Helgarpósturinn - 24.04.1996, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 24.04.1996, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL1996 rauðari. Þrjár kanadískar fata- fellur skiptust síðan á um að sýna fagurlimaða kroppana og gestirnir böðuðu sig í nekt þeirra. Tvær íslenskar stúlkur áttu ennfremur að stíga á svið þetta kvöld og fækka klæðum, en þær létu hvergi sjá sig og Samúel Sveinsson framkvæmdastjóri var orðinn heldur órólegur vegna þess um miðnætti. Hvarf íslensku stúlknanna olli enn- fremur mikilli gremju meðal þeirra kanadísku, því vinnu- álagið jókst til muna. Nú voru fleiri gestir komnir í salinn og heilt steggjapartí mætt til að freista brúðgumans. Fjör var farið að færast í leikinn. Á Bóhem er boðið upp á einka- dans fyrir litlar þrjúþúsund krónur og nýttu margir sér það. Brúðguminn tilvonandi fékk þannig þá afrísk-kanadísku beint í kjöltu sína þar sem hún skók sig eggjandi um stund. Sá böggull fylgir þó skammrifi, að ekki má snerta stúlkurnar í einkadansi sem þessum. Að vonum þoldu sumir ekki álagið og misstu stjórn á höndum sín- um. Þeim var umsvifalaust hent út. Einnig er boðið upp á einka- dans í bakherbergi fyrir tíuþús- und krónur, en enginn nýtti sér þann kost meðan blaðamaður var á vakt. Kvenkyns gestir reyna að fækka fötum Greinilegt var um þetta leyti, að sumir karlmennirnir voru orðnir heldur æstir í að komast í beina snertingu við kvenhold og fóru að bjóða í fatafellurnar — og annað starfsfólk líka - - en fullkomlega án árangurs. Að- spurð um þessa hlið vinnunar sagði Heiða miðasali að slíkt gerðist oft og að sér hafi mest verið boðið hundraðþúsund krónur fyrir greiðann. Boðin fara að vísu líka allt niður í skit- inn fimmhundruð kall. Þeir sem það bjóða hljóta að teljast með bjartsýnari mönnum. Um eittleytið hafði talsvert af kvenkynsgestum bæst í hóp- inn. Áðspurðar kváðust tvær þeirra vera í kynningarferð — líkt og undirritaður — og að þeim líkaði ekki það sem fyrir augu bar. Hins vegar sátu þær límdar við sviðið og virtust fylgjast með af áhuga. Skömmu síðar voru þær svo báðar komnar upp á svið og gerðu sig líklegar til að fækka fötum ,en dyraverðirnir voru fljótir að stoppa það — við mikla gremju karlkyns gesta. Stuttu síðar fóru þær svo báðar út með sinn hvoran karlmanninn upp á arm- inn. Fatafellumar eru komnar til að vera því að svona ung og hugguleg stúlka ynni á stað sem þessum, sagði Heiða að þetta væri ágæt- is vinna og launin góð. Hún kvað það líka nokkuð skondið, að þegar hún segði fólki frá vinnustað sínum kæmi sam- stundis hik á það. Væntanlega héldi það að hún væri nakin í vinnunni. Hún sagðist þó ekki hafa áhuga á að fækka fötum, síður en svo. Raunar sagði Heiða það hafa verið svolítið undarlegt í fyrstu að hafa allt þetta nakta kvenfólk í kringum sig. En það venst víst. Inn á staðnum blasti við fer- kantað svið inn á miðju gólfi. Vinstra megin voru djúpir og snjáðir sófar og hægra megin brún tréborð. Gestirnir voru frekar fáir svona snemma kvölds; nokkrir sjóarar sátu við sviðið eldrauðir í framan og á borðum í kring sátu nokkrir eldri einstæðingar og biðu með eftirvæntingarglampa í augum eftir að eitthvað gerðist. KvenhoWið hefur ekki lengur áhrif á DJ Bíbí Fyrsta stopp var barinn hvar ég tékkaði á gæðum ölsins. Þau reyndust viðunandi. Við barinn var tónlistarstjórinn Þröstur, eða DJ Bíbí eins og fatafellurn- ar kalla hann. Þröstur hefur verið lengi í bransanum og seg- ir nakið kvennaholdið ekki hafa áhrif á sig lengur. Barþjónarnir eru flestir huggulegir kven- menn í