Helgarpósturinn - 24.04.1996, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 24.04.1996, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL1996 wm HELGARPÓSTURINN Útgefandi: Miðill hf. Framkvæmdastjóri: Þorbjörn Tjörvi Stefánsson Ritstjóri: Stefán Hrafn Hagalín Ritstjórnarfulltrúi: Guðrún Kristjánsdóttir Setning og umbrot: Helgarpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Að drepa mann... Það gengur hörmulega illa að fá kerfið hér á landi til að viðurkenna og kyngja þeirri bitru staðreynd, að læknum — einsog öðrum breyskum manneskjum — geti orðið á mistök sem í verstu tilfellum valda sjúklingum óbætanlegum skaða. Nokkur vandlega skrásett dæmi eru til um að læknamistök hafi orðið sjúklingum að fjörtjóni. í sam- ræmi við þessi þyngsli kerfisins, sem virðist enn sem fyrr hafa heimsk- una innbyggða í sig, hafa einungis örfá mál farið fyrir dómstóla og allur gangur á hvernig afgreiðslu þau hljóta. Tregðan er engan veginn ein- skorðuð við lækna sem hlaupa til að bjarga eigin dýrmæta skinni held- ur nær hún allt til æðstu stiga dómskerfisins. * Inýlegum dómi Hæstaréttar var þannig viðurkennt, að mistök við skurðaðgerð hefðu jú valdið dauða konu, en hinsvegar komst meiri- hluti réttarins að þeirri merkilegu niðurstöðu að um einskært óhapp hefði verið að ræða og bótakrafa barna hinnar látnu var því ekki tekin til greina. Það semsagt með öðrum orðum í lagi, að læknar valdi dauða samborgara sinna — svo framarlega sem það sé „alveg óvart“. Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? spurði Jón karlinn Hreggviðsson, sem í dag hefði ekki þurft að leita lengra að svar- inu við þessari erfiðu spurningu en í dómasafn Hæstaréttar. Það er í öllu falli engu líkara en kerfið geri ráð fyrir því, að sum læknamistök séu óviljaverk, en önnur af yfirlögðu ráði — skilur þetta einhver? Iöðru tilviki voru dæmdar bætur eftir að greinileg læknamistök höfðu valdið dauða manns á besta aldri sem gekkst undir meinlausa að- gerð. Það kostaði ekkju hins iátna afturámóti langa og stranga þrauta- göngu í kerfinu að fá þetta viðurkennt. Læknamistök skulu ekki viður- kennd fyrr en í fulla hnefana. Fyrir liðlega einu ári stofnuðu örfáar konur sem höfðu orðið fyrir barðinu á læknamistökum samtökin Lífsvog. Markmiðið með stofn- un samtakanna er að styðja við bakið á fólki er telur sig hafa orðið fyrir læknamistökum. Og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Frá stofn- un hafa um þrjúhundruð manns haft samband við Lífsvog vegna meintra mistaka lækna sem það eða ættingjar þess hafa orðið fyrir. í HP í dag er rætt við þrjár stjórnarkonur Lífsvogar og þær hafa ófagrar sögur að segja. Kvartanir um læknamistök eru undantekningarlítið af- greiddar af hálfu embættis landlæknis með þeim svörum að ekki sé ástæða til að aðhafast neitt. Konurnar benda á að læknum og öðrum úr heilbrigðisstéttum sé lögum samkvæmt skylt að tilkynna embætti land- læknis um mistök og óhöpp sem verða við aðgerðir eða aðra með- höndlun sjúklinga. Lífsvog hefur sent fjölda mála um meint læknamis- tök til landlæknis. í engu tilviki hafði viðkomandi læknir eða sjúkra- stofnun tilkynnt um neitt sem hafði farið úrskeiðis. Ekki einu sinni í máli sem landlæknir hefur staðfest að mistök lækna hafi valdið sködd- un. Stjórn