Helgarpósturinn - 24.04.1996, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 24.04.1996, Blaðsíða 23
MfÐVIKUDAGUR 24. APRÍL1996 23 ■i Þóra Kristín Ásgeirsdóttir brá sér í heimsókn í Fjölbrautaskólann í Breiðholti og hitti fyrir þrjá kraft- mikla stráka, sem eru að fást við listsköpun. Tveir þeirra eru á listasviði skólans, en Hilmar Örn Óskarsson, Ijóðskáldið í hópnum, stundar nám á félagsfræðibraut. mannshugans Það fer meiri tími í að þjálfa málbeinið en myndlistina,“ sögðu þeir Baldur og Ómar og fullyrða að þrátt fyrir að tugir manna nemi á listasviði þá séu fæstir að gera nokkuð af viti. „Mik- ið af þessu liði er bara lamað þó að fjöldi fólks af öðrum brautum sé að gera eitthvað af viti. Annars erum við í okkar bekk algjör klíka. Við erum búin að leggja undir okkur borð í matsalnum þar sem við höfum fóðrað vegg- ina í kring með núðlupökk- um og EIvis fær að vera í miðjunni.“ HP ákvað að ganga úr skugga um hvort þessir ungu menn geri eitt- hvað fleira skemmtilegt en að rusla út í matsalnum og þjálfa á sér málbeinið. í Ijós kom að skuggahliðar mannseðlisins eru sem fyrr ofarlega í huga menningarsinnaðra ung- menna. Hilmar Öm Óskarsson er efnilegt Ijóðskáld: Niðurdrepandi myrkur „Ætli skólaskáld séu ekki bara ein- farar með sítt hár og skegg,“segir Hilmar Öm Óskarsson og bætir þvi við, að hann sé nýbúinn að raka sig. Hann er mjög efnilegt ljóðskáld sem stundar nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, en segist hafa byrjað að yrkja fyrir slysni fyrir þremur árum síðan. Hann hefur aldrei birt neitt eða Hilmar öm Óskarsson: Mín drengilega framkoma Tunga min erlengri en timinn sjálfur Tinnusvartar lygamar ryðjast uppúr mér svo áreynslulaust að það veröur að kallast fagurfrœðilegt fyrirbæri Vitaskuld er valið ekki þitt þegar ég býð þér að hverfa til mín og dreg sfðan glottandi um barkann á þér Einhvern tímann skal ég auðmjúkur leggja sólina að fótum þér Saga af meðalmennsku Þama situr hún við slaghörpuna og leikur fyrirguðina sem slá taktinn með eldingum Englar tárfella af fögnuði og Hinn fallni gerir sér grein fyrir villu síns vegar Hann fer i sitt fínasta púss og klökkur biður Itann heimsbyggðina afsökunar Ég stend hinsvegar kindarlegur álengdar og reyni að biístra með Hilmar Orn Oskarsson, Baldur Oskars- son og Ómar Örn Hauksson: „Ætli skólaskáld séu ekki bara einfarar með sítt hár og skegg.“ Hann segist sjálfur vera nýbúinn að raka sig. - „Depurð er myndrænni en gleði. Þetta er de- pressívur þankagangur en ég hef heldur aldrei fengið neina brilljant hugmynd upp úr hamingjukasti." - „Uppáhalds teiknimyndasögurnar mínar fjalla annars vegar um geðveik- ar súperhetjur og hins vegar eru þetta dramatískar ævisögur." lesið upp. „Ég hef bara haldið mig úti í horni, enda vil ég vera viss áður en ég fer að reyna að setja mig í samband við ein- hverja útgefendur," segir Hilmar. „Ég var í rokkhljómsveit og sá um að semja alla textana og svo kom ég heim eina nóttina og var dálítið kenndur og ætlaði að fara að gera texta. Ég byrjaði að hripa eitthvað niður og áður en ég vissi var komið ljóð. Síðan komst ég að því að ég hef bara frekar gaman af þessu.“ Að- spurður segist Hilmar ekki hafa orðið var við að margir séu að yrkja í skól- anum. „En það er samt eitthvað í skólablaðinu annað slagið þótt það fari ekki óskaplega mikið fyrir Ijóða- áhuga í skólanum. Ég hef líka verið að fikta við þetta án þess að láta neinn vita.“ Hvað kemur Ijóðskáldinu í þér af stað? „Ég veit það ekki... Tónlist hefur mikil áhrif á mig, til dæmis klassísk tónlist. Svo hef ég gaman af að lesa og held af ljóðskáldum mest uppá Gyrði Elíasson, en mér finnst Sjón líka góð- ur og Þórarinn Eldjára — og Dagur Sigurðarson. En yfirleitt þá gerist það ekki fyrr en ég er búin að yrkja ljóðin, að ég fer að setja þau í samhengi við sjálfan mig og tilveruna. Það sem ég yrki er oft myrkt og niðurdrepandi og meira um dekkri hliðar mannshugans og mér finnst líka áhugaverðast að lesa þannig ljóð.