yngri kantinum og margar þeirra stunda nám með vinnunni. Aðspurðar segja þær vinnuna þægilega og góða, enda andrúmsloftið yfirleitt ró- legt þótt það geti verið lævi blandið þegar hitnar í kolunum. Líkt og aðrir fullklæddir starfs- menn staðarins sögðust þær finna fyrir fordómum af hálfu vina og vandamanna. Þegar ég var kominn niður í hálfan bjórinn kynnti DJ Bíbí fyrstu fatafelluna á svið: „The delicious Miss Joannaaaaa“. Gestir staðarins hópuðu sér kringum sviðið og afrískt ættuð Kanadastúlka gekk æsandi skrefum upp á sviðið. Einbeit- ingin og eftirvæntingin skein úr hverju andliti þegar æsandi dans meyjarinnar hófst. Og eft- ir því sem fötunum fækkaði urðu andlit karlkyns gestanna Nektarsýningar eru fyr- ir margt löngu orðnar fastur liður í skemmtanalífi stórborga og eiga sér reyndar rúmlega aldar sögu á Vesturlöndum — enn lengri í Austuriöndum. Flóra fatafellustaðanna er mjög qölbreytt á erlendri grund; allt frá sóðalegum klámbúllum sem eru í raun ekkert annað en hóruhús, yfir í fágaðar og tiltölulega listrænar sýningar þar sem viðskiptamógúlar hika ekki við að bjóða finu gest- unum sínum upp á hress- andi kokteil og fatafellu með. Á íslandi náðu slíkir staðir einhverra hluta vegna ekki að festa sig í sessi þar til fyrir skemmstu. Á undanförnum áratugum hafa þó risið upp klámbólur en flestar þeirra hafa sprungið fljótt. Hver man ekki eftir Sú- sönnu í baðinu og þeim nektar- dansmeyjum sem fluttar voru inn á árunum sem í kjölfarið fylgdu og þóttu ómissandi á jafnvel fínustu skemmtistöð- um? Og hvað má þá segja um hinn alræmda Pan-hóp sem þaut til hæstu hæða með klám- fengnum undirfatasýningum en sprakk svo eftir stuttan tíma? Fyrst eftir andlát Pan-hópsins kappkostuðu skemmtistaðirnir að halda úti svokölluðum blaut- bolskeppnum þar sem vatni var sprautað yfir nærboli barm- fagurra stúlkna sem stóðu brosandi á sviði og reyndu að heilla gestina. Næst kom leðju- slagurinn þar sem fagurlimaðar ungpíur voru látnar slást í bik- ini í leðjudrullu og sú vann sem fyrr náði að rífa fötin utan af mótherjanum. Meðfram áttu Hótel ísland og fleiri skemmti- staðir það til að fá fatafellur til landsins til að skemmta kvöld og kvöld. Fatafellustaðir að festa sig í sessi Allt hefur þetta liðið undir lok og það eina sem eftir lifir eru gömul tölublöð af Samúel með myndum sem ylja hjarta- rótunum og stöku fatafellu sem skýtur upp kollinum; til dæmis lítt niðurvaxinn strákpjakkur á forsíðum gulu pressunnar (!) og kvenkyns af austurlenskum stofni á borð við Leoncie. En nú eru sem sagt blikur á lofti um að fatafellustaðir séu að festa sig í sessi í Reykjavík. Skemmtistaðurinn Bóhem hef- ur þannig verið starfræktur um nokkurt árabil þar sem fatafell- ur sýna listir sínar við góðar undirtektir. Og lítið lát virðist á vinsældum þessarar greinar því annar fatafellustaður, Veg- as, opnar um helgina á Lauga- veginum. (En eins og sjá má í HP í dag er reyndar risið upp hálfgert stríð milli strippstaðanna sem saka hvern annan um græsku. Nánar um það hér á opnunni — og síðar.) Erfitt hefur reynst að fá íslenskar stúlkur til að sinna hvötum karlkyns landa sinna með því að dansa naktar fyrir þá upp á sviði. Nektar- dansstaðirnir hafa því brugðið á það gamalreynda ráð, að fá erlendar stúlkur til að æsa karlpeninginn. Flestar þeirra koma frá Montreal í Kanada, en Kanadamenn eru víst giska reyndir í þessum efnum. Þó eru alltaf nokkrar íslenskar stúlkur sem taka þátt í leikn- um, enda geta launin verið ótrúlega drjúg. Til að kynna sér málið nánar, brá undirrit- aður