Lífsvogar hefur fengið í hendur fjöldamörg ömurleg dæmi um læknamistök. f nokkrum tiivikum er um að ræða dauðsföll sem talið er að rekja megi beint til mistaka við læknisaðgerðir. í öðrum tilfellum er um að ræða sjúklinga sem hafa hlotið örorku vegna rangrar sjúk- dómsgreiningar eða vegna mistaka við aðgerð. Fólk sem hefur reynt að leita réttar síns rekur sig hvarvetna á veggi í kerfinu og því er vísað frá Heródesi til Pílatusar þar til því er loks sagt að engin mistök hcifi átt sér stað og um móðursýki sé að ræða. Altént sé ekki ástæða til að aðhafast neitt frekar, svo gripið sé til orðalags sem vinsælt er hjá embætti land- læknis. Ennfremur neita læknar að afhenda sjúkraskýrslur og mikilvæg gögn eru sögð hafa glatast þegar eftir þeim er leitað. Oft virðist lítið sem ekkert samband vera milli lækna og sérfræðinga sem hafa með mál sjúklinga að gera. Og hverjir sitja í nefndum sem eiga að fjalla um meint læknamistök? Það eru aðrir læknar! Er nema von að illa gangi fyrir sjúklinga að reka sína mál. Það kemur fram í viðtali við konurnar í stjórn Lífsvogar að þær telja brýna nauðsyn á að komið verði á fót embætti umboðsmanns sjúk- linga. Þar með sé hægt að beina öllum kvörtunum vegna meintra læknamistaka í einn farveg og mál fáist rannsökuð af hlutlausum aðila. Á síðasta ári flutti Ásta B. Þorsteinsdóttir varaþingmaður tillögu til þingsályktunar um stofnun slíks embættis. Ályktunin kom til umræðu á þingi en ekkert gerðist. Það er endalaust rætt og ritað um fjárhagsvanda heilbrigðiskerfisins, en sjaldan minnst á að efla þurfi réttindi sjúklinga og að einhver telji sér það hlutverk heilagt að gæta hagsmuna þeirra. Hér ríkir sterk tilhneiging í þá veru að hefja innri mál heilbrigðisþjónustunnar yfir alla gagnrýni. Það er erfitt að rjúfa þann þagnarmúr sem reistur hefur verið kringum ásakanir um mistök lækna eða annarra heilbrigðisstarfs- manna. Það er löngu orðið tímabært að upplýsingaþjóðfélagið taki á þessum málum; viðurkenni að læknum geta orðið á mistök eins og öðr- um og að þau mistök eigi ekki að bitna á sjúklingum einum. Bótalaust. Sárt er til þess að hugsa, að lcmdlæknir virðist orðinn jafn blauður og linur til átaka við kerfið og Hæstiréttur. Stefán Hrafn Hagalín Helgarpósturinn Borgartúni 27, 105 Reykjavík Sími: 552-2211 Bréfasimi: 552-2311 Netfang: hp@centrum.is Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311, fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777, auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241, dreifíng: 552-4999. Áskrift kpstar kr. 800 á mánuöi ef greitt er meó greiðslukorti, en annars kr. 900. Puttamir á hinu opinbera Ameðan hann sat á þingi lagði séra Gunnlaugur Stefánsson, þáverandi alþing- ismaður, fram tillögu til þings- ályktunar, sem miðaði að því dómsmálaráðherra skipaði nefnd manna til þess að „móta starfsreglur um fréttafutning og uplýsingaskyldu stofnana“ um slysfarir og harmraunir fólks. í sjálfu sér virtist, sem flutn- ingsmanni gengi gott eitt til og raunar engin sérstök ástæða til að halda annað. Þó er ávallt hollt að hafa í huga, að það hefur á köflum þótt til vin- sælda fallið að setja fjölmiðl- unum ákveðnar skorður; að hafa vit fyrir þeim. Tillagan var klædd geistlegum búningi. Ef hins vegar tekið