“ Baldur Oskarsson er upprennandi myndlistarmaður: Andleysi í ham- ingjuköstum „Depurð er myndrænni en gleði,“ segir Baldur Óskarsson, sem stundar nám á listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti. „Nöfnin á myndunum mín- um lýsa þeim, til að mynda Niðurbrot- inn maður og Einmanakennd. Þetta er depressívur þankagangur, en ég hef heldur aldrei fengið neina brilljant hugmynd upp úr hamingjukasti. Eg byrjaði að mála með olíulitum þegar ég var sextán ára því ég hafði ekki efni á því fyrr. En ég var alltaf að teikna og hef verið á námskeiðum síð- an ég var tíu ára gamall. Ég spurði mömmU éinu sinni afhVerjú ég hefði verið sendur á svöna námskeið og þá „Herdís" er hugarfóstur Ómars Arnar og félaga hans. sagði hún, að þar sem ég hefði alltaf verið teikna hefðu þau viljað ganga úr skugga um hvort ég gæti eitthvað.“ Og gastu eitthvað? „Jájá.“ Óg þú hefur haldið sýningar? „Já, ég hélt sýningu í Ný- listasafninu í fyrra sem hét Myndir af tilfinningum, og svo sé ég um að reka galleríið í Hinu Húsinu núna og hengdi myndirnar mínar þar upp þegar við fórum af stað. Þetta tekur eiginlega allan minn tíma núna, en ég ætla líka að reyna vera með sýningu næsta haust. Svo er ég að gefa út tölvudisk með myndum, en ég hef mjög mikinn áhuga á að færa myndlistina út fyrir galleríið þannig að hún nái til fleira fólks. Ég ætla svo að selja diskinn í tölvu- og bókabúð- um.“ Ertu þá ekki áhugamaður um Internetið? „Ég er frekar lítið á netinu, enda er ég eigingjarn á minn tíma. Ég reyni að nota hann sem best og sjónvarpið og netið eru ekki hluti af dagskránni. Ekki síðan X-Files hætti að minnsta kosti. Ég nota tölvuna í tvennskonar tilgangi: annars vegar eru myndirnar mínar mjög nákvæmlega unnar og með súrrealísku ívafi og í tölvunni get ég sameinað ljósmyndaraunsæið og frelsið sem felst í því að mála. Hins vegar er listin orðin svo heilög, að það er ekki fyrir hinn almenna mann að kaupa verk og þetta er viðleitni til að gera myndlist að alþýðulist. Það er sem sagt ekkert frumeintak í gangi heldur einungis fjölföldun. Ég vil meira iðnaðarbragð: heiðarlega myndlist. Það ér alltof sjaldan farið óhefðbúndnar leiðir í að markáðs- setja myndir." Hefurðu kannski orðið fyrir mestum áhrifum afsúrrealisma? „Ég er kallaður Bali í skólanum og það ætti að segja það sem segja þarf. Annars hef ég jú mestan áhuga á súrrealisma, expressjónisma og End- urreisnartímabilinu.“ Ómar Órn Hauksson er flinkur teiknimyndasmiöur: Geðveikar súperiietjur og hrottaskapur „Uppáhalds teiknimyndasögurnar mínar fjalla annars vegar um geðveik- ar súperhetjur og hins vegar eru þetta dramatískar ævisögur," segir Ómar Öm Hauksson er stundar nám á listasviði Fjölbrautaskólans í Breið- holti. Hann segist safna teiknimynda- sögum og á um sjöhundruð slíkar í fórum sínum. En Ómar Örn hyggur einnig á frekara nám í gerð teikni- myndasagna og þá í Bandaríkjunum. „Þetta er mjög dýrt áhugamál og ég er farinn að slaka á í inn- kaupum, hvert blað kost- ar um fjögur hundruð kall og mikið af þessu er drasl." „Spawn er eiginlega í mestu uppáhaldi hjá mér núna en hann er sálar- kvalinn maður sem er að reyna að fá líf sitt aftur eftir dauðann, en hann var sendur af Djöflinum til jarðarinnar. Einu vinir hans eru rónar og þetta eru ákaflega dimmar og hrottalegar sögur þar sem er tekið á allskyns málum svo sem rasisma, barna- níðingshætti og alkóhól- isma. Þetta er allt ákaflega niðurdrepandi. Af mínum söguhetjum held ég mest upp á Hugin sem dregur nafn sitt af einum hrafna Óðins. Hann er hálfgerð and-hetja. Sjálf sagan gerist þegar Zhirinovskí er búinn að gera alvöru úr því að breyta íslandi í fanganýlendu. Við er- um tveir sem skrifum söguna og teiknum. Hinn heitir Pétur Yamagata og við eigum eina gersónu saman: Herdísi. Sagan heitir Útlagar 2027, eða það er svona vinnuheiti sem við höld- um okkur sjálfsagt bara við. Það er vaxandi áhugi fyrir teiknimyndasög- um hérna heima þó að Gisp og Band- ormurinn, sem eru teiknimyndasögu- blöð, hafi ekki selst vel enda hafa þeir verið að höfða til þröngs hóps. Við er- um núna að undirbúa útgáfu á nýju teiknimyndasögublaði með hjálp frá Hinu Húsinu en þar verður aðallega afþreying. Svo gaf ég út Jólasögu fyrir jólin, ljósritaði eintökin sjálfur og seldi.“ En hvenœr ákvaðstu að einbeita þér að þessu? „Það eru tvö til þrjú ár síðan ég byrjaði að einbeita mér alfarið að teiknimyndunum og ég hef lært mest um teiknimyndasögur á því að lesa þær og fá teiknistíl lánaðan og þróa minn eigin síðan út frá honum. Ég ætla ekki að klára stúdentinn heldur reyna fyrir mér um styrk til að kom- ast út til Bandaríkjanna að læra meira — enda vil ég verða góður í faginu.“ Dekkri hliðar

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.