssonar, en dró sig í skyndingu tilbaka eftir aö hafa séö og heyrt aö um fullkomlega vonlaust mál var aö ræöa. Guðmundur Rafn Geirdal Brillerar á fiölmiölasviöinu, er vinsæll ræðumaöur og hefur sannaö sig sem skemmtikraftur par exellance, en kastar um leiö rýrð á alla kosningabaráttuna og virðingu embættisins. Guðmundur Elríksson Hætti viö forsetaframboö eftir umhugsun, enda búinn aö fá stuðningsleysiö staöfest og upp- götvaöi eftir þaö — eins og aörir — aö starfiö væri of kært.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.