Helgarpósturinn - 24.04.1996, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 24.04.1996, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL1396 25 Þau Silja Hrund Barkardóttir, Auður Rán Þorgeirsdóttir, Valdís Guðmundsdóttir og Svavar Pétur Eysteinsson tilheyra viðsjárverðum skæruliðaflokki sem í daglegu tali nefnist „Unglingar" Þóra Kristín Ásgeirsdóttir brá sér í félagsmiðstöðina Undirh í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, átti fund með genginu og reyndi að kynnast þeim — ásamt því að drekka baneitrað kaffi og reykja sígerettur úti á tröppum. é g v e r ð ánægð í.“ Svavar (hátt): „Ég ætla að verða moldríkur." Valdís (ákveðin): „Ég vil vinna gefandi starf og eiga jafn- framt peninga tij að geta fara erlendis. — En á íslandi er bara eitt flugfélag og það okrar svo mikið að við komumst ekki burt.“ Svefninn Eruð þið alltaf að lœra — eða gerið þið meira en það? Valdís: „Ég tek skorpur þar sem ég læri ekki neitt og aðrar þar sem ég læri bara.“ Auður Cgeispandi): „Ég bara sef og sef.“ Svavar (hneykslaður): „Ung- lingar eru orðnir eins og köttur- inn Grettir.“ Valdís (örg): „Viltu hætta að segja unglingar. Þú stimplar svo rosalega." Svavar (ásakandi): „Fólk tal- ar ekki um annað allan daginn í skólanum en að sofa og sofa. Það er andlega dautt og hefur ekki áhuga á neinu nema svefni.“ Auður (geispandi): „Þetta er veruleikaflótti.“ Valdís: „Vinir mínir eru svo lífsglaðir, að þeir eru að kreista safann úr lífinu til klukkan sjö á morganana.“ Auður: (Dregur ýsur.) Silja (skilningsrík); „Eftir gelgjuna tók ég nokkur ár í að liggja og sofa. Ég var svo upp- gefin.“ Auður (áhuggjufull): „Það er eins og ég sé bara nýícomin yfir gelgjuna: alltaf sofandi.“ Silja (Hughreystandi): „Æ, maður er svo þreyttur eftir þessi ár og veðrið er alltaf grátt og leiðinlegt." Auður (geispandi): „Já, en auðvitað er samt gaman að lifa. Annars væri þetta of þung- bært.“ Silja (hrukkar ennið); „Það ætti að gefa öllum framhalds- skólanemendum Prozac í stað- inn fyrir lýsið á morgnana. þá myndu þeir koma glaðir í skól- ann.“ (Hlátur.) Svavan „Já, eða bara E-pill- una.“ Auður (glottandi): „Já, síðan fengju allir doum trip eftir stærðfræðiprófin og færu út og hengdu sig.“ (Hlátur.) Kaffi og sígó Og hvað gerið þið meira en að sofa? Silja (hress); „Við förum á kaffihús, í heimsóknir og partý — og drekkum mikið kaffi.“ Valdís (bætir við): „Við þræðum tónleika.“ Silja (hress): „Og drekkum rosalega mikið kaffi og reykjum sígarettur." Auður (mótmælir): „Mikið kaffi kannski, en engar sígarett- ur.“ Afhveiju farið þið ekki í er- óbikk eða jassballett? Valdís (snýr sér undan í ógeði): „Ojbara. Ég hef aldrei vitað annað eins hamstrabúr og eróbikk." Svavar (léttur): „Ég hjóla mikið úti með vasadiskó.“ Valdís (brosandi): „Ég labba með vasadiskó og dilla mér í takt.“ Svavan „Ég er líka í hljóm- sveitinni Múldýrið." Valdís: „Ég er líka í nafnlausri hljómsveit sem hefur aldrei æft.“ Hvað ætlið þið síðan að segja að lokum? Valdís (alvarleg): „Við viljum bara hvetja til jákvæðari um- fjöllunar um málefni unglinga.“ Svavar (í predikunartóni): Kenna fólki að hafa gaman af því góða.“ Auður: „Við ættum bara öll að vera jákvæðari.