var mið af hagsmunum valdsins, þá blasti við, að tillögunni var ekki ætlað að þjóna einum af hyrningarsteinum lýðræðis- ins, tjáningarfrelsinu, eins og ætla mátti í fyrstu. í raun og veru gengur þessi gamia þingsályktunartillaga séra Gunnlaugs þvert á tjáningar- frelsisákvæði stjórnarskrár lýðveldisins. Hvers vegna ætti ráðherra dómsmála vera af- hent það verkefni að skipa nefnd, sem segði til um hvern- ig og hvenær fjalla ætti um til- tekin málefni í fjölmiðlum? Hið opinbera vald hefur ekk- ert með ritstjórn fjölmiðla að gera, takk! Það hefur ekki gerzt á Al- þingi íslendinga í fjölmörg ár, að þingmaður, hvað þá þing- maður úr röðum allra yngstu þingmanna, „demókrati" að austan, beri fram tillögu, sem stríðir jafn rækilega gegn 72. grein stjórnarskrárinnar. Hvernig má það vera? Ég minnist þess, að ég ræddi til- löguna á sínum tíma við Gunn- laug Stefánsson og vakti at- hygli hans á ótta mínum við opinber afskipti af fréttaflutn- ingi. Hann taldi þennan ótta ástæðulausan og lagði áherzlu á, að með tillögunni væri ekki verið að takmarka frelsi fjöl- miðla. Ég benti honum á hætt- urnar, sem ég sá, einkum glöggan greinarmun sem ég gerði á frjálsu samráði og ráð- herraskipuðu samráði. En hvorugur okkar skipti um skoðun, þar sem við stóðum á Austurvelli! í rauninni fannst mér þetta mál svolítið furðu- legt, því í fáum tiivikum eru fréttamiðlar jafn nærgætnir og í fréttaflutningi af slysför- um og harmraunum. Raunar hélt ég, að þings- ályktun Gunnlaugs hefði dáið drottni sínum, eins og algengt er um þingmannamál, jafnvel þótt þeir séu í stjórnarliðinu. Málið var að vísu ekki útrætt, en allsherjarnefnd Alþingis fjallaði um tillöguna og fékk umsagnir. Ekki nóg með það. Dómsmálaráðherra var falið að skipa nefnd til þess að leggja grunn að samráðsvett- vangi um slysa- og harm- raunafréttir og efndi þessi nefnd til málþings á dögunum. Þar kom í ljós, að fulltrúar kerfisins og viðhengjur þeirra vilja einhvers konar stjórn- tæki, en fulltrúar fjölmiðla stóðu einir og einarðir gegn svona „yfirfrakka“. Siðaregiur kveða á um aðgát Blaðamenn, sem tillagan snertir einkum, búa við siða- reglur, þar sem tekið er á harmraunum og beinlínis kveðið á um aðgát í frásögn af viðkvæmum málum. Flutnings- maður þingsályktunartillög- unnar lætur sem svo, að með tillögunni sé ekki verið að leggja til, að lög verði sett á fjölmiðla. Engu að síður þurfi að sameinast um „samrœmdar starfsreglur". Á mannamáli heit- ir þetta ósk um, að settar verði opinberar reglur um slysa- og náttúruhamfarafréttaflutning. I rauninni er þetta mál svolítið furðulegt, því í fáum tilvikum eru fréttamiðlar jafnnærgætnir og í slíkum fréttaflutningi. Félagar í Blaðamannafélagi íslands hafa búið í nær þrjá áratugi við skráðar siðareglur, sjálfsritskoðun í samræmi við siðferðilega breytni. Siðanefnd félagsins hefur tekið til úr- skurðar fjöldann allan af ágreingsmálum um vanda- sama fréttamennsku og vinnu- brögð vegna harmrauna eða viðkvæm persónuleg mál. Al- mennt hafa blaðamenn fengið góða einkunn. Hugmynd séra Gunnlaugs er því miður þess eðlis, að hann vill takmarka frelsi fréttamanna og stéttarinn- ar í heild með niðurnegldum opinberum starfsreglum vegna siðferðilegra álitamála. Viðmið vegna fréttaflutnings af málum af þessum