sér í kaffi á Bóhem eitt föstudagskvöldið og sólar- hring seinna á Vegas. Meðal fatafellna á Bóhem við Grensásveg Klukkan tíu um kvöld gekk ég taugastrekktur inn á nektar- dansstaðinn Bóhem við Grens- ásveg. Ég hafði heyrt ýmsar vafasamar sögur um þetta lastabæli, en vanur ýkjusögum úr blaðamennskunni vissi ég í raun ekkert um hverju mátti eiga von á. Beit því á jaxlinn, rétti úr baki og gekk inn. í miðasölunni tók á móti mér tvítuga Reykjavíkurmærin Heiða og var mér strax dálítið brugðið þar sem ég bjóst við að aðeins sveittir karlpungar ynnu á slíkum stað. Aðspurð um hvernig í ósköpunum stæði á Fanny er ein þeirra fögru fljóöa sem dansa nakin á Bóhem... „Ef ég væri hóra þá yrði ég moldrík hér á íslandi“ Panny er reynd atvinnufata- fella sem hefur verið eftir- sótt sem slík í Kanada. „í þessu starfi getur maður grætt mikið af peningum og þannig búið í haginn fyrir framtíðina. Einnig lærir maður að tæla karlmenn og skilja þá betur. Ætli maður öðlist ekki yfirhöfuð dýpri skilning á mannlegu eðli í þessu starfi og í framtíðinni mun það hjálpa mér í samskipt- um við karlmenn." Er þessi vitneskja ekki nú þegar farin að hjálpa þér? „Jú, þegar ég labba inn á bar þá get ég til dæmis samstundis þekkt út hver er fáviti og hver er í lagi. En í starfi sem þessu lendir maður þó oft í að þræta við einhverja fávita, sem halda að maður sé hóra. Þetta er sér- staklega slæmt hér á íslandi. ís- Ienskir karlmenn virðast allir halda að maður sé tilbúin til að hoppa upp í rúm með þeim fyr- ir peninga. Ef ég væri hóra þá yrði ég moldrík hér á íslandi. Þetta eru aðallega eldri karlar, sem bjóða manni allt upp í hundrað þúsund kall fyrir greiðann." Eru íslendingar skilnings- sljóir? „Já, á köflum finnst mér sem þeir botni hvorki upp né niður í því sem við erum að gera. Við erum hérna til að sýna ytra borð líkama okkar, en enginn fær að komast inn í þá — fyrir peninga. Við erum aðeins að búa til drauma. Þeir nota okkur til þess og við notum þá til að ná í peninga." Getur fatafella lifað ein- hverju fjölskyldulífi „Ég á allavega eiginmann og tvö börn sem eru heima í Kan- ada. Maðurinn minn er ánægð- ur með það sem ég geri. Hann segir að það æsi hann bara upp og hann er ánægður með þau laun sem ég fæ. Og börnunum er alveg sama. Dóttir mín, sem er átta ára, segir að ég sé drottning því ég á alltaf nóg af peningum og ferðast út um all- an heim.“ Fanny: „Eg á eiginmann og tvö börn sem eru heima í Kanada. Maðurinn minn er ánægður með það sem ég geri. Dóttir mín, sem er átta ára, seg- ir að ég sé drottning. Ég er mjög ánægð.“ Ertu ánœgð með sjálfa þig? „Já. Ég er jnjög ánægð og mér líður vel. Ég er í góðu starfi og skammast mín alls ekki fyrir það sem ég er að gera. Mér finnst gaman að dansa nakin og sýna líkama minn — enda er hann fallegur. Það er frábært að sjá viðbrögð karlana þegar ég fer úr fötunum fyrir framan þá. Þá verða þeir æstir og rauðir í framan. Ég lifi góðu lífi. Ef mig langar í eitthvað þá get ég keypt það. En ég ætla að hætta í þessu starfi þegar ég er búin að safna fyrstu milljón- inni.“ (Fimmtíu milljónir ís- lenskra króna!) 0Nektardansstaðir hafa skotiö rótum í höfuðborginni (Sódómu Reykjavík). Þekktasti staðurinn ertrúlega Bóhem sem nú ertil húsa við Grensásveg, en nýverið var Vegas opnaður við Laugaveg. Til að forvitnast um fyrirbærið var Eiríkur Bergmann Einarsson sendur á staðina tvo til að kynna sér málin, líta á gestina, ræða við höfuðpaurana og vitaskuld stúlkurnar sem þar dansa...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.