“ Ætlið þið þá ekki að segja neitt Ijótt — ekki einu sinni um lögguna? Silja (heilög): „Löggan er stimpluð alveg eins og ungling- arnir.“ Svavar (kinkar kolli): „Við þekkjum bara eina hlið á henni eins og hún á okkur.“ Auður: (glottandi) „Áfram löggubandið." Minnismerki HUGSKOT Ljósmyndastofa Nethyl 2 Sími 587-8044 NÝ ÞJÓNUSTA Framköllun og kópering á 35mm litftlmum. Kynningarverð: 24 mynda kr. 1000 36 mynda kr. 1360 Ný 24 mynda Fuji- litfilma innifalin óþekka ungling Silja: „Það er alltaf fjallað um unglinga eins og hóp eða eins og þeir séu æxli. Orðið unglingar hefur neikvæð áhrif og þetta hefur áhrif á sjálfs- myndina." Valdís: „Fréttir bera keim af ótrúlegri þröngsýni.“ Silja: „Það er alltaf einblínt á þetta slæma.“ Auður: „Mér finnst þetta allt í lagi. Afhverju alltaf að vera að kvarta." Valdís: „Grunnskólanemend- ur fá þessa mynd af unglingum og það hefur markviss áhrif á hvernig unglingar þeir verða. Það er látið eins og allir ung- lingar séu í dópi og ungir krakk- ar missa siðferðistilfinninguna þegar þeir sem þau líta upp til eiga að vera í dópi.“ Silja: „Það er alltaf verið að taka nokkra einstaklinga og al- hæfa út frá þeim.“ Auðun „Það er nú samt meiri umræða núna en þegar ég var tólf ára.“ Svavar: „Já, er ekki bara ver- ið að gera frekar jákvæða hluti?“ Valdís: „En þegar menn eru jákvæðir er einnig sama til- hneigingin til að falsa hlutina. Eins og þegar það kom ljós- myndari frá Mogganum á Lagn- ingardaga upp í MH. Hann mætti bara á eina uppákomu og þá var hljómsveit að spila, en hann missti alveg af hljómsveit- inni því hann var bara að elta sætar stelpur á röndum. Einu myndirnar af tónleikunum voru af sætum stelpum. Það var eng- in af hljómsveitinni uppi á sviði.“ Silja: „Það var nú einn strák- ur á myndinni." Valdís: „Já, það var fyrir til- stuðlan stelpnanna. Ljósmynd- arinn féllst á að taka eina mynd af honum að rokka stíft ef það yrðu sætar og hressar stelpur með líka. Það er þessi útlits- fíkn.“ Silja: „Já, fólk vill sjá fallegt fólk. Ekki feitt fólk með vörtur." Auður: „Já, þetta er eins og í auglýsingunni frá Grillhúsi Guð- mundar: Besta kjötið í bœnum. Svo var mynd af sætri stelpu.“ Silja: „Það eru alltaf litlar sæt- ar stelpur og svo slefandi gaml- ir kallar. Ég skil ekki afhverju það er alltaf verið að gera ung- linga fullorðinslega. Afhverju eru bara ekki notaðar fullorðn- ar manneskjur þar sem það á við?“ Svavar: „Það eru margar stelpur sem lifa í þessari anor- exíutísku." Valdís: „Stelpur hætta meira segja í námi vegna þess. Ég þekki eina sem fékk búlimíu og þurfti að fara í meðferð." Silja (spekingslega); „Það sem þótti áður vera grannt er feitt núna.“ Áróður Hafið þið ekki svipuð við- horfog biskupinn og kirkjan þegar kemur að fjölmiðlum? Svavar: (mærðarlega) „Fólk hefur náttúrlega mest gaman af því sem er vont. Eins og í fjöl- skylduboðum... þá vill það tala um sjúkdóma og slys.“ Myndirþú vilja sjá mikið af fréttamyndum af öllum já- kvœðu hlutunum sem verið er að gera í Félagsmiðstöð aldraðra - - öllu fína föndr- inu og fjöldasöngnum á eft- ir? Eða myndirðu ekki frekar vilja lesa grein um glœpa- klíku aldraðra sem rænir spilakassa í miðbœnum? Svavar (alvarlegur): „Fólk á rétt á að lesa um félagsmiðstöð aldraðra ef það hefur gaman af því.