toga eiga heima og er að finna í siðareglum Blaða- mannafélags íslands. Slík við- mið eiga ekki heima í formleg- um, samræmdum viðmiðunar- reglum, þar sem opinberar stofnanir tækju þátt í ritstjórn frétta. Það skiptir ekki máli, hversu góður hugur liggur að baki tillögu Gunnlaugs Stefáns- sonar. Ástæðan er sú, að það stríðir gegn frjálsri fjölmiðlun að hlíta opinberu eftirliti. Þá get ég ekki ímyndað mér, að kleyft sé að semja altækar regl- ur af einskonar lagatoga um fréttameðferð harmsefna, sem eru í raun af siðferðilegum toga. Siðferðilegar kröfur eru þegar lagðar á herðar blaða- manna í siðareglum þeirra. Fréttamenn afþakka óþarfar hömlur Blaðamenn hafa ávallt verið reiðubúnir að ræða harmsefni vegna fréttaflutnings. Stéttin hefur ávallt lagt áherzlu á samráð. Blaðamenn læra af gagnrýni og hollráðum. En blaðamenn þekkja það af eigin reynslu, að frelsi þeirra til að móta sjálfir siðareglur sínar er heppilegasta lausnin, því hún tryggir með því móti nánast sjálfkrafa, að eftir þeim sé far- ið. Eigin reglur blaðamanna auka meðvitund blaða- og fréttamanna um siðferðileg gildi. Þá hygg ég, að frétta- flutningur íslenzkra fjölmiðla af slysförum og náttúruham- förum hafi verið og sé í yfir- gnæfandi tilvika mjög nærgæt- inn. Snjóflóðin í Súðavík og Flat- eyri voru prófraun fyrir fjöl- miðlana, einkum sjónvarps- stöðvarnar. Nokkrir íbúar á Súðavík kvörtuðu vegna myndatöku af snjóflóðasvæð- inu í bænum og voru sjónar- mið þeirra skiljanleg að vissu marki. Á hinn bóginn hygg ég, að fréttaflutningurinn hafi verið eins nærgætinn og hægt var að ímynda sér, og sjón- varpsmyndirnar hafi einmitt fært alla þjóðina nær þessum hræðilegu atburðum og aukið þannig samúð og samkennd þjóðarinnar. Fjölmiðlarnir þjöppuðu þjóðinni saman. Þá er mikilvægt að hafa í huga, að rangar upplýsingar, sem birt- ust skrifast ekki einvörðungu á fjölmiðlana. Þegar snjóflóð féll síðan á Flateyri höfðu menn „lært af reynslunni" og fréttaflutningi voru með sam- komulagi settar vissar skorð- ur í upphafi, sem ég hygg að fjölmiðlarnir hafi getað sætt sig við. Þannig er fréttaflutn- ingarsteinum lýðræðisins, tjáningarfrelsinu, eins og ætla mátti í fyrstu. í raun og veru gengur þessi gamla þingsályktunartillaga séra Gunnlaugs þvert á tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár lýðveldisins. Hvers vegna ætti ráðherra dómsmála vera afhent það verkefni að skipa nefnd, sem segði til um hvernig og hvenær fjalla ætti um tiltekin málefni í fjölmiðlum? Hið opinberavald hefur ekkert með ritstjórn fjölmiðla að gera, takk!“ ingur af þessu tagi í sífelldri endurskoðun eftir því, sem blaðamenn fást við erfiðari og viðkvæmari verkefni með æ öflugri samskipta- og fjar- skiptatækni. Dæmi um viðkvæm umfjöll- unarefni, sém talsvert bar á fyrir nokkrum árum voru barnaverndarmál. Nú virðist mér fjölmiðlar sitja á strák sínum og fjalla um slík mál af eðlilegri varfærni. íslenzkir blaða- og fréttamenn afþakka þau bönd, sem séra Gunnlaug- ur vill leggja á fjölmiðlana. Það er í blóra við frjálsa fjöl- miðlun á íslandi, að löggjafinn og framkvæmdavaldið taki höndum saman um að ritstýra íslenzkum fjölmiðlum. Höfundur er blaðamaður og hefur meist- aragráðu í fjölmiðlafræðum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.