“ Silja (mæðulega): „Unglinga- þátturinn Ó er nú að skapa já- kvæða ímynd. Bjarga því sem bjargað verður.“ Auður (pirruð): Ég bara nenni ekki þessari sjálfs- vorkunn." Svavar (tekur undir með Auði): „Við erum sjálf farin að byggja upp neikvæða ímynd með kvarti og kveini. Við erum bara hópur fólks: unglingar. Fólk á aldrinum 13 til 20 ára. Maður hættir í raun ekkert að vera ungling- ur fyrr en maður hætt- ir í framhaldsskóla." Valdís (hækkar röddina): „Það er rosalegur eðlismunur á fólki innan þessa hóps. En um- ræðan var neikvæð á meðan forvarnar og eiturlyfjaumræð- an gekk yfir í vetur.“ (í trúnað- artóni.) „Þetta var bara hreinn og klár hræðsluáróður til for- eldra sem breikkaði bilið milli foreldra og barna. Filmuboxin fengu ekki að vera í friði og ál- pappírinn hvarf af heimilinu.“ Auður (góð með sig): „Það fá ekki allir foreldrar paranoju- kast, ef þeir á annað borð geta treyst börnunum sínum.“ Valdís (í fyrirlestrartón): „Sko, ég heyrði ágætis kenn- ingu um áhrif svona áróðurs. Þegar umræðan byrjar fer lögg- an að taka fleiri dópsala. Dópið fer meira öndergránd og hækk- ar í verði og útkoman er sú að glæpum fjölgar." Silja (alvarleg): „Ég held að það þurfi að fara ofsalega var- lega í þennan áróður.“ Valdís (samsinnir): „Þetta skapar mikla spennu hjá yngri krökkum." Silja (íhugul): „Þegar maður les í könnun að 98% allra fram- haldsskólanema hafi prófað hass er auðvelt að hugsa að maður þurfi að prófa líka.“ En hvað með ykkur. Hafið þið til til dœmis reykt hass? Svavar (hikandi): „Ja, við ætl- um ekkert að tilheyra þessum tveimur prósentum.“ (Hlær.) „Þá værum við nördar.“ Silja (í vörn): „Það er eitt að prófa og annað að henda sér út í þetta.“ Valdís (í vörn): „Ég hugsa að það sé meira að segja erfitt að finna fullorðið fólks sem hefur ekki prófað hass.“ Auður: „Það er hinsvegar ekki sama að prófa og reykja reglulega.“ Valdís (alvarleg): „Það er nú þannig að flestir prófa. Annars er sagt að hassgróðinn fari allur í vopnakaup. Að taka smók úr hasspípu er næstum því það sama og að senda byssukúlu gegnum hausinn á einhverj- um.“ Svavar (hugsandi): „Það fer eftir hópum hversu margir prófa. fþróttakrakkar prófa þetta ekki, hugsa ég.“ „Unglingar“ Eruð þið í einhverjum íþróttum? Valdís (hneyksluð): „Það er mjög lítið til af íþróttum sem hægt er að stunda án þess að vera í einhverri brjálaðri keppni.“ Silja (í trúnaðartóni): „Églætl- Silja (með fyrirlitningu): „Kennarar eru eins og þeir eru af því að það er svo illa borgað fyrir kennslu. Þeir hæf- ustu fara annað. Vanhæfir kennarar gera það að verkum, að nemendurnir verða vanhæfir einstaklingar.“ Auður: „Við erum ekki bara að hugsa um peninga. Ég ætla að velja mér starf sem ég verð ánægð í.“ Svavar (hátt): „Ég ætla að verða moldríkur." Valdís (ákveðin): „Ég vil vinna gefandi starf og eiga jafnframt peninga til að geta fariðx erlendis. — En á íslandi er bara eitt flugfélag og það okrar svo mikið að við komumst ekki burt.“ aði einu sinni að fara að æfa blak að gamni mínu. Þjálfarinn talaði við mig og sagði mér að fara að hlaupa úti allt sumarið. Síðan gæti ég prófað að koma aftur.“ (Hlær.) Svavar (alvarlegur): „Ég þekki strák sem var í KR og hann dalaði aðeins eitt sumarið og þá var hann beðinn um að fara í annað lið og æfa með þeim þangað til hann næði sér á strik. Þetta lið má ekki tapa.“ (Hneykslaður.) „Ef þú spilar Trivial Pursuit við íþróttamenn ertu laminn ef þú vinnur.“ Silja (baráttuglöð): „Við þurf- um bara að skrifa eitthvað sjálf og laga þessa ímynd af ungling- um.“ Valdís (hress); „Það er ekki hægt að steypa okkur öll í sama farið. Unglingar eru allskonar fólk. Það er allur fjandinn í tísku. Nördar eru meira að segja í lagi — þótt þeir séu með flöskubotnagleraugu." Silja: „Já, sérstaklega töivun- ördar. Út af netinu!“ Auður (fúl): „Mér finnst fá- ránlegt að kalla fólk nörda þótt það sé ekki á einhverju ákveðnu borði með einhverjum ákveðnum krökkum" Silja (Samsinnir:) „Já, þetta eru allt ákveðnar klíkur. Hérna í FB eru það snyrtibrautin, lista- hópurinn og svo framvegis. Fólk hópar sig saman — til dæmis eftir fötum, tónlistar- smekk og meira að segja vaxt- arlagi. Sérstaklega á þetta við hjá stelpum. Þær stelpur sem eru grannar eru oft með grönn- um stelpum og feitar með feit- um stelpum.“ Framtíðin Auður (niðurdregin): „Mér finnst framtíðin frekar dökk. Maður á ekki peninga og þar af leiðandi ekkert mikla möguleika. Ég á sjálf líka erf- itt með að ákveða hvert ég vil stefna. Margir eru mjög ráðvillt- ir.“ Svavar (sammála): „Það hafa allir svo rosalega háar hug- myndir, en þegar allt kemur til alls getur þetta orðið eitt langt svekkelsi." Silja (spekingslega): „Það er nauðsynlegt að hafa takmark bara til þess að hafa takmark. Svo er náttúrlega þessi tog- streita í gangi milli foreldra og barna." Svavar (efins): „Er hún nú ekki á undanhaldi?“ Silja (hugsandi): „Það er al- gengt hjá menntuðum foreldr- um að gera háar kröf- ur.“ Valdís (dramatísk): „Og verða bara fyrir hræðilegum vonbrigð- um.“ Ætlið þið þá að gera það sama og for- eldrar ykkar? Silja (ákveðin): „Neinei, foreldrar mínir eru prófessorar. Ég ætla ekki að verða pró- fessor. Og þau verða bara að sætta sig við það.“ Auður (efins): „Mamma er listamaður og pabbi vinnur í prentsmiðju. Eg held að ég fari ekki sömu leið.“ Svavar (hlæjandi); „Pabbi er eðlisfræðingur, en ég kann ekki að leggja saman fjóra og sjö. Mig langar mest í fjölmiðlafræði en ég vil samt ekki verða frétta- maður á Stöð 2.“ Valdís (hugsandi): „Mig lang- ar að sameina sálfræði og efna- fræði.“ Silja: „Ég myndi vilja læra læknisfræði og myndlist, en saman tekur það tíu ár.“ En þið hafið ekki áhuga á að vinna með unglingum? Valdís (glaðlega): „Jú, ég hefði aiveg áhuga á því. Eða bara með fójki.“ Auðun „Ég gæti líka alveg hugsað mér það.“ Hvað með kennslustörf? Valdís (glottandi): „Það er svo illa borgað að vera kennari, að maður þyrfti að vera pizza- sendill um helgar til að lifa af.“ Silja (með fyrirlitningu): „Kennarar eru eins og þeir eru af því að það er svo illa borgað fyrir kennslu. Þeir hæfustu fara annað.“ Það meta kannski ekki all- ir störf eingöngu eftir pening- um... Silja (ákveðin): „Vanhæfir kennarar gera það að verkum, að nemendurnir verða vanhæf- ir einstaklingar.“ Eruð þið þá vanhœfir ein- staklingar á leiðinni út í van- hœft þjóðfélag til að ala af ykkur vanhœf börn sem fara í vanhœfa skóla? Auður: „Neinei, við erum ekki bara að hugsa um peninga. Ég ætla að velja mér starf sem

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.